Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FARÞEGAR Boeing 757-flugvélar Icelandair, sem komu frá Las Palm- as á Kanaríeyjum í leiguflugi fyrir Úrval-Útsýn, segjast ósáttir við að áhöfnin skuli ekki hafa gefið þeim upplýsingar um hvað væri að gerast, meðan tvívegis var gerð tilraun til að lenda vélinni í Keflavík í fyrrakvöld í miklum hliðar- og sviptivindum. 189 farþegar voru um borð og var vélinni snúið til Egilsstaða. Ástandið í vél- inni var að sögn farþega mjög erfitt um tíma og fólk í gríðarlegu uppnámi og óvissu um hvað væri að gerast. „Maður hefði róast ef áhöfnin hefði bara getað komið því til skila að vélin héngi ennþá saman og að öðru hverju kæmi fyrir að ekki væri hægt að lenda í Keflavík vegna svipti- vinda,“ sagði einn farþega sem gisti ásamt rúmlega 40 öðrum á Hótel Héraði á Egilsstöðum í fyrrinótt. Vel yfir helmingur farþeganna fór með vél Icelandair eftir áhafnarskipti til Keflavíkur seint um nóttina, en eftir gistingu fóru hinir ýmist með innan- landsflugi eða óku suður í gær. Börnin fatalaus eftir uppsölur Á Hótel Héraði sat fólk sem verið hafði í flugvélinni í smáhópum í gær- morgun og ræddi atburðinn. Því var augljóslega mjög brugðið og saman- kýtt af spennu eftir slakandi sólarfrí á Kanaríeyjum. Lítil stúlka í hópnum var klæðalítil hlaupandi um anddyri hótelsins og passaði að fara ekki langt frá mömmu sinni. Hún gubbaði yfir fötin sín í flugvélinni og hafði engin varaföt að heitið gat. Hún var ekki eina barnið í þeirri stöðu eftir kvöldið og nóttina. Sú stutta fékk lánsföt hjá heimafólki fyrir ferðalag- ið suður til Reykjavíkur og þaðan upp á Kjalarnes. „Það greip um sig verulegur ótti og maður sá margt fullorðið fólk grátandi og jafnvel fara með bænir,“ segir maður í hópnum sem vill ekki láta nafns síns getið. „Fólk er auðvit- að hrætt við hið óþekkta og er óvant svona löguðu. Það hefur allt aðra sýn en flugmennirnir, sem líta á þetta sem tæknilega örðugleika. Farþeg- arnir dramatísera hlutina.“ Helga Ragnarsdóttir skýtur inn í að flugfarþegar séu manneskjur sem þurfi að tala við og veita upplýsingar. „Auðvitað voru flugmennirnir á fullu við að ná vélinni upp, en þetta var löng óvissustund fyrir okkur og erf- ið,“ segir Helga. „Þegar flugvélin var næstum lent í Keflavík rauk hún upp aftur. Þá var gert aðflug að annarri braut og hætt við aftur eftir nánast snertilendingu og flogið upp. Svo pompaði vélin svona hrikalega í lofttæmi og hentist til og argaðist upp aftur á fullu vél- arafli. Það var allt gefið í botn til að ná henni upp og seinna skiptið var miklu mun verra en það fyrra. Svo gekk nú sæmilega að róa fólk þegar snúið var til Egilsstaða og búið að tala við okkur, sérstaklega þegar við vissum að þar væri gott veður. Tím- inn hefur samt aldrei liðið jafn hægt og í þeirri ferð, þetta var endalaust.“ Grátandi að hringja í ættingja Eftir lendingu á Egilsstöðum var eldri maður fluttur á sjúkrahús í losti. Í flughöfninni mátti hvarvetna sjá grátandi fólk með farsíma í hönd- um reyna að ná sambandi við ætt- ingja og vini. Boðið var upp á áfalla- og læknishjálp í flugstöðinni og leit- uðu m.a. fjórir farþegar slíkrar að- stoðar hjá heilsugæslunni á Egils- stöðum. Hluti fólksins var þó kominn á hótel áður en áfallahjálp stóð til boða. Flestum farþegum var boðið að fljúga með Icelandair-vélinni suð- ur eftir áhafnarskipti kl. 4 um nótt- ina en margir höfnuðu því og sögðust aldrei fara um borð í þessa vél. Sum- ir sögðust hreinlega ekki ætla að fljúga aftur í bili og kannski aldrei framar. Viðmælendur Morgunblaðs- ins tóku þó flestir fram að fyrir utan meinlegan skort á upplýsingum hefði áhöfn vélarinnar staðið sig með prýði og flugfreyjur veitt hræddu fólkinu góða aðstoð. