Morgunblaðið - 22.11.2007, Side 18

Morgunblaðið - 22.11.2007, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÁSLAUG Jónsdóttir hefur sent frá sér þriðju bókina um skrímslin með mannlegu eiginleikana. Litlir krakkar hafa kunnað að meta fyrri bækur hennar um skrímslin og Þjóðleikhúsið sýnir nú leiksýningu sem er unnin upp úr bókunum. Skrímsli í myrkrinu er falleg og vönduð bók með skýrum teikn- ingum og texta í hverri opnu sem snýst um einar ákveðnar kring- umstæður. Fyrst er litla skrímslið eitt heima að prjóna í róleg- heitum, glatt og ánægt en strax og það heyrir þrusk ofan af lofti verður það hrætt. Bókin fjallar svo um hvernig óttinn vindur upp á sig, hvernig litla skrímslið verður rólegra þegar stóra, hugrakka skrímslið birtist og róar litla skrímslið og hvernig þau verða bæði hrædd við ófreskj- una og finna leið til að hræða hana burtu. Þau eru skemmtilega mannleg og myndirnar lifandi. Myrkrið úti er mikið og svart auk þess sem ímyndun litlu skrímslanna er sýnd með stórum teikningum og auðvelt fyrir lítil börn að lifa sig inn í söguna. Þau sem hafa lært stafina eða eru að byrja að lesa sjá auk þess að text- inn er stærri og hluti af myndlist- inni þar sem spennan er mikil. Eitt það besta við bókina er hvernig kötturinn sem öllum óttanum veldur er sýndur á mynd- um án þess að minnst sé á hann í textanum og þannig komið í veg fyrir mikinn ótta þeirra yngstu. Bókin er fyrirtaks góð til að lesa fyrir lítil kríli og spjalla um fyrir svefninn. Ótti skrímsla við ófreskjur BÆKUR Barnabók Eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal Myndir eftir eftir Áslaugu Jónsdóttur Mál og menning, Reykjavík 2007. Skrímsli í myrkrinu Hrund Ólafsdóttir Áslaug Jónsdóttir ÞRÁINN Bertelsson er skemmti- legur reyfarahöfundur. Honum er talsvert niðri fyrir um samfélagsleg málefni og liggur ekki á skoðun sinni og stíll hans er háðskur og oft beinlínis fyndinn. Það kemur líklega fáum á óvart sem lesið hafa fyrri verk hans. Englar dauðans er rammur reyf- ari, þar er ekkert skafið utan af hlutunum, ógeðsleg morð eru fram- in og lýsingarnar berorðar og sneiddar tilfinningasemi og atburða- rásin berst víða, um Holland, Lithá- en og Ísland þar sem við sögu koma harðsvíraðir eiturlyfjasmyglarar sem stunda ekki einasta þá döpru iðju heldur einnig mansal með með- fylgjandi ofbeldi og mannlegri nið- urlægingu. Sagan hefst á því að Víkingur rannsóknarlögreglumaður og sam- býliskona hans Þóra réttarlæknir eru í Hollandi til að komast að því hvort lík af Íslendingi, sem fannst sundurlimað í ferðatösku, geti hugs- anlega verið af Magnúsi syni Þóru en hans hefur verið saknað um nokkurt skeið og eiturlyfjafíkn hans til margra ára fær þau Þóru til að gruna hið versta. Líkið reynist ekki vera af Magnúsi en með þessu fer æsileg atburðarás í gang þar sem miklar hreinsanir virðast í gangi í ís- lenskum undirheimum; þrjú illa leikin lík finnast í sumarbústað á Þingvöllum og svo finnst lík Magn- úsar með þeim afleiðingum að Þóra missir tökin á áfengisfíkn sinni og verður neyslunni að bráð eftir ára- langa edrúmennsku. Víkingur tekur þetta skiljanlega mjög nærri sér og er niðurdreg- inn síðari hluta sögunnar. Boðskapur Þráins er skýr. Eiturlyf eru böl, af þeim spretta glæpir og mann- leg eymd, en það er jafnrangt að taka lögin í eigin hendur þó það sé að vissu