Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 29
SAMFOK, samband foreldra-
félaga og foreldraráða í grunn-
skólum Reykjavíkur hefur
ákveðið að bjóða foreldrum
grunnskólabarna til fundar
þriðjudaginn 4. desember.
Fundurinn verður haldinn í
Vogaskóla við Ferjuvog, geng-
ið inn frá Skeiðarvogi, og hefst
hann kl. 20.
Í fréttatilkynningu segir að
undanfarnar vikur hafi komið
fram í fjölmiðlum að sett hafi
verið upp endurvarpsloftnet
fyrir gsm-síma á þökum nokk-
urra grunnskóla í Reykjavík.
Vaknað hafa spurningar um
áhrif slíks búnaðar á heilsu
barnanna og verður leitað
svara við þeim á fundinum.
Síðara efni fundarins verður
,,Ókeypis grunnskóli – hvað
þýðir það?“ Menntamálaráðu-
neytið hefur ítrekað að grunn-
skólinn á, skv. lögum, að vera
foreldrum og nemendum að
kostnaðarlausu en þetta hefur
ennfremur vakið upp margar
spurningar. Hvar og hver eru
mörkin? Verður að leggja af
allar vettvangsferðir? Er bann-
að að borga? Má rukka og þá
fyrir hvað? Hvað um frjáls
framlög – má safna? Hvað um
umbunarkerfi þeirra skóla sem
senda reikninginn til foreldra?
Hvernig hefur Reykjavík-
urborg brugðist við þessari
þróun?
Stutt framsöguerindi verða
en áhersla lögð á að foreldrar
hafi gott tækifæri til að spyrja
og fræðast um þessi málefni,
segir í fréttatilkynningu. Fund-
urinn er opinn öllum foreldrum
grunnskólabarna í Reykjavík
en staðfesta þarf þátttöku á
samfok@samfok.is eða í síma
562-7720.
Ræða ókeypis grunnskóla
og geislun í umhverfi
FJÓRIR nemendur, sem út-
skrifast hafa úr eðlis- og efna-
fræðiskorum raunvís-
indadeildar Háskóla Íslands,
hljóta verðlaun úr Verðlauna-
sjóði Guðmundar P. Bjarna-
sonar af Akranesi í ár. Verð-
launin eru veitt fyrir
framúrskarandi námsárangur
árin 2006 og 2007.
Verðlaunahafarnir eru Óm-
ar Valsson, sem hlýtur við-
urkenningu fyrir framúrskar-
andi árangur í eðlisfræði árið
2006, og Elfa Ásdís Ólafsdóttir
fyrir framúrskarandi náms-
árangur í lífefnafræði árið
2007. Þeir Sigurður Ægir
Jónsson og Gunnar Sigurðsson
fá viðurkenningu fyrir af-
burðaárangur í eðlisfræði árið
2007. Allir verðlaunahafarnir
hafa hlotið háa fyrstu einkunn
í BS-námi í eðlis- og efnafræði
við Háskóla Íslands. Samtals
nemur verðlaunaféð 1.700 þús-
und krónum, en hver nemandi
fær viðurkenningu að upphæð
400 eða 500 þúsund krónur
Samkvæmt upplýsingum frá
Háskóla Íslands var Verð-
launasjóður Guðmundar P.
Bjarnasonar frá Akranesi
stofnaður árið 2000 með
rausnarlegri gjöf Guðmundar,
sem fæddist á Sýruparti á
Akranesi 1909 og bjó um ára-
bil á Höfða, dvalarheimili aldr-
aðra á Akranesi og lést í febr-
úarmánuði 2006. Tilgangur
sjóðsins er að verðlauna efni-
lega útskriftarnemendur í eðl-
isfræði og efnafræði við Há-
skóla Íslands. Guðmundur átti
þess ekki kost að stunda há-
skólanám en starfaði sem neta-
gerðamaður og fiskmatsmaður
á Akranesi auk þess að stunda
útgerð í félagi við bróður sinn.
