Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ hirsistöngla sem ætl- aðir eru búrfuglum. Víkverja hefur gefist vel að hengja fóð- urbolta upp á trén, set- ur til að mynda stóran og girnilegan fitubolta um tvo metra frá stofu- glugganum. Auðnutitt- lingarnir kippa sér ekkert upp við það þótt Víkverji standi svo ná- lægt þeim og fylgist með þeim úr stofu- glugganum. Þrestir hafa góða lyst á eplum og þau eru líka tilvalin til að laða að gráþresti, svart- þresti eða jafnvel silkitoppur þegar þær flækjast hingað til lands. Fita er ein besta fæðan handa fuglunum, enda þurfa þeir mikla orku til að halda á sér hita í frost- hörkum. Þess vegna er tilvalið að gefa þeim tólg, kjötsag, flot, mör, kjötafganga, osta, hangiflot og ann- að feitt lostæti. Aðrir matarafgang- ar, til að mynda brauð og kökur, eru líka vinsælir, sérstaklega hjá stör- um, sem eru alætur. Þetta og margt fleira kemur fram í fróðlegri grein um vetrarfóðrun fugla eftir Jóhann Óla Hilmarsson á vef Fuglaverndarfélags Íslands, www.fuglavernd.is. Víkverji hvetur fólktil að gleyma ekki fuglunum nú þegar veturinn er genginn í garð. Víkverji hefur mikla ánægju af því að fylgjast með smáfugl- unum sem sækja í tré í garði beint fyrir fram- an stofugluggann. Fuglunum fjölgaði í garðinum þegar Vík- verji byrjaði að gefa þeim reglulega í fyrra- vetur og hann gat verið viss um að sjá stóran hóp fugla gæða sér á fóðrinu með tilheyr- andi tísti og söng í hvert sinn sem hann horfði út í garð- inn. Núna eru fuglarnir byrjaðir aftur að safnast saman í garði Víkverja, aðallega auðnutittlingar, starar og þrestir. Víkverji hefur miklar mætur á auðnutittlingnum, sem er nettur og fallegur fugl, en starinn er líka líf- legur og skemmtilegur. x x x Víkverji vonast til þess að getalaðað fleiri tegundir að garð- inum og reynir því að hafa matseð- ilinn sem fjölbreyttastan. Auðnutittlingarnir eru sólgnir í finku- og gárafræ og sækja líka í         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Lífeyrir er sem kunnugt erað fullu skattskyldur oghækkar hann því tekju-skattsstofn. Þetta hefur skapað ákveðin vandamál hjá þeim sem ekki eiga drjúgan séreign- arssjóð þegar kemur að því að taka út sjóðseignina í heild eða að hluta. Þannig geta verið nokkrar auka- verkanir af séreignarsparnaðinum, svo sem hærri afborganir af náms- lánum, lækkun vaxtabóta, húsa- leigubóta eða barnabóta. Þarna getur hallað nokkuð á hinn venjulega launþega þar sem t.d. sjálfstæðir atvinnurekendur geta hafið töku lífeyris á meðan þeir eru enn starfandi og þá lækkað launa- greiðslur til sín á móti. Þar með sit- ur meiri hagnaður eftir í fyrirtæk- inu og eingöngu er greiddur fjármagnstekjuskattur af arð- greiðslum en hann er 10%. 24 þúsund krónur urðu að fjögur þúsund krónum Eitt helsta vandamálið virðist liggja í tekjutengingum í kerfi Tryggingastofnunar sem eru mjög miklar. Þar sem allir fá lífeyri frá Tryggingastofnun hefst skerðingin frá fyrstu krónu og getur hún verið veruleg, t.d. ef greiðslur úr lífeyris- sjóði eru nægjanlega háar. Þannig eru til dæmi þess að greiðsla úr líf- eyrissjóði hafi nánast gufað upp eft- ir tekjuskerðingu greiðslna frá Tryggingastofnun. Þá þarf einnig að hafa í huga að hægt er að fresta töku lífeyris og getur ávinningur af því verið tals- verður þar sem höfuðstóll hækkar hratt síðustu árin með hjálp vaxta og lífeyrisgreiðslna. Ef hinsvegar lífeyrisþegi verður fyrir alvarlegum heilsubresti getur stór hluti ávinn- ings af frestun lífeyristöku runnið til hins opinbera þar sem allar skattskyldar tekjur og helmingur fjármagnstekna umfram ákveðna krónutölu rennur til vistheimilis þess sem lífeyrisþegi dvelur á, þó aldrei meira en sem nemur upphæð dvalarkostnaðar. Dæmi um að menn lendi í mínus Guðni Sörensen er einn þeirra sem telja sig hafa farið illa út úr því að taka út eign í séreignarlífeyr- issjóði. „Í dag fær maður kannski 20% eftir að skerðingarhlutfallið var lækkað. Ég byrjaði að leggja fyrir um ári eftir að þessi séreign- arsparnaður var settur á laggirnar og þetta var nú ekki orðin stór upp- hæð enda skiptir það í raun og veru ekki máli. Ég ætlaði að taka út 24 þúsund krónur á mánuði en þegar upp var staðið hefði ég ekki haft eft- ir nema fjögur þúsund krónur, vegna skattsins og tekjutenging- arinnar frá Tryggingastofnun,“ seg- ir Guðni. „Það eru til dæmi um að menn hafi lent í mínus. Það hefur hrein- lega verið tekið meira af þeim en þeir hafa