Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 34
34 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Hitman 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Hitman 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Dan in Real Life kl. 5:45 - 8 - 10:15 Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Balls of Fury kl. 4 - 6 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 Sími 564 0000Sími 462 3500 * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 - Kauptu bíómiðann á netinu - DAN Í RAUN OG VERU Frábær rómant ísk gamanm ynd efti r handrit höfund About a Boy Steve Carell úr 40 year Old Virgin og Evan Almighty leikur ekkill sem verður ástfanginn af kærastu bróður síns! S T E V E C A R E L L Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? ÁSTARSORG Stórskemmtileg rómantísk gaman- mynd um ungan mann sem er sannfærður um að hann muni aldrei verða ástfanginn aftur! Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! BORÐTENNISBULL Með íslensku tali THIS IS ENGLAND eeee - T.S.K., 24 Stundir eeee - H.J. Mbl. eee „...Raunsæ, hugljúf og angurvær í senn“ -T.S.K., 24 Stundir „Gamandrama sem kemur á óvart“ -T.S.K., 24 Stundir eeee - V.J.V., Topp5.is eeee - Empire Vönduð frönsk stórmynd, sem er að fara sigurför um heiminn, um litskrúðuga ævi Edith Piaf. LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” eee - H.J., MBL “Töfrandi” Ve rð a ðeins 600 kr . Leigumorðinginn Njósnari 47 er hundeltur bæði af Interpol og rússnesku leyniþjónust- unni og þarf að komast að því hver sveik hann! Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvu- leikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. Með íslensku tali LEIGUMORÐINGINN FYRIR LÖMB LJÓN eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” Hitman kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Dan in Real Life kl. 6 - 8 Rendition kl. 10 B.i. 16 ára Hitman kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Dan in Real Life kl. 5:45 - 8 - 10:15 La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 8 - 10 B.i. 12 ára This is England kl. 6 Terence David John Pratchett, semþekktur er undir nafninu Terry Pratc-hett, er einn vinsælasti rithöfundurheims og hefur verið undanfarna ára- tugi. Hann er þekktastur fyrir Diskworld-bækur sínar, sem selst hafa í um fimmtíu milljónum eintaka og verið þýddar á 34 tungumál, þar á meðal íslensku, því fyrsta Diskworld-bókin, The Colour of Magic, kom út á íslensku fyrir skemmstu undir nafninu Litbrigði galdranna – Saga úr Diskheimum. Á fimmta tug bóka Terry Pratchett er kominn fast að sextugu og hefur fengist við ritstörf frá unglingsárum, en fyrsta Diskheimsbókin, áðurnefnd Litbrigði galdranna, kom út 1983. Hann er afkastamikill höfundur eins og sést af því að á þeim aldar- fjórðungi sem liðinn er frá því fyrsta bókin kom út hefur hann skrifað 36 Diskheimsbækur og ellefu bækur til viðbótar, en reyndar eru tvær af þeim ellefu samstarfsverkefni. Í spjalli við Pratchett kemur fram að þótt hann hafi gengið í gegnum erfið veikindi fyrir stuttu, hann fékk heilablóðfall í ágúst síðast- liðnum, þá er hann enn að og býsna sprækur. Aðspurður um sína nýjustu bók, Making Money, sem kom út fyrir rétt rúmum tveimur mánuð- um, segist hann lítið hugsa um hana sem stend- ur, enda sé hann á síðustu metrunum með aðra bók. „Mér finnst best að byrja á einni bók um leið og ég lýk við aðra og fyrir vikið er nýjasta bókin fyrir mér sú sem ég er að ljúka við frekar en sú sem er nýkomin út. Það er alltaf góð tilfinning að ljúka við bók og það að byrja strax á annarri viðheldur þeirri tilfinningu og dregur um leið úr leiðindunum sem fylgja því að lesa yfir verkið sem var að klárast.“ Ekki sömu afköst Eins og getið er fékk Pratchett slag í haust, en hann segist hafa sloppið mjög vel úr þeim hremmingum. Hann segir þó að ekki muni hann halda sömu afköstum og forðum, en hann skrif- aði tvær bækur á ári, því hann nái ekki sama hraða í innslætti. „Ég þurfti að læra að vélrita upp á nýtt og mér veitist það stundum erfitt að skrifa þótt ekki vanti hugmyndirnar,“ segir hann og aðspurður hvort það hafi hvarflað að honum að hætta að skrifa segir hann að honum hafi svo sem dottið það í hug. „Áður fyrr hefði ég sjálfsagt sagst myndu skrifa fram í rauðan dauðann, en nú hugleiði ég það stundum að það gæti verið gaman að skrifa ekki.