Morgunblaðið - 06.12.2007, Síða 15

Morgunblaðið - 06.12.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 15 ERLENT Belgrad, Brussel. AFP. | Embættis- menn í Belgrad segja að Serbar muni verja Kosovo „með öllum til- tækum ráðum“ ef leiðtogar Kosovo- Albana lýsa einhliða yfir sjálfstæði eftir fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í næstu viku, þar sem mál- efni Kosovo verða rædd. Agim Ceku, forsætisráðherra Kosovo, segir sjálfstæði ekki um- semjanlegt markmið en Aleksandar Simic, ráðgjafi Vojislavs Kostunica forsætisráðherra, sagði í gær að Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, yrði að ógilda hverja slíka sjálfstæð- isyfirlýsingu enda myndi hún ganga í berhögg við ályktun öryggisráðsins nr. 1244 frá 1999 en Kosovo hefur verið stjórnað á grundvelli þeirrar ályktunar allt frá því að stríði NATO og Júgóslavíu lauk. Í ályktuninni er vísað til Kosovo sem héraðs í Serbíu. Í fyrradag hafði Vuk Jeremic, ut- anríkisráðherra Serbíu, greint frá því að serbnesk stjórnvöld myndu grípa til tiltekinna refsiaðgerða gegn þeim ríkjum sem kunna að viður- kenna sjálfstæði Kosovo. Artemije, erkibiskup rétttrúnaðarkirkjunnar serbnesku, taldi slíkt hins vegar ekki ganga nógu langt. Skipuleggja þyrfti mótmælaaðgerðir og „loka“ landa- mærunum að Kosovo. „Við værum ekki að lýsa yfir stríði gegn nokkrum manni, bara að sýna að við erum til alls líklegir,“ sagði hann. Reuters Spenna Loft er lævi blandið í Pristina en rapparinn 50 Cent hyggur þó á tónleika þar 17. des. Ögurstund nálgast í Kosovo BRETINN John Darwin, sem kom fram í síðustu viku eftir að hafa verið saknað í fimm ár og talinn hafa drukknað í róðri á barkarbáti [öðru nafni kanó], var handtekinn á heimili sona sinna í Hampspire á þriðju- dag, grunaður um svik. Breska blaðið The Daily Mirror birti á þriðjudag mynd sem það sagði hafa verið tekna af manninum og konu hans, Anne, í Panama í fyrra. Darwin er 57 ára. Hann var talinn af eftir að brak úr báti hans fannst í fjöru í mars 2002. En um síðustu helgi skaut hann upp kollinum á lögreglustöð í London og sagðist hafa misst minnið. Ekki hefur verið upplýst hvers vegna hann hefur nú verið handtekinn en lög- reglan segir að rannsókn hafi hafist á máli Darwins fyrir þrem mánuðum. Kona hans seldi fyrir skömmu tvö hús þeirra í Seaton Carew í Teeside í Bretlandi og flutti til Panama. Hún tjáði fjölmiðlum að hún hefði ekki vitað betur en að hann væri dáinn og fengið líftryggingu manns síns greidda út eftir að dómsstjóri lýsti hann látinn 2003 þótt ekki fynd- ist neitt lík. Nú gæti farið svo að hún yrði að endurgreiða féð, það yrði ekki auðvelt en hún myndi kljúfa það. Man síðast eftir sér með konunni í sumarleyfi í Noregi árið 2000 Maðurinn starfaði sem fangavörður er hann týndist en hafði áður verið stærðfræðikennari og bankamaður. Konan segir fjölskylduna himinlifandi yfir því að maður- inn skuli vera á lífi og ætlar hún sjálf að fljúga heim við fyrsta tækifæri. Sagðist hún hafa rætt við mann sinn í síma á laugardag og hann hefði sagst hafa gleymt öllu sem gerst hefði eftir að þau voru í sumarleyfi í Noregi árið 2000. „Það hlýtur að hafa orðið slys þegar hann fór í kanó-róðurinn. Hann hlýtur að hafa meitt sig í höfðinu eða eitthvað annað gerst,“ segir eiginkonan. Ekki hefur verið staðfest að mynd The Daily Mirror sé af hjónunum. Myndin var tekin í leiguíbúð á vegum fyrirtækisins Move to Panama og birt á vefsíðu þess. En að sögn ráðamanna þess nefndu umrædd hjón sig að vísu John og Anne en eftirnafnið var ekki Darwin. Svik eða minnistap? Miðaldra Breti birtist ljóslifandi eftir að hafa verið úrskurðaður látinn í kjölfar róðurs á barkarbáti í Norðursjó Reuters Aftur heima John Darwin, kanó-ræðarinn sem hvarf. Teheran. AFP, AP. | Mahmoud Ahmad- inejad, forseti Írans, sagði í gær að skýrsla bandarískra leyniþjónustu- stofnana um kjarnorkumál Írana væri „stórsigur“ fyrir klerkastjórn- ina í Teheran. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði hins vegar að Íranar ættu enn eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum og þyrftu að hætta að fram- leiða auðgað úran, sem hægt væri að nota í kjarnavopn, ella yrði gripið til frekari refsiaðgerða gegn Íran. Í skýrslu sextán leyniþjónustu- stofnana Bandaríkjanna segir að Ír- anar hafi hætt tilraunum til að þróa kjarnavopn árið 2003 en haldi áfram að framleiða auðgað úran og geti lík- lega búið til fyrstu kjarnorku- sprengjuna á árunum 2010-2015. Bush sagði að skýrslan sýndi að hætta stafaði enn af Íran og stjórn- völd í Bretlandi og Þýskalandi sögðu að skýrslan sýndi að Íranar hefðu ekki orðið við þeirri kröfu öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna að hætta auðgun úrans. Minni líkur á hertum aðgerðum Stjórnvöld í Rússlandi og Kína sögðu hins vegar að nýja skýrslan minnkaði líkurnar á því að herða þyrfti refsiaðgerðirnar gegn Íran. Ahmadinejad sagði að skýrslan sýndi að það hefði verið rétt hjá hon- um að hvika hvergi í deilunni við vesturveldin og ef til stæði að hefja herferð gegn Írönum að nýju myndi „þjóðin spyrna við fótum og ekki gefa þumlung eftir“. Forseti Írans segir skýrsluna stórsigur Bush segir að herða þurfi refsiaðgerðirnar gegn Íran Í HNOTSKURN » Hans Blix, sem stjórnaðivopnaeftirliti SÞ í Írak, kvaðst vera hissa á þeirri niður- stöðu leyniþjónustustofnana að Íranar hefðu hætt að þróa kjarnavopn. Hann kvaðst telja að þær vildu ekki bera ábyrgð á nýju stríði. FRÆGASTI ísbjörn heims, Knútur, fagnaði eins árs af- mæli sínu í gær í dýragarðinum í Berlín með því að gæða sér á gómsætri fiskiköku. Sýnt var beint frá af- mælisveislunni í þýska sjónvarpinu og hundruð barna lögðu leið sína í dýragarðinn til að fagna með Knúti. Knútur varð heimsþekktur fyrir ári þegar móðir hans hafnaði honum og þurfti að fjarlægja bjarnarhúninn úr búri hennar. Hann var síðan heimalningur í dýragarð- inum og lék tvisvar á dag við starfsmenn dýragarðsins gestum til ánægju allt þar til í haust. Reuters Knútur fagnar eins árs afmæli BYSSUMAÐUR skaut a.m.k. átta manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Omaha í Nebraska í Banda- ríkjunum í gærkvöldi áður en hann fyrirfór sér, að sögn lögreglunnar seint í gærkvöldi. A.m.k. fimm til viðbótar særðust í skotárásinni, þar af tveir lífshættulega. Skelfingu lostnir viðskiptavinir og starfs- menn flúðu út úr byggingunni eða læstu sig inni í verslunum þegar þeir heyrðu skothríðina. Níu biðu bana RÚSSNESKI sjóherinn hóf í gær heræfingar í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi og þær eiga að standa til 3. febrúar, að sögn rúss- neskra fjölmiðla í gær. Fjögur orr- ustuskip og sjö önnur herskip eiga að taka þátt í æfingunum, auk 47 flugvéla og tíu þyrlna. Hermt er að markmiðið sé að tryggja að Rússar geti haldið úti herskipum til að vernda mikilvægar siglingaleiðir. Hefja heræfingar DÖNSKU stjórnarflokkarnir, Venstre og Íhaldsflokkurinn, hafa ekki lengur öruggan meirihluta á þingi en Pia Christmas-Møller, fyrr- um þingflokksformaður íhaldsmanna, hefur sagt sig úr þingflokknum vegna óánægju með núverandi forustu. Christmas-Møller segist þó styðja áfram ríkisstjórnina en skilgreinir sig sem óháða. Í þingkosningum í nóv- ember sl. fengu Venstre, Íhaldsflokk- urinn og Danski þjóðarflokkurinn, sem styður stjórnina á þingi, samtals 90 þingmenn af 179. Anders Fogh Rasmussen forsætis- ráðherra sagði er stjórnarsamstarfið var endurnýjað eftir kosningar að hann myndi leita eftir breiðri sam- stöðu á þinginu um mikilvæg mál. Hann harmaði í gær ákvörðun Christmas-Möller, sem hann sagðist telja að stafaði af persónulegum ástæðum en taldi stöðuna á þingi vera óbreytta. Þess má geta að Nýtt bandalag, nýr miðjuflokkur sem hlaut fimm sæti, hefur lýst stuðningi við stjórn Fogh. Christmas-Möller var um hríð for- maður Íhaldsflokksins en hún hefur reifað svipaðar skoðanir á málefnum innflytjenda og skattamálum og Nýtt bandalag. En hún olli einnig írafári fyrir landsfund Íhaldsflokksins í sept- ember er hún studdi hugmyndir um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðaða stjórnarskrá Evr- ópusambandsins, þvert á stefnu flokksins. Meirihluti Fogh í hættu BRESKA dagblaðið The Independ- ent velti því fyrir sér á forsíðu í gær hvort sérlega djúp lægð væri í nánd í bresku efnahagslífi. Blaðið segir margar blikur á lofti: bankarnir séu hættir að lána, neytendurnir farnir að spara, fjárfestar hættir að fjár- festa, fyrirtæki ráði ekki nýtt starfsfólk og húsnæði seljist ekki. Enginn þessara þátta er mjög skað- legur einn og sér en þegar allar þessar blikur hrannast upp er útlit fyrir aftakaveður í efnahagslífinu, kreppu eða hægari hagvöxt ásamt aukinni verðbólgu. Djúp lægð í nánd? USB minnislyklar með rispufríu lógói. Frábærir undir myndir og gögn. Ódýr auglýsing sem lifir lengi. www.alltmerkt.is sala@alltmerkt.is S: 511 1080 / 861 2510 (512 MB, 1 GB, 2 GB og 4 GB)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.