Morgunblaðið - 03.12.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 03.12.2007, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g veit að það þykir ekki fínt að hneykslast á listamönnum. Sumum finnst slíkt jafnvel hneykslanlegt. En ég ætla nú samt að láta mig hafa það. Tek þó fram áður en lengra er hald- ið, að ég er ekki á nokkurn hátt að alhæfa um listafólk og list. Ég er að tala um eitt ákveðið tilvik, eitt ákveðið „listaverk“ og einn ákveðinn „listamann“. Grátbroslegustu fréttir síðustu viku voru án efa af unga, íslenska listamanninum sem olli miklu upp- námi í Toronto í Kanada með „list- gjörningi“ sem fólst í því að koma fyrir eftirlíkingu af sprengju á menningarsögusafni þar í borg, með þeim afleiðingum að lögregla var kölluð til, safninu lokað og þúsundir manna urðu fyrir barðinu á listinni. Sjálfur sagði listamaðurinn í viðtali við Morgunblaðið að viðbrögð fólks- ins hefðu verið hluti af listaverkinu. Þau orð hans eru athyglisverð. Fyr- ir utan að vera kannski í meira lagi sjálfbirgingsleg eru þau til marks um að listamaðurinn hafi meðvitað notað fólkið, án þess að láta það vita – hvað þá að fá beinlínis leyfi – sem efnivið í listaverkið sitt. Að nota annað fólk er hámark siðleysisins. En kannski var þetta bara hugs- unarleysi ungs manns. Umræddur „listamaður“ er ekki nema 24 ára, og líklega verður það virt honum til vorkunnar. Hann sagði ennfremur í viðtali við Morgunblaðið á föstudaginn að hann hefði með verkinu verið að feta í fótspor Marcels Duchamps, sem varð frægur fyrir að stilla upp kló- setti og kalla það listaverk. Mun- urinn er þó sá, að verk Duchamps kom ekki illa við nokkurn mann (raskaði í mesta lagi hugmyndum einhverra um hvað sé list – og það er gott og gilt). Listamaðurinn íslenski bætti því svo við, að með því að setja skúlp- túrinn (af sprengjunni) „í annað samhengi“ hafi skúlptúrinn hætt að vera skúlptúr og orðið að sprengju. Þetta er einfaldlega rangt. Sprengja er hlutur sem getur sprungið og valdið skaða og jafnvel manntjóni. Skúlptúr getur ekki gert slíkt, og breyting á samhengi getur ekki breytt eðli efnisins sem skúlptúrinn er gerður úr. Það sem hér að ofan er nefnt bendir allt til þess að blessaður listamaðurinn ungi hafi kannski svo- lítið ofvaxnar hugmyndir um lista- verk og mátt þeirra, og að þetta of- mat hafi nú orðið til þess að hann gæti endað í fangelsi. Þó er rétt að nota hér tækifærið og höfða til vel þekkts umburðarlyndis Torontobúa og biðja þá að sýna sjálfhverfum og skammsýnum íslenskum listamanni skilning. Hann nefndi líka – í Frétta- blaðinu, held ég – að „listaverkið“ hafi haft eitthvað með að gera breytt viðbrögð fólks við sprengju- hótunum eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum fyrir sex árum. Ja, ég segi nú bara eins og Ameríkanar: Döö! Allt vekur þetta gamalkunnar spurningar um inntak og hlutverk listarinnar í samfélaginu, og ekki úr vegi að nota tækifærið og velta þess- um spurningum fyrir sér rétt eina ferðina. Ég skal viðurkenna að þetta eru ekki frumlegar vangaveltur, fjarri því. Það hefur löngum verið mörgum listamanninum hjartfólgið að ýta smáborgaranum út úr fastskorð- uðum veruleika hans. Róta í hug- myndaheimi hans og „vekja hann til umhugsunar.