Morgunblaðið - 22.11.2007, Side 36

Morgunblaðið - 22.11.2007, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Jóns-son fæddist í Hafnarfirði 11. des- ember 1913. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni sunnudaginn 11. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Berg- steinn Pétursson, skósmiður í Hafn- arfirði, f. 28. janúar 1884, d. 24. júlí 1958, og kona hans, Jóna Gísladóttir, f. 16. febrúar 1890, d. 22. nóv. 1980. Systkini Sigurðar eru Guðvarður, f. 1916, d. 1977, María Guðbjörg, f. 1925, d. 2003 og Elín, f. 14. sept. 1931, gift Emil Pálssyni. Eiginkona Sigurðar er Gyða Jó- hannsdóttir, (skírnarnafn Guðný) frá Þrasastöðum í Stíflu (í Fljótum í Skagafirði), f. 19. september 1923. Synir þeirra eru: 1) Valtýr, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Fyrri kona hans er Steinunn Stef- ánsdóttir, bókasafnsfræðingur frá Akureyri. Þau skildu. Sonur þeirra er Sigurður, forstjóri Exista, kvæntur Berglindi Skúladóttur Seinni kona Jóhanns er Linn Getz, læknir og dósent við læknaskólann í Þrándheimi. Þau eiga tvö börn, Iðunni 10 ára og Jan 8 ára. Sigurður lauk prófi frá Verzl- unarskóla Íslands árið 1934 og varð jafnframt dúx skólans. Tveim- ur árum síðar fór hann til Siglu- fjarðar og hóf störf hjá Síldarverk- miðjum ríkisins sem gjaldkeri og síðar skrifstofustjóri. Hann varð framkvæmdastjóri fyrirtækisins í janúr 1947 til ársins 1971. Jafn- framt því var hann fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglufjarðar í 10 ár. Á þessum ár- um urðu þáttaskil í útgerð hér á landi þegar síldin hvarf af mið- unum og hafði það áhrif á allt at- vinnulíf landsmanna. Árið 1971 tók Sigurður við framkvæmdastjóra- stöðu hjá Sjóvátryggingafélagi Ís- lands hf. og flutti fjölskyldan þá til Reykjavíkur. Sigurður var sæmd- ur riddarakrossi íslensku fálkaorð- unnar fyrir störf að atvinnumálum. Fyrir nokkrum árum þurfti Sig- urður að gangast undir erfiða að- gerð á baki og náði ekki heilsu eft- ir það. Lá hann rúmfastur heima um hríð en fékk síðan inni á Hjúkr- unarheimilinu Sóltúni þar sem hann dvaldi uns yfir lauk. Útför Sigurðar fór fram í kyrr- þey frá Grafarvogskirkju 16. nóv- ember. Eggerz, börn þeirra eru Bryndís Kara, 8 ára, og Stefán Ingi, 6 ára. Seinni kona Val- týs er Svanhildur Kristjánsdóttir frá Hólmavík, fyrrver- andi flugfreyja. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Ásthildur, gift Juan Camillo Román Estrada, búsett hér- lendis, b) Kristín Anna píanóleikari, gift David Portner, þau eru búsett í New York, c) Gyða sellóleikari, og d) Jónas, sem er 11 ára. 2) Jóhann Ágúst, prófessor í heimilislækn- ingum við læknadeild Háskóla Ís- lands. Fyrri kona hans er Edda Benediktsdóttir lífefnafræðingur. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Gísli Heimir flugstjóri, kvæntur Thelmu Friðriksdóttur innanhúss- arkitekt. Þau skildu. Dóttir þeirra er Bríet Eva, sjö ára. Sambýliskona Gísla Heimis er Unnur Gunn- arsdóttir flugfreyja. b) Vala Dröfn líffræðingur, sonur hennar er Jó- hann Ágúst Ólafsson, sex ára. c) Margrét Gyða sem er í námi. Sigurður afi er látinn, eftir langa og viðburðaríka ævi. Afi var fyrir- mynd okkar unga fólksins í fjöl- skyldunni að mörgu leyti. Hann var þolinmóður, hógvær, skarpgreindur, samviskusamur og einstaklega góð- ur við alla sem voru svo lánsamir að vera í návist hans. Afi