Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 33

Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 33
Harpa Heimisdóttir viðskiptastjóri er mikill matgæðingur. „Ég elda flesta daga og grúska milli þess í matreiðslubókum til að fá hug- myndir,“ segir Harpa sem breytir uppskriftunum eftir sínu höfði. Innt eftir uppáhaldsmatnum er Harpa fljót til svars. „Humar er í miklu uppáhaldi en annars finnst mér léttir og einfaldir réttir mjög góðir,“ segir Harpa sem einnig er mjög hrifin af spænskri mat- argerð. „Ég bjó á Spáni um tíma og svo eigum við fjölskyldan íbúð þar,“ segir Harpa en hugmyndina að uppskriftinni sem hún gefur lesendum Fréttablaðsins er ein- mitt fengin af veitingastað sem Harpa sækir mikið á Spáni. „Ég held ég nái þessari upp- skrift nokkurn veginn. Á veitinga- staðnum eru reyndar bara sveppir með en ég vildi hafa svolítið græn- meti til viðbótar,“ segir Harpa sem er oftast með andarbringur á jól- unum. „Þá er annaðhvort önd eða humar, og stundum bæði,“ segir hún glettin en andarbringurnar verða einnig á borðum um pásk- ana á heimili Hörpu og konu henn- ar, Önnu Jóhannsdóttur. „Við erum bara tvær í heimili svo það getur vel verið að við bjóðum einhverj- um í mat,“ segir Harpa sem er ekki fastheldin á hefðir um páska. Sósan sem fylgir öndinni er all sérstæð. „Þarna blandast sætleiki og pínu súrt með hráa sykrinum og berjunum. Svo kemur sterka bragðið með sinnepinu,“ útskýrir Harpa og bætir við að á veitinga- staðnum hafi þjónninn sett sinnep- ið út í sósuna við borðið þannig að hver og einn gæti ráðið styrkleika hennar. solveig@frettabladid.is 3 andarbringur Sveppir Brokkolí Grænn spergill 200 g hindber 50 g hrásykur 1 msk. Dijon-sinnep Hita ofninn í botn á grilli og setja grindina mjög ofarlega. Um 3 andarbringur eru þerraðar og hreinsaðar þannig að það verði 250 g á mann. Skera mjóar rendur í fituna og passa að skera ekki í kjötið. Salta og pipra fituna, best er að nota Maldonsalt. Loka kjötinu á pönnu með fituna upp í um 1 mín. setja bringurn- ar í fat og inn í ofn í um 7-10 mín., fer eftir stærðinni, bíða smá með að skera kjötið eða í um 3 mín. og skera þá í þunnar sneiðar. Meðlæti: Steiktir sveppir og brokkolí eða grænn spergill. Sósa: 200 g hindber og 50 g hrásykur látið malla við vægan hita og sett í skál, þá er bætt við einni matskeið af Dijon-sinnepi og hrært vel saman. Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Spænsk önd með berjum Harpa Heimisdóttir ætlar að elda andarbringur um páskana. Uppskriftina bjó hún til út frá rétti sem hún smakkaði á veitingahúsi á Spáni, en spænskur matur er í miklu uppáhaldi hjá Hörpu. Harpa Heimisdóttir eldar flest kvöld og þykir skemmtilegt að skoða uppskriftir og breyta þeim eftir eigin höfði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GRILLAÐAR ANDARBRINGUR með hindberjasósu FYRIR FJÓRA KRÆKLINGATÍNSLA fer fram í fjörunni við Bjart- eyjarsand í Hvalfirði í dag frá klukkan 13.00. Að tínslu lokinni verður boðið upp á kaffisopa og fróðleik um vistfræði kræklings og matreiðslu á honum. Nýttu tímann Skráning og nánari upplýsingar í síma 554 6626 eða á www.redcross.is/kopavogur Kópavogsdeild, Hamraborg 11, sími 554 6626, kopavogur@redcross.is Námskeið Fyrirlestrar Samverur Viðburðirnir eru frá kl. 10 - 13 og eru fyrst og fremst ætlaðir atvinnulausum og þeim sem hafa þurft að minnka við sig vinnu, þeim að kostnaðarlausu. Verkefnið er unnið í samvinnu við Kópavogsbæ. Dagskrá 15. apríl Hreyfing 4 - Tai chi og jóga 20. apríl Fatasaumur 4 21. apríl Internetið til afþreyingar og skemmtunar 22. apríl Opið hús - fyrirlestur um heilsufar og matarræði 27. apríl Ræktun kryddjurta 28. apríl Stofnun fyrirtækja 29. apríl Nýsköpun 04. maí Taflkennsla 05. maí Óhagganleg lögmál markaðarins 06. maí Briddskennsla 11. maí Ljósmyndakennsla 12. maí Gerð viðskiptaáætlana 13. maí GPSkennsla - kennsla á GPS-tæki ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.