Morgunblaðið - 22.11.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.11.2007, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SUMIR dagar eru merkilegri en aðrir frá sögulegu sjónarmiði. Hinn 22. nóvember fyrir nákvæmlega 100 árum undirritaði Danakon- ungur tvenn lög sem mörkuðu þáttaskil í þróun íslensks sam- félags. Hann undirritaði lög sem veittu giftum konum kjósenda í Reykjavík og Hafn- arfirði kosningarétt og kjörgengi til bæj- arstjórna en það þýddi að kjósendum fjölgaði verulega í þessum bæj- arfélögum. Á þessum árum tíðkaðist að setja sérstök kosn- ingalög fyrir kaup- staði landsins sem þar með buðu þegnum sín- um upp á mismunandi mikil mannréttindi. Það þætti heldur bet- ur óviðeigandi í dag. Áður en lögin um kosningarétt giftra kvenna voru samþykkt voru í gildi lög sem veittu ekkjum og ein- hleypum konum sem „áttu með sig sjálfar“ og borguðu skatt kosninga- rétt og kjörgengi. Fáar konur höfðu þó nýtt sér réttindin. Með lögunum frá 1907 varð heldur bet- ur breyting á. Í lok janúar á næsta ári munum við minnast þess að þá verða 100 ár liðin frá frækilegum sigri fyrsta kvennaframboðsins sem kom fjórum konum að í 15 manna bæjarstjórn Reykjavíkur. Það voru þær Katrín Magnússon formaður Hins íslenska kvenfélags, Þórunn Jónassen formaður Thor- valdsenfélagsins, Bríet Bjarnhéð- insdóttir formaður Kvenréttinda- félags Íslands og Guðrún Björnsdóttir kaupkona. Á ráðstefnunni Krossgötur kynjarannsókna sem haldin var 9.- 10. nóv. benti Svanur Kristjánsson prófessor á að umræð- ur hefðu hafist árið 1909 um að koma kosningarétti kvenna til Alþingis á í áföng- um, með því að beita aldursákvæðum. Svan- ur taldi að úrslit al- þingiskosninganna 1908 hefðu leitt til þess að ráðandi öfl óttuðust mjög að fá stóra hópa nýrra kjós- enda inn á stjórn- málamarkaðinn. Al- þingiskosningarnar 1908 snerust um „Uppkastið“ svo- kallaða en það fjallaði um stöðu Ís- lands í danska ríkinu og urðu hat- ramar deilur um það. Þær leiddu til þess að kosningaþátttaka karla sló öll met. Ætli kosningasigur kvennaframboðsins hafi ekki líka valdið kvíða í brjóstum þeirra sem óttuðust áhrif vaxandi kvenna- hreyfinga, bindindishreyfinga og verkalýðsfélaga? Lýðræðisbylgjan varð ekki stöðvuð. Árið 1909 var lögum breytt þannig að giftar konur um allt land fengu kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna sem og vinnukonur og verkamenn. Árið 1915 var aldursákvæðum beitt til að takmarka tölu kjósenda og fengu konur sem orðnar voru 40 ára og eldri kosningarétt og kjör- gengi. Aldursákvæðið átti svo að lækka um eitt ár á ári þannig að staðan yrði jöfn á 15 árum. Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði að Íslend- ingar yrðu að athlægi um allan heim fyrir þessa vitleysu. Endur- skoðun stjórnarskrárinnar 1918 leiddi til þess að rétturinn var jafn- aður, að kröfu Dana eins og Auður Styrkársdóttir hefur bent á. Skiln- ingur og vilji til að tryggja mann- réttindi og jafnrétti kynjanna var nú ekki meiri en þetta á ísa köldu landi. Hin lögin sem konungur und- irritaði 22. nóvember 1907 voru ný fræðslulög en með þeim var komið á skólaskyldu 10-14 ára barna. Þar með urðu öll sveitarfélög að koma á fót skólum eða í það minnsta að tryggja kennslu barna á skóla- skyldualdri samkvæmt námskrá. Þetta voru stórmerkileg lög en það vantaði ekki gagnrýni eins og lesa má um í Alþingistíðindum. Mörg- um fannst þetta óþarfi. Það væri alveg hægt að kenna krökkum heima og hvaða þörf var nú fyrir alla þessa menntun? Sjónarmið þeirra sem vildu mennta þjóðina urðu ofan á og af stað fór mennta- bylting sem tryggði öllum börnum lágmarksmenntun. Skólahald