Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 38
2
20% niðurfelling er raunhæf
Ertu með húsnæðislán til 40 ára? Taktu þér 10 mínútur í að lesa þetta!
Meginþorri heimila skuldar verðtryggð lán eða lán
í erlendri mynt. Við hrun bankanna í október 2008
varð forsendubrestur. Þótt verðbólga hafi um langt
skeið verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans
bjuggust fáir við því að verðbólga á ársgrundvelli
ætti eftir að verða nærri 20%. Enn fremur áttu fáir
von á því að krónan myndi veikjast um helming.
Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram heildstæða
lausn á efnahagsvandanum.
Mesta athygli vekur tillaga um að höfuðstóll
húsnæðislána verði lækkaður um 20%. Með því móti
er komið til móts við fjölskyldurnar í landinu og
þeim bætt tjón sem þær hafa beðið. Einnig er með
þessu lagður grunnur að endurreisn efnahagskerfi s-
ins. Þessi leiðrétting verður til þess að færri þurfa að
selja íbúðir sínar vegna skulda. Þannig er komið í veg
fyrir hrun fasteignamarkaðarins og fleiri munu hafa
borð fyrir báru.
Réttlætismál
Fasteignalánin eru flutt úr gömlu bönkunum með
miklum afslætti. Það er mikið réttlætismál að afslátt-
urinn renni að hluta til beint til skuldaranna. Íslenska
ríkið þarf ekki að taka á sig kostnað vegna þess enda
eru það kröfuhafarnir sem þegar hafa afskrifað þessar
skuldir og bera kostnaðinn.
Leiðréttingin örvar efnahagslífið. Þannig vaxa
tekjustofnar ríkisins sem er mikilvægt svo að hægt sé
að halda úti öflugu velferðarkerfi.
Við skiptum fólki í þrjá hópa. Í fyrsta hópnum eru
þeir sem eru í mestum vanda. Þótt skuldir þessa hóps
séu leiðréttar um 20% mun það ekki duga til og grípa
þarf til frekari aðgerða svo sem greiðsluaðlögunar.
Í öðrum hópnum eru þeir sem geta haldið áfram
að greiða af lánum sínum séu 20% skuldarinnar felld
niður.
Í þriðja hópnum eru þeir sem í raun hefðu ekki
þurft á leiðréttingu skulda að halda. Þriðji hópurinn
hefur þá aukinn kaupmátt sem skilar sér annað hvort
beint út í hagkerfið eða féð er lagt inn á bankareikn-
inga. Þá geta bankarnir lánað peningana út til þeirra
sem þurfa. Þannig skila peningarnir sér á endanum
út í hagkerfið og glæða það lífi.
Helsti kosturinn við leiðréttinguna er sá að hún
er einföld í framkvæmd. Svokölluð greiðsluaðlögun
kemur þeim vel sem 20% leiðréttingin hjálpar ekki
þannig að saman virka þessar lausnir vel. Greiðslu-
aðlögun gerir hins vegar ekki mikið gagn ein og sér.
Hún hefur innbyggða neikvæða hvata til þess að
standa ekki í skilum. Þannig gæti það komið fólki vel
að standa ekki í skilum og láta á það reyna hversu
mikið sé hægt að fá afskrifað. Þá er greiðsluaðlögun
mjög tímafrek aðgerð og hentar af þeim sökum ekki
til að taka á öllum tilfellum sem upp koma.
Örvar hagkerfið
Starfshópur á vegum Seðlabankans gerði úttekt á
20% leiðréttingunni. Í skýrslu hópsins kom í ljós að
á annað hundrað fjölskyldur myndu fá afskriftir upp
á 30 milljónir eða meira. Jafnframt var tekið fram að
fyrir stærstan hluta þess hóps nægði þessi leiðrétt-
ing ekki til að koma þessum hópi nálægt því að vera
með jákvæða eiginfjárstöðu. Enn fremur kom fram
að heildarkostnaður vegna leiðréttingarinnar væri
285 milljarðar sem eins og fyrr segir lendir ekki á
ríkissjóði heldur á kröfuhöfum bankanna. Af þeirri
upphæð rynni 41 milljarður króna til þeirra sem væru
í góðri stöðu fyrir eða með 20 milljónir eða meira í
eigið fé. Þetta gera um 14% af heildarkostnaðinum
og er einmitt ætlað til þess að örva hagkerfið að nýju
og efla tekjustofna ríkisins.