var ávallt sér- lega hygginn í fjármálum og til fyr- irmyndar á því sviði. Hann lauk starfsævi sinni sem forstjóri í stóru fyrirtæki og hann var ávallt leiðtogi, í starfi og í fjölskyldunni. Við barnabörnin komum inn í líf afa á mjög mismunandi tíma og litast minningar okkar af því. Þegar hann hafði heilsu til tók hann sér ávallt tíma til að fara með okkur barna- börnin í sunnudagsbíltúra þar sem farið var í sund, í tívolíið í Hvera- gerði eða að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli. Ósjaldan fengu vinir okkar að koma með og allir litu upp til þessa virðulega manns með tindrandi ljósblá augu, djúpan dillandi hlátur og fína afabíl- inn. Síðar átti Sigurður afi við heilsu- brest að stríða en allt til lokadags fylgdist hann náið með öllu sem gerðist í kringum hann, þá sérstak- lega í fjármálaheiminum og málefn- um fjölskyldunnar. Hann var límið sem hélt fjölskyldunni saman, skip- stjórinn sem stýrði skipinu til hafnar í lífsins ólgusjó, með ömmu Gyðu sér við hlið. Nú hefur elsku Sigurður afi kvatt þessa jarðvist – en minning hans lifir áfram og leiðbeinir okkur svo að við getum vonandi stýrt fjöl- skylduskipinu af jafn mikilli festu og öryggi þegar okkar tími kemur. Ef steinvölu er kastað út í hafið myndast gárur á yfirborðinu og haf- ið verður aldrei hið sama aftur, þrátt fyrir að steinvalan virðist lítil í sam- anburði við stærð hafsins. Sama gildir um mannfólkið, hver og einn breytir heiminum og gárurnar sem myndast á yfirborði hafsins eru áhrifin sem hver einstaklingur hefur á fólkið í kringum sig. Sigurður afi lifði góðu lífi og markaði djúp og fal- leg spor í líf okkar allra sem hann þekktu og elskuðu. Við kveðjum afa með söknuði, en einnig með auðmýkt og þakklæti – fyrir allt sem hann gaf okkur. Neðanrituð heilræði Háva- mála eiga vel við minningu afa. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Gísli, Vala, Margrét, Iðunn og Jan. Sigurður afi var einstakur maður og traust mitt og skjól áratugum saman. Engum hef ég kynnst á lífs- leiðinni sem bar hag minn og minna eins fyrir brjósti. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að tengjast honum og fjölskyldunni ung að árum og þau tengsl hafa aldrei rofnað. Afi og amma Gyða ræktuðu allan hópinn sinn með símtölum, matar- boðum og stórveislum þar sem ekk- ert var of gott fyrir gestina og þar sem snilld Gyðu við matseld fékk að njóta sín og húsbóndinn sinnti gest- um, veitull og glaður. Við afi möluðum saman í síma næstum daglega um menn og mál- efni og hann fylgdist með öllu sem á daga mína dreif til hinstu stundar. Mér fannst það beinlínis ljúft verk að tilkynna afa um brottför og komu ef farið var í ferðalag og gilti það einnig um fólkið mitt. Óþreytandi var hann að fylgjast með ferðum sona sinna og barnabarna sem vissu hvað þeim bar að gera. Hann var ættarhöfðinginn, vörður og verndari okkar allra og rækti það hlutverk vel. Hann afi var Verzlunarskólageng- inn, dúx í sínum árgangi, 1934, með fyrstu ágætiseinkunn og margverð- launaður fyrir námsárangur við út- skrift, þar á meðal fékk hann hinn virta vélritunarbikar skólans sem enn er veittur. Hann var afar snar með reiknivél, hraður og flottur vél- ritari og bar sér og skólanum sann- arlega gott vitni. Þegar skólinn varð 100 ára var hann beðinn um viðtal en af því varð ekki og er það miður, því ekki brast