leyti skiljanlegt og Þráinn leggur samúðina með móðurinni, sem misst hefur bæði börn sín inn í heim eiturlyfjanna, í kjöltu lesand- ans en afleiðingarnar eru jafn- slæmar engu að síður. Þráinn notar tækifærið og setur fram skoðun sína á eðli áfengis- og eiturlyfjafíknar og þó margt af því sé sannarlega fróð- legt þá má setja spurningarmerki við hvort það eigi allt jafnmikið er- indi í þessu samhengi. Styrkur sögunnar er hinn skemmtilega íroníski hálfkæringur, sem er nánast orðinn vörumerki Þráins, en veikleikarnir eru í bygg- ingu sögunnar og fremur ólíkinda- legri framvindunni; atburðarásin er líkari dæmigerðri hasarmynd úr Hollywood fremur en að hún standi sannfærandi í báða fætur í íslensku raunsæi, þó líka megi segja að hér sé gerð tilraun til að leiða saman fremur venjulega íslenska rannsóknarlögreglumenn og glæpa- menn sem svífast einskis og eru af öðru tagi en íslenskar löggur eiga allajafna að venjast. En niðurstaðan kemur sannarlega á óvart því á dag- inn kemur að allur hasarinn snerist alls ekki um uppgjör alþjóðlegra glæpamanna heldur eitthvað allt annað. Eiturlyf eru böl BÆKUR Skáldsaga Eftir Þráin Bertelsson JPV, Reykjavík 2007, 339 bls. Englar dauðans Hávar Sigurjónsson Þráinn Bertelsson FEÐGAR sitja í skjóli við báru- járnsskála í Tindfjöllum og horfa út yfir Eyjafjallajökul. Löngu síðar lítur sonurinn, Arnar, sem er sögu- maður nýjustu skáldsögu Ara Trausta Guðmundssonar, Lands þagnarinnar, aftur til þessarar fjallgöngu og minnist þess hvernig pabbi hans kenndi honum örnefni hinna ólíku tinda sem við blasa. Það sem gerir þessa stund eftirtektar- verða er að faðirinn hafði sjálfur nýlokið við að skíra staðina en fram til þess höfðu þeir verið nafnlausir. „Menn nutu ekki fjalla áður fyrr,“ útskýrir hann, „og nefndu aðeins þá tinda eða fjallshluta sem skiptu búskap eða rötun máli.“ Listmál- arinn Einar hafði með öðrum orð- um tekið að sér að gefa þeim stöð- um nafn sem skiptu aðra ekki máli. Í samhengi skáldsögunnar má jafn- vel halda því fram að áhugi af þessu tagi, áhugi á því gleymda og ónefnda, því sem hvílir í þögninni, erfist því tilefni endurminninganna er einmitt það að sonurinn tekst á við ekki ósvipað verkefni: að kort- leggja landið sem vísað er til í titli bókarinnar, land þagnarinnar. Land þagnarinnar er m.a. for- tíðin, sér í lagi fortíð fjölskyldu Arnars, en móðir hans og amma flúðu Þýskaland skömmu áður en nasistar komust til valda. Ýmislegt er þó á huldu varðandi samband foreldra Arnars. Einkum hvílir þó mikil leynd yfir afanum í móð- urætt, en til hans hefur ekki spurst síðan í seinna stríði. Frá unga aldri er sögumaður afskaplega forvitinn um tilvist og afdrif afa og lætur ekki deigan síga í yfirheyrslum á sínum nánustu, og þeim sem fjær standa, í leit að vísbendingum. Hann fær fljótt á tilfinninguna að sumir viti meira en þeir láta uppi, að ákveðin skömmustuleg þögn umvefji for- tíðina, en einnig kemur í ljós að enginn veit í raun sannleik- ann. Að leysa ráðgátuna verð- ur því eins konar æviverkefni sögumanns, nokkuð sem hann sinnir frá barn- æsku fram yfir miðjan aldur en á nýju árþúsundi taka svör loks að berast. Um tiltölulega lágstemmda sögu er að ræða. Þunginn byggist upp hægt og sígandi og öll umgjörð bókarinnar er raunsæisleg. Fram- an af vindur leitinni fram í gegnum samræður við