Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VM – félag vélstjóra og málm- tæknimanna hélt fund með pólsk- um starfsmönnum þriðjudaginn 20. nóvember sl. Í tilkynningu frá VM kemur fram að atvinnurekandi nokkurra pólskra starfsmanna, sem sóttu fundinn, hafi mætt á fundinn og gert tilraun til að reka starfsmenn sína af fundinum, en þeir sátu sem fastast. Að lokum þurfti að vísa atvinnurekandanum og fylgdarmanni hans úr fundar- sal. Starfmenn félagsins stóðu í nokkru stappi við atvinnurekand- ann sem sífellt krafðist þess að starfsmennirnir færu af fundinum og vísaði til félagafrelsis í því sam- bandi. Hann yfirgaf þó fundinn áð- ur en til þess kæmi að lögreglan væri kölluð til. Morgunblaðið/Ómar Upphlaup á fé- lagsfundi VM ALLS veiddust 386 rjúpur á fyrstu fjórum dögum veiðitímabilsins, samkvæmt upplýsingum úr rafræn- um veiðidagbókum Umhverfis- stofnunar. Flestir voru veiðimennirnir fyrsta daginn eða 53 og veiddu þeir 177 rjúpur. Rjúpnaveiði er heimil í nóvemb- ermánuði og er aðeins heimilt að veiða frá fimmtudegi fram til sunnudags. Veiðimenn flestir 53 FYRIRLESTUR verður haldinn um fornleifauppgröft og rannsóknir að Hólum í Hjaltadal á vegum Minja og sögu í Þjóðminjasafni Ís- lands í dag, fimmtudag, kl. 17. Fyrirlesari verður Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi Hólarannsóknar- innar. Ragnheiður sýnir myndir frá uppgreftinum og fjallar um fornleifarannsóknir á Hólum sem um aldabil voru biskupsstóll og fræðasetur og geymir í jörðu mikl- ar upplýsingar um sögu kirkju og þjóðar. Að rannsóknunum komu innlendir og erlendir sérfræðingar úr flestum greinum menningar- sögulegra rannsókna. Hólafyrirlestur STJÓRN Sam- taka iðnaðarins hefur ráðið Jón Steindór Valdi- marsson í stöðu framkvæmda- stjóra samtak- anna. Tekur hann við starf- inu af Sveini Hannessyni sem verður forstjóri Gámaþjónustunnar. Jón Steindór er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1978. Hann er lögfræð- ingur að mennt og útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 1985. Að loknu námi starfaði hann um tíma í fjármálaráðuneytinu en síðan hjá VSÍ. Árið 1988 hóf hann störf hjá Félagi íslenskra iðnrekenda og síðan hjá Samtökum iðnaðar- ins frá 1993, lengst af sem aðstoð- arframkvæmdastjóri. Jón Stein- dór er kvæntur Gerði Bjarna- dóttur kennara og eiga þau þrjár dætur. Nýr fram- kvæmdastjóri Jón Steindór Valdimarsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is „MARKAÐURINN er að breytast, hann er að þroskast og gullæðið er búið. Það er ekki lengur hægt að kaupa lóð, reyna að byggja upp með sem hröðustum hætti og selja. […] Það er ekki lengur þessi sjálfvirka hækkun sem allir verktakar hafa fengið í verkgjöf. Hún er ekki lengur sjálfsögð,“ sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, á ráðstefnu um horfur á fasteignamarkaði sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Hann sagði vísbendingar um að framboð nýs húsnæðis hefði náð há- marki á árinu og reiknar með 3-4% hækkunum á fasteignamarkaði á næsta ári, samanborið við 10% í ár. Tvær ólíkar ræður Dags Greiningardeildin birti í gær tvær skýrslur, annars vegar um íbúðar- húsnæði og hins vegar atvinnuhús- næði, en áður en farið var yfir töl- urnar hélt Dagur B. Eggertsson borgarstjóri erindi um stöðuna í Reykjavík. Dagur sagðist geta haldið tvær ólíkar ræður um stöðu á fasteigna- markaðnum. Aðra um það hvernig á undanförnum árum hefði aldrei ver- ið jafn mikið skipulagt og samþykkt af nýju atvinnu- og íbúðarhúsnæði en hina um þann stóra hóp sem þenslan gleymdi. „Þrátt fyrir þessa miklu uppbyggingu og sveiflu eru ámóta margir að bíða eftir félagslegu íbúðarhúsnæði í Reykjavík nú og ár- ið 2003,“ sagði Dagur og vísaði í nið- urstöður nýrrar könnunar sem Rannsóknarstofnun þjóðmála tók saman. Þar kemur fram að rúmlega 1.600 manns séu á biðlista hjá sveitarfélög- um og Öryrkjabandalaginu eftir fé- lagslegu húsnæði á höfuðborgar- svæðinu. Þar af eru 747 í Reykjavík og það þrátt fyrir að fjöldi íbúða hafi tvöfaldast á síðustu tíu árum. „En Reykjavík er raunar eina sveitarfé- lagið á landinu þar sem biðlistar hafa styst á þessum [fjórum] árum og merkilegt nokk, þá eru afar fá önnur sveitarfélög sem hyggja á fjölgun fé- lagslegra íbúða.