Morgunblaðið - 22.11.2007, Síða 46

Morgunblaðið - 22.11.2007, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand FEITUR, FEITUR... FEITUR, FEITUR, FEITUR! HEYRÐU NÚ MIG! ÉG ÁTTI NÚ EKKI SKILIÐ ÞESSI SEINUSTU TVÖ! EF ÞÚ NÆRÐ ÞESSUM SÍÐASTA ÚT VINNUM VIÐ LEIKINN... ÞÚ ÆTTIR AÐ KASTA SNÚNINGS- BOLTA NEI, KASTAÐU BARA FAST! KASTAÐU FREKAR HNÚABOLTA! NEI, ÞÚ ÆTTIR AÐ KASTA EINUM HÁUM! HANN Á ALDREI EFTIR AÐ BÚAST VIÐ HÆGUM BOLTA! HEIMURINN ER FULLUR AF FÓLKI SEM HEFUR ALLTAF BESTU HUGMYNDINA... HJÁLPAÐU MÉR (HIKK) AÐ LOSNA (HIKK) VIÐ (HIKK) HIKSTANN NÚ? (HIKK) VILTU HRÆÐA MIG? HMM SJÓRINN OKKAR ER FULLUR AF RUSLI, VIÐ ERUM BÚIN AÐ GERA GAT Á ÓSONLAGIÐ, ÖLL MENGUNIN FRÁ OKKUR ER AÐ HITA PLÁNETUNA OG GEISLAVIRKUR ÚRGANGUR ER LOSAÐUR ÚT Í NÁTTÚRUNA (HIKK) ÞÚ ÁTT AÐ BREGÐA MÉR (HIKK) ER ÞÉR EKKERT BRUGÐIÐ? ÞÚ BÝST ÞÓ EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ ÉG BERJIST EINN Á MÓTI TVÖHUNDRUÐ HERMÖNNUM? GERUM ÞETTA AÐEINS SANN- GJARNARA... ÉG SKAL BERJAST Á MÓTI FIMMTÍU AF ÞÍNUM BESTU MÖNNUM ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA EITT AF ÞESSUM HÁSKERPU-, FLATSKJÁS- FISKABÚRUM AF HVERJU ÞURFUM VIÐ AÐ HITTA VIN ÞINN Á DÝRASTA STAÐNUM Í BÆNUM? HANN ER VANUR ÞESSU... HANN ER RÍKUR! JÁ, EN VIÐ ERUM ÞAÐ EKKI! ALLT Í LAGI. ÉG SKAL SEGJA HONUM AÐ VIÐ VILJUM HITTA HANN EN EKKI Á SVONA DÝRUM STAÐ Á ÉG AÐ STINGA UPP Á ÞVÍ AÐ VIÐ HITTUMST Í MÖTUNEYTINU UPP Í VINNU... ÞAÐ ER ÓDÝRT ÞÚ VEIST AÐ ÞETTA ER EKKI ÞAÐ SEM ÉG ÁTTI VIÐ! ÉG VEIT EKKI AÐ HVERJU ÉG ER AÐ LEITA HEIMA HJÁ NÖRNU LEMARR... EN ÉG ER VISS UM AÐ ÉG ÁTTA MIG Á ÞVÍ ÞEGAR ÉG SÉ ÞAÐ ÉG HELD AÐ ÉG HAFI FUNDIÐ ÞAÐ! NÆST: ÞAÐ SEM HANN SÁ Í GEGNUM GLUGGANN dagbók|velvakandi Verðbólgan, launavísitalan og óskir útvegsmanna Nýlega lauk aðalfundi íslenskra út- vegsmanna. Eitt af því sem bar hæst á fundinum var að útvegsmenn vilja að gengi krónunnar veikist svo sjó- menn og útvegsmenn fái meira fyrir sinn snúð því þá hækkar meðal ann- ars dollari, pund og evra. Útvegs- menn vilja líka að verðbólgan verði kveðin í kútinn með handafli, með því að taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni. Ég held að út- vegsmenn hafi ekki alveg reiknað dæmið til enda, því ef dollari, sterl- ingspund og evra hækka eitthvað að ráði þá mun olíuverð hækka hér og ekki er það nú góður kostur fyrir út- gerðina því olíuverð er einn stærsti útgjaldaliður útgerðarmanna. Einn- ig má nefna að ef dollari, pund og evra hækka, þá munu innflutnings- vörur hækka í verði og þar með verðbólgan líka. Ég skil vel að út- vegsmenn og lántakendur séu fylgj- andi því að verðbólgan verði lækkuð með því að taka húsnæðisliðinn út. En fyrir langflesta lífeyrisþega yrði það mjög slæmt mál. Svo furðulega vill til að eina tækifæri lífeyrisþega til að fá hækkanir á lífeyristekjum er það að verðbólgan (neysluvísitalan) hækki. Eina ráðið til þess að allir verði sáttir við að húsnæðisliðurinn í neysluvísitölunni verði tekinn út er sú leið að tengja lífeyrissjóðstekjur lífeyrisþega við launavísitöluna. Þá yrðu lífeyrisþegar mjög ánægðir. Ég hef lagt þessa tillögu