Morgunblaðið - 03.12.2007, Page 17

Morgunblaðið - 03.12.2007, Page 17
Morgunblaðið/Ómar Óneitanlega sætir Það getur verið erfitt að standast tilhugsunina um svona lítil og hlý krútt. noghlýkrút. G efandinn verður að vera tilbúinn til að hugsa sjálfur um dýrið sem hann gefur í jólagjöf, ef viðtakandinn vill alls ekki taka við því eða getur það hreinlega ekki af einhverjum ástæð- um,“ segir Björn Styrmir Árnason hundaatferlisráðgjafi um það þegar fólk tekur upp á því að gefa lifandi dýr í jólagjöf eða af öðru tilefni. „Vissulega er þetta voðalega róm- antískt augnablik þegar einhver fær kannski krúttlegan kettling eða hvolp með rauða slaufu um hálsinn, gefins frá sínum heittelskaða eða einhverjum öðrum. Fólki finnst voða sætt að sofa með hvolpinn uppi í rúmi yfir jólahátíðina en svo þegar hann er orðinn eins árs er hann kannski 45 kíló, fer úr hárum og slef- ar og þá finnst mörgum ekki lengur gaman að hafa hann uppi í rúmi eða yfirleitt á heimilinu.“ Égt vildi ekkert þennan kött Dýralæknar og annað fólk sem starfar á stofnunum þar sem komið er með dýr til aflífunar, mæla ekki með því að dýr séu gefin óvænt. Björn segir að það sé til dæmis vin- sælt að gefa kettlinga en svo kemur fólk með kisuna til aflífunar þegar sumarfríið brestur á, vegna þess að þá er enginn til að hugsa um dýrið. „Stundum virðist fólk firra sig ábyrgð þegar það fær dýr að gjöf og við heyrum setningar eins og: „Ég vildi ekkert fá þennan kött í upphafi, ég fékk hann gefins.“ Eins virðist fólk miklu tengdara þeim dýrum sem það fær sér að yfirlögðu ráði og virkilegri löngun en þeim sem það fær að gjöf. Þegar vandamál koma upp gefst fólk frekar upp ef það hef- ur ekki sjálft ákveðið að fá sér dýrið. Við sjáum þetta ekki aðeins með kis- urnar heldur líka með hundana, sem fólk endar oft á að láta aflífa. Fólk kemur til okkar og segir kannski: „Æ, ég fékk hann gefins en ætlaði aldrei að fá mér hund, og nú get ég ekkert haft hann lengur.“ Fimmtán ára ábyrgð að taka að sér hund eða kött Björn segir heilmikið mál að eiga hund, hann sé mikil félagsvera og þurfi mikla umhugsun. „Það þarf að fara með hann út á hverum degi til að hreyfa hann, það þarf að halda honum heilbrigðum og fóðra hann. Allir í fjölskyldunni þurfa að vera með í að ala hann upp, svo hann verði sómasamlegur og stilltur. Það er því eins gott að sá sem fær hann að gjöf sé tilbúinn til að taka þetta allt að sér. Þetta verð- ur að hugsa til enda, því það er þrettán til fimmtán ára ábyrgð að taka að sér hund eða kött. Við mæl- um frekar með að fjölskyldan fái sér dýr í jólagjöf saman og að vel ígrunduðu máli og það verða allir í fjölskyldunni að vera tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Það er ekki hægt að ætlast til að einn ein- staklingur í fjölskyldunni fái til dæmis hund gefins með orðunum: „Nú hugsar þú um þennan hund af því þetta er hundurinn þinn.“ Að halda hund fylgja líka töluverð fjárútlát, bæði fóðurkostnaður, dýralæknakostnaður, skráning, þjálfun og hundanámskeið, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Móttækilegasti aldurinn Björn leggur áherslu á að þegar fólk fái sér gæludýr, sérstaklega þegar um hunda eða ketti er að ræða, þurfi það að vera sameiginleg ákvörðun allra á heimilinu. „Dýrin þurfa líka að vera á réttum aldri. Kettlingar og hvolpar eru tilbúnir á ákveðnum aldri til að fara af sínu upprunalega heimili yfir á nýtt heimili, en það er í kringum átta til tíu vikna aldur. Þá er hundurinn eða kötturinn móttækilegastur til skipta um umhverfi, læra og kynnast nýj- um hlutum og mynda tengsl við nýja einstaklinga og aðlaga sig. Eins er mælt með að nýr eigandi komi nokkrum sinnum í heimsókn áður en hvolpur er fluttur svo flutningarnir verði minna sjokk fyrir dýrið.