Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 60
40 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Víða sáust áberandi hálsfestar á tískusýningum fyrir næsta haust og
vetur og lítur út fyrir að þetta verði vinsælt. Perlufestar sáust aftur í
stórum stíl, sérstaklega hjá Moschino, Chanel og Givenchy en einnig
mikið af stuttum, þykkum hálsfestum sem minntu á drottningar fyrri
alda. - amb
PERLUR OG HÁLSFESTAR:
Öll athygli á háls-
inum næsta haust
> FACEHUNTER GEFUR ÚT BÓK
Yvan Rodic, betur þekktur sem Facehunter,
hefur eina undarlegustu vinnu í heimi: að taka
ljósmyndir af „töff“ fólki. Rodic, sem hefur
margoft heimsótt Ísland og myndað Íslendinga,
hefur öðlast frægð í gegnum bloggsíðu sína
en áformar nú að gefa út bók næsta haust hjá
forlaginu Thames & Hudson. Í bókinni verða
sýnishorn af myndum hans hvaðanæva úr
heiminum.
Heimur klæðanna virðist hafa snúist aðallega um tvo hluti í aðdrag-
anda páska. Sá fyrri, og sá mun áhugaverðari, eru fréttir um möguleg
líkklæði Jesú Krists sem Vatíkanið veitti nýlegar upplýsingar um og
sá síðari er fataskápur bandarísku forsetafrúarinnar Michelle Obama.
Bresk blöð hafa varla fjallað um annað en Evrópuheimsókn Obama-
hjónanna eða hvor forsetafrúin hafi verið glæsilegri, hin franska og
fagra Carla Bruni eða Michelle, sem þykir minna um margt á Jackie
Kennedy. Fyrir utan hvað mér finnst það einstaklega karlrembulegt
að virt blöð séu að fjalla um forsetafrúrnar og fatastíl
þeirra þá á ég bágt með að skilja um hvað allt málið
er. Michelle Obama er sæt kona sem gengur í ansi
kerlingarlegum drögtum með perlufestar um háls-
inn. Ég persónulega hélt að allar forsetafrúr fylgdu
þessari uppskrift hiklaust því það virðist ekki vera
upp á pallborðið að vera töff í diplómatískum kreð-
sum. Þar er aðalatriðið að vera penn og prúður og
styggja engan með fríkuðu fatavali. Synd,
því Carla Bruni er svo miklu sætari í galla-
buxum og leðurjakka heldur en einhverjum
gráum tweeddrögtum, þó að merkið innan í
sé Dior. Michelle Obama minnir kannski eitt-
hvað á Jackie Kennedy en hún gæti líka alveg
eins minnt á Bretlandsdrottningu sem hefur
ætíð þrammað um í hnésíðum bláum kápum með
stórar handtöskur. En franska og breska pressan
hafa farið fögrum orðum um klæðnað frú Obama
en hún sást meðal annars í hönnun eftir Alaia,
Moschino og Etro. Mikið þætti mér það frísk-
andi ef þessar konur sem fórna eigin frama fyrir
valdamikinn eiginmann myndu nú rokka aðeins
upp klæðaburðinn og taka nokkrar áhættur.
Uppgötva nýja og spennandi unga hönnuði, vera
pæjulegar og mæta jafnvel í leðurbuxum í kokk-
teilpartí. Og þó … gerði hún Dorrit okkar ekki
einmitt það?
Penar og fínar forsetafrúr
PÍFUR Svartur kjóll úr
hrásilki við drapplitaðar
perlur hjá Givenchy.
DRAPPLITAÐAR
Flottar stórar perlur hjá
Givenchy við svartan
klassískan flauelskjól.
PÖNKAÐ Bleik
hálsfesti við
leður og tjull
hjá Marc Jacobs
fyrir Louis
Vuitton.
GAMALDAGS
Kjóllinn minnir á
þriðja áratuginn
hjá Lanvin með
stóru og áberandi
hálsskrauti.
Koparbrúnn og seiðandi augnblýantur
frá Chanel skapar flott sixtís-lúkk.
9. HVER VINNUR!
KOMIN
N Í
ELKO!
WWW.SENA.IS/GODFATHER
FULLT AF AUKAVINNINGUM:
TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR,
GOS OG MARGT FLEIRA!
SENDU SMS EST GFM
Á NÚMERIÐ 1900
- ÞÚ GÆTIR UNNIÐ eintak!
Corleone fjölskyldan
vill fá þig til að taka völdin!
199 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
Æðislegan rósrauðan
kinnalit frá Estée
Lauder til að fríska
upp á andlitið í vor.
OKKUR
LANGAR Í
…
Dökkblár augnskuggi
er tilvalinn í sumar og
þessi er frá nýju Estée
Lauder-línunni.