Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 53

Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 53
LAUGARDAGUR 11. apríl 2009 7 ■ Á uppleið Heimaræktaðar kryddjurtir. Ódýr- ara en úr búðinni og nóg af tómum gróðurhúsum til að rækta í um þessar mundir. Eða þannig. Draumalandið. Heimildarmyndin byggð á bók Andra Snæs Magnason- ar er hvöss og áhrifamikil ádeila og hefur fengið magnaðar viðtökur. Síðrokk. Þessi þunglyndislega tónlistarstefna hefur öðlast nýtt líf á krepputímum og má meðal ann- ars sjá Kimono-liða spila í kvöld á Sódómu. Megrunarkúrar. Páskar eru skap- aðir til þess að njóta yfirgengilega mikils af súkkulaði. ■ Á niðurleið Endurfunda- böll. Er það virkilega góð hug- mynd að mæta á skemmtistað sem þótti smart fyrir yfir tuttugu árum, klæða sig upp í sama dressið og bera saman bjórvambir og hrukkur? Er þetta ekki tímabil sem fólk vill frekar gleyma? Góð tónlist á börum. Allir skemmtistaðir spila sama dynjandi sálarlausa taktinn. Hvernig væri nú að ráða plötu- snúða með frumlegan tón- listarsmekk? Hæfileikakeppni þingmanna. Tími til kominn að vinna vinnuna sína og hætta að troða upp með söng og dansi. Fyrir þá sem eru latir við að bera á sig body lotion er komin ferðaútgáfu af Almond Mist Concentrate frá L‘Occitane sem hentar einstak- lega vel fyrir sumarið. Spreyið kemur í hand- hægum umbúðum sem passa vel í íþrótta- og ferðatöskuna svo þú þarft ekki að burðast með stórar pakkningar. L‘Occitane notar möndlur frá Suður-Frakk- landi í möndlulínu sínu, en möndlumjólk hefur einstaklega mýkjandi áhrif á húðina og prótín- in stinna hana. Þessi létta froða smýgur fljótt og örugg- lega inn í húðina og gefur bæði raka og unaðs- legan ilm. Mýkjandi möndlumjólk Þú vilt aukinn ávinning. Þess vegna er Vöxtur fyrir þig. Vöxtur - Vildarþjónusta Kaupþings ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 55 13 0 4/ 09 Tækifærin skjóta víða upp kolli. Ávinningurinn felst í því að geta nýtt sér þau og skapa stöðugt fleiri tækifæri. Vöxtur býður þér betri kjör og ótal fríðindi. Kynntu þér málið á www.kaupthing.is eða í síma 444 7000. MÆLISTIKAN Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.