Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 17

Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 17 Nýtt fjármagn til rannsókna sprotafyrirtækja Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Boðað er til opins kynningarfundar um Eurostars, nýjan möguleika á fjármögnun verkefna sprotafyrirtækja sem stunda rannsóknir og þróun. Fundurinn verður þriðjudaginn 27. nóvember kl. 8:30 - 10:00 í Húsi atvinnulífsins. Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum en umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2007. Dagskrá Davíð Lúðvíksson forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins er fundarstjóri. Snæbjörn Kristjánsson, landsfulltrúi í stjórn Eurostars fjallar um umsóknar- og matsferlið. Boðið verður upp á morgunverð á fundinum. Tækniþróunarsjóður, sem heyrir undir iðnaðarráðherra, mun koma að fjármögnun þeirra verkefna sem fá brautargengi hjá Eurostars. Í LISTASAFNI Reykja- nesbæjar stendur yfir sýn- ing á 18 olíumálverkum eftir Björgu Örvar. Björg hefur löngum málað form sem vísa til líf- færakerfisins, s.s. æða- kerfis, taugakerfis, þvag- kerfis o.s.frv. Margt sýnist vera myndir af framþróun á sviði líftækni sem teknar eru á ólíku stigi úr ein- hverri rannsóknarstofu þar sem verið er að „til- rauna“ með erfðabreytta varahluti í líkamann. Rauðtónuð formin ýta þá undir tilfinningu fyrir ferskum lif- andi líffærum, en kaldhvítur grunn- urinn, sleikt pensilskrift og glansandi yfirborð gefa þeim „sótthreinsað“ vísindalegt yfirbragð. Í hverri mynd er heill og spenn- andi myndheimur þar sem form dragast að hvert að öðru líkt og frumur sem tengja sig saman til að forma líffæri. Að þessu leytinu er hver mynd eins og augnablik í sköp- unarsögu. Á sama tíma er þetta líka aðferð til að byggja upp myndflötinn óræðan. Einhver sjálfsprottin Flúx-náttúru- geometría sem grundvallast af form- um og línum sem halda saman mynd- fleti í stað líkama og gegnir engu hlutverki í þessu samhengi nema út frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Fann ég enga löngun til að reyna að skilja verkin rökrænt enda er rannsókn- arferli listakonunnar, allavega á striganum sjálfum, tilfinningalegs eðlis. Það býr heilmikið í þessum mál- verkum Bjargar, en hvað sýninguna varðar skilar þessi líflegi mynd- heimur sér ekki sér út í sýning- arrýmið. Hann er lokaður innan hvers myndramma fyrir sig. Rýmið er frekt og þetta takmörkuð lita-, form- og myndbygging ræður illa við ytra áreitið. Og eftir því sem maður fjarlægist hverja mynd þá deyr hún út og nær ekki að tengjast öðrum myndum, hvað þá að draga þær sam- an í rýminu. Máski svipað og þegar maður horfir á einhvern öreindaheim í smásjá og dregur sig síðan til baka. Vísindalegt yfirbragð Björg Örvar sækir í líf- færakerfi sem hún svo mátar við fagurfræði. Augnablik í sköpunarsögu Myndlist Listasafn Reykjanesbæjar Opið alla daga frá kl.13- 17:30. Sýningu lýkur 2. des- ember. Aðgangur ókeypis. Björg Örvar Jón B.K. Ransu SIGTRYGGUR Bjarni Baldvinsson heldur áfram ótrauður í leit að sann- leikanum um vatnið – leit að því hvernig birta speglar vatnsyfirborð, hvernig vindurinn gárar og straum- urinn mótar, í anda Leonardos da Vinci sem skoðaði og skrifaði ítarlega á þúsundum handritasíðna um fyr- irbæri náttúrunnar, ljós, skugga og birtu og hvernig best væri að mála fyrirbærin, en skrif hans eru heillandi smáatriðalýsingar á t.d. vatnsyfirborði, straumföllum eða birtubrigðum laufblaða. Í sýningarskrá vottar Sigtryggur öðrum listamönnum sem fengist hafa við myndefnið virðingu sína, eins og Þorvaldi Skúlasyni og Roni Horn. Einnig má nefna listakonuna Viju Celmin sem gert hefur raunsæjar grafíkmyndir af yfirborði sjávar, ef- laust fleiri ef út í það er farið, en Sig- tryggur er þó ekki eingöngu raunsær í verkum sínum. Sum þeirra byggjast meira á mynstri og hér ganga þau verk mjög vel upp, þegar ljósmynda- raunsæið víkur skapast rúm fyrir vangaveltur um flæðandi og svífandi eiginleika vatnsins, sem hugsanlega komast betur til skila en í ströngu raunsæi. Í sumum verka sinna brýt- ur Sigtryggur myndflötinn upp með láréttum eða lóðréttum línum sem undirstrika abstrakt eiginleika verk- anna. Þannig má á sýningunni greina mismunandi þræði í leit listamanns- ins og gefur það verkum hans aukna breidd og leggur áherslu á togstreit- una milli raunsæis, abstraktlistar og