Morgunblaðið - 22.11.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 22.11.2007, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝ STAÐA Á HLUTABRÉFAMARKAÐI Sú staða, sem hefur verið aðkoma upp á íslenzka hluta-bréfamarkaðnum síðustu daga og vikur, er ný fyrir okkur Íslend- inga. Að vísu hafa hlutabréf áður hækkað eða lækkað í verði en nú er markaðurinn að þróast á annan veg og afleiðingarnar eru að verða aðrar en við höfum áður kynnzt, að minnsta kosti í þeim mæli, sem nú blasir við. Hlutabréfamarkaðurinn hér er byrjaður að hreyfast með sama hætti og slíkir markaðir gera í nálægum löndum og tekur augljóslega að ein- hverju leyti mið af þróun markaða í nálægum löndum og beggja vegna Atlantshafsins. Það er heilbrigt og þess vegna meiri ástæða til að taka mark á hlutabréfamarkaðnum hér en stundum áður. En jafnframt eru áþekk álitamál að koma upp og hafa þekkzt áratugum saman í öðrum löndum. Hér eru komnir fram á sjónarsviðið bæði ein- staklingar og félög, sem taka stórar stöður í fyrirtækjum, sem skráð eru á markað. Í sumum tilvikum er það gert á grundvelli lántöku og háar fjárhæðir á ferð. Í sumum tilvikum eru þessi félög að fjárfesta í fyrir- tækjum í öðrum löndum þar sem stór- ar fjárhæðir eru einnig lagðar undir. Nú hefur íslenzki hlutabréfamark- aðurinn lækkað svo mjög, að bankar, sem lánað hafa einstökum aðilum stundum háar fjárhæðir til kaupa á hlutabréfum með tryggingu í bréfun- um sjálfum, óska eftir því að þessir sömu aðilar leggi fram auknar trygg- ingar vegna þess að verðmæti bréf- anna hafi minnkað svo mjög. Það voru slíkar hringingar bank- anna, sem urðu þekktar, þegar kreppan mikla skall yfir Bandaríkin í lok annars áratugar síðustu aldar og í upphafi þess þriðja. Ef lántakendur geta ekki lagt fram auknar tryggingar eru bréfin seld, sem getur stuðlað að enn meiri lækk- un á verði hlutabréfa. Slík krafa frá bönkum hefur auðvit- að verið þekkt hér en ekki í jafnstór- um stíl og síðustu daga. Það er ómögulegt að sjá fyrir hverjar afleiðingarnar verða. Sumir geta lagt fram auknar tryggingar. Aðrir ekki. En afleiðingin af þessari þróun, haldi hún áfram, verður sú, að mikil umbrot verða í viðskiptalífinu og miklar eignir skipta að lokum um eig- endur. Það skiptir máli, að sú viðkvæma staða, sem nú er á hlutabréfamark- aðnum, verði leidd til lykta með far- sælum hætti. Með því er ekki sagt, að undirbúa eigi einhverja björgunar- leiðangra. Þeir, sem telja, að mark- aðurinn eigi að ráða, verða að sætta sig við að hann ráði bæði í meðvindi og mótvindi. Það er ekki bara hægt að njóta góðs af markaðnum. SKÝRARI STEFNUMÓTUN Á SVIÐI NÝYRÐASÖFNUNAR OG -SMÍÐI Íslensk tunga hefur verið í brenni-depli undanfarna daga. Góð þátt- taka í margvíslegum viðburðum á ný- liðnum degi íslenskrar tungu, þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar, sýnir ekki einungis að þjóðinni er annt um tunguna, held- ur einnig að auðvelt er að virkja þjóð- ina tungumálinu til heilla. En jafnvel þótt íslenska standi nokkuð vel að vígi í samfélaginu um þessar mundir er nauðsynlegt að hafa skýra stefnu um móðurmálið og horfa til framtíðar. Tímarnir hafa aldrei þróast örar og hætturnar sem í slíkum hraða felast eru margar. Við vitum að fyrirtæki