Morgunblaðið - 06.12.2007, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÁ því var greint fyrir skemmstu að nem-
endur Finnbogastaðaskóla hefðu gert rann-
sókn á kisum í hreppnum og komist að því
að það væru eingöngu læður í sveitinni.
Heldur hefur ræst úr því á dögunum fluttu
búferlum í hreppinn tveir fresskettir sem
áttu áður lögheimili í Kattholti í Reykjavík,
að því er fram kemur á www.strandastelp-
ur.blog.is. Bernharð og Óskar, en svo heita
högnarnir, komu fljúgandi að sunnan og
eru nú sex kisur í Árneshreppi. Fyrir í
sveitinni voru fjórar læður, þær Branda í
Litlu-Ávík, Písl á Finnbogastöðum, Ögn í
Bæ og Gloría á Krossnesi.
Fress á Strandir
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
KLÓRMENGUNARSLYSIÐ í
Varmá er mikið áfall, að mati Aldís-
ar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra
Hveragerðisbæjar. Hún telur þetta
vera mesta mengunarslys sem orð-
ið hafi í Varmá.
Bæjaryfirvöld í Hveragerði
fréttu fyrst af því að um 800 lítrar
af klór hefðu lekið frá sundlauginni
í Laugaskarði í Varmá þegar bæj-
arbúar hringdu á bæjarskrifstof-
una á þriðjudagsmorgun til að
spyrja hvers vegna dauðir fiskar
væru í ánni. Aldís taldi mannleg
mistök hafa valdið því að bæjaryf-
irvöld voru ekki látin vita strax á
föstudaginn var þegar starfsmenn
sundlaugarinnar sáu hvers kyns
var. Hún sagði að það hefði í sjálfu
sér engu breytt varðandi aðgerðir
þótt strax hefði verið tilkynnt um
slysið. Svo virðist sem klórgeym-
irinn hafi tæmst á skammri stund.
Engin ráð séu til að bregðast við
mengun sem þessari komist hún út
í árvatnið. Þá sé skaðinn skeður.
„Við lítum þetta grafalvarlegum
augum,“ sagði Aldís. „Varmá er
stolt okkar! Við höfum stært okkur
af því hvað áin er hrein og krakk-
arnir okkar synda í henni. Stanga-
veiðifélag Reykjavíkur (SVFR) er
með ána á leigu og það er búið að
fjárfesta hundruð milljóna í full-
komnasta fráveitumannvirki lands-
ins til að vernda ána og svo gerist
þetta.“
Fullkomin hreinsistöð
Aldís sagði að nálægð byggðar-
innar við ána hefði alltaf valdið
ákveðinni hættu fyrir lífríki henn-
ar. Meðan ullarþvottastöðin var
starfrækt í Hveragerði barst frá
henni mikil mengun í ána vegna
hreinsiefna sem þar voru notuð.
Eftir að stöðinni var lokað hefðu
verið tekin stór skref varðandi frá-
veitumál.
„Við erum með lífræna hreinsun
á öllu skólpi og fráveituvatni.
Hveragerði er eina sveitarfélagið á
landinu sem er með svo fullkominn
búnað til hreinsunar á frárennsli.
Áin er mjög hrein og við höfum ver-
ið í fararbroddi sveitarfélaga hvað
þetta varðar. Þess vegna svíður
enn sárar að lenda í þessu,“ sagði
Aldís.
föstudaginn var. Þess vegna er
mikilvægt að rannsaka vel það sem
þá gerðist og afleiðingar þess.
Hvaða áhrif mengunin hafði á
fiskana, botndýralífið og gróður-
inn. Þetta verður allt skoðað,“ sagði
Aldís. Hún kvaðst einnig vona að
áhrif þessa slyss yrðu aðeins tíma-
bundin og að lífríki árinnar mundi
ná sér að fullu með tíð og tíma.
Starfsmenn áhaldahúss Hvera-
gerðisbæjar gengu með ánni á
þriðjudag og fundu þá um 20 stóra
dauða fiska. Aldís taldi að megnið
af seiðum og smærri fiskum sem
drápust hefði skolast burt með ár-
vatninu.
