Morgunblaðið - 22.11.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 22.11.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 37 ✝ Áslaug Péturs-dóttir fæddist í Reykjavík 30. sept- ember 1931. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. nóv- ember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Péturs Ingimundarsonar sjómanns, f. 18. nóv- ember 1902, d. 9. janúar 1991, og Sig- urbjargar Páls- dóttur, f. 28. júlí 1908, d. 24. ágúst 1990. Bróðir Ás- laugar er Ingimundur Pétursson. Áslaug giftist 11. júlí 1953 Jóni Hauki Jóelssyni, f. 14. ágúst 1928. Sonur þeirra er Pétur, f. 24. ágúst 1956, kvæntur Ástu Krist- ínu Lorange, f. 23 febrúar 1961, börn þeirra eru Jón Haukur, f. 5. nóv- ember 1991, Rakel og Kristinn, f. 14. september 1996. Útför Áslaugar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Málið okkar á mörg orð til að tjá óblíðar hliðar á tilveru okkar mann- anna. Í langan tíma hafa einhver af þessum orðum sveimað í hugum vor- um tengd þessari nágrannakonu okkar, fálátri um sína líðan, fram undir það síðasta. Nú er harmur í huga við fráfall Áslaugar Pétursdóttur. Hún var gift mági mínu Jóni H. Jóelssyni raf- virkja, starfsmanni Rafmagnsveit- unnar. Samskipti okkar voru mikil og ná- in. Saman sáum við í gegnum árin, umhverfi okkar breytast úr órækt- armóum í tignarlegan trjágróður og í hennar höndum í fjölskrúðugan blómagarð. Við vorum framarlega í uppbyggingu í okkar bæjarfélagi. Þau hjónin voru með þeim fyrstu sem byggðu blómaskála. Brátt varð umhverfi þeirra á sumrin eitt blóma- haf. Með hagsýnni hirðingu blóma voru hjónin einstaklega dugleg að ferðast. Fyrst innanlands, en síðar utanlands, Frá Kína í austri til Kyrrahafsstrandar í vestur. Þar með voru þau meðal víðförlustu Ís- lendinga. Safn af myndum og minn- ingum varð til. Misskipt er það hvað menn losna létt frá lífinu, þó allir viti að það tek- ur enda. Lánið er með sumum, að á þeim er slökkt sem á lampaljósi, aðr- ir kveljast langan tíma. Áslaug var í hóp þeirra síðari. Þar með urðu þeir nánustu þjáningasystkin hennar og það snerti að sjálfsögðu mann henn- ar mest, sem aldrei vék frá konu sinni allt til endaloka. Aldrei æðru- orð heyrðist. Þegar nánir vinir kveðja og barið er að dyrum og sorgin er komin til að vera, verða svipir daganna aldrei meir þeir sömu. Eitt tré er horfið úr garðinum og nú tekur tíma að venj- ast nýju útsýni og samtímis trega hið gamla. Minningar Áslaugar Pétursdóttur munu búa með okkur áfram meðan ævikvöldið endist. Sverrir Arngrímsson. Góð nágrannakona er fallin frá eftir langa og stranga baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Við könkumst ekki lengur á í gegnum limgerðin við garðræktina eins og fyrstu kynni okkar nágrannana voru. Í júlí 1990 fundum við allt í einu álitlegt hús við Þinghólsbrautina í Kópavogi, næsta hús við verðlaunagarðinn þeirra Ásu og Jóns. Fæddur og uppalinn aust- urbæingurinn lét sig hafa það að setjast að í vesturbænum! Mikið lá á þar sem fjölgunarvon var í fjölskyld- unni og í byrjun september fæddist piltur, sem nú er vaxinn okkur yfir höfuð. Þess var ekki langt að bíða að Ása kíkti í gegnum gróðurinn og bauð okkur velkomin sem næstu ná- granna. Við Ása höfðum kynnst á Borg- arspítalanum þar sem við störfuð- um. Hún starfaði á háls-, nef- og eyrnadeildinni og tilheyrði þeim starfsmönnum, sem Stefán Skapta- son, fyrrv. yfirlæknir, lýsti þannig að þær væru þyngdar sinnar virði í gulli! Ása þurfti ekki að glíma við aukakílóin, en ég held að hvert gramm hafi verið gullsígildi hjá henni. Ása og Jón voru samhent í rækt- unarstörfum sínum, ótrúlega dugleg og nostursöm við garðinn sinn og hý- býli, verðlaunagarður til sýnis og eftirbreytni fyrir aðra. Það var aðdá- unarvert að fylgjast með samhent- um hjónum við garðyrkjustörf, und- irbúa garðinn fyrir vorið, gróskan, hirðusemin og undirbúningur