Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 24

Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Rífleg neysla ávaxta og grænmetisdregur úr líkum á alvarlegum sjúk-dómum eins og hjarta- og æðasjúk-dómum og krabbameini. Grænmeti er mikilvæg uppspretta næringarefna og bæti- efna og í því eru lífvirk andoxunarefni. Sem dæmi má nefna beta-karótín í gulrótum og lýkópen, sem er rauða litarefnið í tómötum, að sögn Ólafs Reykdals, verkefnastjóra hjá Matís, sem flutti meðal annarra erindi á haustráð- stefnu Matís í liðinni viku undir yfirskriftinni „Af hverju að borða íslenskt grænmeti?“ Þar gerði hann grein fyrir samanburði á efnainni- haldi innlends og innflutts grænmetis. Samkvæmt neyslurannsókn Lýðheilsustöðv- ar frá árinu 2002 borða Íslendingar aðeins 99 grömm af grænmeti og 77 grömm af kartöflum eða samtals 176 grömm á dag að meðaltali. Framboð á grænmeti hefur hins vegar aukist frá árinu 2002 og því ætti neyslan einnig að hafa aukist eitthvað frá þessum tíma. Ráðlagt er að borða 200 grömm af grænmeti á dag og kartöflur að auki. Það vantar því enn talsvert upp á að Íslendingar fullnægi ráðlagðri dags- þörf til að bæta heilsufar þjóðarinnar. Minni not fyrir varnarefni Aðstæður til ræktunar grænmetis á Íslandi eru að mörgu leyti sérstakar, segir Ólafur og nefnir til sögunnar svalt loftslag, jarðhita- ræktun í gróðurhúsum og erfið birtuskilyrði, sem brugðist er við með mikilli raflýsingu. Þegar því er velt upp hvort þessar aðstæður geri íslensku afurðirnar að einhverju leyti sér- stakar segir Ólafur að uppi séu hugmyndir um það að hægur vöxtur útiræktaðs grænmetis leiði til þess að meira myndist af hollefnum auk þess sem lágt hitastig og fá skordýr hafi ótví- rætt þau áhrif að minna þurfi að nota af varnarefnum. Ólafur segir það hafa kosti í för með sér að stutt sé frá haga til maga. „Mest af grænmeti hér innanlands er framleitt á Flúðum, í rúm- lega 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Almennt er grænmeti hér innanlands ekki flutt um lang- an veg í samanburði við flutninga erlendis frá en þá getur verið um að ræða flutninga um þúsundir kílómetra, stundum með flugi. Það gefur því augaleið að mengunin við flutninga á innfluttu grænmeti er margföld á við það ís- lenska. Þetta þýðir að ferskleiki íslenska græn- metisins getur verið miklu meiri en grænmetis, sem flutt er um langan veg. Og gæðin verða líka meiri. Seinni hluti vetrar er þó erfiður og þá reynir mikið á að geymsluskilyrðin séu í lagi.“ Íslenskt grænmeti kemur almennt vel út úr gæðakönnunum, að sögn Ólafs. „Það er þó ljóst að seinni hluti vetrar er erfiður varðandi gæðin og á það bæði við um íslenskt og innflutt græn- meti. Gæði sumra tegunda eru þó mjög stöðug allt árið eins og til dæmis salats í pottum. Gæði rótargrænmetis rýrna óhjákvæmilega yfir vetrartímann. Það grænmeti, sem er af mest- um gæðum, er verið að framleiða allt árið við raflýsingu. Dæmi um það eru salat, tómatar og gúrkur. Íslensku framleiðslueiningunum hefur fækkað en þær, sem eftir standa, hafa orðið öfl- ugri. Þær eru því hæfari til að keppa við inn- flutninginn. Erlend grænmetisframleiðsla býr yfir mikilli þekkingu og það hefur tekist að lengja geymsluþolið með því að stýra geymslu- skilyrðum og bæta pökkun. Til þess að inn- lenda framleiðslan haldi velli þarf hún að hafa góð tök á gæðakerfum, flokkun grænmetis, pökkun og nýjungum í vinnslu,“ segir Ólafur. Næringarfræðilegur munur lítill Að tilstuðlan evrópska verkefnisins Euro- FIR eru nú að verða til staðlar og form til að auðvelda samanburð á grænmeti milli landa. Ólafur prófaði að bera saman íslensk gögn og erlend. „Heildarmyndin er sú að næringarefnin eru nokkuð svipuð eftir löndum. Það kemur að sjálfsögðu fram munur fyrir einstök efni, en næringarfræðilega vegur hann ekki þungt. Það er miklu meiri munur milli grænmetistegunda en milli landa og því er mikilvægt að borða sem fjölbreyttast úrval grænmetis. Í grænmeti eru fjöldamörg lífvirk efni, sem eru talin hafa já- kvæð áhrif á heilsu