hreinnar rómantíkur, en að mínu mati má greina í nálgun listamanns- ins ákveðna lotningu gagnvart við- fangsefninu, sem minnir á viðhorf nítjándu aldar mannsins gagnvart náttúrunni sem birtingarmynd al- mættisins. Sigtryggur Bjarni sýnir hér að hann er í góðum gír í rann- sóknum sínum og málverk hans fara vaxandi. Öldurót Hver er sannleikurinn að baki öllu þessu vatni? Birtan og vatnið MYNDLIST Gallery Turpentine Til 24. nóvember. Opið þri. til fös. 12-18, lau. 12-17. Aðgangur ókeypis. Málverk – Sigtryggur Bjarni Baldvinsson Ragna Sigurðardóttir LÍFSGLEÐI og vinnuandi ein- kenna myndir myndlistarmannsins og leikmyndahöfundarins Sigurjóns Jóhannssonar sem sýnir vatns- litamyndir í Gallerí Fold. Rætur Sigurjóns í myndlistinni liggja í sjö- unda áratugnum og sýningum og starfi með SÚM-hópnum, en Sig- urjón á sér líka farsælan feril í leik- myndahönnun þó hann hafi ekki lagt myndlistina á hilluna. Myndir hans í Gallerí Fold byggj- ast á minningum frá síldarárum á Siglufirði, þar sem listamaðurinn er fæddur. Það má sjá tengsl við leik- myndir í þessum hópmyndum þar sem fólk kemur saman á rytmískan hátt í litum og formum og andlits- drættir einstaklingsins víkja fyrir heildarsvip hópsins. Léttleiki í lit er ríkjandi í myndunum, vinnugleði og orka. Hús í bakgrunni snúa á alla kanta, eins og til að undirstrika leikgleði í verkunum. Í þremur myndum birtist sama parið, í faðm- lögum eða glímu, endurtekning sem kemur á óvart þar sem um málverk en ekki þrykk er að ræða, og ruglar áhorfandann kankvíslega í ríminu. Það er þéttskipað á veggjum gall- erísins og fjöldi mynda og einsleitni viðfangsefnis verður til þess að þær renna nokkuð saman í eitt. Átök eða nýjabrum eru ekki markmið mál- arans en stemning og lífsgleði á myndfletinum ásamt krafti í hrynj- andi forma bæta það að nokkru leyti upp og skila sér til áhorfand- ans. Morgunblaðið/Sverrir Síldarár Myndir Sigurjóns í Gallerí Fold byggja á minningum frá síld- arárum á Siglufirði, þar sem listamaðurinn er fæddur. Persónur liðins tíma MYNDLIST Gallerí Fold Til 25. nóv. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11- 14 og sun. 14-16. Aðgangur ókeypis. Vatnslitir – Sigurjón Jóhannsson Ragna Sigurðardóttir VATNSLITAMYNDIR og skúlptúrar eru uppistaða sýn- ingar Margrétar H. Blöndal í Hafnarhúsi, en hún sýnir þar í tveimur sölum. Í báðum sölum er um innsetningar að ræða, vatnslitamyndirnar raðast á veggina eins og frásögn án upphafs og endis og skúlptúrar í B-sal leitast sömuleið- is við að skapa eina heild. Vinnuaðferð listakonunnar er sú að fá rýmið í lið með sér, virkja það og birta eiginleika þess í samvinnu við lista- verkin, en Margrét hefur getið sér gott orð fyrir áræðnar, persónulegar og ljóðrænar innsetningar sem má líkja við málverk í rými. Í skúlptúrhluta sýningarinnar í Hafnarhúsi reynist sal- urinn Margréti þó ósamvinnufús, verkin eru rýr og ná ekki að tengjast á lifandi hátt, þrátt fyrir tilraunir til að tengja þau innbyrðis. Listakonan byggir einatt á tilfinn- ingu og innsæi og vísun í sammannlega reynslu er grund- vallarþáttur í list hennar eins og sjá má í vatnslitamynd- unum. Í skúlptúrverkunum má finna vísanir í líkamlega nánd en engu að síður síast innsetningin milli skilning- arvitanna eins og sandur milli fingra og tómleikatilfinn- ingin nær yfirráðum yfir heildarmyndinni sem skortir þá sjónrænu og tilfinningalegu spennu sem einkennir verk Margrétar þegar best lætur. Slíka spennu má finna í vatnslitamyndum listakonunnar sem unnar eru með vatnslitum og ólífuolíu, myndefnið er ljóðrænt og opið sjónarhorn á hversdagslega hluti, lita- samsetningar og efniskennd. Myndirnar segja sögu auga sem hvarflar, nemur staðar á vissum stað og heldur síðan áfram að næsta punkti. Sumar þeirra minna á myndir í framköllun eins og hún var fyrir tíma stafrænnar tækni, þegar myndbrot birtust hægt á myndfletinum, fljótandi í framköllunarvökvanum. Margrét hugar vel að upphengi myndanna og skapar með þeim lífræna innsetningu sem skoða má aftur og aftur eins og ljóðabók. Slitrótt lína MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Til 31. desember. Opið alla daga frá kl. 10-17. Þreifað á himnunni, Margrét H. Blöndal Ragna Sigurðardóttir Hengt upp á streng Í skúlptúrverkum Margrétar H. Blöndal má finna vísanir í líkamlega nánd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.