fyrir veturinn. Í götugrillinu sumarið 2006 var Ása hress að vanda þótt heilsunni væri brugðið. Ekki hafði fundist lausn á orsökum veikinda hennar. Þessi góða kona hafði þá þegar hafið langt veikindastríð sem tók enda nú í skammdeginu. Við nágrannar Ásu í vesturbæ Kópavogs minnumst hennar sem glaðlegrar og jákvæðrar konu og þökkum góð kynni. Minning hennar mun lifa hjá þeim, sem hana þekktu. Við vottum Jóni og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús og Ingunn. Mig langar að minnast vinkonu minnar, Áslaugar Pétursdóttur, með nokkrum orðum. Við kynntumst fyrir 30 árum, er ég fékk inngöngu í Dalíuklúbbinn, félagsskap áhugafólks um dalíu- ræktun, stofnaður 1967, fyrir til- stuðlan Kristins Helgasonar, sem deild innan Garðyrkjufélags Íslands. Var Áslaug einn af stofnendum og virkur félagi alla tíð. Ári eftir að ég gekk í klúbbinn fór hann í sína aðra utanlandsferð, til Skotlands og Englands. Tilgangur- inn var að skoða grasagarða, og ræktunarstöðvar dalíuhnýða og end- að á árlegri dalíusýningu í London. Þetta var mín fyrsta utanlands- ferð og var hún alveg dásamleg. Þarna kynntumst við hjónin þeim Áslaugu og eiginmanni hennar, Jóni Hauki, en þau voru með Pétur, ung- an son sinn, og foreldra Áslaugar í för. Þau spjölluðu oft við okkur í ferðinni, hlý og notaleg eins og æv- inlega við nýliða í hópnum. Nokkrum árum seinna var hún kosin formaður klúbbsins og ég lenti í stjórn. Samskiptin jukust til muna vegna stjórnarfunda á heimilum okkar og er ég kom fyrst á Þinghóls- brautina sá ég ekki einungis afar smekklegt heimili með garðskála, sem þá var nýlunda, heldur líka einn fegursta garð á höfuðborgarsvæð- inu, margverðlaunaðan, og einhvern veginn úr framandi veruleika. Garðinn skipulögðu þau sjálf, sáðu fræjum, komu til græðlingum og voru alltaf að prófa eitthvað nýtt. Dalíurnar fengu eigið gróðurhús, öll tré á þeirra og næstu lóð voru úr eig- in ræktun og þar byggðu Pétur og kona hans sér síðar hús í fallegu skógarrjóði og barnabörnin fengu greiðan aðgang að afa og ömmu. Starfsemi klúbbsins hefur verið fjölbreytt og skemmtileg, árlegar dalíusýningar, margs konar fræðslu- fundir um garðyrkjutengd málefni, ótal skoðunarferðir til garðáhuga- fólks, skipst á fræjum, fróðleik o.m.fl. Ógleymanlegt er mér þegar okkar litla klúbbi bauðst að sýna dalíur á mikilli garðyrkjusýningu í tilefni 40 ára afmælis Garðyrkjuskóla ríkisins. Mikil var litadýrðin og dæmalaust vorum við stolt, hvött áfram af eld- móði Áslaugar og dugnaði Jóns Hauks, sem ávallt voru sem einn maður í hverju verki. Árið 1983 fengum við spildu í Heiðmörkinni, þar hefur verið gróð- ursett dyggilega og útbúin aðstaða til hressingar og næðis. Áslaug var drifkraftur hugmynda og framkvæmda, hún mundi eftir stórafmælum klúbbfélaga og gætti þess að þakka öllum sem greiddu götu klúbbsins. Á þessum tímamót- um þakkar Dalíuklúbburinn fórnfúst starf hennar og sendir Jóni Hauki og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðj- ur. Áslaug og Jón Haukur höfðu yndi af ferðalögum og nutum við Ragnar fylgdar þessara heimsborgara. Auk garðaskoðunarferða erlendis fórum við saman til Eystrasaltslandanna, Póllands og víðar, bátsferð um Eng- land og síðast en ekki síst upplifðum við ævintýraveröld Kínaveldis með Unni Guðjónsdóttur. Nú hefur þú lagt upp í nýja ferð, Áslaug mín, án okkar, ert væntanlega stödd á blómskrýddu engi þar sem hvorki skaða þurrkar né næturfrost, að gera nýjar ferðaáætlanir með aðstoð genginna félaga úr hópnum. Kærar þakkir fyrir vináttu þína öll þessi ár. Við Ragnar, Fríða og Hreiðar sendum Jóni Hauki, Pétri, Ástu og börnunum innilegar kveðjur og biðjum þeim blessunar. Erla Þórðardóttir. Áslaug Pétursdóttir trygginga í samræmi við áhættu. Fé-lögin fóru þá að taka þátt í samningum erlendis frá til að dreifa áhættu og bæta afkomuna. Þetta reyndist afdrifaríkt. Tapið