var með ýmsu móti en kennslu fengu nú börnin samt. Drengir og stúlkur sátu við sama borð nema þar sem handavinna og íþróttir voru kennd. Stúlkur sátu við sauma meðan strákar smíðuðu. Það var fyrsta til- laga Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í bæjarstjórn Reykjavíkur að stúlk- ur fengju sundkennslu eins og drengir og var það samþykkt. Það er vert að minnast þessara tveggja laga sem voru upphaf mik- illa þjóðfélagbreytinga sem enn sér ekki fyrir endann á. Þau voru vörð- ur á leið okkar til sjálfstæðis, jafn- réttis og lýðræðis þótt enn skorti verulega á að jafnréttisvogin sé í jafnvægi sem veldur þar með lýð- ræðishalla. Barátta kvennahreyf- inga og annarra félagshreyfinga við upphaf 20. aldar ættu að vera okk- ur áminning um þá skyldu okkar að vinna áfram að því að tryggja öll- um sem hér búa mannréttindi, jöfnuð og virðingu. Konur í bæjarstjórn og jafnrétti til náms Kristín Ástgeirsdóttir skrifar um tvenn tímamót í þróun ís- lensks samfélags » Fyrir nákvæmlega100 árum undirritaði Danakonungur ný kosn- ingalög og ný fræðslu- lög. Þau mörkuðu tíma- mót. Kristín Ástgeirsdóttir Höfundur er jafnréttisstýra og sagnfræðingur. ,,SKÓGRÆKT skal hefja með því markmiði að friða og bæta skóga þá og skógarleifar, sem enn eru hér á landi, rækta nýjan skóg og leiðbeina lands- mönnum í meðferð skógs og gróðursetn- ingu. Í sambandi við það skal stund leggja á varnir gegn uppblæstri lands og sandfoki, þar sem því verður við komið. Yfirstjórn skóg- ræktarmála og sand- foksmála hefur Stjórn- arráðið.“ Svo hljóðar 1. grein laga um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands sem sett voru fyrir 100 árum eða hinn 22. nóvember 1907. Eins og sjá má bæði af heiti laganna og leið- arstefi þeirra, eins og það birtist í greininni, var snemma horft til fram- tíðar varðandi landvernd á Íslandi í því skyni að verja landið skemmdum. Þessi markmið eru enn í fullu gildi en til viðbótar hafa komið ný gildi skóg- ræktar sem nú er eitt af öflugustu verkfærum mannsins í baráttunni gegn skaðlegum áhrifum svokallaðra gróðurhúsalofttegunda. Sumum þykir miða hægt í skóg- rækt á Íslandi en skógur þekur nú að- eins um 1,3% af landinu. Markmið okkar er að tvöfalda það hlutfall á næstu hundrað árum. En skógrækt er langtímaverkefni og í raun má segja að það að rækta skóg sé ekki ósvipað lífshlaupinu sjálfu. Hringurinn í stofn- inum er einn helsti mælikvarði sem skógræktarfólk hefur á starf sitt. Einn hringur á ári. Og þannig áfram; hring eftir hring. Enda sagði Hannes Hafstein þegar hann mælti fyrir setn- ingu laganna á Alþingi 1907: ,, Þetta frumvarp má skoða sem nokkurs kon- ar mælikvarða fyrir trúnni á framtíð þessa lands og viljann til að leggja nokkuð á sig fyrir þá, sem hér eiga að lifa á ókomnum tímum.“ Hugsjónafólk Íslensk skógrækt hef- ur frá upphafi verið byggð á hugsjónum þess fólks sem lætur sig varða náttúru Íslands og eins og Hannes Hafstein benti réttilega á, framtíð lands og þjóðar. En um leið hefur það getað not- ið þess athvarfs sem skógræktin gefur, bæði líkama og sál. Fátt nær- ir andann betur en kyrrðarstund í skógi þar sem bland- aðir söngfuglakórar halda hverja stórtónleikana á fætur öðrum. Og er það ekki í sjálfu sér dálítið merkilegt að söngur fuglanna skuli teljast með kyrrðinni? Kyrrðarstundir með fuglum eru forréttindi okkar sem göngum skóg- inn í leit okkar að nýjum slóðum til að yrkja. Um leið er gaman að velta fyrir sér dæmum um þau orð sem íslensk- an býr yfir. Lundur, skógur, lauf og rjóður eru allt þægileg orð sem bera með sér vorljómann og hlýjuna sem ilmandi skógur færir okkur á