Aldís kvaðst vona að Verkfræði-
stofa Sigurðar Thoroddsen, sem
falið var á þriðjudag að koma með
tillögu að úrbótum fyrir klór-
geymslu sundlaugarinnar, skilaði
niðurstöðu sem fyrst. Þangað til ný
klórgeymsla verður til á að gæta
þess að í klórtankinum í sundlaug-
inni verði ekki meira af klóri en
notað er jafnóðum.
Rannsóknum haldið áfram
Magnús Jóhannsson, fiskifræð-
ingur hjá Veiðimálastofnun, sagði
ástand lífríkisins í Varmá hafa ver-
ið allt annað þegar Veiðimálastofn-
un kannaði ána með rafveiðum árið
1999. Þá var töluvert af seiðum í
ánni þar sem í gær var ördeyða.
Magnús sagði það ætlun starfs-
manna Veiðimálastofnunar að
halda áfram rannsóknum í dag og
fikra sig niður eftir ánni. Þá sagði
hann að Háskólasetrið í Hvera-
gerði mundi rannsaka botndýralíf-
ið í Varmá og hvort mengunin hefði
haft áhrif á það.
Hún sagði að áin gæti orðið mjög
vatnslítil á stundum og svo beljandi
stórfljót þess á milli. Það gæti einn-
ig haft einhver áhrif á fiskistofna
hennar.
Vonar að áin nái sér að nýju
„Fiskadauða hefur orðið vart í
Varmá öðru hvoru. Það hefur orðið
vegna súrefnisþurrðar í vatninu og
hún hefur orðið of heit, enda hverir
í ánni. En fiskistofnarnir hafa alltaf
jafnað sig. Við höfum þó ekki lent í
neinu viðlíka og því sem gerðist á
Hveragerðisbær með fullkomna frárennslishreinsun til að vernda Varmá
Morgunblaðið/RAX
Fiskur Kjartan Björnsson og Haraldur Eiríksson, sölustjóri SVFR, með dauða fiska úr Varmá.
Engin ráð til að bregðast
við eftir að áin mengast
VIÐSKIPTAVINUM nokkurra verslana
hér á landi hefur komið á óvart að sjá
innkaup sín skráð sem erlend viðskipti á
greiðsluyfirlitum vegna greiðslukorta.
Leifur Steinn Elísson, sviðsstjóri þró-
unar- og kynning-
arsviðs Valitors Visa,
sagði að nokkur fyr-
irtæki hér á landi
hefðu samið við danska
fyrirtækið PBS um
færsluhirðingu, það er
innheimtu á við-
skiptum. Færslur sem
verða til við viðskipti
hjá þessum fyr-
irtækjum fara til færsluhirðisins í Dan-
mörku og þaðan til London í greiðsluskil
og greiðsluskipti. Þaðan eru viðskipti
með Visa-kortum send í gegnum al-
þjóðakerfi Visa inn í kerfi Valitors. Leif-
ur Steinn sagði að kerfi Valitors hefði til
þessa litið á færslur sem kæmu frá út-
löndum sem erlendar. Hann sagði að nú
hefði verið tekin ákvörðun um að breyta
kerfinu þannig að viðskipti sem fram
fara hér á landi yrðu flokkuð sem inn-
lend viðskipti þó að færsluhirðirinn væri
erlent fyrirtæki.
Það hefur engin áhrif á fjárhæðina í
íslenskum krónum þótt færsluhirðirinn
sé erlendur. Leifur Steinn sagði að þeg-
ar fólk t.d. keypti fyrir þúsund krónur
hér á landi þá væru innheimtar þúsund
krónur.
Innlend viðskipti
færð sem slík
Ólafsvík | Hrafnar virð-
ast ekki hafa skipt sér á
bæi. Þeir koma nokkrir
saman og þiggja æti við
kindakofann. Mýsnar
hlaupa óboðnar um allt.
Það er varla friður til að leysa hrútinn
Hreggnasa sem vill vera leystur og það
strax. Hreggnasi lætur mýsnar ekki trufla
sig. Hann hefur séð hættulegri dýr. Gekk
úti lambsveturinn.
