Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þér getið hætt þessu basli, herra Johnsen, píparinn er mættur. VEÐUR Össur Skarphéðinsson iðn-aðarráðherra skemmtir sér mjög vel, dag hvern, ef marka má bloggsíðu ráðherrans undir fyr- irsögninni Ráðherrar á rauðu ljósi í Róm. Það er svo gaman hjá ráðherr- anum, að það hálfa væri nóg.     Iðnaðarráðherra er tamt að tala umsjálfan sig í þriðju persónu á bloggsíðu sinni. Í færslu ráð- herrans frá Róm í fyrrinótt segir m.a.:     Þarna voru iðn-aðarráðherr- ann og forsætis- ráðherrann af Íslandi lentir hlið við hlið á rauðu ljósi í hinni eilífu borg. Það var ekki fyrr en ég tók upp tóbaksbaukinn og veifaði framan í forsætisráðherra að hann trúði því að þarna var iðn- aðarráðherra hans á ferð …“     Ráðherrann glaði upplýsir les-endur sína um það að dagurinn hafi verið „annasamur en góður dagur – sérlega árangursríkur“. Ráðherrann útskýrir hins vegar ekki á hvaða hátt dagurinn var ár- angursríkur.     En ráðherrann upplýsir lesendursína einnig um það að „hinn prýðilegi sendiherra okkar, Guðni Bragason“ sé „partur af því einvala liði sem er að finna í utanríkisþjón- ustunni“.     Og áfram mærir ráðherrann emb-ættismenn svilkonu sinnar: „Það reyndist mér stórkostlega á Filippseyjum, þar sem kollegi hans (Guðna) Þórður Ægir var kominn frá Japan að styðja sinn ráðherra og gerði það svikalaust.“     Mikið er það ánægjulegt hvað iðn-aðarráðherrann, ráðherrann og samstarfsráðherra Norðurlanda er glaður! Ekki satt?! STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Gaman að vera ráðherra! SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                            *(!  + ,- .  & / 0    + -                                   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (               !"!  #! #            $%!!   &   '          " &   :  *$;< !!!                            ! "  #    $  *! $$ ; *! (") * !%  !) !%   '% &+' =2 =! =2 =! =2 (%*  !,  -!.$ '/  >! -         *  % & ' ()*        ()*  !(   "     !+      /    " ,     *-( '+.    /    0 $ 1  =7     2  3    +.  (         (!  '   (-  0 !"!'11  '%!&"!2 ' $&'!,  3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B # # 3 3 3 #  # # # #  # # # #   #   # #  3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 14. nóv. Baráttan um Gjástykki Gjástykki í Þingeyj- arsýslu er ásamt svæð- inu í kringum Leir- hnjúk kannski það svæði í heiminum á þurru landi sem best sýnir hvernig land- reksflekarnir færast í sundur. Land- rekskenningin sannaðist þarna fyrir augum okkar og allt var vel skráð og skoðað. Þar eru aðstæður til fræðslu og náttúruupplifunar sem hvergi gefast annars staðar og í því felast mikil tækifæri, bæði andleg og … Meira: ingolfurasgeirjohannesson.blog.is Jórunn Ósk Frímannsdóttir | 14. nóv. Lifir lengst 5-15 kíló yfir kjörþyngd Risastór rannsókn frá USA sýnir fram á það að við lifum lengst ef við erum 5-15 kíló yfir kjörþyngd. Ég hef ákveðna kenningu um af hverju þessi nið- urstaða fæst. Ég held að þeir sem eru þetta 5-15 kíló yfir kjörþyngd séu afslappaðri einstaklingar og ein- staklingar sem ekki eru allt of upp- teknir af útlitinu. Einhvern tíma var mér sagt að gera ráð fyrir því að bæta á mig hálfu kílói á ári eftir þrí- tugt. Það þýðir að í dag ætti ég … Meira: jorunnfrimannsdottir.blog.is Hans Haraldsson | 14. nóvember Frelsisfræði Frjálshyggjan