fjölskyldumeðlimi en þegar frá líður taka sendiráð, skjalasöfn og stofnanir við upplýs- ingahlutverkinu. Í grundvallar- atriðum er um að ræða ósköp eðli- lega löngun sögumanns til að komast að hinu sanna um fjöl- skyldubakgrunn sinn: „Ég hélt því fram að vitneskja um ættir og upp- runa styrkti sjálfsvitund manns og yki skilning á eigin skapgerð og eiginleikum,“ segir sögumaður eitt sinn er hann rökstyður mikilvægi áralangrar leitar. Hér kann lesandi hins vegar að staldra við og spyrja hvernig höfundi takist til við að miðla þeirri knýjandi þörf sem dríf- ur sögumann áfram. Margt liggur vissulega undir frásögninni, sýnt er hvernig hörmungar öfgakenndrar aldar blandast tilviljanakenndum orsakakeðjum til að skapa þann veruleika sem lifað er við í nútím- anum. Hins vegar tekst höfundi ekki fullkomlega að vinna úr þess- um að mörgu leyti sjálfsævisögu- lega efniviði þannig að hann öðlist breiðari skírskotanir. Því er ekki víst að allir lesendur deili brenn- andi áhuga sögumanns á niður- stöðu leitarinnar. Í leit að týndum tíma BÆKUR Skáldsaga Eftir Ara Trausta Guðmundsson Uppheimar, Akranesi 2007. 346 bls. Land þagnarinnar Björn Þór Vilhjálmsson Ari Trausti Guðmundsson                 !"#$%&'()*''+,--(-"--"                 !"#   !""$ %&  ' # (  )        )            # *    +    . /     0    /     '1$"##2''"#3(4,  (     - ##567''%#738(!89*$-"-.#(#/0 12   #!$:"3  '   4  5  -+:(##;&$6 &#7 2    8 $:1"!<=>.$'+&%"-(&&  .   ?1(#@:?1(#73)A?1(#9  * 2 4  5  %5-8#&*1"!/: 1% 12   +(1"'1"#%-9## 8 9  * 2 .;48 $(-89#'#$1"#(:    .;48 "&1#;(3-$* &<  &&   A%#-"33%#"#!(7-(-)+-BB9 9  3  : #          #!$:"3  '   4  5  -+:(##;&$6 &#7 2    8 $:1"!<=>.$'+&%"-(&&  .   $(-89#'#$1"#(:    .;48 "&1#;(3-$* &<  &&   ,3(# #+!(--"1  <  =--:   #"!9'*-"!>     4   -31#8(!-$9 1   .;48 "&-#+"73;%1A+'". (      12   ?1"-3;%"&$"-$?  ( : 12           $(83#3.:  =--:   1'3?1(#(      12   ,#-"-$5-39911,36 <         .$'#19!:1-8"       &&   15$:#"#  2 9   .;48 1"-7&.: 8(  *??38 9!4%#1(#-$#4   1  #  4  5  183#< ' (2      5'   9,11"-A%#!!8(39  * 2 4  5  ,33$'!(#<  ( @&&              ##567''%#738(!89*$-"-.#(#/0 12   ?1(#@:?1(#73)A?1(#9  * 2 4  5  +(1"'1"#%-9## 8 9  * 2 .;48 9#?-"-39:#?!"3   ?  12   "17!$9!-9  9   12   %3#$'#*#-"#&  < *   ?## 1$%1:"$ A A    .;48 #(3$1!(   <  &&   :'%"--:(##73&#7#3#BB? ; %.;48 "-($"--"A#8#&BB     &&             '1$"##2''"#3(4,  (     - %5-8#&*1"!/: 1% 12   A%#-"33%#"#!(7-(-)+-BB9 9  3  : # '#%"!$1(#---( :  '2  <CD94-$#( 7(>E<  < - 12   %#')!$%&) ;(3$#< 2 1    : # "1+-.;48 F'11> 5#1(-$'#G6       : # .$'+1+!(73$'#+!(B :     C #<  *% &D& %"&$&B ("--%$$=CCH/2#E < %4  5          3-(&++1:$8''(#4 <  .;48 #$%&A%3(#"--%-8# .       ,!#(1-8"B3 #1+:"-(* 3  .;48 *180$>9$&!"#"-<#(  .;48 -$113#+&$$7-IA"$3;4  &&   #%"!A+(#8#%-3(#;/8 * 1 .  &D& "--"$   ; .;48 /$$'+,11(>A%"--**1:$$"--"12  '   1#  -3"--&*$9*&"33#*'3 ; B#. #/ %  &D& ''*#''--F .:   2   : #             / ;  5*%     4  %2 ;  5*%  < 3  %    72  3 1  18  G  1        6   8   H8    3 18  &@   9: I A J  G  3  %* 7 < 3  % ( (  8  ;  51 8 (   (   ;  51 8 3  3  ;  51: G  ;  51  )3  % 1 8  <    % 1     -3  %   / > 1 8 &   ,    1  8      -* (     -     <  ) I A J      / %2    ' ,)2    7 &2    (-  ;  5*%  3  ) &2       ;  1  ) (     8   -K     -K  H        18 (-   H18 (- 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.