Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 4
4 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 18° 9° 7° 4° 3° 9° 7° 6° 4° 3° 20° 12° 12° 26° 1° 10° 15° 0° 5 PÁSKADAGUR 8-15 m/s með ströndum annars 3-10 m/s. -3 0 ANNAR Í PÁSKUM 13-18 S- og SV- til annars 5-10 m/s -2 -2 -2 -1 6 6 2 -1 5 5 6 10 13 15 5 13 6 6 8 -4 -5 34 -4 1 2 1 56 BJART MEÐ KÖFLUM SYÐRA Í dag verða norð- vestan 13-18 m/s við austur- og suðaust- urströndina annars yfi rleitt 5-10 m/s. Snjókoma norðaustan og austan til, stöku él vestan til á Norður- landi og Vestfjörðum en yfi rleitt bjart með köfl um á Vestur- og Suðurlandi. Hiti 2-7 stig syðra annars frost á bilinu 0-4 stig. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur STJÓRNMÁL Stefán Einar Stefáns- son viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. Ástæðuna segir hann að Geir H. Haarde hafi brugðist sem for- maður þegar hann tók við styrkj- um frá FL Group og Landsbank- anum. Þá sé ályktun SUS, þar sem lof er borið á framgöngu Geirs í málinu, úr öllum takti við raunveruleikann. - sh Segir sig úr stjórninni: Siðfræðingur hættir í SUS STJÓRNMÁL Mikil ólga er í Sjálf- stæðisflokknum vegna styrkja- málanna sem skekið hafa flokk- inn undanfarna daga. Andri Óttarsson sagði af sér stöðu fram- kvæmdastjóra í gær, en sór um leið af sér að hafa haft forgöngu um söfnun styrkjanna. Þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins var boðað- ur á fund klukkan 15 í gær, en sá fundur var afboðaður með skömm- um fyrirvara. Kjartan Gunnarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri flokksins, lýsti því í gær yfir að hann vissi hverjir hefðu haft forgöngu um að fá styrkina frá FL Group og Lands- bankanum. Það ætti hvorki við um hann né Andra Óttarsson. Kjartan vildi hins vegar ekki upplýsa um hverjir hefðu verið að verki. Hann hefði skýrt flokksforystunni frá málinu og þeir sem í hlut eiga ættu að stíga fram og axla sína ábyrgð. Guðlaugur Þór Þórðarson er einn þeirra sem hafa verið nefnd- ir í því samhengi. Hann hefur hins vegar neitað að hafa komið að mál- inu að öðru leyti en að hafa feng- ið nokkra einstaklinga í flokknum til að aðstoða skrifstofuna við fjár- söfnun. Komi í ljós að Guðlaugur hafi haft meiri aðkomu að málinu er það er ljóst að krafa um að hann víki mun verða hávær. Stuðnings- menn hans líta svo á að í gangi sé aðför að honum. Formenn Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík sendu í gær frá sér yfirlýsingu til stuðn- ings Guðlaugi Þór. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, hefur lýst því yfir að styrkjunum verði skilað. Það verður þungur biti fyrir flokkinn að kyngja, enda ekki seilst í 55 milljónir eins og að drekka vatn. Flokkurinn fékk 317 milljónir í tekjur alls á árinu 2007, þar af 140 frá ríkinu. Rekstur flokksins kost- aði hins vegar 352 milljónir króna og því var um 37 milljóna tap á flokknum í fyrra. Til víðtækrar fjársöfnunar verður að koma til að ná saman 55 milljónum króna. Erfitt reyndist að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins í gær og þeir sem í náðist vildu lítið segja. Ljóst er að línunnar var beðið frá for- ystunni en mikil pressa er á hana um að upplýsa um málið. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins fund- aði undir kvöld í gær og gilti trún- aður um staðsetninguna. Vilhjálmur Egilsson, formað- ur fjármálaráðs flokksins, segir nauðsynlegt að fá allt upp á borð- ið; annars hætti þetta mál aldrei. Öll nöfn þurfi að upplýsa og skýra hvernig nákvæmlega vildi til að styrkirnir voru þegnir. Mikil vinna liggi fram undan hjá fjármálaráði flokksins til að safna fyrir endur- greiðslu styrkjanna. kolbeinn@frettabladid.is Vilja enn ekki upp- lýsa um styrkina Mikil ólga er í Sjálfstæðisflokknum og sú krafa gerist æ háværari að allt verði upplýst er lýtur að styrkjum FL Group og Landsbankans til flokksins. Þing- menn flokksins funduðu í gær. Krafa er um að þeir sæti ábyrgð sem um véluðu. STJÓRNMÁL Andri Óttarsson sagði í gær starfi sínu lausu sem fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér segir hann mikinn styr hafa staðið um styrkveitingu FL Group og Landsbankans til flokks- ins. Andri tekur fram að hann hafi ekki haft frumkvæði að því að haft var samband við fyrir tækin, og ekki tekið ákvörðun um að styrkjunum yrði veitt viðtaka. Gréta Ingþórsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra, hefur verið