Morgunblaðið - 22.11.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.11.2007, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KANADÍSKI hljómsveitar- stjórinn Yannick Nézet-Séguin hefur ekki aðeins landað stöðu stjórnanda Fíl- harmoníusveitar Rotterdam á næsta ári heldur einnig stöðu aðal- gestastjórnanda hjá Fílharmóníusveit Lundúna. Séguin er aðeins 32 ára. Hann hefur á seinustu sjö árum gegnt starfi list- ræns stjórnanda Orchestre Métro- politain du Grand Montréal sinfóníu- hljómsveitarinnar. Séguin vakti mikla athygli er hann stýrði fyrsta sinni Fílharmóníusveit Lundúna og þykir framkvæmda- stjóra sveitarinnar, Timothy Walk- er, hann hafa stórkostlegt tóneyra, mikla tónlistarþekkingu og af- bragðstækni sem stjórnandi. Í tveimur sveitum Yannick Nézet-Séguin KONUR eru alls- ráðandi á stuttum lista Costa-bók- menntaverð- launanna bresku, sem áður hétu Whitbread, í flokki rithöfunda sem aðeins hafa gefið út eina skáldsögu. Að auki rituðu þrjár þeirra skáldsögur út frá reynslu sinni af því að vera innflytjendur. Reynsla innflytjenda kemur einnig við sögu í flokki al- mennra skáldsagna, í bók Rose Tremain, The Road Home, og flokki ljóðabóka í ljóðasafni Daljit Nagra, Look We Have Coming To Dover! Í flokki fyrstu skáldsagna eru til- nefndar bækurnar A Golden Age eftir Tahmima Anam, Gifted eftir Nikita Lalwani, What Was Lost eftir Catherine O’Flynn og Mosquito eftir Roma Tearne. Í almennum flokki skáldsagna er Rose Tremain líklega þekktust til- nefndra höfunda, tilnefnd fyrir bók- ina The Road Home. Tremain hlaut Whitbread-verðlaunin árið 1999. Aðrir tilnefndir höfundar í skáld- sagnaflokki eru Al Kennedy, Neil Bartlett og Rupert Thomson. Reynslusög- ur kvenna Rosi Tremain ELÍSA Björg Þorsteinsdóttir, þýðandi og kennari, heldur í dag fyrirlestur um þýðingu sína á metsölubókinni Mæling heimsins eftir þýska rithöfund- inn Daniel Kehlmann. Höfundur skrifaði bókina í viðtengingarhætti til að öðlast fjarlægð á sögupersónurnar og hermir að einhverju leyti eftir stíl sagnfræðinga. Þessi rit- háttur var snúinn í þýðingu og ennfremur er að finna í bókinni heiti og lýsingar á tólum og tækjum sem erfitt reyndist að þýða. Fyrirlesturinn er í stofu 101 í Odda, Háskóla Ís- lands, og hefst kl. 16.30. Þýðingar Viðureign við Mælingu heimsins Elísa Björg Þorsteinsdóttir GÚSTAV Geir Bollason mynd- listarmaður fjallar um verk sín og sýnir af þeim myndir í Ket- ilhúsi á Akureyri kl. 14.50 á morgun. Þar mun hann ræða um myndheim verka sinna og greina frá tilurð þeirra, aðferð- um sem stefnt er saman við gerð þeirra og hugmyndirnar að baki þeim. Gústav Geir hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Frakklandi, á Norðurlöndum og á Íslandi frá því 1989. Hann stundaði listnám við MHÍ, Magyar Képzömüveszeti Egyetem í Búda- pest og Ecole d’Art du Cergy í Frakklandi. Myndlist Gústav Geir fjallar um eigin verk Verk eftir Gústav Geir Bollason. HÓLAR í Hjaltadal voru höf- uðstaður Norðurlands um ald- ir, biskupsstóll og fræðasetur og geymir staðurinn í jörðu miklar upplýsingar um sögu kirkju og þjóðar. „Innan stokks og utan á biskups- stólnum á Hólum“ er yfirskrift fyrirlesturs sem Ragnheiðar Traustadóttir fornleifafræð- ingur heldur í Þjóðminjasafn- inu í dag kl. 17, um uppgröft og rannsóknir á Hólum. Markmið rannsóknarinnar er