minni hans. Hann mun hafa verið elsti dúx Verzlunarskól- ans er hann lést. Afi fræddi mig um liðna tíma og var óþrjótandi fróðleiksbrunnur um atvinnulífið á Siglufirði og víðar því hann lifði og hrærðist í atvinnu- og mannlífinu á Siglufirði um árabil. Hann stýrði stórum og virtum fyr- irtækjum þar og síðar í Reykjavík með miklum sóma. Hin ábyrgðarfullu störf hans komu þó ekki í veg fyrir að við æfð- um okkur í jenkadansinum á hvítu teppunum á stofunum á Hlíðaveg- inum á Sigló, færum í gönguferðir með Sigurð nafna hans í vagni, eða á tónleika Karlakórsins Vísis, á dans- leiki og í leikhús. Fréttatímar Rík- isútvarpsins voru heilagir, matur og kaffi á réttum tíma og ég man að mér féllust hendur sem ráðskonu þegar Gyða brá sér af bæ og bræð- urnir sögðu mér að hún hefði alla daga þríréttaðar máltíðir og það góðar. Alltaf var afi samur og jafn þótt matarreikningarnir í minni umsjá snarhækkuðu og maturinn væri svona og svona. Símareikningurinn mun líka hafa tekið einhverjum breytingum en aldrei vék hann að því. Við fórum líka tvö út að aka þeg- ar hægri umferð var tekin upp, því við vorum einhverra hluta vegna bæði talin þurfa meiri æfingu en aðr- ir í fjölskyldunni. Hann hugsaði vel um fólkið sitt til hinstu stundar og nú bið ég guð og góðu englana að hugsa vel um hann. Ég bið líka guð að gefa Gyðu, Valtý, Jóhanni og fjölskyldum styrk. Guð geymi elsku afa. Steinunn. Nú er fallinn frá kletturinn í fjöl- skyldunni, maðurinn sem fylgdist með öllum og hélt öllum þráðum saman. Mig langar að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum og kveðja mikinn mann sem ég hef allt- af litið upp til og dáð. Afi fylgdist alltaf með hvar allir voru og ekki hefur nú verið auðvelt að fylgjast með því, sérstaklega nú á seinni tímum. Afi sagði í óspurðum fréttum hvar hver og einn væri staddur þá stundina og hvenær væri von á viðkomandi aftur heim. Ekki tók hann í mál að fjölskyldan hætti við að ferðast síðustu helgina og hann vildi að við feðgarnir færum í okkar árlegu rjúpnaferð. Ekki var nú mikill hugur við veiðina, því alltaf leitaði hugurinn heim til hans. Þegar ljóst var í hvað stefndi ákváðum við pabbi að drífa okkur heim og gefa rjúpunum líf. Líf okkar allra breytt- ist daginn sem afi hvarf á braut. Það er mér afar mikils virði að hafa náð að sitja með þér síðustu stund- irnar þínar og halda í höndina á þér þegar þú kvaddir þennan heim. Við afi ræddum mikið fjármál og við- skiptalífið í gegnum tíðina. Aldrei missti afi áhuga á verðbólg- unni, vaxtastefnu Seðlabankans, inn- lánsvöxtum og nú síðast rekstri Ex- ista og fylgdist vel með hverju uppgjöri. Fyrstu alvöru viðskipti okkar afa voru þegar ég fékk að kaupa skellinöðru og þurfti að tryggja gripinn hjá afa, sem þá var forstjóri Sjóvár. Fyrst var að sjálf- sögðu sótt um leyfi hvort ég mætti kaupa gripinn, síðar komu trygg- ingaviðskiptin. Starfsgrein sem átti eftir að koma mikið við sögu í lífi okk- ar og ég átti oft eftir að leita í hans viskubrunn. Þegar mér var boðið starf hjá Tryggingamiðstöðinni árið 1992 fannst mér við hæfi fyrir kurt- eisissakir að kanna hvort afi setti sig á móti því. Svo var auðvitað ekki og ég þáði starfið. Nú er staðan hins vegar þannig að eitt af mínum skylduverkum er að vera stjórnarfor- maður VÍS. Það má því segja að tryggingar hafi skipað stóran sess hjá okkur á