“ Listamenn hafa um langan aldur tuggið þessa klisju, og eru enn að því. En hvenær ganga þeir of langt? Jú, þegar þeir fara að nota fólk, valda því tjóni eða meiða það, þá er of langt gengið. Það er allt í lagi að róta við hugmyndum fólks, og ég held að flest fólk sé ákaflega opið fyrir að láta róta við hugsun sinni. Tökum dæmi af klósettskál of- annefnds Duchamps. Hún hafði ef- laust mikil áhrif á hugmyndir fólks um list. En Duchamp notaði ekki fólk við að búa til þetta listaverk, og hann olli engum tjóni með því. „Listamaðurinn“ íslenski í Tor- onto, sem hér um ræðir, sýndi aftur á móti fólki lítilsvirðingu, notaði það til að ná sínu eigin markmiði (að búa til list) og olli beinlínis skaða sem á ekkert skylt við að róta við við- teknum hugmyndum smáborg- aralegs samfélags. Það má svo ennfremur velta því fyrir sér hvaða hvatir geti legið að baki uppátæki á borð við meintan „listgjörning“ íslenska listamanns- ins. Er það sköpunarþrá? Ef til vill. En þar sem ætla má að listamað- urinn hafi vel gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar verkið myndi hafa – koma róti á líf og fyrirætlanir fjölda manns – er ekki út í hött að álykta að hin eiginlega hvöt að baki verkinu hafi verið drottnunargirnd. Löngun til að sýna vald sitt. Gott og vel, margir eru haldnir drottnunargirnd og vísast getur maður fengið „kikk“ út úr því að beita annað fólk valdi. En það er harla ómerkilegt að fá útrás fyrir svona hvatir með því að koma óorði á listir og listafólk. Og þó, það er ef til vill of djúpt í árinni tekið að tala um drottn- unargirnd; kannski var þetta ekki annað en ómæld sjálfhverfa. Þess eru jú dæmi að listamenn séu kannski svolítið í sjálfhverfari kant- inum, ekki satt? Svo má auðvitað velta því fyrir sér hvort ekki sé réttlætanlegt að færa fórnir fyrir listina? Mega ekki listamenn gera ýmislegt sem enginn óbreyttur almúgamaður kæmist upp með? Ég verð víst að viðurkenna að ég hef aldrei skilið þá hugsun að lista- mönnum leyfist, í nafni listarinnar, eitt og annað sem aðrir mega ekki gera. Ég kemst aldrei yfir þá hugs- un að þetta sé afsökun fyrir sjálf- hverfu og frekju. Enda hef ég oft verið sakaður um að hafa ekkert vit á listum, og jafnvel að vera öfund- sjúkur út í fólk með frumlega hugs- un. Mér til afbötunar segist ég hafa það prinsipp að ekkert geti verið meira um vert en virðing fyrir manneskjum. Jafnvel ekki list eða „frumleg hugsun.“ Og ég er alveg sannfærður um að það er hámark siðleysisins að nota annað fólk án þess að fá hjá því heimild fyrst. List og siðleysi » Þar sem ætla má að listamaðurinn hafi vel gertsér grein fyrir því hvaða afleiðingar verkið myndi hafa er ekki út í hött að álykta að hin eig- inlega hvöt að baki verkinu hafi verið drottn- unargirnd. Löngun til að sýna vald sitt. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is HÉR á árum áður var aðstoð við fatlað fólk einungis byggð á ölm- usu. Fatlað fólk ýmist flakkaði á milli bæja eða var sett niður á bæi sem hreppsómagar. Algengt var að það þyrfti að betla til að eiga í sig og á. Fatlað fólk átti þannig lífs- gæði sín og lífskjör al- gjörlega undir góð- mennsku annarra. Nú er öldin önnur og ásamt því að búa við traust velferðarkerfi kveða lög og stjórn- arskráin á um rétt manna til þjónustu. Þannig segir í lögum um málefni fatlaðra að markmið þeirra sé að tryggja fötluðu fólki skilyrði til að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í þjóð- félaginu til jafns við aðra. Samt er það deginum ljósara, öll- um þeim sem á einhvern hátt koma að málefnum fatlaðra, að það er eitthvað stórkostlegt sem vantar upp á til að réttindi þeirra séu tryggð og þeim séu búin almenni- leg skilyrði til að teljast fullgildir þátttakendur í þjóðfélaginu. Þetta gildir ekki bara um fatlað fólk á Ís- landi heldur út um allan heim og því hafa Sameinuðu þjóðirnar brugðist við með nýjum alþjóð- legum sáttmála til að tryggja rétt- indi fatlaðra. Sá sáttmáli var und- irritaður fyrir Íslands hönd í lok mars