fólks, en aðeins lítill hluti þessara efna hefur verið rannsakaður eitthvað að ráði. Meðal lífvirku efnanna eru andoxunar- efni en þau veita vörn gegn skaðlegum efnum sem stuðla að oxun í líkamanum. Karótenóíð, til dæmis beta-karótín og lýkópen, hafa verið mæld í íslensku grænmeti. Beta-karótín er for- veri A-vítamíns. Lýkópen hefur hins vegar enga A-vítamínvirkni, en er talið draga úr lík- um á hjartasjúkdómum og krabbameini. Mikið af beta-karótíni og lýkópeni mælist bæði í inn- fluttu og íslensku grænmeti. Til dæmis kemur í ljós að raflýsingin skilar íslenskum tómötum með miklu af lýkópeni,“ segir Ólafur. Í EuroFir-verkefninu er nú unnið að því að setja evrópskan gagnagrunn um lífvirk efni í matvælum á netið. Gagnagrunnurinn kallast EuroFIR BASIS og verður opinn öllum. join@mbl.is Lífvirku efnin eru holl heilsunni Morgunblaðið/Frikki Verkefnastjórinn Ólafur Reykdal segir innlenda grænmetið koma vel út í gæðakönnunum. Íslenskt grænmeti kemur al- mennt betur út í gæðakönn- unum en innflutt grænmeti, sem oft þarf að flytja um langan veg, að því er Jó- hanna Ingvarsdóttir komst að í samtali við Ólaf Reykdal, verkefnastjóra hjá Matís. VERÐMUNUR á hæsta og lægsta verði vörukörfu í verslunum 10-11, 11-11 og Samkaupum Strax mældist 16% er verðlagseftirlit ASÍ kannaði sl. þriðjudag verð í þessum þremur verslunarkeðjum sem eiga það sam- eiginlegt að vera með langan afgreiðslutíma. Munur á hæsta og lægsta verði vörukörfu var 800 kr. Ódýrasta karf- an var í verslun Samkaupa Strax, 8.560 kr. og var sú dýrasta í verslun 10-11 á 9.360 kr. Vörukarfan samanstendur af 28 neysluvörum, en í körfunni má m.a. finna brauðmeti, mjólkurvörur, morgunkorn, ost, álegg, kjöt, græn- meti og skyndirétt. Af einstökum vörutegundum reyndist minnstur munur milli versl- ananna á mjólk og kjötmeti. Í Sam- kaupum Strax var sama verð, eða 84 kr á 1 lítra af nýmjólk og undanrennu en í 11-11 og 10-11 kostaði nýmjólkin 85 kr. en undanrennan 88 kr. SS pyls- ur (10 í pakka) fengust á sama verði í öllum verslununum og tæplega 2% munur var á hæsta og lægsta verði á ungnautahakki (8-12% fita). Oftast mældist munurinn á hæsta og lægsta verði innan við 20%, en á frosinni örbylgjupitsu fór verðmun- urinn þó upp í 46%. Verðtökufólk ASÍ keypti í matinn eins og hver annar viðskiptavinur. Er búið var að renna öllum vörunum í gegnum kassann var óskað eftir að fá verðstrimilinn afhentan og tilkynnt að verið væri að gera könnun á veg- um ASÍ. Verslanirnar samþykktu þá að afhenda strimilinn án þess að vör- urnar væru keyptar, en talsverður tími fór í að ná honum út úr kassa. Strimlarnir voru síðan notaðir við verðsamanburð milli verslananna. Könnunin var gerð í Samkaupum Strax í Kópavogi, 11-11 í Skúlatúni og 10-11 í Lágmúla. Aðeins er um beinan verðsaman- burð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. 16% verðmunur á vörukörfu klukkubúðanna   !  "   " # $"  #$%&'('  %&'() *+" ) , &- .' /.'%&'()  0 /11 2'  %&'()  $ (& 0 /11 ,  &- 0$ 1!% /0 '%&'() 3 & 4561) 0 & 7$ $& $$) 0 & 89561) :3 0 & 8!'  ! '&) ; ''& /!1 , 11 $  '&-) 1 8' ! '&) < ) = & >  ,&'?'-) 0 /!1)  & # $1 @&1 # A //& 0 /11) = & <$$&) 1 #06 ,%+  &1-) 0 & >/ $) = & > !B  <&$)  &  52&$'$11) //&1' 52&$'&)  &  /.'&)  0 /11 7$$' *11) 9 =; " ) 1 ,/11$$-  1A0&) @/)  & C) $$!$ /0 '6 ,A $5' -) 3=  D!0 4" :1&. %2$ ')  & '$ E 6 6)  & <>F 1"" ,??-)  & <!&( ) > ) 1 2'% .'& :1$  ! &@0$')  0 /11 / * G*??! !H$ /EE) = &/ ?*  CI) = 0 &&   1&"                                                                                                                                             A &(: $ 1&" = = 3  3 = = = = = =  3= = = =  3 =  = ! ! ! !! !)  ) !  ) )  ) )   ) ) )) !     )  )  1  1  1  1  1  1 =  1  &  1 =  1  1  1  &  1  1  1  1 /1  &  1  1  1  1 /1  1  1 = /1  1 A &(: $ 1&" = 3  3 = = == 3 ==3  3= = = =   3 = 3   )  )  ) ! ) )  !  !)  ) ! )    !  )  !  A &(: $ 1&" == =  3  3 3 = == =  33 = =   = = =3  ) ) )  !! !  ) !    )   )  )  ! ) )  !) !) 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.