“ khk@mbl.is Ábyrgð fylgir lifandi jólapökkum Morgunblaðið/RAX Ungviði Ekki er mælt með að gefa dýr óvænt í gjafir, því fylgir ábyrgð. Það getur svo sannarlega vakið kátínu og ham- ingju þegar lítill hundur eða kettlingur stekkur alskapaður út úr jólapakkanum. Kristín Heiða Kristinsdóttir lærði þó að slíkir pakkar ættu ekki að leynast undir jólatrénu nema gefandinn hefði hugsað sér að taka ábyrgð á dýrinu. Fólki finnst voða sætt að sofa með hvolpinn uppi í rúmi yfir jólahá- tíðina en svo þegar hann er orðinn eins árs er hann kannski 45 kíló, fer úr hárum og slefar www.dyralaeknastofan.is |mánudagur|3. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Einfaldar aðgerðir á borð við handþvott og notkun munngr- isju geta verið áhrifaríkar til að varna inflúensusmiti. »19 Sápa gegn smiti Tímasetning skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að taka út séreignarsparnaðinn sem hugs- aður var fyrir efri árin. »18 Krónur í ellinni UM ÞRIÐJI hver karlmaður á Norðurlöndunum burstar tenn- urnar bara einu sinni á dag að sögn danska dagblaðsins Berl- ingske Tidende. Norrænar konur eru hins vegar öllu duglegri að munda burstann samkvæmt könn- uninni sem gerð var af danska tannheilsuráðinu og tannbursta- framleiðandanum Oral-B. Það hefur löngum verið vitað að munur er á körlum og konum. Norðurlandabúar hafa líka haldið því fram að munur sé á t.d. Norð- mönnum og Svíum. Ofangreind könnun staðfestir hvorutveggja en hún var gerð í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Samkvæmt henni láta 27% karl- manna og 15% kvenna sér nægja að bursta tennurnar einu sinni á dag og eru finnskir karlar lat- astir við tannburstunina. Létu 7% finnskra manna þannig duga að bursta tennurnar tvisvar í viku. Langstærstur hluti þátttakenda burstaði hins vegar tennurnar tvisvar á dag og komu sænskar konur þar best út – 93% þeirra bursta tennurnar að minnsta kosti tvisvar á dag. Rétt burstun lykilatriði Jafnvel þótt einhverjar hugsi sig kannski tvisvar um eftir að hafa fengið slíkar upplýsingar áður en þær kyssa finnskan karl- mann þarf tíðni tannburstunar ekki að skipta höfuðmáli þegar kemur að heilbrigðum tönnum. Mestu máli skiptir hversu vel þær eru burstaðar. „Ef maður burstar tennurnar rétt ætti að vera nóg að bursta þær einu sinni daglega,“ segir El- isabeth Gregersen, formaður danska tannheilsuráðsins. „Hins vegar eru fæstir nægilega ná- kvæmir við tannburstunina til að eitt skipti dugi. Þess vegna þurfa flestir að bursta tennurnar oftar en einu sinni daglega.“ Litur og hönnun burstans Könnunin sýndi líka að Danir voru líklegastir til að velja tann- bursta eftir tegund, Norðmenn spáðu mest í litinn, Svíarnir voru meðvitaðastir um verðið á meðan Finnarnir veltu hönnuninni mest fyrir sér. Það reyndist þó ekki bara vera munur eftir kyni eða þjóðerni hvað burstagleðina varðar, því langskólagengið fólk reyndist einnig duglegra að bursta tenn- urnar en þeir sem einungis áttu grunnnám að baki. „Ástæða þessa er sú að langskólagengið fólk er líklegra til að vera meðvitaðra um eigið ágæti og útlit. Það lifir líka almennt heilbrigðara lífi, borðar hollari mat og hreyfir sig meira,“ hefur blaðið eftir Greger- sen. Loks virðist sem eldra fólk sé uppteknara af tannheilsu en þeir sem yngri eru. Karlar latari við að bursta tennurnar Morgunblaðið/Ásdís Tvisvar á dag Um 93% sænskra kvenna burstar tennurnar tvisvar á dag á meðan 7% finnskra karla lætur nægja að bursta þær tvisvar í viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.