eru farin að reiða sig á ensku, framhaldsskólar bjóða náms- brautir á ensku og í háskólum fer kennsla jafnvel fram á ensku, þótt ekki sé verið að kenna hana sem slíka. Allt getur þetta vegið að máltilfinn- ingu fólks, sérstaklega hvað sértækan orðaforða varðar og það sem verra er; orðið til þess að mikilvægri þekkingu verði ekki lengur komið í orð á ís- lensku. Ef svo fer hefur íslenska glat- að vægi sínu sem það tæki sem okkur er tamast til tjáningar. Íslendingar eru hreyknir af því að enn þann dag í dag veitist almenningi tiltölulega auðvelt að lesa fornbók- menntirnar. Þá staðreynd má að sjálf- sögðu rekja til þess hversu lítið málið hefur breyst frá örófi alda. En eins og áður var sagt er ljóst að á síðustu ára- tugum hefur innri gerð samfélagsins breyst svo ört að ýmislegt sem verið hafði á allra vörum um aldaraðir er nánast horfið úr máli manna. Einkum hugtök og orðatiltæki tengd starfs- háttum liðinnar tíðar. Á móti hefur ekki verið unnið nægilega markvisst að því að finna nýjum starfsháttum farveg í tungutaki þjóðarinnar þótt þess sé svo sannarlega þörf eigi ís- lenska að þjóna fólki jafnvel héðan í frá og hingað til. Í daglegu tali, ekki síst tengdu tækni og nýjum atvinnu- vegum, eru því miður fjölmörg orð í notkun sem bera fremur vott um hnignum tungumálsins en framþróun þess og úr því þarf að bæta. Það skýtur skökku við að ekki skuli búið að kveða skýrt á um stöðu ís- lenskrar tungu í stjórnarskrá, eins og bent er á í ályktun íslenskrar mál- nefndar frá því fyrr í þessum mánuði. Stjórnvöld þurfa að tryggja að ný- yrðasöfnun og -smíði sé markviss, en það verður einungis gert með því að skaffa til þess fjármagn og mannafla. Ef það er ekki gert verður íslenska bæði óþjál og útlenskuskotin fyrr en varir. Það er brýnt að horfa til at- vinnulífsins og smíða þau tól sem þar eru forsenda tjáningar. Hver myndi vilja vera án orða á borð við sími, tölva, þyrla og gemsi? Er ekki nauð- synlegt að tryggja að fleiri slík verið til og þar með að íslensk tunga end- urspegli íslenskan reynsluheim? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is I. Gerðu stórt verk og eftirminnilegt,sagði fólk við Steingrím Eyfjörðáður en hann fór til Feneyjasem fulltrúi Íslands á tvíærri sýningu. Eitthvað stórt, helst einn hlut, eitthvað sem er sláandi. Steingrímur Ey- fjörð fór ekki að ráðum fólksins, hann gerði ekki einn stóran hlut, hann gerði marga litla, en það eru samt ekki eig- inlegir hlutir, það er ferli, upplifun, þræð- ir, allt varð til í organísku ferli eins og hann lýsti því í viðtali við Jón BK Ransu daginn áður en hann hélt af stað í vor. Það er furðulegt að koma í íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum, ég veit ekki hvers vegna, kannski af því fólk var búið að segja að staðsetningin væri hálf- ómöguleg, þetta væri útúr. En þetta er ekki meira útúr en svo að fyrir utan er annríki og fyrir aftan er annríki, á sjálfri götunni er fólk á ferli allan liðlangan dag- inn og á síkinu sem byggingin stendur við, Canal Grande, er sífelld umferð líka. Þótt skálinn sé ekki á aðalsvæði Tvíæringsins kemur fólk í hundraðavís. Útúr, hvað? II. Og þessi sýning er um svo margt að það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, fyrst