á þessu ári. Síðastliðið sumar gerði ég rann- sókn á því hvað fólk með þroska- hömlun veit um réttindi sín. Í framhaldinu bjó ég til námskeið fyrir fólk með þroskahömlun, sem fjallar um réttindi þeirra og er nú kennt í Fjölmennt. Flestum okkar finnst sjálfsagt að geta ráðið því hvaða fötum við klæðumst, hvað við fáum okkur að borða, hvenær og hversu oft við förum í bað og svo framvegis. Okkur þykir einnig sjálfsagt að ráða ferðum okkar sjálf, ráðstafa peningunum okkar að eigin geðþótta og velja hvað við gerum í frítíma okkar. Þá þætti okkur líklegast fráleitt að þurfa að sæta því að einhver annar réði því hvar við ættum að búa eða með hverjum. Því miður eru þessi dæmi lýsandi um þær að- stæður sem margt fatlað fólk býr við á Íslandi í dag. Sem þroskaþjálfi og laganemi verð ég oft hissa á því hversu himinn og haf skilur oft milli réttinda fatl- aðra í orði og á borði. Hver á að gæta rétt- inda þeirra sem ekki geta það á eigin spýt- ur? Í lögum er kveðið á um fyrirkomulag réttindagæslu á þann hátt að trúnaðarmaður fatlaðra er skipaður á hverju svæði til að treysta réttindi fatlaðs fólks á heimilum þess á sviði einkalífs og meðferðar fjármuna. Á starfssvæði Reykjavíkur og Reykjaness starfar einn trúnaðarmaður í fullu starfi en þar býr meirihluti fatlaðs fólks Ís- landi. Vandséð er hvernig ein manneskja á að geta uppfyllt þetta hlutverk og ljóst að réttaröryggi þess fatlaða fólks sem þarna býr er ekki tryggt. Svæðisskrifstofur málefna fatl- aðra gegna því hlutverki að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess þjónustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Hins vegar er því svo farið að þessi sama stofnun sér um að meta þjónustuþörfina, veita þjónustuna, hafa eftirlit með henni og þar að auki þarf hún að halda sig innan ákveðins fjárhagsramma. Stenst slík skipan lög? Er hægt að útkoman verði með öðru yfirbragði en ölmusu? Alls staðar er þess gætt að ekki sé farið út fyrir fjár- hagsrammann en minna kveður að því að fylgst sé með því hvort rétt- indi fatlaðs fólks til þjónustu séu virt. Ofan á þetta bætast svo skammarlega lág laun þeirra, sem ráðast til þessa starfa, sem gerir það ennþá erfiðara að gera kröfur um gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Þegar breytt var frá skipan ölmusu, yfir í að tryggja réttindi fatlaðs fólks til þjónustu, er eins og gleymst hafi að uppfæra hugs- unarháttinn til samræmis. Aðrar þjóðir hafa löngum litið landið okkur öfundaraugum.Við er- um rík þjóð í örum vexti með sterkt velferðarkerfi. Við eigum að geta staðið miklu betur að þjónustu við fatlað fólk, tryggt réttindi þess og búið því full lífsgæði. Það eru mannréttindi fatlaðs fólks að við notum sameiginlegt velferðarkerfi okkar til að veita því stuðning í samræmi við þarfir og gera þannig hverjum einstaklingi kleift að lifa og starfa í samfélaginu á eigin for- sendum. Það er á ábyrgð okkar allra að breyta þeim rótgrónu við- horfum að fötlun sé harmleikur. Þess í stað eigum við að fagna fjöl- breytileikanum í allri sinni mynd og hafa metnað til þess að auka lífsgæði fatlaðs fólks á öllum svið- um. Ég sé þennan nýja sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem tækifæri fyrir okkur til að vakna til vitundar um hlutverk okkar sem fyrirmynd annarra þjóða og skapa samfélag þar sem góð þjónusta er við- urkennd sem réttur fatlaðs fólks. Samfélag þar sem allir eru metnir að verðleikum og allir fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin for- sendum. Gleymdist að uppfæra hugsunarháttinn? Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir skrifar um réttindi fatlaðs fólks » Þegar breytt varfrá skipan ölm- usu í að tryggja rétt- indi fatlaðs fólks til þjónustu er eins og gleymst hafi að upp- færa hugsunarhátt- inn til samræmis. Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir Höfundur er þroskaþjálfi og laganemi. ÞÓTT rætt hafi verið um það opinberlega hvort fórnarlömb mansals sé að finna hér á landi þá hafa opinberir aðilar, utan í einu tilviki nýverið, ekki staðfest að svo sé. Hins vegar hafa aðilar sem starfa fyrir ýmis frjáls fé- lagasamtök og stofn- anir hitt þau fyrir í starfi sínu. Mansal er meðal þeirra glæpa sem hvað erfiðast hef- ur reynst að uppræta, ekki síst vegna þess hve föst tök glæpa- mennirnir hafa á fórnarlömbum sínum og þess hve treglega gengur að fá almenn- ing til að horfast í augu við að þetta er staðreynd. Á nýlegum fundi samstarfsaðila í þriggja ára tilraunaverkefni, sem miðar að samvinnu milli Norð- urlanda og Eystrasaltsríkja til að koma á stuðningsúrræðum og vernd fyrir fórnarlömb mansals í kynlífsiðnaði, kom það berlega fram að mansal teygir anga sína hingað. Á fundinum staðfestu m.a. fulltrúar Alþjóðahúss, Kvenna- athvarfs, Stígamóta, lögreglunnar og félagsþjónustunnar að þeir hefðu talað við fórnarlömb man- sals hér á landi og í öllum tilvikum voru þau fleiri en eitt. Þetta var fullyrt þrátt fyrir að beitt væri af- markaðri og þröngri skilgreiningu á mansali og tekið mið af gátlista sem Norðmenn hafa sett saman til aðstoðar þeim sem líklegt er að hafi, starfs síns vegna, afskipti af fórnarlömbum mansals. Væntanlega hefur fólk mjög mismunandi hug- myndir um hvað man- sal er. Flestir setja það í samband við frelsissviptingu, of- beldi, þvingun og skipulagða glæpa- starfsemi. Allt þetta á vissulega við en mik- ilvægt er að gera sér grein fyrir því að samkvæmt Palermo- viðaukanum um man- sal, sem gerður var við samning Samein- uðu þjóðanna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem og samningi Evrópuráðsins um að- gerðir gegn mansali, skiptir sam- þykki einstaklingsins ekki máli ef beitt er þeim aðferðum sem þar eru taldar upp. Þess vegna skiptir ekki máli hvernig það bar til að kona er í vændi eða veitir aðra kynlífsþjónustu, ef einhver hag- nýtti sér bága stöðu hennar til þess að leiða hana út í það. Á öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi hefur verið gerð að- gerðaáætlun til aðstoðar fórn- arlömbum mansals. Svíþjóð hefur að vísu enn ekki lagt fram sína áætlun en það verður gert nú í desember. Brýnt er að sem fyrst verði gengið frá slíkri aðgerða- áætlun hér á landi enda afar brýnt að vernda og aðstoða fórnarlömb mansals eins og framast er unnt. Skal í þessu sambandi enn vísað til Palermo-viðaukans, en þar seg- ir m.a. að stjórnvöld skuli vinna í samvinnu við frjáls félagasamtök og aðrar viðeigandi stofnanir og einkaaðila til þess að tryggja fórn- arlömbum mansals ráðgjöf og upp- lýsingar um réttarstöðu þeirra á tungumáli sem einstaklingurinn skilur. Enn fremur verður ekki séð að ríki geti fullgilt samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali ef þau bjóða engin úrræði til aðstoðar fórnarlömbum man- sals. Nauðsynlegt er að bjóða fórnarlömbum mansals raunhæf stuðningsúrræði, hvort sem um ræðir félagsleg eða lagaleg úrræði, svo þau geti aftur náð fótfestu í lífinu og tekið þátt í samfélaginu á ný. Um mansal á Íslandi Margrét Steinarsdóttir skrifar í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi » Brýnt er að semfyrst verði gengið frá slíkri aðgerða- áætlun hér á landi … Margrét Steinarsdóttir Höfundur er lögfræðingur Alþjóðahúss.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.