m.a. að fá heildarmynd af þróun staðar og um- hverfis, afla nýrra gagna um sögu Íslands og sam- skipti Íslendinga til forna við umheiminn. Fyrirlestur Innan stokks og utan á Hólum Ragnheiður Traustadóttir Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is KÖKUKONSERTAR heitir ný tón- leikaröð sem hleypt verður af stokk- unum í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, annað kvöld kl. 20. Tón- leikaröðinni er ætlað að koma á framfæri flytjendum af yngri kyn- slóðinni og munu þeir flytja nýja eða nýlega íslenska tónlist á þessum fyrstu tónleikum. Köku- og súkku- laðigerðarmeistarinn Hafliði Ragn- arsson mun gleðja bragðlauka tón- leikagesta með sætum veitingum, bæði í föstu formi og fljótandi. Þær veitingar galdrar Hafliði fram með tilliti til tónlistarinnar hverju sinni, hversu margir sem konsertarnir verða. Því má með sanni segja að skilningarvitin verði vel nýtt. Á tónleikunum annað kvöld stíga á svið sópransöngkonurnar Hallveig Rúnarsdóttir og Margrét Sigurðar- dóttir, hörpuleikarinn Katie Buck- ley, sellóleikarinn Sigurgeir Agnars- son, raftónlistarmaðurinn Guð- mundur Vignir Karlsson og slag- verksleikarinn Frank Aarnink. Ungir tónlistarmenn í fremstu röð. Á tónleikunum í Hafnarhúsinu verð- ur boðið upp á nýja og nýlega ís- lenska tónlist. Hallveig segir að vissu leyti verið að hverfa aftur til hins upprunalega, afslappaða kammertónleikaforms, þegar fólk sat á öldum áður og hlýddi á tónlist í herbergjum eða stofum. Flytjendur langi að hafa af- slappaðri stemningu en þá sem er yfirleitt á kammertónleikum, brjóta upp hið stífa form og bjóða upp á eitthvað fyrir magann líka í leiðinni. Múrar brotnir niður „Við erum náttúrlega, eins og margir í okkar grein, að reyna að víkka áhorfendahópinn. Okkur datt í hug að það væri gaman að gera þetta svona. Hugmyndin kemur frá Margréti og hún fékk mig í raun og veru með sér í þetta verkefni. Mér datt strax í hug að tala við Hafliða, því hann er að mínu mati sá besti á landinu í þessari súkkulaðigerð. Það er alveg hápunkturinn þegar maður fær konfekt frá honum,“ segir Hall- veig. Auk þess sé Hafliði klár og sniðugur maður. Tilgangurinn með Kökukonsertum er að brjóta aðeins niður múra milli áhorfandans og flytjandans, að sögn Hallveigar. Stefnt er að því að halda tvenna tón- leika á ári. Hljóðfæraskipan verður óvenju- leg á morgun, ekkert píanó og slag- verks- og raftónlist ofin einum þræði af Frank og Guðmundi Vigni (einnig þekktur undir nafninu Kippi Kan- ínus). Þar munu „fimmundir forn- alda hljóma undir“, nýjar útsetn- ingar á fornum, íslenskum þjóðlögum úr handritum frá 12. og 13. öld, að sögn Hallveigar. Þau Sig- urgeir munu flytja flokkinn „Lyst- ing er sæt að söng“ eftir Snorra Sig- fús Birgisson. Hallveig frumflutti það verk á Listahátíð 1998 og hefur flutt nokkrum sinnum síðan. Mar- grét, Katie og Sigurgeir munu flytja frumsamið efni og nýjar þjóðlagaút- setningar Margrétar sem hafa ekki verið fluttar áður hér á landi. Hluti af þessu öllu saman hlýtur nú að vera dálæti tónlistarmann- anna á kökum og súkkulaði? „Já, heldur betur,“ segir Hallveig og hlær. Hugmyndin sé að bjóða upp á köku og vín, allt eftir efnisskrá hverra tónleika. „Næsta haust verð- ur kannski meiri ástríða og dramatík og þá verður ef til vill rosaleg súkku- laðibomba.