Morgunblaðið - 22.11.2007, Side 23

Morgunblaðið - 22.11.2007, Side 23
|fimmtudagur|22. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf Um 16% verðmunur var á mat- vörukörfunni milli klukkubúð- anna svo nefndu í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. »24 verðkönnun Gyða Erlingsdóttir kynntist nýrri veröld á Costa Rica þar sem hún vann sjálfboðavinnu á elliheimili. »26 ferðalög Íslenskt grænmeti kemur betur út í gæðakönnunum en innflutt grænmeti, sem oft er flutt um langan veg. »24 neytendur njóta þess að vera í er- lendri stórborg, skoða byggingar og sitja á kaffihúsum. En nú hefur kvíðahnútur sest að í Víkverja. Síðan hann pantaði ferðina hefur hann ekki fengið að heyra annað en hryllingssögur af því hvernig Íslendingar tapa allri vitglóru í verslunarferðum í Bandaríkjunum. Hvernig þeir fari með stórar ferðatöskur í verslunarmiðstöðv- arnar, hlaupi á milli búða með brjálæðisglampa í augum og fylli þrjár töskur áður en við er litið, töskurnar komast ekki allar heim í einu flugi og síðan er fólk tekið í tollinum og látið borga meira. Allir koma svo uppgefnir heim vegna búðarhlaupanna og þegar þeir eru spurðir út í hvernig borgin var hafa þeir ekki grænan grun því það eina sem þeir sáu voru búðir. Víkverji er agaður en hefur samt áhyggjur af því að þetta verslunar- villidýr búi innra með honum og leysist úr læðingi þegar til Boston er komið. Sérstaklega jukust áhyggjurnar eftir að hann las grein um verslunarfíkn í Morgunblaðinu í gær. Verslunarfíkn er nefnilega vaxandi vandamál og leynir mjög á sér og kemur oft ekki í ljós fyrr en fólk er sokkið upp fyrir haus í skuldir. Samkvæmt dönskum sér- fræðingi í fíknum segir hann að fólk með verslunarfíkn sé mjög slungið við að fela sannleikann fyr- ir öðrum og jafnvel sjálfum sér. Kannski er Víkverji engin öguð skynsemdarmannvera eins og hann hefur haldið fram hér að ofan og hvað gerist þá í Boston? Fíknin blómstrar í hinum hagstæða doll- ara og það verða engin hátíðleg jól hjá Víkverja, kannski dós af græn- um baunum. Víkverji er samt ánægður með að hafa gert sér grein fyrir mögulegri fíkn og ætti því að geta gert tilheyrandi var- úðarráðstafanir áður en til lands allsnægtanna er haldið. Þótt Víkverji hafiekkert sér- staklega gaman af búðarápi hefur hann gaman af því að eign- ast falleg klæði. Sú árátta rekur hann oft í búðir og hingað til hefur Víkverji verið skynsemdarmannvera sem eyðir ekki um efni fram. Nú er svo komið að Víkverji lét plata sig í ferðalag til Boston í Bandaríkj- unum í byrjun desem- ber. Víkverji ákvað strax og ferðin var keypt að hann ætlaði að versla pent og síðan bara           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Jú, það hefur stundum borið áþví að fólk haldi að við séumein og sama manneskjan ogdóttir annarrar okkar var eitt sinn spurð að því hvort hún væri dótt- ir okkar systra. Okkur er líka sífellt ruglað saman,“ segja þær systur og rithöfundarnir Iðunn og Kristín Steinsdætur sem báðar eiga rithöf- undarafmæli um þessar mundir. Ið- unn á 25 ára rithöfundarafmæli en 20 ár eru síðan fyrsta bókin hennar Kristínar kom út. „Við erum löngu hættar að leið- rétta fólk þegar það ruglar okkur saman. Ég fékk til dæmis ótal ham- ingjuóskir í vor þegar Iðunn var gerð að heiðursfélaga Rithöfunda- sambandsins. Ég þakkaði bara pent fyrir og var ekkert að svekkja fólk með því að segja að ég væri hin syst- irin,“ segir Kristín sem er sex árum yngri en Iðunn. Önnur frekja en hin góð? Þær fæddust og ólust upp á Seyð- isfirði en segjast ekki hafa verið neitt sérstaklega miklar vinkonur fyrr en Iðunn fór að heiman í framhaldsskóla og unglingurinn Kristín sat eftir og saknaði systur sinnar. „Þá var ég um fermingu og mér fannst hátíð í bæ þegar Iðunn kom heim í frí með sög- ur úr skólanum. Þá náðum við fyrst almennilega saman en fram að því hafði ég verið hálfgerður klíningur á henni. Ég var þessi dæmigerða litla systir sem hún þurfti alltaf að vera með í eftirdragi. Svo þegar við misst- um móður okkar þegar ég var átján ára en Iðunn tuttugu og fjögurra, þá urðum við mjög nánar og höfum verið það allar götur síðan. Iðunn varð þá eiginlega allt í senn, systir mín, vin- kona og móðir, enda hefur hún alla tíð verið góð, miklu betri en ég sem hafði lengi vel orð á mér fyrir að vera frekja,“ segir Kristín og bætir við að í seinni tíð hafi þetta snúist við, hún hafi meðvitað lært að hemja skap sitt en Iðunn sé aftur á móti orðin frekari, enda hundleið á því að vera góða syst- irin. Meira en við héldum sjálfar Þær Kristín og Iðunn héldu helj- arinnar veislu fyrir vini og vanda- menn í tilefni af rithöfundarafmælum sínum og segja það hafa verið löngu tímabært því þær hafi aldrei haldið nokkurt útgáfuteiti í öll þessi ár. „Þetta var ofboðslega gaman og dætur okkar höfðu skreytt salinn með öllum þessum ósköpum af verk- um sem eftir okkur liggja og við urð- um satt að segja afskaplega hissa þegar við sáum og heyrðum hvað þetta var mikið magn. Við höfðum nefnilega aldrei tekið það saman.