Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BÍLGREINASAMBANDIÐ spáir lítils háttar samdrætti í bílasölu á þessu ári og reiknar með að um 14 þúsund ný- ir fólksbílar muni seljast. Til sam- anburðar seldust tæplega 16 þús- und bílar í fyrra og dróst salan þá saman um 6,9% miðað við 2006. Samkvæmt upplýsingum Bíl- greinasambandsins var sala á lúxus- bílum í fyrra með besta móti en hafa ber í huga í slíkum samanburði að um mjög lágt hlutfall er að ræða af heildarsölu þó svo prósentan geti verið há milli ára. Sem dæmi var 126% söluaukning í Land Rover-bílum á síðasta ári en alls seldust 348 slíkir bílar sem er 2,2% af heildarsölu ársins. Þrátt fyrir góða sölu í bílum síð- astliðin þrjú ár er meðalaldur fólks- bíla hár hér á landi eða um 9,5 ár, segir Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins. Segir hann að bílaframleiðendur keppist nú um að framleiða bíla sem losa sem minnst af óæskilegum loft- tegundum og þurfi að beygja sig undir mun strangari mörk í því sam- bandi á allra næstu árum þannig að þróunin verði gríðarlega hröð á næstunni. Spáir sam- drætti í bílasölu Özur Lárusson Lúxusbílar ruku hreinlega út í fyrra Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FRIÐARGÆSLULIÐARNIR níu sem starfa á vegum Íslensku friðar- gæslunnar í Srí Lanka verða kallaðir heim á næstu dögum vegna vopna- hlésrofs Tamíltígra og stjórnarhers- ins í Srí Lanka, en ekki er ljóst hvað tekur við hjá þeim við heimkomuna. Friðargæsluliðarnir, fjórar konur og fimm karlar, eru í vinnusambandi við utanríkisráðuneytið og hafa gert kjarasamninga við ráðuneytið. Að sögn Önnu Jóhannsdóttur, forstöðu- manns Íslensku friðargæslunnar, er eftir að ræða við fólkið og tekur hún fram að það eigi mismunandi mikið eftir af samningsbundnum tíma í landinu. „Þetta er mjög hæft fólk sem við reiknum með að geta nýtt í önnur verkefni ef því er að skipta,“ segir hún. „Nokkrir í hópnum hafa verið í friðargæsluverkefnum áður, bæði á Srí Lanka og öðrum stöðum.“ Vilja standa við samninga Anna bendir á að nú séu íslensk yf- irvöld að hætta friðargæsluverkefn- um í Srí Lanka, en sex ár eru liðin frá því fyrstu friðargæsluliðarnir fóru þangað fyrir Íslands hönd. „Við erum í ýmsum öðrum verkefnum og ef fólk- ið fer í önnur verkefni annars staðar yrði það samningur um nýtt verkefni. Við munum fara yfir þessi mál með fólkinu þegar það hefur gengið frá sínum málum í Srí Lanka og er komið heim.“ Í landinu eru einnig starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands en þeir eru ekki tengdir friðargæslu- störfum og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort þeir verða kallaðir heim. „Við munum að sjálfsögðu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, skoða hvert framhaldið verður,“ segir Sighvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri ÞSSÍ. „Við höfum þeg- ar skuldbundið okkur til að kosta ákveðið verkefni og drögum okkur ekki út úr samningum sem við höfum gert í nafni Íslands. En það þarf að skoða framhaldið og hvort ástæða er til að hafa fólk að störfum á svæðinu.“ Á vegum ÞSSÍ í Srí Lanka eru Ís- lendingar að störfum, bæði sem fastir starfsmenn og einnig nokkuð margir skammtímaráðgjafar. Einnig eru inn- lendir starfsmenn að störfum í land- inu. Sighvatur bendir á að mál geti þróast þannig að íslenskir starfsmenn ÞSSÍ verði kallaðir heim en það bíður ákvörðunar stofnunarinnar. Fari svo blasir við að ÞSSÍ muni standa við þá starfssamninga sem gerðir hafa verið við fólkið þótt það verði kallað heim. Það felur m.a. í sér að reynt verður að útvega fólki vinnu annars staðar. Tveir íslenskir fastráðnir starfs- menn eru nú að störfum í landinu og fimm innlendir. Þá kemur talsverður hópur af íslenskum og erlendum skammtímaráðgjöfum til landsins á hverju ári. Gætu nýst í önnur friðargæslustörf Ekki ákveðið hvort starfsmenn ÞSSÍ verða kallaðir heim Morgunblaðið/Þorkell Ófriðlegt Veður eru válynd á Sri Lanka og viðbúið að þar komi til átaka. Anna Jóhannsdóttir Sighvatur Björgvinsson FORSÆTISRÁÐHERRA hefur með samþykki ríkisstjórnarinnar ákveðið að skipa tvær nefndir til að fjalla um leið- ir til að styrkja atvinnulífið og samfélag á svæðum þar sem hagvöxtur er lít- ill. Önnur nefndin á að fjalla