mismunandi vettvangi og oft bar þetta á góma. Fyrstu minningar mínar af afa og ömmu eru frá þeim tíma er við Gísli frændi vorum sóttir og boðið í Sæ- dýrasafnið í Hafnarfirði og að gefa öndunum á Tjörninni. Ósköp venju- legar minningar hjá ungum manni en mikilvægar mér. Ekki var nú alltaf auðvelt fyrir afa að vera með okkur því það var tals- verður fyrirgangur í okkur og uppá- tækin eftir því. Stundum tókum við upp á því að læsa okkur inni í bílnum en afa úti til að tryggja okkur ís á heimleiðinni. Auðvitað var alltaf ís í boði en þetta var skemmtilegur leik- ur. Afi og amma voru þekkt fyrir mikl- ar veislur og jólaboðin hjá þeim voru eitthvað sem allir hlökkuðu til. Þar var tækifærið til að rækta frænd- garðinn og styrkja tengslin. Síld og hákarl hafa alltaf skipað stóran sess í veislum fjölskyldunnar, enda var síldin hluti af lífi og starfi afa á Sigló. Flestir í fjölskyldunni borða hákarl eins og aðrir borða kon- fekt og alltaf var til rúgbrauð og síld þegar komið var í heimsókn til afa og ömmu. Ég kveð þig, elsku afi minn, og þakka þér allt og allt. Sigurður Valtýsson. Öðlingur er kvaddur, Sigurður Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og síðar framkvæmdastjóri Sjóvá- tryggingafélags Íslands um árabil. Kynni mín af Sigurði hófust fyrir rúmlega þrjátíu árum. Þar fór trygg- lyndur drengskaparmaður, heiðar- legur, samviskusamur, af gamla skól- anum eins og það mundi kallað nú, metnaðarfullur, starfsamur og góður stjórnandi. Hann bar umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni til dauðadags. Hann var jafnan kallaður afi og vissu þá allir við hvern var átt. Sigurður var höfðingi heim að sækja í bestu merkingu þess orðs, veitull, glaður, söngvinn, hugsaði sér- lega vel um ættboga sinn og gilti einu hverjir tilheyrðu honum blóðbönd- um. Hann lét sig alla varða. Kom fram við fólk af virðingu, umhyggju og takmarkalausri ást á konu sinni og afkomendum þeirra. Það var eitthvað sérstakt að koma á heimili þeirra hjóna, Sigurðar og Gyðu. Gestrisni svo af bar. Fágaður smekkur, heimilið fallegt, allir vel- komnir, vel veitt í mat og drykk, sungið, farið með gamanmál, kyn- slóðir blönduðust fyrirhafnarlaust og Sigurður afi naut sín á þessum stund- um. Þegar aldurinn færðist yfir hann var hann eins og hver önnur miðstöð ættarinnar, vissi jafnan hvar hver og einn var staddur, hélt skoðunum sín- um fram, óskaði öllum velfarnaðar, hverjum á sínu sviði. Hann var fram til hinstu stundar stálminnugur á menn og málefni og eftir að hann var kominn til dvalar á Sóltúni fylgdist hann gaumgæfilega með öllum breytingum á fjármála- mörkuðum og hélt þannig við hugar- leikfimi sinni sem átti engan sinn líka. Fjölskyldan var honum allt, þar sem það var nánast skylda að til- kynna honum brottför og komutíma ef ferðalög voru fyrirhuguð. Þannig hafði þessi ættarhöfðingi alla þræði í hendi sér til hinstu stundar. Hann gladdist við heimsóknir. Hann var hafsjór af fróðleik um atvinnuhætti fyrri tíma en jós sjaldan úr nægta- brunni sínum. Vildi ekki hreykja sér. Hefði Sig- urður fengist til þess að tjá sig eins og stundum kom fyrir seinustu ár hefði það eflt skilning fólks á atvinnu- sögu þjóðarinnar á liðinni öld. Hann kom þó fram í sjónvarps- þætti um síldveiðar fyrir allmörgum árum og þar varðveitist minning þessa glæsimennis um ókomin ár. Ég þakka ómetanleg