Fréttablaðið - 11.04.2009, Síða 26

Fréttablaðið - 11.04.2009, Síða 26
26 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR Minning um páska Páskar hafa komið og farið og gömlu súkkulaðieggin bragðast jafnvel betur í minningunni. Júlía Margrét Alexandersdóttir hélt á vit fortíðar og dró fram rykfallnar páskamyndir. BLAÐSÖLUBARN MEÐ PÁSKAEGG Börnum hefur gjarnan verið stillt upp fyrir páska- hátíðina og þau mynduð fyrir dagblöðin með ungum eða eggjum. Árið 1975 var blaðsöludrengur Vísis fenginn til að sýna páskaegg. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR ÁÐUR EN STÓRMARKAÐIRNIR KOMU TIL SÖGUNNAR Árið 1976 fór minna fyrir stórmörkuðum en gerir nú og þjóðin fékk eggin sín í smávöruverslun á við þessa í Reykjavík. Í SÆLGÆTISVERKSMIÐJUNNI Árið 1979 hélt blaðaljósmyndari í sælgætisverksmiðj- una Víking og myndaði þar fimm konur sem stóðu við færibandið og pökkuðu páskaeggjum landsmanna inn. UNGAR MEÐ UNGUM Árið 1990 voru systkin þessi mynduð með páskaungum. PÁSKAEGGJAFERÐ GRUNNSKÓLAKRAKKA Hópur grunnskólakrakka heimsótti Nóa Siríus og fræddist um páskaeggjagerð. TUTTUGU ÁRA SÚKKULAÐIBITI Árið 1989 stillti piltur þessi sér upp og beit í páskaegg fyrir ljósmyndara blaðsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.