hverju ári. Átakalínur Óhætt er að segja að hvort tveggja hafi tekið stakkaskiptum, á þeim 100 árum sem liðin eru frá því lög um skógrækt voru fyrst sett hér á landi; samfélagið og menningin. Ný hugtök ryðja sér til rúms, táknmyndir nýrra tíma og skógurinn lifir með þjóðinni gegnum súrt og sætt. Þar má til dæmis nefna orð eins og kolefn- isjöfnun. Átakalínur hafa myndast og deilt er um notkun hugtaka eins og ,,grænir bílar“. Slík átök eru eðlileg- ur hluti af þróun samfélags og tungu- taks og bera vitni þeim um- brotatímum sem við búum við. Þar má segja að skógrækt sé ,,sígrænn vitnisburður“ um mikilvægi þeirra grundvallarhugmynda sem lögleidd- ar voru á Alþingi fyrir 100 árum. Sá stofn sem lagasetningin árið 1907 myndaði telur nú 100 árhringi. Skógræktarfólk og skógrækt mun gegna lykilhlutverki í þróun um- hverfismála um ókomin ár, ekki síður en á þeirri öld sem liðin er frá setn- ingu fyrstu laganna. Jafnvel mun skógrækt gegna enn mikilvægara hlutverki í framtíðinni en nokkurn hefur grunað. Fyrir hönd Skógrækt- arfélags Íslands þakka ég öllum þeim, lífs og liðnum, sem lagt hafa hönd á þennan mikilvæga plóg frá því umræða hófst fyrst um þá lagasetn- ingu sem hér hefur verið gerð að um- talsefni. Um leið hvet ég þjóð mína til enn frekari dáða í skógrækt næstu hundrað árin. Skógræktarlög í 100 ár Magnús Gunnarsson skrifar í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að fyrstu lög um skóg- rækt voru sett » Þar má segja aðskógrækt sé ,,sí- grænn vitnisburður um mikilvægi þeirra grund- vallarhugmynda sem lögleiddar voru á Al- þingi fyrir 100 árum. Magnús Gunnarsson Höfundur er formaður Skógrækt- arfélags Íslands. Í MAÍ 2005 gekk ég afar stolt út úr Kennaraháskóla Íslands með plagg í höndunum sem sagði til um að mínu 90 eininga há- skólanámi væri lokið. Lokið með prýði þar sem ég hafði náð fyrstu einkunn. Nokkrum dögum síðar leysti ég svo út leyfisbréf mitt frá menntamálaráðuneyti til að afhenda skóla- stjóra nokkrum sem ég hafði ráðið mig hjá. Ég mætti spennt til starfa í ágústmán- uði þetta sama ár. Eitt af mínum fyrstu verkum sem kennari var að skrifa undir vinnuramma. Þar kom í ljós að ég hafði 100% starfshlutfall, 26 kennslutíma auk ákveðinna tíma í við- veru sem og 10 klst. á viku til undirbún- ings og úrvinnslu kennslu. Ég hlaut starfsheitið umsjón- arkennari 2 þar sem ég hafði 20 nemendur eða fleiri undir minni umsjón. Allt í allt gerði þessi vinnurammi sem ég skrifaði sátt undir 39,94 klst. á viku án kaffi- tíma. Þetta lagðist allt mjög vel í mig. Ég velti ekki frekar vinnu- rammanum eða launamálum fyrir mér því tíminn var dýrmættur og nóg að undirbúa áður en nem- endur mættu til starfa. Ég sætti mig vel við langa undirbúnings- daga, taldi það eðlilegt þar sem þetta var mér allt svo nýtt og ég að byrja í þessu starfi. Ég var yf- irleitt komin heim seint og síðar meir sem einnig var í góðu lagi því ekki biðu mín börn þar sem við maðurinn minn vorum bara tvö. Nemendur mínir mættu til starfa og fór haustið vel af stað. Ég var eins og unglingarnir segja ,,að fíla þetta í botn“. Ég var hins vegar aldrei komin heim fyrr en klukkan sjö til átta á kvöldin því starfið hafði undið upp á sig. Ég lauk alltaf kennslu kl. 12.40 nema einn dag í viku kenndi ég til 14. Síðan bættust inn kennarafundir, teymisfundir, stigsfundir, ár- gangafundir og símenntun. Þess á milli bættust inn fastir fundir út af ákveðnum nemendum sem fylgdu greiningar eða önnur þroskafrávik. Áður en ég vissi af var ég iðulega föst á fundi til 15.30-16 á daginn og þá átti ég eftir að svara tölvubréfum for- eldra sem voru frá tveimur til tíu