Guðmundur var einn af stofn-
endum Knattspyrnufélagsins
Kára árið 1922 og Taflfélags
Akraness árið 1933. Guð-
mundur hefur einnig stofnað
sjóði til stuðnings við efnilega
nemendur úr Brekkubæj-
arskóla, Grundaskóla og Fjöl-
brautaskóla Vesturlands.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Stolt Guðmundur G. Haraldsson, formaður sjóðsstjórnar (lengst
t.h.), og Birgir Örn Arnarson, fulltrúi KB banka (lengst t.v.), ásamt
verðlaunahöfum eða fulltrúum þeirra. Anna Kristín Gunnars-
dóttir, móðir Gunnars Sigurðssonar, Elfa Ásdís Ólafsdóttir, Ómar
Valsson, Sigurður Ægir Jónsson og Hafliði Pétur Gíslason.
Afburðanemendur
verðlaunaðir
Verðlaun í eðlisfræði og efnafræði
úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar
ALÞJÓÐLEG hreysti- og vaxtarrækt-
arkeppni var haldin í Búdapest í gær.
Ljósmyndari þar í borg smellti þessari
un og olíuáburði og nokkuð ljóst að
ófáar stundir liggja að baki í líkams-
ræktarstöðvum.
mynd af keppendum í kvennaflokki
skömmu fyrir keppni. Eins og sjá má
var ekkert til sparað í brúnkuspraut-
Bronslitaðar stálkonur
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 29
tár kl. 13.30, línudanskennsla kl. 18, samkvæm-
isdans byrjendur kl. 19. og framhald kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, leið-
beinandi verður til hádegis. Botsía kl. 9.30, gler- og
postulínsmálun kl. 9.30 og 13, lomber kl. 13, can-
asta kl. 13.15, kóræfing kl. 17.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi
kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9,45 og 10.30, Garðabæj-
armót í botsía kl. 8.30 í Ásgarði, málun kl. 10 og 13,
glerskurðarhópur kl. 13, gönguhópur frá Jónshúsi,
framhaldsnámskeið í bridds í Jónshúsi kl. 13, miðar
á jólagleði seldir kl. 10-16.
Hraunbær 105 | Handavinna og útskurður kl. 9,
bænastund kl. 10, matur kl. 12, myndlist kl. 13, kaffi
kl. 15.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl. 10, hand-
mennt – gler kl. 10-16, Gaflarakórinn kl. 10.30, fé-
lagsvist kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá
Sigrúnu, kertaskreytingar, handstúkuprjón o.fl.
Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Hádegisverður kl. 11.30.
Frjáls spilamennska kl. 13-16.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu kl. 9.30-
11.30 Uppl. í síma 554-2780.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í
Grafarvogssundlaug kl. 9.30.
Leshópur FEBK Gullsmára | Íslenzka stakan og ís-
lenzk fyndni verða í öndvegi 5. desember. Sr.
Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur, Ólafur G. Ein-
arsson, fv. forseti Alþingis, og Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður VG, leiða. Enginn aðgangseyrir.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin, vinnustofa í
handmennt er opin kl. 9-16. Botsía
Sjálfsbjörg | Bridds kl. 19, í félagsheimili Sjálfs-
bjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12.
Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík | Jólafundur
verður 6. desember á Grand hóteli við Sigtún kl.
20. Kaffihlaðborð, leiksýning, o.fl., munið jólapakk-
ana. Verð 2.000 kr
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, handavinna kl.
9.15-15.30, botsía kl. 9, leikfimi kl. 11, hádegisverður
kl. 11.45, kóræfing kl. 13 og kaffi kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Aðventu- og jólafagn-
aður verður 6. desember kl. 18. Fagnaðurinn hefst
með jólahlaðborði, síðan verður skemmtiatriði,
söngur, dans, upplestur o.fl. Skráning og allar uppl. í
síma 411-9450.
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með bænastund /
morgunsöng á Dalbraut 27, kl. 9.30.
Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10-12 ára í Grafarvogs-
kirkju og Húsaskóla kl. 17-18. Æskulýðsfélag fyrir
unglinga í 8.-10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20.
Laugarneskirkja | Jólafundur Kvenfélags Laug-
arneskirkju kl. 20.
dagbók
Í dag er mánudagur 3. desember, 337. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er. (I. Kor. 12, 4.)
FRÉTTIR
Hinn 6. desember næstkom-andi verður haldið fyrstakvöldnámskeið Ostabúð-arinnar á Bitruhálsi. Yf-
irskrift námskeiðsins er Freyðivín og
framandi fingrafæði og fá gestir að
smakka á vínum, ostum og öðru góð-
gæti um leið og sérfræðingar fræða
þá um eiginleika, sögu og framleiðslu
matvælanna.