ráðinn framkvæmd- arstjóri. Hún mun gegna starfinu fram að kosningum. Hvorki náð- ist í Andra né Grétu við vinnslu fréttarinnar. - kóp Framkvæmdastjóri hættir: Andri segir starfi sínu lausu FJÁRMÁL Styrkir til stjórnmála- flokka eru meðal þess sem Rann- sóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. „Okkar viðfangsefni er að skoða rekstur bankanna og þau atriði sem kunna að hafa haft einhver áhrif á hvernig fór með rekstur þeirra og auðvitað munum við huga að því hvort um einhverj- ar óeðlilegar styrkveitingar hefur verið að ræða sem geta hafa haft einhver áhrif,“ segir Tryggvi. Hann tekur þó fram að slík athugun tengist ekki sérstak- lega því sem fram hefur komið í fréttum liðinn- ar viku um tug- milljóna styrki FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðis- flokksins. Tryggvi bend- ir á að athugun nefndarinnar snúi einkum að bönkunum en ekki að eignar- haldsfélögum á borð við FL Group. Þrátt fyrir að þau hafi mörg hver eða flest verið nátengd bönkunum hafi nefndin ekki sama aðgang að gögnum þaðan og úr bönkunum. Hann segir að ekki hafi verið óskað eftir gögnum um þessi mál sérstaklega vegna fréttaflutnings vikunnar. „En upplýsingar um styrki eru meðal þess sem nefndin hefur til skoðunar og bæði óskar og hefur óskað eftir frá bönkun- um.“ Tryggvi bendir jafnframt á að sérstakur siðfræðihópur starfi á vegum nefndarinnar að því að skoða siðfræðilega hlið mála í aðdraganda hrunsins. Nefndin hefur einnig óskað eftir upplýsingum um hugsanleg- ar fyrirgreiðslur banka og fyrir- tækja til stjórnmála- og fjölmiðla- manna. - sh Rannsóknarnefnd um bankahrunið er með styrki bankanna til flokka í athugun: Rannsakar styrki til flokka TRYGGVI GUNNARSSON STJÓRNMÁL Framsóknarflokkur- inn þáði 30,3 milljónir króna frá nokkrum tugum fyrirtækja árið 2006. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum var veittur það ár nam 5 milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkur- inn hefur sent frá sér. Þar kemur fram að flokkurinn muni ekki upplýsa hverjir ein- stakir gefendur voru, enda hafi í flestum tilfellum verið sam- komulag um að styrkveitingarn- ar væru trúnaðarmál. Sigfús Ingi Sigfússon, framkvæmda- stjóri flokksins, segir að verið sé að ræða við gefendur með það að leiðarljósi að upplýsingar um stærstu gefendur verði birtar. - kóp Framsóknarflokkurinn: Hæsti styrkur- inn 5 milljónir FORYSTAN Framsóknarflokkurinn hefur nú lýst því yfir að hafa þegið 30,3 millj- ónir króna í styrki frá fyrirtækjum árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FJÁRMÁL Hæsti styrkur sem Frjálslyndi flokkurinn tók við árið 2006 nam einni milljón frá Sam- vinnutryggingum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, upplýsti þetta á Vísi. Styrkurinn væri sá langhæsti sem flokkurinn hefði fengið það ár en alls hefðu þeir numið fimm milljónum. Í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag sögðu núverandi framkvæmdastjóri og þáverandi ólíklegt að borist hefðu styrkir yfir 300.000 krónum. Fram- kvæmdastjórinn Magnús Reynir Guðmundsson kannaðist þá ekki við styrk upp á milljón krónur frá Samvinnutryggingum. - sh Frjálslyndi flokkurinn: Tók mest við einni milljón STJÓRNMÁL Formenn þrettán Sjálf- stæðisfélaga í Reykjavík lýstu í gær yfir fullum stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson alþingis- mann, en hann hefur verið nefnd- ur vegna styrkja FL Group og Landsbankans við flokkinn. Formennirnir lýsa furðu á málatilbúnaði vegna styrkjanna. Ljóst sé hverjir tóku við styrkj- unum og hverjir samþykktu þá af hálfu flokksins og Guðlaugur Þór hafi þar hvergi komið nærri. Því hljóti annarleg sjónarmið að liggja að baki því að draga hann inn í þá umræðu. Formennirnir hvetja flokksforystuna til að leiðrétta þennan misskilning. - kóp Formenn sjálfstæðisfélaga: Styðja Guðlaug GRÉTA INGÞÓRSDÓTTIR ANDRI ÓTTARSSON VIÐ VALHÖLL Í REYKJAVÍK Ragnheiður Ríkharðsdóttir kom að læstum dyrum í Valhöll í gær þegar hún ætlaði á þingflokksfund. Ekki fékkst upplýst um fundarstað, en fund- urinn var haldinn um kvöldmatarleytið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GENGIÐ 08.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,3746 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,63 127,23 186,43 187,33 167,71 168,65 22,505 22,637 18,829 18,939 15,396 15,486 1,2661 1,2735 188,85 189,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.