Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 37
Alþingiskosningar 2009 Laugardagur 11. apríl 2009 Framsóknarflokkurinn Heildarframlög 2006 30,3 mkr. Framsóknarflokkurinn beitir sér fyrir opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum. BIRTIR UPPLÝSINGAR UM FJÁRMÁL SÍN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sömu skilyrði gildi um frambjóðendur flokksins í efstu sætum og þingmenn hans um að gera opinber fjárhagsleg tengsl. LJÓSMYND/GUNNAR GUNNARSSON RÉTTLÆTISMÁL 20% niðurfelling húsnæðisskulda er raunhæf og áríðandi fyrir heimilin í landinu FRÉTT 2 ENDURREISN HEIMILANNA Vigdís Hauksdóttir vill róttækar aðgerðir REYKJAVÍK SUÐUR 6 GJALDÞROT FRJÁLS- HYGGJUNNAR Steingrímur Hermannsson allar um hagstjórn síðustu áratuga ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ 4 Heildarframlög lögaðila til Framsóknar flokksins árið 2006 voru 30,3 milljónir króna og komu þau frá nokkrum tugum fyrirtækja. Hæsti einstaki styrkur sem veittur var til flokks ins á árinu 2006 nam 5 milljón- um króna. „Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir því á þessum tíma að öll fram- lög til stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber eins og nú er raunin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins. „Af hálfu Framsóknarflokksins er ekkert því til fyrirstöðu að viðkomandi lögaðilar geri grein fyrir framlögum sínum til flokk- sins. Eðli málsins samkvæmt getur flokkurinn þó ekki einhliða birt opin- berlega frá hverjum framlög komu árið 2006, enda var í flestum tilfellum samkomulag um að farið yrði með styrkveitingarnar sem trúnaðarmál.“ Hversu háa styrki fékk Framsóknar- flokkurinn almennt á árinu 2006? „Langflestir styrkjanna eru um eða undir 1 milljón króna, aðeins tveir yfir 2,5. Í samtölunni eru allir styrkir meðtaldir, líka þeir lægstu.“ Fjármál flokkanna og aukið gagnsæi í störfum þeirra hefur verið í deigl- unni að undanförnu og ekki síst eftir fréttir um samtals 60 milljóna króna styrk Landsbankans og FL Group í þágu Sjálfstæðisflokksins á árinu 2006. Undir lok þess árs var sett 300 þús- und króna þak á slíkar styrkveiting- ar og stjórnmálaflokkunum gert skylt að birta opinberlega hvaða lögaðil- ar styrkja þá og hversu hátt framlag þeirra er. Þá var jafnframt kveðið á um að opinberir aðilar mættu ekki styrkja stjórnmálaflokka og settar reglur um birtingu reikninga. Upplýsingar úr samstæðureikningi Framsóknarflokksins fyrir árið 2007 hafa verið birtar opinberlega af hálfu Ríkisendurskoðunar í samræmi við lög um fjármál stjórnmálaflokk- anna. Framsóknarflokkurinn lagði ríka áherslu á að þessi lög yrðu lög- fest á Alþingi fyrir rúmum tveimur árum. Þessar upplýsingar má finna á heimasíðu Framsóknarflokksins www.framsokn.is. Upplýsingar um fjárhagsleg tengsl þingmanna Framsóknarflokksins má sömuleiðis finna á heimasíðu Framsóknarflokksins. Þær hafa verið aðgengilegar um nokkurra ára skeið. „Við höfum ákveðið að ganga skref- inu lengra,“ segir Sigmundur Davíð. „Þessar sömu fjárhagsupplýsingar verða birtar á heimasíðunni um fram- bjóðendur flokksins í efstu sætum framboðslistanna í öllum kjördæmum. Auðvitað verða þar á meðal upplýsing- ar um sjálfan mig eins og kallað hefur verið eftir.“ Hafa orðið einhverjar breytingar hvað snertir þau hagsmunatengsl sem þú nú gerir opinber frá því að þú tókst ákvörðun um að hasla þér völl á vett- vangi stjórnmálanna? „Nei, ekki að öðru leyti en því að ég tók mér launalaust leyfi frá Skipulags- ráði Reykjavíkurborgar.“ SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Launuð stjórnarseta .............................0 Launað starf Skipulagsráð Reykjavíkur (launalaust leyfi) Önnur starfsemi Ritun kennslubókar og gerð heimildamyndar um skipulagshagfræði. Vegna stjórnmálaþátttöku er óljóst hvenær verkefninu lýkur og þ.a.l. hvort og hvenær greitt verði fyrir það. Fjárhagslegur stuðningur ..................0 Eign í félagi Menning ehf. 50% eign í félagi um fyrrgreint verkefni á sviði skipulagshagfræði. Félagið er ekki starfandi og hefur hvorki tekjur né gjöld. Trúnaðarstörf Skipulagsráð Reykjavíkur (í leyfi) Í stjórn Oxbridge-félagsins Félagi í “In Defence of Iceland” hópnum sem berst fyrir hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi Oxford University Heritage Society Sjá nánar á vef Framsóknarflokksins www.framsokn.is NÝJA ÞJÓÐARSÁTT Birkir Jón leggur áherslu á næga atvinnu fyrir alla NORÐAUSTUR 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.