var mikið og reyndi mjög á nánast öll félögin. Er Sigurður kom til starfa beið hans það erfiða verkefni að rétta við fjár- hag félagsins. Sigurður tók verkefnið að sér af mikilli einurð. Hann ávann sér strax virðingu starfsfólksins fyrir velvilja og heiðarleika. Hann var talnaglögg- ur með afbrigðum og kom fljótt auga á aðalatriðin. Sjóvá fór í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu næstu árin, nánast endurnýjun lífdaga. Hann gat því litið stoltur um veg er hann lét af störfum í árslok 1983, sjö- tugur að aldri, eftir tólf ára starf. Það kom í hlut undirritaðs að taka við starfi Sigurðar. Þar var tekið við góðu búi. Sjóvá var á þeim tíma- punkti albúið að fara í mikla mark- aðssókn sem og var gert. Á nokkrum árum skilaði það félaginu góðum ár- angri og gerði það að öflugasta vá- tryggingafélagi landsins eftir sam- eininguna í Sjóvá-Almennar tryggingar árið 1989. Enda þótt Sigurður hafi látið af störfum þá var áhugi hans á rekstri félagsins óbilandi öll þau 25 ár sem hann lifði frá starfslokum. Ég hafði ómælda ánægju af að koma til hans með uppgjör Sjóvár-Almennra og fara yfir tölurnar sem voru honum svo kunnuglegar að ekki þurfti að eyða mörgum orðum þar um. Síðast hitti ég Sigurð fyrir örfáum mánuðum vel andlega ernan en fann að hann var orðinn móður og beið hvíldarinnar. Gyðu, eiginkonu Sigurðar, og son- unum Valtý og Jóhanni Ágústi ásamt fjölskyldum þeirra vottum við Birna samúð okkar. Guð blessi minningu Sigurðar Jónssonar. Einar Sveinsson. Í miðju veraldar voru tvær litlar tvíburasystur. Í kringum þessar stúlkur snerist heimurinn. Einn pabbi og ein mamma mynduðu him- inhvolf yfir heiminn og himinhvolfinu var haldið uppi af tveim öfum og tveimur ömmum. Fyrir stúlkunum þjónuðu afarnir og ömmurnar engu öðru hlutverki í tilverunni en að vera afar og ömmur. Jú, að vera horn- steinar í veröld þeirra, stöðugir og óhagganlegir. Sama hvaða breyting- ar áttu sér stað í heiminum eða inni í stúlkunum, sama hvernig vindarnir blésu eða hversu langt eða lengi þær höfðu flakkað um ókunnugar slóðir, þá gátu þær gengið að því vísu að það væri amma í austri með kleinur og pönnukökur, amma í vestri með gul- rótasafa, afi í norðri sem tefldi skák og gat andað eins og vindurinn og afi í suðri sem spilaði ólsen og sagði: „hví gerið þið mér þennan óleik“ þegar hann þurfti að draga. Stúlkurnar uxu jafnt og þétt og fóru brátt að ná upp í himinhvolfið. Þá sáu þær að alheimurinn var mun stærri en þær hafði órað fyrir og út um allan geim voru aðrar veraldir og heimar mismunandi í sniðum með mismunandi form. Smám saman fór að þrengja að stúlkunum og slepptu þær því taki hvor af annarri og fóru sín í hvora áttina en himinhvolfið og hornsteinarnir margfölduðu sig og fylgdu þeim báðum. Áfram uxu þær sín í hvoru lagi og eru enn að vaxa. Einn daginn dó skák afi og ólsen afi hætti að spila ólsen. Þessar breyt- ingar skóku veröldina en stúlkurnar voru fljótar að aðlagast breyttri heimsmynd. Í stað ólsens tóku við samræður um flakkið, námið, fjár- haginn og veðrið í þeim heimshlutum sem ég hafði verið að heimsækja. Ól- sen afi varð veikari og veikari en hann tók hlutverk sitt alvarlega og þrátt fyrir að hann væri næstum hættur að sjá mig hélt hann áfram að standa vörð um líf mitt. Því nær sem dró kveðjustundinni urðu faðmlögin og kossarnir innilegri og í síðustu heimsóknunum héldumst við í hend- ur og þá skyndilega skildi ég að veðratalinu fylgdi eitthvað miklu meir, að gulrótasafinn var ekki bara gulrótasafi, að kleinurnar höfðu mun stærri merkingu. Elsku afi, takk fyr- ir allan styrkinn og stuðninginn og fyrir að hafa haldið svona vel um heiminn minn. Þú ert enn hluti af þessum heimi og munt fylgja veröld minni þegar ég verð að himinhvolfi og síðar meir hornsteinn annarra veralda. Að eilífu þín Gyða. Þegar við nú kveðjum Sigurð Jónsson, eiginmann Gyðu