Morgunblaðið - 22.11.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 22.11.2007, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT lát virðist ætla að verða á vinsældum Páls Óskars Hjálmtýs- sonar, sem er nú kominn í efsta sæti Tónlistans með plötu sína Allt fyrir ástina. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart því Páll Óskar hef- ur verið áberandi að undanförnu og hélt meðal annars útgáfutónleika á NASA um síðustu helgi. Efsti nýliðinn á Tónlistanum þessa vikuna er drengjasveitin Lux- or sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu sem er samnefnd sveit- inni. Platan nær fjórða sætinu í fyrstu atrennu sem verður að telj- ast góður árangur og spurning hvort þeir félagar komist ekki enn ofar þegar nær dregur jólum. Hljómsveitin Hjálmar, sem nú er orðin alíslensk, kemur sér vel fyrir í sjötta sætinu með sína nýjustu af- urð, Ferðasót, og Hafnfirðingurinn Laddi stekkur beint í áttunda sætið með jólaplötuna sína Jóla hvað? Athygli vekur að ný plata Birg- ittu Haukdal, Ein, nær aðeins ní- unda sætinu, en margir hafa eflaust átt von á betri árangri hjá Birgittu. Öll nótt er þó ekki úti enn og ef- laust á platan eftir að skríða upp listann þegar nær dregur jólum. Eins og svo oft áður er íslensk tónlist vinsælli en sú erlenda á Tón- listanum og að þessu sinni eru að- eins fjórir erlendir flytjendur í efstu 20 sætunum.                                  !                  "  # $ $% %& %'() *+ , % '#  %'-./)%()         !"   #$  %  ! && ' (( )* +$,- ./&- ) 0 '+(+ &1(( 2 + 3 ((   4 '$  5& + '6+ %  7 (+%+ 80 +          ! "#   $  % & '!()  $  "#  & *+# ,! %))  -#  ./+0 1  2$  )   3 2 !  ') 5)6 )! ) 16 *)/ 7 6 & 3 8 +  "# 9 /: ; ) , < = ! >) ) )               010      ,*     ( " "  2(%+  " %  *+  % 3             $%2.'(  ',456'78    #$   ./&- 8 8  2 + 9:+9  ( ;:  &<=+4+*:6 =  =  ) : &>.? % 4 <5?@+, + 23-   &1(( )* +$,- %  8 3& ? %('? ! ?!A 4::+@  %69 (+? % ' +  )  ;  $ 9+%#   !! *  ?)@ A)@ ') ;!%%  B) ) C ')6 ?)D > )@ , ?)@  D ) <  ;  9   A! E. 6F,% 8 G! ,! %))  H)!D . I) 6 ) , >  H)! ')/ > ')  1/ < < , J B  )                  010   (,9 " " " " " %  (,9   ,* :  , (  ;1, &,< " "   Gera Íslendingar allt fyrir ástina? Morgunblaðið/Ómar Vinsæll Páll Óskar er á toppi Tón- listans og í öðru sæti Lagalistans. HIN fallega ballaða Hjálma, „Leið- in okkar allra“, er vinsælasta lagið á Íslandi um þessar mundir, þótt Páll Óskar Hjálmtýsson geri harða atlögu að þeim félögum með sínu nýjasta lagi, „Betra líf“. Líklegt verður að teljast að „Betra líf“ verði komið á toppinn í næstu viku, en lagið hefur hækkað um 15 sæti síðan í síðustu viku. Þá vekur það mikla athygli að Simon LeBon og hinir Íslandsvin- irnir í Duran Duran stökkva upp um heil 24 sæti með sinn nýjasta slagara, „Falling Down“. Þótt Dur- an Duran verði þrítug á næsta ári virðist sveitin engu hafa gleymt og greinilegt að hún á sér ennþá fjöl- marga aðdáendur. Bretarnir í Oasis hafa skriðið hægt og rólega upp Tónlistann síð- ustu vikurnar með sitt nýjasta lag, „Lord Don’t Slow Me Down“, og ljóst er að almættið er ekkert á þeim buxunum að hægja eitthvað á þeim Gallagher-bræðrum. Vinsælasta hljómsveit landsins á undanförnum mánuðum, Sprengju- höllin, virðist eitthvað vera að gefa eftir, en lagið „Glúmur“ situr nú í 13. sætinu og er öldungur vikunnar að þessu sinni. Loks vekur athygli að Mugison, töffarinn frá Vestfjörðum, tekur stórt stökk upp Tónlistann og situr nú í 14. sætinu með „Mugiboogie“. Leiðin okkar allra til betra lífs HINN geðþekki Josh Groban snarar hér fram jólaplötu, með smekklegum og var- færnum hætti eins og hans er von og vísa. Eðlilegt skref enda Groban á miklu flugi um þessar mundir. Poppklassíski geirinn snýst um jafnvægi; og hér er að finna vel samsetta blöndu af hátimbruðu og hátíðlegu efni („Ave Maria“) og svo þessum sígildu dægurlögum, eins og „The Christmas Song (Chestnuts Roasting on an Open Fire)“. Grob- an hefur hagað sínum ferli næsta fullkomlega til þessa; ýtir á alla hárréttu takkana á fólki og ætti jafnvel að ná út fyrir Graf- arvoginn með þessari fínu plötu. Ef þér eruð ekki sannfærður horfðu þá á umslagið. Er hægt að standast þessi hvolpaaugu? Groban-jól Josh Groban – Noël  Arnar Eggert Thoroddsen EIN flottasta poppsveit níunda áratugarins hefur verið að ströggla nokkuð við það und- anfarin ár að fanga fyrri reisn, þ.e. eftir að ákveðið var að hóa saman hinni „klassísku liðsskipan“ eins og það er kallað. Þó að nos- talgískir tónleikar hafi verið vel sóttir af fer- tugum bankamönnum gengur nýtt efni ekki eins vel upp og platan Astronaut (2004). Þessi plata lítur stór- kostlega út á pappírnum, Timbaland og Justin Timberlake koma að henni og vonbrigðin því eftir því. Megingallinn liggur í lagasmíðunum, sem eru allflestar of veikar til að standa undir „hippinu“ og „kúlinu“ sem Timbaland og Timberlake koma með að borðinu. Þetta er að verða fullreynt held ég. Svei mér þá. Snúran snúran Duran Duran – Red Carpet Massacre  Arnar Eggert Thoroddsen BANHART er jafnan kallaður til sem helsti fulltrúi gölnu þjóðlagatónlistarinnar, eða „freak folk“, þar sem þjóðlagagrunnar eru lagðir með tilraunamennsku og spuna. Með Cripple Crow (2005) tók Banhart að víkka út sjóndeildarhringinn, var kannski ekki jafn gallsúr og forðum og það hefur valdið því að þeir hörðustu eru farnir að óttast um sinn mann, finnst hann vera orðinn of poppaður. Undirritaður blæs á þetta, hið ótrú- lega stílaflökt sem plötuna einkennir sannar ef eitthvað er snilld Banhart, allt er hanterað af öryggi og rósemd þess sem veit nákvæmlega hverju hann vill ná fram og hvernig hann á að gera það. Fríkað maður! Devendra Banhart – Smokey Roles Down …  Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.