Eirný Ósk Sigurðardóttir er um-
sjónarmaður Ostabúðarinnar og einn
af kennurum námskeiðsins: „Ef næg
þátttaka fæst standa vonir til að
haldin verði námskeið af þessu tagi á
sex vikna fresti, en námskeiðin eru
haldin í samvinnu við valda víninn-
flytjendur,“ segir Eirný.
Hátíðarsnarl fyrir gamlárskvöld
Þema fyrsta námskeiðsins verður
fingrafæði sem fer vel með kampa-
víni: „Á gamlárskvöld er við hæfi að
skála í kampavíni eða freyðivíni, en
oft er snúið að finna snarl sem pass-
ar vel við slík vín,“ segir Eirný. „En
með réttri leiðsögn má finna hið full-
komna meðlæti, og lauma t.d. Frakk-
ar á mörgum afbragðsostum, eins og
Brillat-Savarin, sem fer einstaklega
vel með kampavíni og kirsuberjum.“
Á léttu nótunum
Eirný segir námskeiðið eiga að
vera bæði fræðandi og skemmtilegt:
„Tekið verður á móti nemendum með
kampavínsglasi og sérvöldu smakki.
Farið verður yfir hvernig útbúa má á
einfaldan hátt smárétti sem slá í
gegn, og því næst ætlar Sigurður
Bjarkason frá Mekka að fjalla um
valin freyðivín,“ segir Eirný. „Þátt-
takendur fá svo tækifæri til að
skrafa saman og skiptast á skoð-
unum en ráðgert er að námskeiðið
verði í heildina tvær klukkustundir
að lengd.“
Örfá pláss laus
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í
námskeiðinu, og fást nánari upplýs-
ingar hjá Ostabúðinni í síma
569 1651. Þátttökugjaldi er stillt
mjög í hóf: „Fá laus pláss eru eftir á
námskeiðinu, en fyrir þá sem ekki
komast að þann 6. desember von-
umst við til að halda styttri kynn-
ingu 28. desember,“ segir Eirný að
lokum.
Heimasíða Ostabúðarinnar á
Bitruhálsi er á slóðinni www.ostar.is.
Matur | Námskeið 6. og 28. desember um úrvalsfingrafæði og vín
Freyðivín og freistingar
Eirný Ósk Sig-
urðardóttir fæddist
í Reykjavík 1973.
Hún lauk BA-gráðu
í hótelstjórnun frá
Queen Margaret
College, framhalds-
gráðu í viðskiptum
frá Napier Univers-
ity og MSC-gráðu
frá Chartered Institute of Marketing.
Eirný starfrækti veisluþjónustu um
langt skeið, eigin krá og kenndi um
langt skeið við Edinburgh School of
Food and Wine. Hún hóf störf hjá Osta-
búðinni 2007.
Fyrirlestrar og fundir
Geðhjálp | Túngötu 7. Kvíðahópur Geðhjálpar kemur saman
kl. 19.30-21. Allir sem eiga við viðhlítandi vandamál að
stríða eru velkomnir.
Kaffi Kúltúr | Mansal á Íslandi, erindi og umræður kl. 12, á
vegum Alþjóðahúss og Kvenréttindafélagsins.
Fréttir og tilkynningar
AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtakanna er 895-1050.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, við-
talstími hjúkrunarfræðings kl. 9-11. Viðtalstími
hjúkrunarfræðings, botsía kl. 10, hádegismatur kl.
12, félagsvist kl. 14, kaffi kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, morg-
unkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, búta-
saumur, kaffi. Aðventuskemmtun verður 7. des. kl.
17. Söngur, gamanmál, jólasaga, hátíðarkór. Jóla-
hlaðborð frá Lárusi Loftssyni. Miðaverð 3.500 kr.
Skráning í s. 535-2760 f. 5. des.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Jólatvímenningur
kl. 13 í Gullsmára. Fimm spiladagar. Konfektverð-
laun.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist í Gull-
smára á mánudögum kl. 20.30, í Gjábakka á mið-
vikudögum kl. 13 og föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Bridds kl. 13, kaffi-