“ Afrakstur þeirra systra á rithöf- undasviðinu reyndist vera 8 sjón- varps- og kvikmyndahandrit, 16 leik- rit, 20 smásögur og efni í safnritum, 83 bækur sem bæði eru skáldsögur og námsbækur, 280 lagatextar og fjöldi pistla í dagblöð. Samtals hafa þær fengið 24 verðlaun og viðurkenn- ingar. Sagnagen frá mömmu „Við gáfum ekki út okkar fyrstu bækur fyrr en við vorum um fertugt. Við vorum báðar starfandi kennarar en þörfin til að skrifa var samt alltaf fyrir hendi,“ segja þær systur sem ól- ust upp við sagnahefð og allt þeirra fólk er auk þess haldið hálfgerðri skriftaráráttu. „Við höfum í okkur sagnagen sem kemur frá mömmu. Hún var ótrúlegur sagnameistari og gat hamið villtustu börn með sögun- um sínum. Sumar þeirra voru spari- sögur sem tók kannski klukkutíma að segja og við fengum aðeins að heyra þær ef við vorum mikið veikar eða veðrið brjálað.“ Iðunn skrifaði sína fyrstu sögu þegar hún var níu ára en það var saga um krakka sem bjuggu í Fjögurra- laufasmáralandi. „Við krakkarnir vorum alltaf að leita að slíkum blóm- um og mig langaði svo til að fá ósk mína uppfyllta um að Kristín systir mín fengi þríhjól,“ segir Iðunn sem alltaf vildi hag litlu systur sem best- an. „Ég á ennþá í fórum mínum sex blaðsíðna sögu sem ég skrifaði þegar ég var ellefu ára en hún er um rosa- legt naut sem ræðst á stelpu sem er að passa túnið.“ Kristín var líka ellefu ára þegar hún skrifaði sína fyrstu sögu en það var mikil ástarsaga. „Í þeirri sögu var ég sætasta stelpan í bænum og strákurinn sem ég var skotin í hann var vitlaus í mig.“ Það er margt líkt með þeim systr- um og þær hafa verið ótrúlega sam- taka um marga hluti. Til dæmis eiga þær báðar þrjú börn og þær eiga báð- ar tvo stráka og eina stelpu. Elsta barn Kristínar og yngsta barn Iðunn- ar er fætt á sama degi, þó með 18 ára millibili. „Við tölum líka báðar hátt og mikið og við syngjum víst frekar hátt. Sumir segja að fólk snúi sér við í kirkjum vegna þessa. En við erum ekki eins í öllu. Til dæmis kjósum við ekki alltaf sama flokkinn. En við tök- um fullt tillit til hvor annarrar og ef við erum ekki sammála um eitthvað þá ræðum við málin og þurfum ekk- ert að rífast.“ Hlógum roslega og skrifuðum Þær hafa alltaf hvatt hvor aðra í skrifunum og lesa ævinlega yfir handrit hvor annarrar. „Við höfum líka skrifað saman, til dæmis fyrsta leikritið okkar Síldin kemur, síldin fer. Við skrifuðum það fyrst og fremst til að skemmta okkur. Fórum og vorum saman í viku í sumarbústað og hlógum einhver ósköp á meðan við skrifuðum þetta leikrit sem gerist á síldarplani en slíkt líf þekkjum við vel af eigin reynslu.“ Þó að barnabækur séu fyrirferð- armiklar á afrekalistanum hafa þær líka skrifað fullorðinsbækur. Bókin Haustgríma eftir Iðunni er í þeim flokki en hún segist líka líta á bókina sína Víst er ég fullorðin, sem fullorð- insbók en þar segir hún frá unglings- árum sínum á Seyðisfirði. Kristín hef- ur líka gefið út fullorðinsbók sem gerist á Seyðisfirði og heitir Sólin sest að morgni, en þessar Seyðis- fjarðarbækur eru þeim systrum sér- lega kærar. Í fyrra kom út skáldsaga ætluð fullorðnum frá Kristínu sem heitir Á eigin vegum, en fyrir þá bók fékk hún Fjöruverðlaunin sem eru bókmenntaverðlaun kvenna. Systurnar hafa ekki aldeilis lagt frá sér pennann því Kristín er með skáldsögu í smíðum og eftir Iðunni eru þrjár bækur nýútkomnar, tvær bækur um Snuðru og Tuðru og ein unglingabók sem heitir Mánudagur bara einu sinni í viku. Ert þú dóttir þeirra systra? Morgunblaðið/Golli Aðeins brot Iðunn og Kristín í afmælishófinu með aðeins hluta af því útgefna efni sem liggur eftir þær. Þær tala hátt og syngja hátt. Og þær eru sískrifandi. Kristín Heiða Krist- insdóttir þáði kaffi hjá systrum sem báðar fagna áratuga rithöf- undarafmæli. Úrklippimöppur Viðtöl og umfjöllun í blöðum fyllti tvær möppur. khk@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.