Sumir telja 20% leiðréttinguna verðlauna þá sem
fóru óvarlega með fé, þá sem réðust í miklar fjár-
festingar í húsnæði án þess að ráða við afborganir.
Niðurstöður starfshóps Seðlabankans sýna að margir
eru í það slæmri stöðu að það þarf að afskrifa skuldir
þeirra um meira en sem nemur 20%.
Einhverjum finnst kannski ósanngjarnt að þeir
sem ekkert skulda beri ekki neitt úr býtum. Þeir sem
eiga skuldlaust húsnæði eru yfirleitt í góðri stöðu
auk þess sem viðkomandi hafa ekki borið skaða af
forsendubresti í tengslum við hrunið.
Á árunum 2004–2007 var gengi krónunnar sterk-
ara en eðlilegt má teljast til lengri tíma litið. Þótt
vonir standi nú til þess að krónan styrkist þegar fram
líða stundir er ekki hægt að ganga að því sem vísu
að hún nái fyrri styrk aftur. Þess vegna er líklegra
en hitt að afborganir af erlendum húsnæðislánum
muni ekki verða jafn lágar og þær voru þegar lánið
var tekið. Þar brustu forsendur lánsins og á því tekur
leiðréttingin.
Lengt í lánum
Margir hafa stigið fram og lagt til að lengja í lánum
til að minnka mánaðarlega greiðslubyrði. Segjum
sem svo að maður skuldi nú 20 milljón króna verð-
tryggt jafngreiðslulán, sem er hefðbundið fasteigna-
lán á Íslandi, til næstu 40 ára. Mánaðarleg afborgun
lánsins er um 96 þúsund krónur. Sé lánstími lengdur
í 70 ár verður mánaðarleg afborgun um 86 þúsund
krónur. Munurinn er um 10 þúsund krónur eða rétt
rúmlega 10%. Það mun ekki gagnast mörgum að
lengja í lánum. Verðtrygging kemur auk þess mun
verr við þann sem skuldar til 70 ára þar sem hún
hleðst á höfuðstólinn með tímanum.
Þá hefur verið talað um svokallaða LÍN-leið. Í
stuttu máli snýst hún um að fólk greiði af fasteigna-
lánum eftir getu þar til lánið er uppgreitt. Þetta er
sambærilegt við endurgreiðslur af námslánum LÍN.
Margir sem hafa tekið lán hjá LÍN og eru farnir að
greiða það upp ná ekki að greiða niður höfuðstól
lánsins vegna þess að verðbætur hækka meira en
sem nemur afborgunum. Því má færa rök fyrir því
að þeir sem hafa sótt sér menntun greiði í raun skatt
alla ævi til ríkisins vegna þess að ekki næst að greiða
niður lánið. Hið sama gæti átt við um húsnæðislán.
Fólk greiðir af láni eins og það mögulega getur en
nær ekki að borga niður höfuðstólinn og hættir á að
festast í núverandi húsnæðisskuldum til æviloka.
Undirmálslán
Efnahagshrunið er ekki eingöngu bundið við Ísland.
Upphaf vandans er gjarnan rakið til svokallaðra
undirmálslána í Bandaríkjunum. Hvert sem litið er
hafa eignir hríðfallið í verði, ekki síst húsnæði og
lánasöfn. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna fást íbúðir
keyptar á jafnvel einn dollar og gjarnan á nokkur
hundruð eða þúsund dollara. Bankar hafa þurft að
taka íbúðir upp í skuldir og vilja fyrir alla muni losna
við þær í stað þess að halda þeim við með tilheyrandi
kostnaði.
Í þessu samhengi má benda á skuldir íslensku
bankanna. Hverjar 100 evrur sem íslensku bankarnir
tóku að láni erlendis frá ganga nú kaupum og sölum
á markaði á eina til fimm evrur. Erlendir kröfuhafar
búast því við að fá eitt til fimm prósent til baka af
kröfum sínum á íslensku bankana. Á sama hátt hafa
fasteignalán bankanna rýrnað mjög og eru í raun
óseljanleg ef nýju bankarnir eða Íbúðalánasjóður eru
ekki tilbúin að kaupa þau. Virði þeirra er því mjög
óljóst og ef fasteignamarkaðurinn á Íslandi hrynur
verður virði lánanna ekkert. Almennt séð hafa bank-
arnir þurft að afskrifa 50% af skuldum sínum. Þegar
fasteignalán er metið á 50% af upphaflegu virði felur
það í sér að annar hver skuldari muni fara í þrot með
tilheyrandi hruni á fasteignaverði.