“ Þrátt fyrir þetta segist Pratchett síst orðinn leiður á Diskheimsbókum sínum þótt hann hafi tekið upp á því fyrir nokkrum árum að skrifa öðruvísi bækur, bækur sem vissulega gerast í sama heimi en eru skrifaðar fyrir börn. Það var næg upplyfting fannst honum og undanfarin ár hefur hann skrifað til skiptis Diskheimsbækur fyrir börn og fullorðna. „Að þessu sögðu þá verður næsta bók mín, sú sem ég er að ljúka við núna, barnabók sem gerist í næstum sama heimi og okkar, þannig að það er nokkur tilbreyting í því.“ Bækur Pratchetts hafa selst í gríðarstóru upplagi síðasta aldarfjórðunginn og aðdáendur hans eru legíó. Aðspurður hvort hann verði ekki fyrir ónæði frá æstum aðdáendum segir Pratc- hett það af og frá. „Þeir sem kalla má áhuga- menn með þráhyggju eru ekki nema 5-10.000 þó að þeir sem lesa bækurnar reglulega skipti milljónum og séu í öllum stéttum þjóðfélagsins. Ég hef gaman af að hitta lesendur bókanna, en það er stundum pirrandi að umgangast þá að- gangshörðustu, enda finnst þeim mörgum sem þeir eigi Diskheiminn með mér, eigi eitthvað í honum, að ég sé í raun aðeins að skrifa hand- ritið og þeir leiki í myndinni.“ Spenna og líf í gömlu bókunum Brátt eru liðin 25 ár síðan Litbrigði galdranna komu út í Bretlandi og aðspurður lýsir Pratc- hett ánægju sinni með að hún komi loks út á ís- lensku. Hann segist og enn ánægður með hana þótt hann sjái á henni ýmsa hnökra. „Ég er miklu betri höfundur í dag en ég var þá, nema hvað, enda hef ég setið við býsna lengi. Það er þó í gömlu bókunum spenna og líf sem er kannski ekki eins sterkt í bókunum sem ég skrifa í dag, þótt annað hafi komið í staðinn,“ segir Pratchett og bætir við að það hafi vitan- lega verið einkar skemmtilegt að finna Diskheim upp og núorðið sé sögusviðið orðið býsna mótað. „Það hljómar kannski sérkennilega en eftir því sem Diskheimurinn hefur komist í fastari skorður, eftir því sem umhverfið hefur orðið skýrara, því fleiri hugmyndir hefur það kveikt og því fleiri sögur geta orðið til. Gleymum því svo ekki að ævintýri byggjast ekki síst á því að brjóta reglurnar.“ Hrifnari af sjónvarpinu Þótt bækurnar séu svo margar sem raun ber vitni og hafi selst í slíku risaupplagi kemur á óvart í sjálfu sér að ekki skuli nein bókanna hafa verið kvikmynduð. Pratchett segir að reyndar sé ein mynd í smíðum í Hollywood, þar séu menn að fást við handrit að The Wee Free Men, sem er ein barnabókanna úr Diskheimi. „Það er tilbúið handrit en ég veit ekki hvenær myndin verður gerð eða hvort hún verður gerð yfirleitt,“ segir Pratchett og bætir við að sér sé slétt sama. „Mér þætti eiginlega betra ef gerðir yrðu sjónvarpsþættir upp úr bókunum því það hefur komið vel út,“ segir hann og vísar þar í breska sjónvarpsþáttaröð sem gerð var eftir einni bókanna. „Í kvikmynd snýst allt um að hafa söguþráð- inn knappan og skýran, en í sjónvarpi fá persón- urnar að njóta sín – engar brellur og hamagang- ur, samtöl en ekki sprengingar, það er eitthvað sem ég kann að meta.“ Íslenskur Diskheimur Gott „Það er alltaf góð tilfinning að ljúka við bók og það að byrja strax á annarri viðheldur þeirri tilfinningu,“ segir hinn afkastamikli rit- höfundur Terry Pratchett. LEIKARINN Brad Pitt hefur heitið því að striplast aldrei aftur fyrir framan kvikmyndavélarnar. Ástæð- an er sú að hann vill ekki að börn sín fjögur þurfi að horfa upp á föður sinn nakinn á hvíta tjaldinu. Þetta hljóta að vera slæmar frétt- ir fyrir þá kvenmenn jarðar sem hrifist hafa um árabil af vaxtarlagi leikarans, en þær ku vera nokkuð margar. Enn er þó hægt að leigja gamlar spólur með Pitt berum eða hálfberum, t.d. Troy og Fight Club. Pitt Oft verið ber í vinnunni. Aldrei aftur allsber Pitt BRESKA leik- konan Helen Mir- ren var í fyrra- kvöld valin besta leikkona í aðal- hlutverki á verð- launaafhendingu Evrópsku kvik- myndaakademí- unnar sem fór fram í Berlín. Verðlaunin hlaut hún fyrir túlkun sína á Elísabetu II. Englandsdrottn- ingu í kvikmyndinni The Queen. Besta kvikmyndin þótti hin rúm- enska 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar. Cristian Mungiu, leikstjóri myndar- innar, hreppti leikstjórnarverðlaunin. Mirren besta leikkonan Helen Mirren

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.