Morgunblaðið - 22.11.2007, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.11.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 11 FRÉTTIR KIWANISHREYFINGIN, Eimskip og Safalinn hafa gert samning til næstu þriggja ára um kaup og dreifingu á hjálmum til allra barna í fyrsta bekk grunnskóla landsins. Áætlað markaðsvirði samningsins er um 20 milljónir króna. Undanfarin fjögur ár hafa Eimskip og Kiwanishreyfingin gefið öllum börnum í fyrsta bekk grunnskólanna hjálm, til nota á reiðhjólum, hlaupahjólum, línu- skautum og hjólabrettum. Hátt í 20 þúsund börn hafa notið góðs af þessari gjöf Eimskips og Kiwanis og hafa þeir nú þegar sannað gildi sitt. Dæmi eru um að hjálmarnir hafi bjargað lífi barna sem lentu í slysi en notuðu hjálminn. Áhersla hefur verið lögð á að velja vand- aða hjálma, en þeir eru af Atlas Rockskipper-gerð frá Safalnum, segir í fréttatilkynningu. „Kiwanishreyfingin er ákaflega þakklát góðum stuðningi Eimskips og við fögnum þessum samningi. Kiwanishjálmarnir hafa vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu innan hreyfingarinnar. Það fellur líka mjög vel að alheimsmark- miðum Kiwanis, sem er að hjálpa börnum heimsins,“ sagði Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri Kiw- anis. „Eimskip leggur mikla áherslu á öryggismál í allri starfsemi sinni og mikilvægt er að fyrirtæki eins og Eimskip styðji framtak á borð við hjálmaverkefnið. Um 20 þús- und börn hafa nú fengið slíka hjálma og má gera ráð fyrir að á næstu þremur árum bætist annar eins fjöldi við,“ sagði Guðmundur Davíðsson forstjóri Eimskips á Ís- landi. Undirritun Sitjandi f.v.: Þorvaldur Ólafsson Safalnum, Guðmundur Davíðsson forstjóri Eimskips á Íslandi, Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri Kiwanis og Andrés Hjaltason fráf. umdæmisstjóri Kiwanis. Standandi f.v.: Óskar Guð- jónsson erlendur ritari Kiwanis, Guðbjörg Ingvarsdóttir verkefnastjóri í markaðsdeild Eimskips, Matthías G. Pét- ursson kjörumdæmisstjóri Kiwanis og Guðmundur Oddgeir Indriðason formaður hjálmaverkefnis Kiwanis. Eimskip kostar hjálmaverkefni Kiwanis RÍKISKAUP hafa samið við fjóra aðila um túlka- og þýðingarþjónustu samkvæmt útboði og rammasamn- ingi þar að lútandi. Samið var við Al- þjóðahús og Intercultural Ísland ehf. um almenna túlkaþjónustu og al- menna þýðingarþjónustu og við Markmál ehf. og Skjal ehf. um al- menna þýðingarþjónustu og þjón- ustu löggiltra skjalaþýðenda. Hér er átt við túlkun á íslensku og erlendum tungumálum, ekki táknmálstúlkun. Ekkert tilboð barst í þjónustu lög- giltra dómtúlka. Sabine Leskopf, verkefnisstjóri Túlka- og þýðingarþjónustu Al- þjóðahúss, segir að með þessum samningum megi vænta bætts sam- starfs við notendur túlkaþjónustu hér á landi. Gífurlega mikil þörf sé á því að mennta fólk í að vinna með túlkum. Hún nefnir dæmi um þetta: „Það getur verið flókið að halda utan um viðtal með aðstoð túlks,“ bendir hún á. „Ef einhver talar við mann- eskju með aðstoð túlks á að beina tali sínu til hennar sjálfrar en ekki túlks- ins. Læknar spyrja aftur á móti túlk- ana oft um líðan sjúklingsins og tala um sjúklinginn í þriðju persónu. Síð- an eru ekki allir vissir um hlutverk túlka, þ.e. hvað má spyrja hann um og hvað ekki. Ég vil t.d. ekki vera spurð um það hjá lögreglumanni hvort ég telji að sá sem er í skýrslu- töku sé að segja satt eða ekki. Við er- um nefnilega oft spurð um álit. Lög- reglumenn spyrja: „Heldur þú að hann sé að segja satt?