um Norðurland vestra og skila forsætisráðherra tillögum eigi síðar en í lok mars 2008. Hin nefndin á að fjalla um fámenn byggðarlög á Norðurlandi eystra og Austurlandi, sem eiga undir högg að sækja í atvinnulegu tilliti, og skila forsætisráðherra til- lögum eigi síðar en 1. maí 2008. Í frétt frá forsætisráðuneytinu kemur fram að atvinnu- og búsetu- skilyrði í þessum byggðarlögum séu afar veik og hagvöxtur nei- kvæður. Nefndirnar eiga meðal annars að koma með tillögur um mögu- lega styrkingu menntunar og rannsókna, uppbyggingu iðnaðar og þjónustu og flutning starfa frá höfuðborgarsvæðinu til umræddra svæða. Í hvorri nefnd eiga sæti fimm fulltrúar, þar af þrír fulltrúar stjórnvalda og tveir fulltrúar frá viðkomandi svæðum. Formaður beggja nefndanna verður Halldór Árnason, skrifstofustjóri í forsæt- isráðuneytinu. Leita leiða til styrktar atvinnulífi Geir H. Haarde HÆKKUN á verði bensíns og olíu hefur ekki áhrif á tekjur ríkisins af beinum gjöldum sem ríkið leggur á eldsneyti vegna þess að gjaldið er krónutala og hækkar ekki þó að verðið hækki. Hins vegar hækka tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti af eldsneyti eins og öðrum vörum sem hækka í verði. Mikil hækkun á ári OLÍS og Skeljungur hækkuðu verð á eldsneyti í gær til samræmis við hækkun N1 í fyrradag. Algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu á stöðvum félaganna er nú 134,40 krónur og algengt verð á dísilolíu er 136,90 krónur. Atlantsolía og Orkan hafa ekki hækkað eldsneytisverð. Fyrir ári var meðalverð á hverjum bensínlítra um 111,70 kr. og þar af voru tekjur ríkisins af virðisauka- skatti tæplega 22 krónur. Nú kostar bensínlítrinn um 134,40 og þar af er virðisaukaskattur um 26,45 kr. Elds- neyti sem selt er á 134,40 krónur skilar ríkissjóði u.þ.b. 1,4 milljörðum meira í tekjur á heilu ári en eldsneyti sem selt er á 111,70 kr. Bensínhækkun skilar meiri tekjum TVEIR bílstjórar lentu í vandræð- um vegna hálku á Suðurlandsvegi í gærkvöldi og misstu bíla sína út af, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Hvolsvelli. Í fyrra tilvikinu var um að ræða jeppa sem fór út af við Land- vegamót. Tvennt var í bílnum og sakaði þau ekki, en bíllinn er, sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni, gjörónýtur. Í hinu tilvikinu var um að ræða fólksbíl sem fór út af rétt austan við Hvolsvöll. Tveir erlendir ferða- menn voru í bílnum og voru þeir báðir fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla. Bílaleigubíll þeirra er að sögn ónýtur. Lögreglan á Hvolsvelli varar við gríðarmikilli hálku á Suðurlands- vegi og segir hana sérlega lúmska þar sem hún sjáist illa. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerð ríkisins eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði, í Þrengslum sem og á Suðurlandi. Vegir eru víðast hvar auðir en þó er einhver hálka, fyrst og fremst á fjallvegum, á Vest- fjörðum og Austurlandi. Mjög snarpar hviður eru við Lómagnúp og eru vegfarendur beðnir að fara þar með gát. Vegna vegaskemmda er Flóka- dalsvegur í Borgarfirði, vegur 515, lokaður milli Varmalækjar og Múlastaða og 7 tonna öxulþungi frá Múlastöðum að Hrísum. Veðurstofa Íslands spáir slyddu eða rigning um landið austanvert í dag, dálítil él verða norðvestantil en heldur hægara og hálfskýjað um landið suðvestanvert. Tvö hálkuslys á Suðurlandi ÞEGAR flytja á sjúklinga til og frá gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þarf að beita mikilli út- sjónarsemi. Lyftur sem sjúklingar eru fluttir í milli t.d. skurðstofa og gjörgæslu eru svo litlar að ekki er pláss fyrir bæði sjúkrarúm og lífsnauðsynlegar vélar sem sjúklingunum fylgja. Starfsfólkið deyr þó ekki ráðalaust, setur sjúklinginn í rúminu í eina lyftu, blæs í hann lofti og hleypur svo með öndunarvélina í næstu lyftu og tengir hana við sjúklinginn þegar á leiðarenda er komið. „Það sér hver maður að þessi aðstaða gengur ekki upp,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra, sem heimsótti gjörgæsludeildina í gær. Byggt verður við gjörgæsluna á næstu mánuðum en lyfturnar bíða úrlausnar þar til nýr spítali rís á næstu árum. | Miðopna Tækin taka næstu lyftu Þrengsli há gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.