Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 56

Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 56
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 326. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Vilja auknar tryggingar fyrir lánum fjárfesta  Bankar hafa beðið fjárfesta sem tekið hafa lán til að kaupa hlutabréf að leggja fram frekari tryggingar fyrir lánunum. Hafi fjárfestarnir ekki getað orðið við þeirri beiðni hafa bankarnir í sumum tilvikum selt hlutabréfin til að greiða upp lán- in og það hefur stuðlað að geng- islækkun hlutabréfa. » Forsíða Íslenskt tilboð metið  Tilkynnt verður í dag hvort tilboði filippseysks félags og tveggja ís- lenskra félaga í filippseyskt orkufyr- irtæki verður tekið. Ekki hefur verið upplýst hver hlutur Geysir Green Energy og Reykjavík Energy Invest er í tilboðinu. » 2 „Sáttatillaga“ um REI  Í svonefndri „sáttatillögu“, eða „vinnuskjali 1“, sem lögð var fram af meirihluta borgarstjórnar í stýri- hópi um málefni Orkuveitu Reykja- víkur í liðinni viku kemur fram að eign OR í Hitaveitu Suðurnesja renni inn í REI sem viðbótarhlutafé og þaðan inn í Geysir Green Energy. Í staðinn fái REI hlutafé í Geysi. » Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Plastpokarnir Forystugreinar: Ný staða á hluta- bréfamarkaði| Skýrari stefnumótun á sviði nýyrðasöfnunar og -smíði Ljósvaki: Dregur til tíðinda … UMRÆÐAN» Timbur Kolaportið, einföld lausn Ríkisstjórnin hefur ekkert gert … Skógræktarlög í 100 ár Hefur undið hratt upp á sig Vinnustaðamenningu breytt Ríkust Kínverja á einni nóttu … umfangi verðtryggingar lánsfjár VIÐSKIPTI »   (%$   (&& ($ %( & (& %%( % 5'6)'0! - ! 7'!  !!  !*'0'  ($   (% (& %(%% &($& (&& %%(& % /83 )  (&  (& ($  ($ (&$ %(% & (& %%( % 9:;;<=> )?@=;>A7)BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA)88=EA< A:=)88=EA< )FA)88=EA< )4>))AG=<A8> H<B<A)8?H@A )9= @4=< 7@A7>)4-)>?<;< Heitast 3°C | Kaldast -5°C SV-átt, 8-13 m/s og bjartviðri. Þykknar upp. Suðlægari og súld fyrir norðan og vestan með kvöldinu. » 10 Anna og skapsveifl- urnar á lista 33 stuttra teiknimynda sem til greina koma í Óskarinn en fimm verða tilnefndar. » 48 KVIKMYNDIR» Anna og Óskarinn TÓNLIST» Kemst Josh Groban út fyrir Grafarvoginn? » 52 Spil byggt á kvik- myndinni Astrópíu er komið á markað. Er öllu flóknara en Matador en þó við allra hæfi. » 48 BORÐSPIL» Astrópíu- spilið komið BÓKMENNTIR » Freud flækist í morðmál á Manhattan. » 50 TÓNLIST» Páll Óskar kemst á topp- inn fyrir ástina. » 52 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Bandarískur bílasali sveik … 2. Íslendingar sáu aldrei til sólar … 3. Verð hússins fimmfaldaðist 4. Dan hjá Google elskar Dalvík ÍTALSKIR réttir Hagkaupa voru mest selda bókin dagana 13. til 19. nóvember samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka sem unnin er fyrir Morgunblaðið. Harry Potter og dauðadjásnin eftir J.K. Rowling er í öðru sæti og Harðskafi eftir Arnald Indriðason í því þriðja en hún er jafnframt mest selda bókin af íslenskum og þýdd- um skáldverkum. Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð er fjórða mest selda bókin en hún er jafn- framt næstmest selda bókin af ís- lenskum og þýddum skáldverkum. Öskudagar eftir Ara Jóhann- esson er mest selda ljóðabókin og Blótgælur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur er í öðru sæti á lista ljóðabóka. Harry Potter er mest selda barna- og unglingabókin en í öðru sæti er Gælur, fælur og þvælur eft- ir Þórarin og Sigrúnu Eldjárn. Í þriðja sæti á lista barna- og ung- lingabóka eru Tíu litlir kenjakrakk- ar, einnig eftir Þórarin og Sigrúnu. Ítalskir réttir er mest selda bók- in á lista bóka almenns efnis og handbóka