Morgunblaðið - 03.12.2007, Side 1

Morgunblaðið - 03.12.2007, Side 1
„KJARNI málsins er að framtíðar- tónlistin er afnám verðtryggingar og stöðugt efnahagslíf þar sem verðbólgan er við eða undir viðmið- unum Seðlabankans,“ segir Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra. Þar með tekur hann undir orð Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, sem fram komu í viðtali við hann í Morgun- blaðinu síðastliðinn laugardag, um að rétt sé að í framtíðinni skuli stefna að afnámi verðtryggingar. Hann segir að engin einföld leið sé til að ná því markmiði. Al- gjört jafnvægi í íslensku hag- stjórninni eða upptaka evru þurfi að koma til. Eins og stað- an sé núna sé veruleikinn ís- lenska krónan og þó að hans skoðun sé sú að Íslendingar eigi að hefja samningaviðræður og sækja um aðild að Evrópusambandinu sé það ekki á stefnuskrá ríkisstjórn- arinnar. „Á meðan málum er þannig háttað verðum við að gera okkar besta innan þess veruleika sem við lifum í, sem er íslenska krónan.“ Björgvin telur inngöngu í ESB ein- földustu leiðina til að afnema verð- trygginguna. Einhliða upptaka evru sé ekki raunhæfur möguleiki. Hann bendir á að almenningur taki lán í erlendri mynt í æ ríkari mæli, ástæðan sé að erlend lán eru óverðtryggð og á lágum vöxtum. | 2 Einfaldast að afnema verðtryggingu með inngöngu í ESB „Framtíðartónlistin er afnám verðtryggingar“ Björgvin G. Sigurðsson Leikhúsin í landinu Örfá sæti laus >> 33 STOFNAÐ 1913 330. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is ÓLYMPÍUDRAUMUR RAGNA INGÓLFSDÓTTIR HEFUR FARIÐ ÓTROÐNAR SLÓÐIR TIL AFREKA >> ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is NÚ ÞEGAR Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hafa verið gangsett verða ýmsar breytingar í sveitar- félögunum sem hýsa virkjunina og álverið. Yfir 1.800 starfsmenn voru við byggingu virkjunarinnar þegar mest lét, en nú vinna þar 520 menn, þar af hátt í 70 Íslendingar. Gert er ráð fyrir að fasteignagjöld Fljótsdalshrepps af stöðvarhúsi virkjunar- innar og öðrum mannvirkjun muni nema 30 til 40 milljónum árlega frá næsta ári. Útsvarstekjur hreppsins í fyrra voru um 200 milljónir króna, verða í ár nokkru minni og um 120 milljónir næsta ár. Ljóst er að hreppurinn hefur nú fjárhagslegt svigrúm til ýmissa framkvæmda og m.a. er verið að kanna notkun á kælivatni af vélum stöðvarhússins í hitaveitu fyrir íbúa og til iðnaðaruppbyggingar í Fljótsdal. Útsvarstekjur á Fljótsdalshéraði verða í ár um 1,5 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 1,2 milljörðum á næsta ári. Þar, eins og í Fljótsdalshreppi, er meginástæða lækkunar fækkun íbúa í vinnubúðum, en á Héraði eru það vinnubúðirnar við Kára- hnjúka sem skipta sveitarfélagið máli. Álverið atvinnulegt akkeri Nú eru 400 manns á vegum Bechtel á Reyðarfirði vegna lokahnykks við álverið. Þeir fara fyrir jól. Starfsmenn álversins eru 370 talsins og fjölmargir verktakar vinna fyrir Alcoa Fjarðaál. Skotið hefur verið á að 800 störf alls verði til á Austur- landi vegna álversins. Útsvarstekjur Fjarðabyggðar í ár voru rúmlega 2,5 millj- arðar króna, en fara undir 2 milljarða á næsta ári gangi fjárhagsáætlun eftir. Ár- legar skatttekjur sveitarfélagsins af ál- verinu munu nema á annað hundrað millj- ónum króna. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir, segir álverið akkeri sem veiti stöðugleika í atvinnulífinu og mögu- leika á áframhaldandi vexti í íbúafjölda, at- vinnuuppbyggingu og lífsgæðum fólks í sveitarfélaginu. Eftir álver og virkjun Auknar tekjur og íbúafjölgun Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Virkjun Gangsetning Kárahnjúkavirkj- unar í Fljótsdalsstöð markaði tímamót. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÍBÚAR hér í bænum eru slegnir yfir þessum atburði og sýna sam- hug sinn í verki,“ segir séra Sigfús Baldvin Ingvason, prestur í Kefla- víkurkirkju. Margir lögðu leið sína að slysstað við Vesturgötu í Reykjanesbæ með útikerti og blóm til minningar um litla dreng- inn sem lést eftir að keyrt var á hann þar sl. föstudag. Kyrrðar- og bænastund var haldin í Keflavík- urkirkju sl. laugardag og önnur bænastund verður í kirkjunni í dag kl. 18. Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudags á grundvelli rann- sóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn í Reykjanesbæ síðdeg- is á laugardag, en hann er grun- aður um að vera valdur að bana- slysinu. Ekið var á drenginn á mótum Vesturgötu og Birkiteigs og flúði ökumaður af vettvangi. Drengurinn lést á gjörgæsludeild Landspítalans á laugardag. Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í kjölfar slyssins eftir bláum skutbíl sem sást yfirgefa vettvanginn og barst að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns lögreglunnar á Suðurnesjum, fjöldi ábendinga sem enn er verið að vinna úr. Að sögn Gunnars hóf lögreglan á grundvelli ábendinganna skipu- legt eftirlit með bílum í bænum sem passað gætu við lýsingar á árekstrarbílnum. Segir hann bíl- inn hafa verið stöðvaðan í akstri um bæinn síðdegis á laugardag og manninn sem handtekinn var hafa verið undir stýri. Aðspurður segist Gunnar ekki geta tjáð sig um það hvort grunur leiki á að maðurinn hafi verið ölvaður þegar slysið varð, en staðfestir að tekin hafi verið bæði blóð- og þvagsýni úr manninum við handtöku. Að sögn Gunnars var maðurinn yfirheyrð- ur á laugardag, en hann hefur ekki játað að vera sá sem ók á drenginn. Aðspurður segir Gunn- ar skemmdir sjáanlegar á bílnum og gætu ummerkin passað við ákeyrsluna. Lögreglan á Suður- nesjum óskaði eftir aðstoð frá tæknideild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu við að rannsaka bílinn og stendur sú rannsókn enn yfir. Víkurfréttir/Ellert Grétarsson Samúð Margir lögðu leið sína að slysstað við Vesturgötu í Reykja- nesbæ með útikerti og blóm til minningar um litla drenginn. Bæjarbúar eru harmi slegnir yfir banaslysi  Fjögurra ára drengur sem varð fyrir bíl á föstudag lést á Landspítalanum  Karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudags DRENGURINN sem ekið var á við Vesturgötu í Reykjanesbæ sl. föstudag lést tæp- um sólarhring síðar á gjörgæslu- deild Landspít- alans í Fossvogi. Hann hét Kristinn Veigar Sigurðsson og var til heim- ilis að Birkiteig 17 í Keflavík. Kristinn Veigar var fjögurra ára, fæddur 30. september 2003. TALSMAÐUR George W. Bush Bandaríkjaforseta hvatti í gær- kvöldi rússnesk yfirvöld til að rannsaka ásakanir um að stuðn- ingsmenn Vladímírs Pútíns Rúss- landsforseta hefðu beitt svikum til að tryggja flokki hans, Sameinuðu Rússlandi, stórsigur í þingkosn- ingum um helgina. Kommúnistaflokkurinn, eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem fékk þingsæti, kvaðst ætla að krefjast þess að hæstiréttur Rúss- lands ógilti kosningarnar. Samkvæmt síðustu tölum í gær- kvöldi fékk Sameinað Rússland rúm 63% atkvæðanna og 306 sæti af 450 í Dúmunni, neðri deild þingsins. Kommúnistar fengu rúm 11% og 57 þingsæti. | 13 Rannsaki meint svik  „Við viljum ekki sjá annað svona slys í götunni okkar“ | 6 Kristinn Veigar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.