Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 25 LANDIÐ             -hágæðaheimilistæki Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 15.990 Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er fáanlegt með vélini. Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele ryksugurnar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Miele ryksugur – litlar og liprar. www.eirvik.is Hraunbraut 26, Kópavogi Opið hús laugardag og sunnudag á milli 13 og 14 Gott og vel skipulagt einbýli ásamt bílskúr og stórri geymslu í kjallara. Húsið er skráð 191,4 fm. en er stærra þar sem geymsla í kjallara er ekki skráð. Glæsilegt sjávarútsýni er frá efri hæð hússins. Halldór sýnir húsið laugardag og sunnudag á milli 13 og 14. Mb l 9 37 69 5 Borgarnes | Tónlistarskóli Borgar- fjarðar fagnar 40 ára afmæli um þess- ar mundir. Fyrir skömmu stóð skól- inn fyrir afmælistónleikum í Borgar- neskirkju. Flytjendurnir á tónleik- unum komu úr röðum núverandi og fyrrverandi nemenda og kennara skólans. Dagskráin var fjölbreytt; gítar- samspil, einsöngur, einleikur, sam- söngur, kórsöngur svo eitthvað sé nefnt. Á tónleikunum var frumflutt tónverk eftir fyrrverandi nemanda tónlistarskólans, Önnu Sigríði Þor- valdsdóttur, en hún samdi verkið sér- staklega í tilefni afmælisins. Verkið heitir „Á kunnar slóðir“ og vísar nafnið til þess að tónskáldið lítur aft- ur til heimahaganna eftir að hafa ver- ið lengi fjarverandi. Að tónleikunum loknum var gestum boðið til kaffi- samsætis í Tónlistarskólahúsinu í Borgarnesi. Tónlistarskóli Borgarfjarðar var stofnaður haustið 1967. Aðdragand- inn að stofnun hans var að nokkrum árum áður varð til nefnd sem hét Æskulýðs- og menningarmálanefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. For- maður nefndarinnar var Ásgeir Pét- ursson, þáverandi sýslumaður. Nefndin stofnaði Tónlistarfélag Borgarfjarðar sem meðal annars hafði það hlutverk að stofna og starf- rækja tónlistarskóla. Stjórn tónlistar- félagsins útvegaði tónlistarfólk til starfa en tónlistarfélagið kemur ekki að starfsemi tónlistarskólans að öðru leyti en því að það hefur alla tíð átt sinn fulltrúa í skólanefnd skólans. Á afmælistónleikum kom Ásgeir Pét- ursson að máli við Theodóru Þor- steinsdóttur, núverandi skólastjóra, og sagði: „Það er gaman að sjá að kvistur sem var gróðursettur fyrir 40 árum er orðinn að stóru tré!“ Fleiri viðburðir eru áformaðir vegna af- mælisins, en á fjörutíu ára afmælisári skólans eru einnig tuttugu ár frá því að söngdeildin við skólann var stofn- uð. Verður haldið upp á þau tímamót eftir áramótin með því að setja upp óperettuna Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss. Sýningin verður sett upp í Gamla Mjólkursamlaginu Borgarnesi og mun hún marka opnun hússins eftir gagngerar endurbætur. Tónlist Kammersveit Tónlistarskóla Borgarfjarðar frumflytur verkið „Á kunnar slóðir.“ 40 ára afmæli Tónlistar- skóla Borgarfjarðar Vestfirðir | Vestfirsku skáldin nefnist dagskrá sem boðið verður upp á í Holti í Önundarfirði sunnu- daginn 18. nóvember kl. 16:00. Það er Vestfjarðaakademían í samstarfi við afmælisnefnd Guðmundar Inga Kristjánssonar sem efnir til þessa skáldskaparþings. Boðið verður upp á umfjöllun í tali og tónum um vestfirsk skáld frá ýmsum tímum. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmála- fræðingur mun flytja erindi um Guðmund Inga Kristjánsson. Andr- ea Harðardóttir mun fjalla um Jón úr Vör og Jakobínu Sigurðardótt- ur. Fluttur verður fyrirlestur Jónu Símoníu Bjarnadóttur um Stein- gerði Guðmundsdóttur – leikskáld- ið sem týndist í bókmenntasögunni. Bjargey Ingibjörg Gunnlaugsdóttir mun syngja lög af vestfirskum upp- runa. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræð- ingur mun kveða stemmur við vest- firskar vísur og þulur og fjalla um vestfirsku skáldin. Hrafnhildur Hafberg mun lesa upp úr verkum Guðmundar G. Hagalín og Viðar Konráðsson kemur fram í hlutverki Grasa-Guddu úr leikritinu Skugga- Sveini. Dagskráin er helguð minningu Guðmundar Inga Kristjánssonar skálds sem hefði átt aldarafmæli á þessu ári. Til sýnis og sölu verður afmælisdagabók með ljóðum skáldsins sem kemur út um næstu helgi. Bókina samdi Guðmundur Ingi á árunum 1927-32 og orti ljóð við hvern dag ársins. Boðið verður upp á kaffiveiting- ar meðan á dagskránni stendur og er hún öllum opin meðan húsrúm leyfir. Vestfirsku skáldin í Önundarfirði Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Að undanförnu hafa staðið yfir æfingar hjá Leikfélagi Húsavíkur á Íslandsklukkunni eftir Halldór Lax- ness. Sýningin er byggð á leikgerð frá árinu 1980 sem Bríet Héðinsdóttir gerði fyrir Leiklistarskólann. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Arnórs Benónýssonar og er þetta í annað skipti sem hann leik- stýrir hjá LH. Guðni Bragason er tónlistarstjóri sýningarinnar. Hann semur einnig alla tónlist í sýningunni og flytur hana ásamt Jóni Indriða- syni. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara Hjálmar Bogi Hafliðason sem leikur Arnas Arnæus, Snæfríði Íslandssól unga leikur Helga Sigur- jónsdóttir en þá eldri Þorbjörg Björnsdóttir. Hagyrðingurinn snjalli úr Mývatnssveit, Friðrik Steingríms- son, er í hlutverki Jóns Hreggviðs- sonar. Feðgarnir Gunnar Jóhannsson og Jóhann Kr. Gunnarsson fara með stór hlutverk í sýningunni, Gunnar er í hlutverki Magnúsar í Bræðratungu og Jóhann Kr. leikur dómkirkju- prestinn. Þá eru hinir gamalreyndu leikarar Þorkell Björnsson og Jón Fr. Benónýsson í hlutverkum þeirra Jóns Grindvicensis og Jóns Marteinsson- ar. Íslandsklukkan verður frumsýnd á morgun, laugardaginn 17. nóvember, í gamla samkomuhúsinu á Húsavík. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Leiklist Þorbjörg Björnsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason í hlutverkum sínum sem Snæfríður Íslandssól og Arnas Arnæus í Íslandsklukkunni. Íslandsklukkan á svið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.