Eðlismunur
Það hrun sem þegar hefur orðið er kerfishrun. Það
er eðlismunur en ekki stigsmunur á því að afskrifa
skuldir í eðlilegu árferði og núna. Í fyrsta lagi mun
afskriftin fækka þeim sem fara í þrot. Í öðru lagi
skiptir máli að fólk geti greitt af lánunum sínum, þótt
það sé minna en gert var ráð fyrir, því það fengist svo
lítið fyrir eignina ef hún yrði tekin. Í þriðja lagi þá
felur sá fjöldi gjaldþrota sem 50% afskrift gefur til
kynna í sér algjört kerfishrun – skriðu sem leggur
efnahagslífið í rúst.
Undirmálslánin í Bandaríkjunum ollu hruni á
fasteignamarkaði og æ fleiri stóðu uppi með neikvætt
eigið fé. Nú hafa aðrir stjórnmálaflokkar komið fram
með þá lausn á vanda heimilanna að lækka mánaðar-
lega greiðslubyrði um 50% í nokkur ár en hækka
hana svo aftur upp í það sem hún var og lengja í
láninu á móti. Reynslan frá Bandaríkjunum sýnir
svo ekki verður um villst að þessi leið er hættuleg og
getur leitt til hruns að nokkrum árum liðnum þegar
greiðslubyrðin hækkar aftur.
Við núverandi aðstæður er mjög mikilvægt að
byggja upp til framtíðar án þess að eiga á hættu að
forsendur bresti aftur að nokkrum árum liðnum.
Því að það er sanngjarnt
Það er réttlátt
Til að öðlast hlutdeild í afslætti sem
ríkisbankarnir nutu hjá útrásarbönkunum
Til að forðast frekara hrun
Til að bjarga heimilunum
Til að snúa hjólum atvinnulífsins í gang
Til að skuldarar geti
áfram séð sér farborða
Til að bæta tjón
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
vegna alþingiskosninganna 25. apríl
er hafin. Komist kjósandi ekki á
kjörstað á kjördag getur hann greitt
atkvæði utankjörfundar. Hægt er
að kjósa utankjörfundar hjá hrepp-
stjórum og sýslumönnum um land
allt.
Framsóknarflokkurinn veitir
nánari upplýsingar í síma 5404300,
á utankjorfundur@framsokn.is og
á heimasíðu Framsóknarflokksins,
www.framsokn.is.
Kosning utan kjörfundar er
sömuleiðis byrjuð erlendis og fer
fram í öllum sendiráðum Íslands,
fastanefnd Íslands hjá Evrópuráð-
inu og aðalræðisskrifstofum Íslands
í New York, Winnipeg og Þórshöfn
í Færeyjum. Sömuleiðis er unnt að
kjósa utan kjörfundar eftir sam-
komulagi hjá kjörræðismönnum
Íslands erlendis, samanber lista á
heimasíðu utanríkisráðuneytisins,
www.utanrikisraduneyti.is.
Væntanlegum kjósendum er vin-
samlegast bent á að hafa samband
við ræðismenn áður en þeir koma
til að kjósa. Gert er ráð fyrir að
kjósendur kynni sér sjálfir hverjir
eru í framboði og hvaða listabók-
stafir eru notaðir.
Ef kosið er utan kjördæmis
kjósanda, innanlands eða erlend-
is, skulu kjósendur sjálfir annast og
greiða fyrir sendingu atkvæðisbréfs
síns. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjós-
andi óskar þess, að koma bréfinu í
póst. Nægjanlegt er að koma bréfi
með utankjörfundaratkvæði í ein-
hverja kjördeild þess kjördæmis þar
sem kjósandinn er á kjörskrá.
Utankjörfundaratkvæði skal
vera komið í hendur viðkomandi
kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á
kjördag svo að það verði tekið til
greina. Utankjörfundaratkvæðið er
á ábyrgð kjósanda þar til það hefur
borist viðkomandi kjörstjórn.
Atkvæði má koma með eða
senda til Framsóknarflokksins,
Hverfisgötu 33, 101 Reykjavík og
því verður komið til skila. Einnig
má hafa samband við kosninga-
skrifstofur flokksins víðsvegar um
landið. Á kjördag er þó ráðlagt að
stíla atkvæðin á yfirkjörstjórn þar
sem viðkomandi er á kjörskrá.
Atkvæðagreiðsla
utan kjörfundar