Þrátt fyrir músagang er freistandi að
spá snjóléttum vetri eftir að hafa dreymt
sig vetrarmann við fjárgæslu. Í draumnum
var komið að fjárhúsunum opnum og voru
kindurnar horfnar til fjalls. Þótti nokkuð
víst að þær kæmu ekki meira að húsi þenn-
an veturinn.
Freistandi að spá
snjóléttum vetri
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur
dæmt karlmann á fimmtugsaldri til 12
mánaða fangelsisvistar fyrir fjölmörg
brot. Honum var að auki gert að greiða
rúmar 436 þúsund krónur til Vátrygg-
ingafélags Íslands í skaðabætur og rúmar
440 þúsund krónur í málsvarnarlaun.
Maðurinn á að baki langan sakarferil,
eða allt frá árinu 1985, og nánast sam-
felldan. Alls hefur hann verið dæmdur
þrjátíu sinnum fyrir brot gegn almennum
hegningarlögum, umferðarlögum og lög-
um um ávana- og fíkniefni. Í þessu tilviki
var hann sakfelldur fyrir fíkniefnabrot,
hylmingu, nytjastuld, umferðarlagabrot
og þjófnað.
Flest brot mannsins í gegnum tíðina eru
auðgunarbrot og í mörgum ef ekki flest-
um tilvikum eru þau framin til að fjár-
magna fíkniefnaneyslu.
Héraðsdómarinn Símon Sigvaldason
kvað upp dóminn. Karl Ingi Vilbergsson
fulltrúi lögreglustjórans á höfuðborg-
arsvæðinu sótti málið af hálfu ákæru-
valdsins og Kristján Stefánsson hrl. varði
manninn.
Brotaferill frá 1985
„ÞETTA er alveg dautt hér,“ sagði Haraldur Eiríksson, sölustjóri
SVFR. Hann gekk í gær með Stöðvarhyl í Varmá sem hann sagði vera
með bestu veiðistöðum í ánni. Haraldur hafði fundið reytur af stórum
sjóbirtingi á eyri ofan við hylinn og annan minni nokkru neðar. Hrafn-
inn var búinn að éta allt nema roðið af stærri fiskinum og byrjaður að
narta í þann minni.
„Ástandið á ánni var orðið mjög gott,“ sagði Haraldur. „Stórir fiskar
og gamlir. Hér voru að veiðast 12-14 punda silungar. Þetta setur spurn-
ingarmerki við framhaldið.“
Haraldur taldi það geta einhverju bjargað að helstu hrygning-
arstöðvar í ánni eru í Reykjadal, ofan við mengunarstaðinn.
„Er alveg dautt hér“
F
Y
R
IR
F
Ó
L
K
S
E
M
G
E
R
IR
K
R
Ö
F
U
R
NÝJAR VÖRUR KOMNAR
KRINGLUNNI / SMÁRALIND
Í KRINGUM 7.500 börn lifðu
undir fátæktarmörkum hér á
landi árið 2004 en nýrri upplýs-
ingar liggja ekki fyrir enn sem
komið er, að því er fram kom í
svari Geirs H. Haarde, forsætis-
ráðherra, við fyrirspurn Helga
Hjörvar á Alþingi í gær.
Ólíkar reikningsaðferðir
Í skýrslu forsætisráðherra
sem var gefin út í fyrra, og náði
einnig til ársins 2004, voru fátæk
börn talin í kringum fimm þús-
und en í máli Geirs kom fram að
mismuninn megi rekja til ólíkra
reikningsaðferða. Hagstofa Ís-
lands notist nú við útreikninga
samræmdra lífskjararannsókna
EES-ríkjanna sem gefi mögu-
leika á mun nákvæmari saman-
burði við önnur lönd en í áður-
nefndri skýrslu var notast við
aðferðafræði OECD. „Ekki er
teljandi munur á stöðu Íslands og
annarra Norðurlanda en hins
vegar er talsverður munur á
stöðu Norðurlandanna og ann-
arra Evrópuþjóða í þessum efn-
um,“ sagði Geir og áréttaði að Ís-
land væri í hópi þeirra landa þar
sem fátækt barna mælist hvað
minnst.
Fátæk börn á
Íslandi um 7.500
Morgunblaðið/Ómar
Leikskólabörn Nýjustu tölur
um fátækt barna eru frá 2004.