fengið,“ segir Guðni en hann átti eftir tæp þrjú ár í að taka út ellilífeyri þegar hann varð óvinnufær og hafði það mikil áhrif á lífeyrinn þar sem hann átti ekki kost á því að forðast tekjuteng- inguna. „Ég hafði grun um þessa tekjutengingu og spurðist því fyrir um þetta. Ég hefði þurft að taka þetta út á skattaárinu áður en ég fór á eftirlaun því þá hefði ég slopp- ið við tekjutenginguna. Ef þú ætlar að byrja að taka lífeyri Trygg- ingastofnunar 67 ára þarftu eig- inlega að taka allan sjóðinn út í einu þegar þú ert 65 ára en með því móti kemst lífeyrisþeginn hjá skerðingu Tryggingastofnunar þar sem lífeyr- isgreiðslur þaðan hefjast ekki fyrr skattaárið eftir,“ segir Guðni. „Í raun og veru finnst mér þetta vera mismunun og mannréttindabrot því t.d. alþingismenn og ráðherrar hafa skapað sér réttindi í gegnum eft- irlaun sem ekki skerðast – þetta er mannréttindabrot samkvæmt stjórnarskrá.“ Það má því segja að heilsuhraust fólk geti notið góðs af því að fresta töku lífeyris en þeir sem ekki eru svo heppnir að njóta góðrar heilsu geta borið mjög skarðan hlut frá borði ef töku lífeyris er frestað. Hvað framtíðin ber í skauti sér, sér- staklega varðandi heilsu lífeyris- þega, getur því haft mikil áhrif á endanlegar lífeyrisgreiðslur þegar á að fara að njóta þeirra að lokinni langri starfsævi. ingvarorn@mbl.is Mikilvægt að huga að því hvenær viðbótarlífeyrissparnaður er tekinn út Morgunblaðið/Ómar Rýrnun Ég ætlaði að taka út 24 þúsund krónur á mánuði en þegar upp var staðið hefði ég ekki haft eftir nema fjögur þúsund krónur, vegna skattsins og tekjutengingarinnar frá Tryggingastofnun,“ segir Guðni Sörensen. AP Efri ár Hægt er að fresta töku lífeyris og getur ávinningur af því verið tals- verður þar sem höfuðstóll hækkar hratt síðustu árin. Fram hefur komið hversu mikið hags- munamál val á lífeyr- issjóði getur verið. Þessi mál geta hinsvegar tek- ið óvænta stefnu þegar lífeyrir frá Trygg- ingastofnun er þeginn og hefur Guðni Sören- sen reynslu af því. Ingv- ar Örn Ingvarsson ræddi við Guðna. Hundar geta ímyndað sér af-stæða hluti líkt og viðmanneskjurnar. Þeir eru heldur ekki svo galnir þegar kemur að tölvum. Þetta kemur fram á norsku vefsíðunni forskning.no. Austurrískir vísindamenn hafa rannsakað hugsanagetu hunda með aðstoð tölvubúnaðar með snertiskjá. Meðal þess sem kom í ljós við rann- sóknir þeirra var að hundarnir sem þeir rannsökuðu gátu skilið sam- settar litmyndir og flokkað þær í mismunandi flokka. Vísindamennirnir vildu kanna hvort hundar gætu þekkt og flokkað myndir og hvort þeir gætu yfirfært þann lærdóm sem þeir drægju af því á aðrar aðstæður. Fjórum hundum voru sýndar myndir af hundum og landslagi og gátu eftir það valið með aðstoð snertiskjásins. Fyrsti hluti tilraunarinnar var þjálfun þar sem hundunum voru sýndar landslagsmyndir og hunda- myndir á sama tíma. Þegar þeir völdu hundamyndirnar fengu þeir verðlaun, svokallaða jákvæða örvun. Að þjálfun lokinni fóru hundarnir í tvennskonar próf. Fyrst fengu þeir að sjá nýjar myndir af hundum og landslagi og héldu þá áfram að velja hundamyndirnar. Niðurstöður vís- indamannanna eru þær að hundarn- ir hafi haft getu til að yfirfæra lær- dóminn frá þjálfunartímanum á nýjar myndir, jafnvel þótt þeir hefðu aldrei séð þær áður. Límt yfir landslag Í hinu prófinu voru hundunum sýndar hundamyndir sem höfðu ver- ið límdar yfir landslagsmyndirnar sem notaðar voru á þjálfunartím- anum. Þar með stóðu þeir frammi fyrir mótsagnarkenndum upplýs- ingum. Annars vegar tóku þeir eftir nýju, jákvæðu áreiti í hundamynd- unum og hins vegar þekktu nei- kvæðu áreiti í landslagsmyndunum. Í þeim tilfellum þar sem sepparnir gátu valið milli nýju hundamynd- arinnar sem lá yfir gömlu landslags- myndinni og alveg nýrrar landslags- myndar, sem ekki var tengd við hundamynd, völdu þeir nýju hunda- myndina. Niðurstöðurnar sýna að hundarnir gátu búið til hugtak í huga sér, þ.e. „hund“. Hins vegar er ekki hægt að ráða af tilrauninni hvort hvuttarnir þekktu félaga sína á myndunum í raun og veru sem hunda. Vísindamennirnir segja tölvur með snertiskjá opna fyrir nýja möguleika við að prófa hugsanagetu hunda. Kosturinn er nefnilega sá að með tölvubúnaðinum er komið í veg fyrir möguleg áhrif hinna mennsku rannsakenda á dýrin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvutti Gáfaðari en margur hyggur. Klókasti vinurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.