“ Í raun hefði Dagur haldið þrjár ræður því hann fór einnig inn á mál- efni nágrannasveitarfélaga höfuð- borgarsvæðisins og benti á að eng- inn hefði dregið það saman að öll sveitarfélög, frá Reykjanestá, að Ár- borg og upp í Borgarnes væru með gríðarlega stórhuga áform um að fjölga íbúum og atvinnufyrirtækjum hjá sér. „Mér sýnist á öllu að sér- staklega þau sveitarfélög sem fá- mennari eru, reikni með því að fjölga íbúum tvöfalt á næstu fimm árum. Ekki sum, mér sýnist að næstum því öll ætli að gera þetta. Það mun ekki gerast og í raun má velta fyrir sér hvort uppbygging þessara nýju út- hverfa Reykjavíkur getur ekki talist áhætturekstur, eða áhættusækinn rekstur, í fjármálum sveitarfélaga. Þarna þarf miklu betri greiningar og framtíðarsýn.“ Í erindi sínu varaði Ásgeir Jóns- son raunar einnig sveitarfélögin í kringum höfuðborgarsvæðið við því að fara of geyst í þessum efnum. Hvað varðar umsvif á fasteigna- markaði á næstunni sagði Ásgeir að á margan hátt myndi niðursveifla í hagkerfinu á næsta ári endurspegla fasteignamarkaðinn. „Við gerum ráð fyrir að hagkerfið fari í aðlögun, fari í það sem við köllum niðursveiflu á næsta ári sem nær eitthvað fram á 2009. Við sjáum ekki kaupmátt aukast á þessum tíma og jafnvel minnka lítillega.“ Auk þess að spá kólnun í hagkerfinu reiknar grein- ingardeildin með að vinnumarkaður- inn fari í jafnvægi. Markaðurinn yfirfyllist ekki „Það sem er einkum gott fyrir íbúðamarkaðinn er að svo virðist sem framboð af nýju húsnæði hafi náð hámarki á þessu ári,“ sagði Ás- geir sem telur það lykilatriði, þar sem skapast gæti lækkun á mark- aðnum væri of mikið framboð ofan í minnkandi eftirspurn. „Búið er að byggja upp alveg gríðarlega fram- leiðslugetu í byggingariðnaði og við gætum séð það á einhverjum tíma- punkti að þessi öflugi geiri gæti yf- irfyllt markaðinn, en það er ekki að fara að gerast á næsta ári eða árinu þar á eftir.“ Með minnkandi umsvifum á mark- aðnum telur Ásgeir að meira muni bera á þáttum líkt og staðsetningu, hönnun og gæðum. Hann segist sjá fyrir sér 3-4% hækkun á næsta ári en það verði mjög misskipt á milli hverfa og á meðan verðið sé að hækka á einu svæði gæti það lækkað á öðru. Hvað varðar atvinnuhúsnæði ger- ir greiningardeildin ráð fyrir um 18% hækkun í ár en verulega muni draga úr henni á næsta ári – verði hugsanlega um 5% að nafnvirði. Sölvi Blöndal, sérfræðingur af greiningardeild bankans, sagði upp- byggingu á nýju verslunar- og skrif- stofuhúsnæði hafa tekið kipp að und- anförnu, en svo virtist sem flestir verktakar hefðu einkum byggt íbúð- arhúsnæði, sérstaklega eftir að fast- eignaverð hækkaði mikið á árinu 2004. Umframeftirspurn eftir versl- unar- og skrifstofuhúsnæði eftir 2005 hafi endurspeglast í 33% verð- hækkun og tæplega 12% hækkun leiguverðs á árinu 2006. Framboð er í hámarki  „Gullæðið er búið,“ sagði forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings um horf- ur á fasteignamarkaði  Deildin gerir ráð fyrir kólnun en ekki frosti á næsta ári Morgunblaðið/Jim Smart Húsnæði Greiningardeild Kaupþings telur að eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði muni dragast saman á næsta ári og hagkerfið kólni. Í HNOTSKURN »Á fjórða hundrað mannsmættu á Hilton Reykjavík Nordica til að forvitnast um horfur á fasteignamarkaði. »Háir vextir, erfiðara að-gengi að lánsfé og kóln- andi vinnumarkaður eru með- al þeirra þátta sem munu draga úr eftispurn á fast- eignamarkaði. »Gert er ráð fyrir um-skiptum á árinu 2009 sam- hliða því að vextir lækka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.