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að farþegar hafi aldrei verið í hættu þrátt fyrir mikinn hliðarvind og hristing í Keflavík, en í kjölfar tveggja til- rauna til lendingar í Keflavík hafi verið ákveðið að snúa vélinni til Egilsstaða og biðja þar um að lækn- isaðstoð og áfallahjálparteymi yrði til reiðu fyrir farþega. Vond veður hafa talsvert reynt á þolrif flugá- hafna og -farþega í vetur og eru flug- farþegar til Egilsstaða þar engin undantekning. „Hægt hefði verið að segja okkur að vélin héngi ennþá saman“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Brugðið Flugfarþegar sem gistu á Hótel Héraði á Egilsstöðum í fyrrinótt eftir sviptingasama flugferð. Í HNOTSKURN »Skelfingu lostnir farþegarum borð í Boeing 757-þotu Icelandair frá Kanaríeyjum bjuggust við hinu versta þegar reynt var tvívegis að lenda á Keflavíkurflugvelli í slæmu veðri og vindasömu án árangurs. »Farþegar gagnrýna að þeimvar ekki sagt fyrr en vélinni hafði verið snúið til Egilsstaða hvað á gekk og að ekkert væri að óttast. Gríðarlegt uppnám var meðal farþega um borð. Löng óvissustund og erfið fyrir far- þega Icelandair ÉG VAKNAÐI með rosalega kvíða- tilfinningu í morgun, er bara í sjokki og enn skjálfandi,“ segir Lilja Björk Eysteinsdóttir, sem var farþegi í flugvélinni frá Las Palmas í fyrrakvöld ásamt tveimur ungum börnum og eiginmanni sínum. Lilja Björk segir reynsluna úr flugvél- inni blátt áfram hræðilega, ekki síst af því farþegarnir hafi ekki fengið neinar upplýsingar á meðan lend- ingartilraunum í Keflavík stóð. „Ástandið um borð var hræðilegt, allir öskrandi og litla stúlkan mín tveggja ára ældi yfir sig alla, mikill þrýstingur í vélinni, læti og pomp og til hliðar. Þetta var rosa töff. Börn í flugvélinni hljóðuðu og vein- uðu og allir í flugvélinni bara öskr- uðu. Fólk bað, grét og signdi sig og einhverjir hrópuðu að þeir vildu ekki deyja. Svo loksins kom flugstjórinn og sagði okkur að þetta væri út af hlið- arvindi, ekki hægt að lenda í Kefla- vík og snúið yrði til Egilsstaða. Við vissum ekki neitt. Einhver hefði þurft að segja okkur að það væri í lagi með vélina. Það héldu allir að dekkin hefðu ekki komist niður eða kannski að vængur væri bilaður. Þetta var skelfilegt.“ Lilja Björk segist vera þrælvanur flugfarþegi og hafi búið erlendis í mörg ár. Aldrei nokkurn tímann hafi hún orðið fyrir öðru eins áfalli í flugi og sé enn skekin og hrædd. Sprækari Talsvert var af börnum í þotunni frá Las Palmas og urðu þau að vonum skelfingu lostin. Kristjana litla gubbaði t.d. af hristingi og hræðslu. Fólk grét og signdi sig ÁKVÖRÐUN Skipulagsstofnunar um tillögu Vegagerðarinnar og Framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar um matsáætlun Hallsvegar- Úlfarsfellsvegar, ásamt gatnamót- um við Vesturlandsveg, á að liggja fyrir 25. janúar næstkomandi. Í áætluninni er gerð grein fyrir því hvernig staðið verður að mati á um- hverfisáhrifum framkvæmda við lagningu nýs Hallsvegar frá Víkur- vegi að Vesturlandsvegi með brú yfir Korpu. Einnig gerð mislægra gatnamóta yfir Vesturlandsveginn og Úlfarsfellsveg í beinu framhaldi af Hallsvegi. Tilgangur þessara framkvæmda er að tengja Grafarvogshverfi og hverfi í Hamrahlíðum og Úlfarsár- dal við Vesturlandsveg og bæta tengingu hverfanna í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur, að því er fram kemur í tillögunni. Mislæg gatnamót eru talin nauðsynleg til að greiða fyrir umferð inn og út úr hverfunum beggja vegna við Vestur- landsveginn. Í tillögunni kemur m.a. fram að mikil uppbygging, sem orðið hefur við fyrirhugað framkvæmdasvæði, valdi því að ekki sé um að ræða aðra staðarvalskosti fyrir Hallsveg, Úlf- arsfellsveg og mislæg gatnamót við Vesturlandsveg. Drög að tillögunni sem nú liggur frammi voru kynnt í haust er leið. Þá bárust skriflegar athugasemdir frá Minjasafni Reykjavíkur, Íbúasam- tökum Grafarvogs, íbúum við neðan- verð Garðshús, Fuglaverndarfélagi Íslands, Fornleifavernd ríkisins og Hverfisráði Grafarvogs. Í tillögunni eru þessar athugasemdir birtar og eins hvernig framkvæmdaraðilar bregðast við þeim. Vegna athugasemda íbúa verður m.a. beitt nýju og uppfærðu umferð- arspálíkani til að greina umferð um svæðið miðað við nýjustu forsendur. Þá telur framkvæmdaraðili að for- sendur hafi ekki breyst frá því að umhverfisráðherra og Skipulags- stofnun komust að þeirri niðurstöðu að lagning Hallsvegar í stokk komi ekki til greina. Sú hugmynd sé ekki raunhæfur kostur vegna kostnaðar. Tillagan liggur nú frammi til kynningar hjá Skipulagsstofnun. Einnig er hægt að nálgast tillöguna á heimasíðu stofnunarinnar (www.skipulag.is). Frestur til að gera athugasemdir rennur út 18. janúar nk. Lítið svigrúm fyrir ný umferðarmannvirki                           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.