fram við for- svarsmenn lífeyrisþega en því miður tala ég fyrir lokuðum eyrum þeirra. Það er einlæg ósk mín að forsvars- menn öryrkja og aldraðra taki það til alvarlegrar skoðunar að reyna að fá ríkisstjórnina sem ætlaði að vera svo velviljug lífeyrisþegum til að tengja lífeyrissjóðstekjur við launa- vísitöluna. Ef það tekst að þá mætti verðbólgan mín vegna lækka. Lífeyrisþegi. Háleistana hvíta Snjólaug Bragadóttir setur í Velvak- anda 20 nóv. sl. út á Herdísi leikkonu þar sem hún fór með vísu Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Hún segir að Herdís hafi far- ið með rangt mál í Þjóðleikhúsinu, en þar á hún að hafa sagt „hásokk- ana hvíta“ í stað „háleistana hvíta“. Ég tek þessu þannig að þetta hafi verið mannleg mistök hjá henni en ekki ásetningur. Snjólaug segir einnig að þegar hún fluttist suður, en hún er Norðlendingur, hafi verið hlegið að henni fyrir að tala um leista og sagt að slíkt væri ekki til á þessu landshorni. Svo spyr hún ,,hvort ekki sé ekki fulllangt gengið að breyta vísu skáldsins svo Sunn- lendingar skilji hvað átt er við?“ Ég er fædd 1931 og lærði að prjóna leista í barnaskólanum hér fyrir sunnan 10 ára gömul. Hallfríður Georgsdóttir. Hattur fannst Dökkur, barðastór leðurhattur með uppbrotin börð og gljáandi kúf, hvarf úr fatageymslu Þjóðarbók- hlöðunnar milli kl. 9 og 10 að kvöldi mánudagsins 19. nóvember. Sá sem veit hvar hann er niðurkominn má gjarnan hafa samband í síma 862- 9067. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Lægstur sólargangur er eftir mánuð, en vetrarsólstöður eru 22. desember. Það getur verið óþægilegt að aka á móti sólinni þegar hún er svona lágt á lofti og því sýna þarf ýtrustu aðgát. Morgunblaðið/Golli Sólin lágt á lofti Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 20. nóvember var spilað á 15 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Sæmundur Björns. – Magnús Halldórss. 353 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 343 Alfreð Kristjánss. – Alfreð Viktorsson 342 Sverrir Jónsson – Skarphéðinn Lýðss. 338 A/V Ragnar Björnss. – Jóhann Benediktss. 423 Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónsson 391 Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinss. 373 Magnús Oddsson – Óli Gíslason 351 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 18/11 var fyrsta spilakvöld í þriggja kvölda tvímenningskeppni. Spilað var á 12 borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Björgvin Kjartanss. – Berglj. Aðalsteinsd. 386 Þorbjörn Benediktss. – Sveinn Sigurjónss. 352 Dúfa Ólafsd. – Jóhann Ólafsson 343 Austur-Vestur Sigþór Haraldsson – Axel Rúdólfss. 384 Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverriss. 358 Sturlaugur Eyjólfsson – Birna Lárusd. 350 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 Frjóakur Garðabæ - lóð Í einkasölu 717 fm lóð á góðum stað í Akralandinu. Tilbúin til þess að byggja á. Verð 25 millj. Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason 8965221 eða á skrifstofu Valhallar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.