kynni við Sig- urð afa og votta Gyðu og fjölskyld- unni allri samúð mína. Hann hvíli í friði. Einar Magnússon. Það var fyrir rúmum 13 árum sem ég kynntist barnabarni og nafna hans afa Sigurðar. Að koma í nýja fjöl- skyldu er ekki það auðveldasta sem maður gerir og við svoleiðis aðstæður skipta fyrstu kynni miklu máli. Ég get sagt það heilshugar að mín fyrstu kynni af afa voru yndisleg og það varð engin breyting þar á. Tengda- móðir mín spurði mig eftir að hún vissi að ég hefði hitt afa hvað mér fyndist um hann. Hún fékk eitt svar – ég ætla að giftast honum næst, en þá var mér tjáð að ég skyldi fara í röð því hún væri á undan mér. Afi fylgdist með öllu sínu fólki og miðlaði ferðaupplýsingum á milli. Hann hringdi alltaf á afmælisdögum hvort sem það var minn eða barna okkar Sigga og nú seinni árin var hann farinn að hringja og athuga hvernig við hefðum það á þessum bæ þegar honum fannst nafni sinn hafa verið of lengi fjarverandi frá fjöl- skyldu í vinnuferðum. Það er því með miklum söknuði og trega, þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn tæplega 94 ára, sem ég kveð afa Sigurð. En mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þess- um merka manni og enn þakklátari fyrir að börnin okkar Sigga náðu því líka. Hvíl í friði, Berglind. Látinn er mikill heiðursmaður, Sigurður Jónsson, nær 94 ára að aldri. Svo langt sem mitt minni rekur man ég Sigurð og hans fjölskyldu. Hann var nánasti samstarfsmaður föður míns, Sveins Benediktssonar, við stjórn Síldarverksmiðja ríkisins frá árinu 1936 til 1971 og áfram við stjórn Sjóvátryggingarfélagsins allt til ársins 1979 er faðir minn lést. Þeir voru því samverkamenn í yfir 40 ár. Milli fjölskyldnanna mynduðust vin- áttubönd sem aldrei rofnuðu. Sigurður var afar vel gerður og greindur maður, enda dúxaði hann í sínum árgangi er hann útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 1934. Sigurður var Hafnfirðingur og bar ávallt sterkar taugar til sinna æsku- stöðva. Starfsferill Sigurðar var afar merkilegur. Hann helgaði Síldar- verksmiðjunum blóma sinnar starfs- ævi. Á þeim árum var SR eitt öfl- ugasta fyrirtæki landsins og einatt mikið ágreiningsmál íslenskra stjórnmála. Þar háðu menn marga hildi. Árið 1971 tekur við nýr kapítuli í lífi Sigurðar er hann að ósk föður míns tekur að sér forstjórastarf Sjóvátryggingarfélags Íslands, þá 58 ára að aldri. Nú til dags eru menn á þeim aldri fremur farnir að huga að starfslokum en nýjum starfsframa. Sigurðar beið erfitt starf. Á þeim árum var rekstur vátryggingafélag- anna erfiður. Greiðsluerfiðleikar voru miklir og verðbólga geisaði. Verðlagshöft gerðu félögunum nán- ast ókleift að hafa iðgjöld ökutækja- Sigurður Jónsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG ELÍN HALLGRÍMSDÓTTIR, Svertingsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 15. nóvember, verður jarðsungin frá Kaupangskirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 13.30. Haraldur Tryggvason, Pétur Haraldsson, Hjördís Pálmadóttir, Tryggvi Geir Haraldsson, Hrefna Hallvarðsdóttir, Sólveig Anna Haraldsdóttir, Hörður Guðmundsson, Hansína María Haraldsdóttir, Hallgrímur Haraldsson, Lára Kristín Sigfúsdóttir, Ágústína Haraldsdóttir, Páll Harðarson, Gunnar Berg Haraldsson, Kristín Bjarnadóttir, Sigrún Rósa Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.