Morgunblaðið - 17.11.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.11.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 25 LANDIÐ             -hágæðaheimilistæki Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 15.990 Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er fáanlegt með vélini. Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele ryksugurnar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Miele ryksugur – litlar og liprar. www.eirvik.is Hraunbraut 26, Kópavogi Opið hús laugardag og sunnudag á milli 13 og 14 Gott og vel skipulagt einbýli ásamt bílskúr og stórri geymslu í kjallara. Húsið er skráð 191,4 fm. en er stærra þar sem geymsla í kjallara er ekki skráð. Glæsilegt sjávarútsýni er frá efri hæð hússins. Halldór sýnir húsið laugardag og sunnudag á milli 13 og 14. Mb l 9 37 69 5 Borgarnes | Tónlistarskóli Borgar- fjarðar fagnar 40 ára afmæli um þess- ar mundir. Fyrir skömmu stóð skól- inn fyrir afmælistónleikum í Borgar- neskirkju. Flytjendurnir á tónleik- unum komu úr röðum núverandi og fyrrverandi nemenda og kennara skólans. Dagskráin var fjölbreytt; gítar- samspil, einsöngur, einleikur, sam- söngur, kórsöngur svo eitthvað sé nefnt. Á tónleikunum var frumflutt tónverk eftir fyrrverandi nemanda tónlistarskólans, Önnu Sigríði Þor- valdsdóttur, en hún samdi verkið sér- staklega í tilefni afmælisins. Verkið heitir „Á kunnar slóðir“ og vísar nafnið til þess að tónskáldið lítur aft- ur til heimahaganna eftir að hafa ver- ið lengi fjarverandi. Að tónleikunum loknum var gestum boðið til kaffi- samsætis í Tónlistarskólahúsinu í Borgarnesi. Tónlistarskóli Borgarfjarðar var stofnaður haustið 1967. Aðdragand- inn að stofnun hans var að nokkrum árum áður varð til nefnd sem hét Æskulýðs- og menningarmálanefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. For- maður nefndarinnar var Ásgeir Pét- ursson, þáverandi sýslumaður. Nefndin stofnaði Tónlistarfélag Borgarfjarðar sem meðal annars hafði það hlutverk að stofna og starf- rækja tónlistarskóla. Stjórn tónlistar- félagsins útvegaði tónlistarfólk til starfa en tónlistarfélagið kemur ekki að starfsemi tónlistarskólans að öðru leyti en því að það hefur alla tíð átt sinn fulltrúa í skólanefnd skólans. Á afmælistónleikum kom Ásgeir Pét- ursson að máli við Theodóru Þor- steinsdóttur, núverandi skólastjóra, og sagði: „Það er gaman að sjá að kvistur sem var gróðursettur fyrir 40 árum er orðinn að stóru tré!“ Fleiri viðburðir eru áformaðir vegna af- mælisins, en á fjörutíu ára afmælisári skólans eru einnig tuttugu ár frá því að söngdeildin við skólann var stofn- uð. Verður haldið upp á þau tímamót eftir áramótin með því að setja upp óperettuna Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss. Sýningin verður sett upp í Gamla Mjólkursamlaginu Borgarnesi og mun hún marka opnun hússins eftir gagngerar endurbætur. Tónlist Kammersveit Tónlistarskóla Borgarfjarðar frumflytur verkið „Á kunnar slóðir.“ 40 ára afmæli Tónlistar- skóla Borgarfjarðar Vestfirðir | Vestfirsku skáldin nefnist dagskrá sem boðið verður upp á í Holti í Önundarfirði sunnu- daginn 18. nóvember kl. 16:00. Það er Vestfjarðaakademían í samstarfi við afmælisnefnd Guðmundar Inga Kristjánssonar sem efnir til þessa skáldskaparþings. Boðið verður upp á umfjöllun í tali og tónum um vestfirsk skáld frá ýmsum tímum. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmála- fræðingur mun flytja erindi um Guðmund Inga Kristjánsson. Andr- ea Harðardóttir mun fjalla um Jón úr Vör og Jakobínu Sigurðardótt- ur. Fluttur verður fyrirlestur Jónu Símoníu Bjarnadóttur um Stein- gerði Guðmundsdóttur – leikskáld- ið sem týndist í bókmenntasögunni. Bjargey Ingibjörg Gunnlaugsdóttir mun syngja lög af vestfirskum upp- runa. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræð- ingur mun kveða stemmur við vest- firskar vísur og þulur og fjalla um vestfirsku skáldin. Hrafnhildur Hafberg mun lesa upp úr verkum Guðmundar G. Hagalín og Viðar Konráðsson kemur fram í hlutverki Grasa-Guddu úr leikritinu Skugga- Sveini. Dagskráin er helguð minningu Guðmundar Inga Kristjánssonar skálds sem hefði átt aldarafmæli á þessu ári. Til sýnis og sölu verður afmælisdagabók með ljóðum skáldsins sem kemur út um næstu helgi. Bókina samdi Guðmundur Ingi á árunum 1927-32 og orti ljóð við hvern dag ársins. Boðið verður upp á kaffiveiting- ar meðan á dagskránni stendur og er hún öllum opin meðan húsrúm leyfir. Vestfirsku skáldin í Önundarfirði Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Að undanförnu hafa staðið yfir æfingar hjá Leikfélagi Húsavíkur á Íslandsklukkunni eftir Halldór Lax- ness. Sýningin er byggð á leikgerð frá árinu 1980 sem Bríet Héðinsdóttir gerði fyrir Leiklistarskólann. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Arnórs Benónýssonar og er þetta í annað skipti sem hann leik- stýrir hjá LH. Guðni Bragason er tónlistarstjóri sýningarinnar. Hann semur einnig alla tónlist í sýningunni og flytur hana ásamt Jóni Indriða- syni. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara Hjálmar Bogi Hafliðason sem leikur Arnas Arnæus, Snæfríði Íslandssól unga leikur Helga Sigur- jónsdóttir en þá eldri Þorbjörg Björnsdóttir. Hagyrðingurinn snjalli úr Mývatnssveit, Friðrik Steingríms- son, er í hlutverki Jóns Hreggviðs- sonar. Feðgarnir Gunnar Jóhannsson og Jóhann Kr. Gunnarsson fara með stór hlutverk í sýningunni, Gunnar er í hlutverki Magnúsar í Bræðratungu og Jóhann Kr. leikur dómkirkju- prestinn. Þá eru hinir gamalreyndu leikarar Þorkell Björnsson og Jón Fr. Benónýsson í hlutverkum þeirra Jóns Grindvicensis og Jóns Marteinsson- ar. Íslandsklukkan verður frumsýnd á morgun, laugardaginn 17. nóvember, í gamla samkomuhúsinu á Húsavík. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Leiklist Þorbjörg Björnsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason í hlutverkum sínum sem Snæfríður Íslandssól og Arnas Arnæus í Íslandsklukkunni. Íslandsklukkan á svið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.