“ Þetta eru hlutir sem þarf að vinna í. Ég held að með þessum rammasamningi getum við farið öðruvísi í kynningarstarf að þessu leyti og vona að samningurinn gefi fyrirheit um betri tíma.“ Þörf hins opinbera fyrir túlkun og þýðingar hefur aukist mjög á und- anförnum árum af ýmsum ástæðum, segir í tilkynningu frá ríkiskaupum. Í ákveðnum tilvikum sé um að ræða lögboðinn rétt borgaranna til túlk- unar, en í vaxandi mæli sé um að ræða frumkvæði hins opinbera til að gera margvíslegar upplýsingar að- gengilegar á fleiri tungumálum. Ríkið með rammasamning við fjóra aðila um túlkun Í HNOTSKURN »Sabine segir að sýslumennvilji ekki borga fyrir túlka því þeir haldi að þeir geti sinnt leiðbeiningarskyldu sinni. En til eru dæmi um erlendar kon- ur sem afsöluðu sér forræði yfir börnum sínum því þær höfðu ekki túlk og vissu ekki hvað þær voru að skrifa undir. DOKTORSVÖRN fer fram frá læknadeild Háskóla Íslands föstu- daginn 23. nóvember. Þá ver Guð- laug Þórsdóttir læknir doktorsrit- gerð sína „Cerúlóplasmín og súperoxíð dismútasi í hrörnunar- sjúkdómum í miðtaugakerfi“. And- mælendur eru þeir dr. Eiríkur Benedikz, dósent við Divison of Neurodegeneration við Karolinska Instituet í Stokkhólmi í Svíþjóð og dr. Páll E. Ingvarsson, sérfræð- ingur í taugalækningum við Grens- ásdeild LSH. Leiðbeinandi er Magnús Jó- hannsson pró- fessor. Stefán B. Sig- urðsson prófess- or og forseti læknadeildar mun stjórna at- höfninni sem fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu og hefst kl. 13. Doktorsvörn frá læknadeild HÍ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugs- aldri í 2 mánaða fangelsi fyrir að hafa sært blygðunarsemi 17 ára unglings, sem tengdist honum fjölskyldubönd- um með því að viðhafa kynferðisleg og klámfengin ummæli í tölvusam- skiptum á spjallrásinni MSN á net- inu. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa ítrekað lýst í tölvusamskipt- unum yfir vilja sínum til að hafa kyn- ferðismök við piltinn og með hvaða hætti hann vildi hafa þau. Í niðurstöðu dómsins segir að um- mælin, sem maðurinn lét falla í netspjallinu, séu í alla staði ófyrir- leitin og mjög gróf. Þá liggi það fyrir að maðurinn þekkti piltinn frá því hann var einungis barn að aldri. Sé engum vafa undirorpið að þær lýs- ingar sem maðurinn hafi viðhaft í samskiptum sínum við drenginn hafi sært blygðunarsemi hans. Þá hafi maðurinn fengið kynferðislega full- nægju við þessi samskipti við dreng- inn. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða piltinum 200 þúsund krón- ur í skaðabætur auk 440 þúsund króna í málskostnað. Dæmdur fyrir að klæmast á netinu Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919 WMF STEIKARPOTTUR TILBOÐSVERÐ 10.900 kr. Laugavegi 54, sími 552 5201 * Toppar 1.000 kr. * Gallabuxur 2.000 kr. * Leggins m/tölum 2.000 kr. * Kjólar v/leggins 2.000 kr. * Og margt, margt fleira Jólahreingerning í FLASH 30% afsláttur af völdum vörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.