“ Tón- og kökugerðarlist verður fléttað saman annað kvöld á Kökukonsert Gott fyrir eyru og maga Morgunblaðið/Frikki Namminamm Guðmundur, Margrét og Hallveig þiggja kökur af Hafliða í bakaríinu hans í gær. HAFLIÐI Ragnarsson, köku- og súkkulaðigerðarmeistari, segist ætla að bjóða upp á kökur í litlu formi. Að öðru leyti vill hann ekki ljóstra upp hvað verði á boðstólum, vill ekki spilla ánægjunni af hinu óvænta fyrir tónleika- gestum. „Að vera með gott bragð í munni og loka augunum og hlusta, það getur verið mikil upplifun,“ segir Hafliði innblásinn. Spilað á skilningarvitin Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Í DAG hefst ISCM-tónlistarhátíðin í Hong Kong og stendur til 2. desember. Þar verður m.a. flutt tónverkið „TROMMA“ eftir Áskel Másson sem var frumflutt á Listahátíð í Reykjavík 2002. Er þetta einhver stærsta tónlistarhátíð heims en á hátíðinni í ár verða flutt hátt á annað hundrað tón- verk eftir tónskáld frá 48 þjóðlöndum. „Þetta er í annað sinn sem ég á verk á ISCM-hátíðinni en það er orðið tölvert síðan Íslendingur hefur átt verk á henni,“ segir Áskell sem ætlar að vera viðstaddur flutning verksins í Hong Kong. Tónlist Áskels hefur heyrst víða að undanförnu, nefna má Trompetkonsertinn „SHADOWS“ sem fluttur hefur verið á Spáni, í Austurríki, Þýska- landi og Sviss og er hann nýkominn út á geisladisk í flutningi trompetsnillingsins Reinhold Friedrich. Heitir diskurinn Brass 5.1 og kveðst Áskell vera sérstaklega ánægður með hann enda um vandaða vinnu að ræða. Konsertþáttur Áskels var nýlega fluttur af Fílharmóníusveitinni í Rotterdan þar sem Evelyn Glennie var einleikari. Strengjaverk- ið „Októ Nóvember“ var ennfremur flutt bæði í Tampere í Finnlandi og á tónleikaför Lapin Kam- ariorkester í Þýskalandi. Þessa dagana flytur Caput-hópurinn einnig verkið ELJA á tónleikum í Búkarest. Í byrjun maí á næsta ári verður svo frumflutt verk Áskels, „ORA“ í Síbelíusar-höllinni í Lahti af Kroumata-hópnum og Sinfóníuhljóm- sveitinni í Lahti en Osmo Vänskä mun stjórna flutningnum sem verður tvisvar, hinn 7. og 8. maí. Áskell samdi verkið sérstaklega fyrir þessa flytj- endur og vonast hann til að þeir flytji verkið á Ís- landi árið 2009. „Það er óvenju mikið verið að flytja eftir mig erlendis núna og hefur verið að undanförnu. Ég held nú að það sé tilviljun, þetta gengur í bylgjum,“ segir Áskell en hugsanlegt er að verk eftir hann verði flutt hér heima á Myrkum músíkdögum í febrúar. Áskell út um allan heim Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðförull Verk Áskels verður flutt í Hong Kong. ♦♦♦ MÁLVERKIÐ Tres Personajes (sjá mynd) eftir mexíkóska listmálarann Rufino Tamayo var selt á uppboði hjá Sotheby’s í New York í fyrradag. Kaupverðið var rúm milljón dollara, um 60 milljónir íslenskra króna. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi hefði Elizabeth nokkur Gib- son ekki fundið málverkið í rusla- hrúgu á morgungöngu sinni um Manhattan árið 2003. Verkinu var stolið fyrir 20 árum en Gibson lét mörgum árum síðar at- huga hvort það væri verðmætt og kom þá hið sanna í ljós. Þá færði hún það fyrri eiganda og hlaut 15.000 dollara fundarlaun og einnig ónefnd- an hluta af söluágóðanum. Sotheby’s segir verkið eitt af þeim mikilvægari á ferli Tamayo. Verðmæti í ruslinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.