Fréttablaðið - 11.04.2009, Side 80

Fréttablaðið - 11.04.2009, Side 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í dag er laugardagurinn 11. apríl, 101. dagur ársins. 6.10 13.29 20.49 5.49 13.14 20.40 4.990,-/33 í pk. Nú þegar páskahátíð er fyrir dyrum er kannski við hæfi að staldra við og skoða hvernig tákn- mál krossfestingarinnar hefur birst í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið. Það er nefnilega ekki langt síðan boðið var upp á nýstár- legt tilbrigði við Golgata-myndina í ræðu sem vakti töluverða athygli. Þar var frelsaranum á krossin- um, vannærðum og húðstrýktum með ræningja til hvorrar handar, skipt út fyrir stríðalinn ræningja á eftir launaaldri með tvö vammlaus jakkaföt til hvorrar handar. Guð- lastið er náttúrulega svo æpandi að umdeild símaauglýsing frá því í hittiðfyrra er eins og hákirkju- legur rétttrúnaður í samanburði. AÐ vísu má hafa gaman af því að klára að fylla upp í myndina. Þannig mætti klappa Hólmsteini frá Kýrene á kollinn fyrir dugn- aðinn við að bera kross frelsara síns þótt enginn hafi beðið hann um það. Sömuleiðis er skemmti- legur samkvæmisleikur að máta Steingrím, Jóhönnu og Ingibjörgu Sólrúnu sitt á hvað í hlutverk Her- ódesar, Kaífasar og Pontíusar Píla- tusar. GALLINN er bara að líkingin gengur alls ekki upp hjá ræðu- manni. Til dæmis er nú orðið deginum ljósara að það verður ekki hann sem fær það hlutskipti að taka saklaus á sig allar mis- gjörðir flokksins. Fráfarandi for- maður hans hefur nefnilega ekki haft undan við að gangast undir syndaklafa meðbræðra sinna jafnóðum og upp um skandalana kemst. Flokkurinn hefur orðið upp- vís að því að ganga erinda stórfyr- ir tækja sem á móti dældu tugmillj- ónum króna í hann. Nýr formaður hefur reyndar lýst því yfir að auð- velt sé að draga rangar ályktanir af því að þetta skuli einmitt vera sömu fyrirtækin, í raun sé það aðeins óheppileg tilviljun. Mynd- in heldur nefnilega enn áfram að skekkjast þegar að því kemur að finna Júdas, þann sem seldi sál sína fyrir 30 silfurmilljónir. Þar er enginn skortur á kandídötum. LOKS hrynur líkingin alveg þegar haft er í huga að ræðumaðurinn hafði nýlega talað fjálglega um þann stuðning og traust sem hann nyti hjá alþýðunni, yfirvöld væru að ofsækja sig í óþökk hennar. Í píslarsögunni á sú lýsing ekki við um Jesú frá Nasaret, heldur morð- ingjann Barrabas. En auðvitað er það í fullkomnu samræmi við þann málflutning frjálshyggjunnar að græðgi sé góð, þ.e.a.s. að synd sé dyggð, að morðinginn sé frelsar- inn. Hausaskelja- staðarávarpið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.