en í öðru sæti er Leynd- armálið eftir Rhondu Byrne og í því þriðja er Hvernig gerirðu kon- una þína hamingjusama eftir Þor- grím Þráinsson. Efst á lista yfir ævisögur og end- urminningar er Sagan um Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Gríms- dóttur. | 18 Ítalskir réttir selj- ast best UM 800 kr. eða 16% munur mældist á ódýr- ustu og dýrustu vörukörfunni í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í versl- unum 10-11, 11- 11 og Samkaup- Strax sl. þriðjudag. Ódýrasta karfan var í verslun SamkaupStrax, 8.560 kr., en sú dýr- asta í verslun 10-11 á 9.360 kr. Af einstökum vörutegundum reyndist minnstur munur milli verslananna á mjólk og kjötmeti og oftast mældist munurinn á hæsta og lægsta verði innan við 20%. Mestur var hann þó á frosinni örbylgjupítsu og fór þar upp í 46%. | 24 Mestur munur á ör- bylgjupítsu ÍSLENSKA karlalandsliðið reið ekki feitum hesti frá við- ureign sinni við Dani á Parken í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 3:0. Íslendingar eru því enn í þeirri grát- broslegu stöðu að hafa ekki skorað mark á Parken síðan hinn frægi 14:2-leikur fór fram 1967, en þá skoruðu Her- mann Gunnarsson og Helgi Númason fyrir Ísland. Danir sóttu stíft að íslenska markinu í gærkvöldi og lítið var um færi hjá liði Íslands þó að í blálokin hafi litlu mátt muna í tvígang. Hér að ofan sækja tveir danskir leikmenn að Veigari Páli Gunnarssyni. | Íþróttir Danir sigruðu eina ferðina enn Enn fara Íslendingar markalausir frá Parken Ljósmynd/Matthías Árni Ingimarsson Eftir Gunnlaug Árnason SÍLDIN er komin inn fyrir Stykk- ishólm. Áskell EA 48 kastaði á síld á Breiðasundi fyrir innan Hvíta- bjarnarey. Þar fékk hann á stuttum tíma 600 tonn af fallegri síld í þrem- ur köstum. Eldri Hólmarar fullyrða að aldrei áður hafi það gerst að hringnót hafi verið kastað svona inn- arlega í Breiðafirði. Að sögn Sveins Ísakssonar, skip- stjóra á Áskeli EA, fékk hann að vita um að mikil síld væri inni á Breiða- sundi og ákvað að kanna málið nán- ar, þar sem minna er orðið um síld- ina í Grundarfirði. Hann sagði að töluvert væri um síld á þessu svæði og er um að ræða svipaða síld og veiðist í Grundarfirði. En það er ekki auðratað á þessi nýju mið, því sigl- ingaleiðin er framhjá eyjum og skerjum sem ekki eru öll merkt á sjókort. „Það er alveg ný staða að þurfa lóðs til að komast á miðin. Ég fylgdi ígulkerabát sem sigldi á undan okkur frá Stykkishólmi og inn á Breiðasund,“ sagði Sveinn skipstjóri í samtali við fréttaritara. „Ég byrjaði að kasta um hálftíu um morguninn og var búinn að fá skammtinn minn, 600 tonn, eftir þrjá og hálfan klukkutíma,“ sagði Sveinn. Hann sagðist hafa skipt um nót í Grindavík í gær og tók um borð minni loðnunót sem þægilegra er að eiga við á svo grunnu vatni. Um var að ræða fallega síld sem öll fer í vinnslu. Áskell EA siglir með aflann á móti Hákoni EA sem er í eigu sömu útgerðar. „Ætli ég bíði ekki eftir Hákoni í Grundarfirði. Þar verður síldinni dælt yfir í Hákon þar sem aflinn verður unninn.“ Fara með lóðs á miðin  Síld veiðist við Stykkishólm en þar hefur aldrei áður verið veidd síld  Skipin fá hjálp frá lóðs til að komast á miðin Í HNOTSKURN »Mikil síldveiði hefur veriðá Grundarfirði undan- farna daga, en mjög óvenju- legt er að síld veiðist þar. »Nú er síld farin að veiðastvið Stykkishólm og eru gamlir Hólmarar mjög hissa á þessu. Enginn man eftir því að síld hafi veiðst þarna áður. »Margar eyjar eru á þess-um slóðum og þurfa skipin að fara varlega þegar þau sigla á miðin. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Síld Áskell EA nálgast Þórishólma á siglingu framhjá Stykkishólmi. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.