móður- systur okkar, leitar hugurinn til Siglufjarðar. Á uppvaxtarárum okk- ar á Siglufirði var Sigurður forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins og Bæjar- útgerðar Siglufjarðar. Þetta var á blómaskeiði bæjarins þegar síldar- bærinn var stærsta verstöð landsins og leiðir margra lágu þangað í at- vinnu- og ævintýraleit. Mikill samgangur var á milli heimila þeirra systra og er margs að minnast frá þessum árum. Í okkar augum hvíldi ævintýraljómi yfir Sig- urði. Kom það einkum til af því að honum fylgdu bæði bílar og mikil ferðalög. Sigurður hafði bíl til um- ráða og þurfti oft að fara til höf- uðborgarinnar í starfserindum og jafnvel til útlanda, en það var ekki algengur lífsstíll á Siglufirði í þá daga. Við bræður vorum heima- gangar á heimili Sigurðar og Gyðu og fylgdumst vel með því sem kom upp úr töskunum hjá Sigurði þegar hann kom heim úr ferðalögum. Eitt af því sem þannig bar fyrir sjónir voru skrýtnir hlutir sem okkur var tjáð að hétu bananar. Við fengum einn, stúfuðum hann með hýðinu og þótti frekar lítið til koma. Fyrsta plata Bítlanna barst til Siglufjarðar í ferðatösku Sigurðar. Hann hafði þá verið í London og keypt plötuna þar, en bítlaæðið var þá að hefjast í Bret- landi. Þetta var fyrsta bítlaplatan sem til Siglufjarðar kom og þeir sem hana höfðu undir höndum komust í yfirburðastöðu meðal félaganna. Jó- hann, sonur Sigurðar, og Friðbjörn, unglingar þess tíma, áttu góða daga með bítlaplötuna að vopni nokkuð lengi eftir þessa Lundúnaför Sig- urðar. Sigurður var tónelskur og hafði áhuga bæði á sígildri tónlist og popptónlist. Hann var góður söng- maður, söng meðal annars með Karlakórnum Vísi og var liðtækur gítarleikari. Sigurður tók okkur guttana oft í bíltúr og var þá gjarnan ekið fram á fjörð, einkum á sunnudögum. Síðar urðu ferðirnar lengri og fórum við þá með honum alla leið til Reykja- víkur. Það var Ingi sem oftast fór með honum í Reykjavíkurferðirnar og eftir að Sigurður og Gyða voru flutt suður dvaldi hann oft hjá þeim í Reykjavík í góðu yfirlæti. Sigurður og Ingi töldu bílana sem þeir tóku fram úr á ferðum sínum og sögðu hróðugir frá. Eitt sinn tók þó Guð- rún Thorarensen, sem flestir Sigl- firðingar þekktu, fram úr þeim í miðju Siglufjarðarskarði. Þeir kumpánar sögðu nú ekki frá því, en það fréttist síðar. Bílferð á milli Siglufjarðar og Reykjavíkur var á þessum árum heilmikið ferðalag, tók um ellefu klukkustundir og oft þurfti að gista einhvers staðar á leið- inni. Ferðir þessar eru eftirminni- legar því Sigurður var með eindæm- um skemmtilegur, hafði frá mörgu að segja og uppfræddi ungviðið. Það sem okkur fannst einkenna sam- skiptin við hann þá var að hann tal- aði við okkur, börnin og unglingana, af sömu virðingu og við fullorðið fólk. Heimili Sigurðar og Gyðu var ávallt glæsilegt, á Siglufirði og ekki síður í Reykjavík, eftir að þau fluttu þangað. Þau hjón voru gestrisin og eru jólaboðin sem þau héldu fyrir stórfjölskylduna minnisstæð. Sigurður var vandaður maður og farsæll í starfi. Hann var ungur að árum ráðinn forstjóri SR, eins öfl- ugasta fyrirtækis á Íslandi á þeim tíma og stýrði því í aldarfjórðung. Að því starfi loknu tók hann við for- stjórastarfi hjá Sjóvá og stjórnaði því félagi farsællega í tólf ár, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigurður reyndist okkur bræðr- um alla tíð afar vel. Við nutum mik- illar velvildar og hjálpsemi af hans hálfu sem við nú þökkum fyrir. Blessuð sé minning Sigurðar Jónssonar. Friðbjörn, Ingi og Ásbjörn.                          ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA HELGA SIGURÐARDÓTTIR, Naustahlein 12, 210 Garðabæ, lést þann 11. nóvember sl. á Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B4 í Fossvogi. Sigurður Jónsson, Elín Jónsdóttir, Unnur G. Jónsdóttir, Brynjar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.