er kannski eins og hún sé ekki um neitt en svo horfir maður á upptekið viðtal við Steingrím sem er eins konar innsetning í Árbæjarsafni, þá skilur maður ýmislegt, svo vafrar maður á milli verkanna og skil- ur aðeins meira, svo gleymir maður að hugsa og þá skilur maður kannski allt. Sá sem er með opinn huga og hreint hjarta fær leyfi til að sjá spor hennar, sagði hulduafinn um kindina sem hann seldi Steingrími fyrir brýni, já, það er ósýnileg kind á Feneyjatvíæringnum og hún er í hrópandi andstöðu við það sem fólkið sagði við Steingrím: Gerðu stórt verk og eftirminnilegt. Huldukindin er ekki stór og hún er ekki sláandi, en hún er kannski eftirminnilegasta myndlistarverk sem ég hef (ekki) séð. Ég gekk í kringum gerðið, notalegt Steingrí eins og h ar mann Og Ól varpstæ hún og s löngu ho gamalt h mæða, þ svo kem sjálf, hú inu, ef é inni fyri lega aða söngur s mér, stú gjálpið í á sér, síe heldur a sex alla IV. Ég miss ég las um stór mis inn í sum hvað um ferðarsk því. Ég í miðjun vera gei deyja út gamla d ég tók hey úr vatninu sem hafði óvart slæðst þangað, ég lagaði aðeins til, samt varlega, með opinn huga og hreint hjarta. Uppihangandi lýsingarnar á því hvernig kindin var færð úr álfheimum til Feneyja eru frábærar, lýsing sjáendanna á huldu- fólkinu, klæðnaður drengsins og stúlk- unnar í ótrúlegum smáatriðum og mér fannst uppgötvun að lesa að húsdýr huldufólks gegna ekki nafni. Huldukindin var keypt fyrir brýni af huldufólki, stend- ur á vegg með handskrift Steingríms sem fór samviskusamlega eftir umhirðuleið- beiningum „mannsins sem kallaður er hulduafinn“. III. Hvað munum við? Sum verkin í skála Steingríms fjalla um það. Ekki gleyma Benedikt Gröndal heitir eitt, annað heitir Ekki gleyma og hann vekur gesti til um- hugsunar um það hvernig samfélagið skil- yrðir okkur til að muna suma en gleyma öðrum. Hvers lags fólk er það sem við munum? Já, þetta furðulega og margsamsetta myndlistarverk, sem ber yfirheitið Lóan er komin, er fullt af ósýnilegum hlutum. Er hægt að muna e-ð sem er ósýnilegt? Líknardeild þjóðarsálarinnar, hefur Steingrímur sagt um framlag sitt, og það er fallegt; kannski þess vegna sem manni líður einkennilega í skálanum þar sem Canal Grande er gjálpandi undir hlera og maður stendur með tárin í augunum yfir skákviðureign sem er lýst með texta. Ein- mitt, það er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem skrifar sig inn í kalt hjarta áhorfand- ans, óvænt útspil, ekki listamaðurinn sjálfur, heldur kona sem stýrir skák- sambandi, en greinilegur stílisti líka, nema enski þýðandinn hafi bara verið svona góður, hún skrifar um Friðrik Ólafsson og samtíðarmenn, að snillingur geti ekki átt frábæran leik nema mótherj- inn sé frábær og hjálpi til við að skapa fegurðina. Sá sem vinnur, sá sem tapar, þeir eru samverkamenn í fegurðinni. Og þar sem ég stend framan við skák- skýringarnar fæ ég kaffi, útúr engu kem- ur til mín ung kona og færir mér snarp- heitt kaffi því mér er kalt, það er Eftiminnileg „Huldukindin er ekki stór og hún er ekki sláandi, en hún er kannski eftirminnilegasta my Lóan kom, svo » „H ver fjalla Bened annað hann v unar u félagi muna Hvers við mu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.