á sér marga málsvara meðal hagfræðinga, stjórn- málafræðinga, sagn- fræðinga, heimspek- inga og annarra fræðimanna. Eins eru til umræðu- og rannsóknafélög (e. think tanks) frjálshyggjumanna. Það er áhugavert að ímynda sér hver viðbrögðin yrðu ef einhver hluti þessara fræðimanna segði sig einn daginn úr lögum við kollega sína og stofnaði þverfaglega fræðigrein sem héti frelsisfræði. Þessi fræðigrein yrði einskonar verndaður vettvangur sem yrði grundvallaður á siðfræði og hag- fræði frjálshyggjunnar. Fræði- mennirnir myndu vinna sína vinnu og síðan leggja hana fyrir hina frels- isfræðingana. Vinstrisinnaðir rót- tæklingar, kratar, miðjumenn og íhaldsmenn í ofantöldum greinum fengju ekki að vera með. Frelsið ættu frelsisfræðingar að skilgreina. Ætli mörgum þætti þetta … Meira: polites.blog.is Dofri Hermannsson | 14. nóvember Ókeypis í strætó? Framtakssöm 10 ára stúlka í Grafarholtinu skrifaði fyrrverandi borgarstjóra bréf þar sem hún benti á að það væru ekki bara nem- endur í framhaldsskóla og háskóla sem þyrftu og vildu nota strætó. Hún benti réttilega á að margir grunnskólanemendur þurfi að nota strætó í tómstundir því mömmur og pabbar geti ekki alltaf skutlað þeim á bíl. Henni finnst þess vegna að það ætti að gefa grunn- skólanemendum frítt í strætó eins og hinum. Um þetta er frétt í Fréttablaðinu í dag og þar er líka sagt frá ný- sprottnum áhuga bæjaryfirvalda í Kópavogi á almenningssamgöngum en Ármann Kr. Ólafsson mun vilja drífa í því strax að gefa öllum frítt í strætó. Þessar 400 milljónir sem koma inn af fargjöldum séu hvort eð er svo litlir peningar. Nú vil ég alls ekki útiloka að það geti verið hagstæðara að gefa frítt í strætó en að ausa tugum milljarða og óheyrilega miklu af borgarland- inu í umferðarmannvirki sem þó virðast aldrei duga til að anna eft- irspurn eftir greiðri för á milli staða. Mér finnst hins vegar, ólíkt Kópa- vogssjöllunum, 400 milljónir á ári talsvert mikið. Þetta eru pening- arnir okkar, það vantar líka peninga í margt annað og af því „frítt í strætó“ er mjög áhugaverð tilraun langar mig að vita hverju hún skilar áður en tekin er ákvörðun um fram- haldið. Í frétt Fréttablaðsins var stutt viðtal við mig um erindi ungu stúlkunnar í Grafarholtinu. Ég út- skýrði þar að um tilraun væri að ræða og lét þar líka í ljós þá skoðun mína að fargjöld í strætó fyrir börn væru í raun ekki há. 20 miðar kosta 750 krónur svo hver ferð er á tæpar 38 krónur. Það er ekki mikill pen- ingur. Fyrir 75 kr. kemst unga stúlk- an á kóræfingu í Langholtskirkju með strætó en ef henni er skutlað og svo sótt má gera ráð fyrir að bara bensínið á bílinn kosti um 260 krón- ur. Fyrir börn 12-18 ára kostar meira, eða 100 krónur, hvort sem keyptir eru miðar eða staðgreitt. Það er dá- lítið undarlegt – auðvitað ætti að vera ódýrara að kaupa marga miða í einu en að staðgreiða eitt far. Stór hluti þessa aldurshóps fær frítt eins og er af því þau eru í framhaldsskóla en fargjöld fyrir þennan hóp finnst mér að þyrfti að endurskoða. Án vafa verður það gert. Önnur ung stúlka sem ég þekki vel hefur árum saman tekið strætó í tónlistarskól- ann sinn. Á tímabili vildu vinkonur hennar fá að fara með henni í tónlist- arskólann og foreldrar hennar skildu ekki hvað var svona … Meira: dofri.blog.is BLOG.IS HÁSKERPA HEIM Í STOFU MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.