bréf á dag og færa inn í mentor. Þar sem ég var á mínu fyrsta kennsluári og átti lítinn gagna- grunn var ég mikið í því að und- irbúa komandi dag daginn áður. Þrátt fyrir að vinnurammi minn væri löngu sprunginn og vinnu- dagurinn kominn langt fram yfir viðveruskyldu, hélt ég ótrauð áfram til klukkan 18-19 á kvöldin. Ég hafði ýtt öllum umræðum um launa- og kjaramál kennara frá mér. Ég vissi að grunnlaunin mín voru 202.000 og eins og sann- ur kvenmaður, sem sættir sig við lág laun, fannst mér það í góðu lagi, ég var nú bara 23 ára og átti eftir að vinna mig upp. Í dag er ég hins vegar aðeins eldri, þó ekki nema tveimur ár- um, en á þessum tveimur árum hefur mikið vatn runnið til sjávar eins og góður málsháttur segir. Ég er komin á mitt þriðja kennsluár og það er frábrugðið hinum tveimur að því leyti að ég hef skipt um skóla og á orðið barn. Ég ákvað það þegar ég mætti til starfa nú í haust að í vetur ætlaði ég ekki að vinna meira en vinnuramminn minn seg- ir til um. Ástæðurnar væru tvær, ég yrði að fara heim til að vera með barninu mínu og svo fengi ég hvort eð er ekki borgað fyrir það að vinna fram yfir vinnurammann. Það eru liðnar 8 kennsluvikur af þessu skólaári og jú, ég hef alltaf verið komin heim um kl. 16, þar sem ég verð að sækja barnið mitt í gæslu á þeim tíma, en á móti kemur að ég sit öll kvöld við tölvuna eftir að barnið mitt er sofnað til að svara tölvubréfum foreldra, færa inn í mentor og skipuleggja hinar og þessar kennslustundir fyrir komandi daga. Ég hef unun af starfi mínu. Mér þyk- ir vænt um nemendur mína og mér finnst gott að vera í góðu sambandi við foreldra þeirra og forráðamenn. Það rann svo upp fyrir mér um daginn, það sló mig eiginlega svo- lítið fast, þegar ég og systir mín sátum saman eitt laugardags- kvöld. Við vorum að ræða mennt- un okkar og störf. Við höfum ver- ið jafn lengi úti á vinnumarkaðnum frá því við luk- um háskólamenntun. Báðar milli 25 og 30 ára og útskrifaðar með 90 einingar nema hún frá Tækniháskóla Íslands. Á þessum tíma hefur hún meira en tvöfaldað mín grunnlaun. Síðustu viku hef ég leit hugann mikið að þessu og mér líður eins og það sé verið að gera grín að mér. Til að mynda ef maðurinn minn myndi falla frá gæti ég ekki rekið það heimili sem við höfum búið okkur í dag á mínum launum sem grunnskólakennari. Ég tók saman afborganir af íbúðinni, tryggingar, rafmagn og hita, hús- sjóð, afnotagjöld, rekstur af bíln- um, dagmömmugæslu og mat- arkostnað. Miðað við það sem ég er að fá útborgað eftir skatt mun mig vanta um 60 þúsund við hver mánaðamót. Ég hef alla tíð verið mjög sjálf- stæð og aldrei viljað vera upp á aðra komin og þó að ég elski manninn minn finnst mér óþægi- legt að vita til þess að ef ég væri ekki gift honum gæti ég ekki lifað því lífi sem ég hef búið mér í dag. Starfið mitt, eins leiðinlega og það hljómar, tilheyrir láglaunastétt. Mér er ekki gefinn kostur á, burt séð frá því hversu metnaðarfull og samviskusöm ég er í starfi, að vinna mig upp. Frá og með deginum í dag hef ég ákveðið að nýta menntun mína frá Kennaraháskóla Íslands í ann- að en vera starfandi grunnskóla- kennari. Mér þykir þessi ákvörð- un mín miður, því þó að ég segi sjálf frá er virkilega góður kenn- ari að hætta störfum. Fyrir mér er dæmið hins vegar skýrt, ég get ekki lifað af laununum mínum. Yfirgefa góðir kennarar grunn- skólana vegna lágra launa? Arna Björk Hagalínsdóttir skrifar um grunnlaun kennara Arna Björk Hagalínsdóttir » Starfið mitt,eins leið- inlega og það hljómar, til- heyrir láglauna- stétt. Höfundur er grunnskólakennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.