Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
N
ú hverfur hver jólasveinn-
inn á fætur öðrum til síns
heima, burt frá okkur í
mannabyggð og heim í
fjöllin til Grýlu. Sá síðasti
fer á morgun.
Ég er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga
sem er með gullfiskaminni. Ég velti því
reglulega fyrir mér hvort ég sé komin
með snert af minnisleysi um leið og ég
reyni að rifja upp hvar ég lagði bílnum.
Mín helsta huggun í þessum ósköpum er
að heyra og skynja að ég er ekki ein á
báti, það líður ótrúlega mörgum Íslend-
ingum einmitt svona. Við erum dæmd til
skammtímaminnis.
Markaðsöflin allt í kringum okkur,
hraðinn, fyrirsagnamergðin, áreitið,
hlaupin, fréttir sem verða úreltar um
hæl:
Allt þetta býr til slíkan þankagang
þjóðar, þankagang gullfisksins, og ein-
mitt þarna hreiðrar stjórnmálamenning
nútímans um sig. Reyndar er það ekki
bara stjórnmálamenningin sem lifir
þarna ljúfu lífi heldur mýmörg svið
mannlífsins önnur.
Í vor voru kosningar og allir í óða önn
að útdeila pökkum úti um allt á alla. Það
vantaði bara að frambjóðendur væru
klæddir við hæfi. Góður jólasveinn á
kosningaári veit nákvæmlega hvað hver
vill fá í skóinn og hjá honum fer enginn í
jólaköttinn. Í framhaldinu treystir hann
svo á skammtímaminnið.
Nú eru enda flestir búnir að gleyma
öllu því sem var lofað síðastliðið vor. En
það virðist ekki skipta máli af því að
fréttir gærdagsins eru liðin tíð, það er
þreytt og úrelt að rifja þær upp. Við
minnumst ekki á gamla jólapakka, við
kaupum nýja.
Þau sem ekki eru alveg jafn minn-
islaus skulu gjöra svo vel að hysja upp
um sig og hætta að vera fúl á móti.
Pólitísk loforð og yfirlýsingar virðast á
stundum jafngilda veruleika og fram-
kvæmdum. Ef hamrað er nógu vel og
lengi á fyrirsögnum um breytta tíma –
m.a. í gegnum upplýsingastýringu, frétt-
ir og slagorð – þá virðist sem eiginlegar
breytingar eigi sér stað. Stoðin í raun-
veruleikanum fellur fyrir ofan garð og
neðan, umbúðir verða innihald, slagorð
verða ígildi framkvæmda.
Í heilbrigðum heimi eru það verkin
sem tala en í heimi gullfiskaminnis og
kapphlaups, á „upplýsingaöld“, þá eru
það yfirlýsingarnar sem samsvara verk-
um. Allar þjóðir skrifa undir Kyoto-
bókun gegn loftslagsbreytingum, fá und-
anþágur þar sem við á og húðskamma
Ameríku fyrir að vera ekki með. En við
hvað hafa hin yfirlýsingaglöðu staðið,
hvað hefur í raun breyst? Skítt með það:
undirskrift jafngildir framkvæmd í
heimi sem nærist á loforðum.
„Útrýmum biðlistum á 18 mánuðum!“
Jahá, gerum það. „Ísland best í heimi!“
Yfirlýsingin hefur sín áhrif, hún virk-
ar. Við fáum á tilfinninguna að allt sé í
lukkunnar velstandi, eins gott og það
geti nú orðið, þrátt fyrir einhverja
hnökra sem þyrfti að laga við tækifæri.
Það er mun þokukenndara og erfiðara að
átta sig á því sem á sér raunverulega
stað í samfélaginu, enda er umbúðalaus
veruleiki flókinn og margslunginn og
ekkert sérstaklega jólapakkalegur.
Standa nýir tímar jafnvel í stað eða liðast
þeir bara áfram eins og vanalega?
Við Íslendingar erum gjörn á að þykj-
ast vilja breyta og gera betur þegar eitt-
hvað kemur upp sem veldur almennri
hneykslan. En þegar á reynir föllum við
gjarnan fyrir ígildi nýrra jólapakka og
glitrandi kosningavíxlum. „Hver býður
best daginn fyrir jól? Kjósum hann!“
Tja, annaðhvort hann eða bara þann sem
við erum vön.
„Ef þú vilt komast langt í þessum
heimi skaltu lofa öllu en ekki standa við
neitt“ er haft eftir Napóleón Bonaparte,
þeim sem sigraði Evrópu.
Þótt það sé gott að vera jólasveinn inn
við beinið þá þurfum við öll á aðhaldi að
halda. Hvert og eitt okkar ber ábyrgð á
heilbrigðari stjórnmálamenningu, heið-
arlegri viðskiptum, sjálfstæðari fjöl-
PISTILL » Pólitísk loforð og yf-
irlýsingar virðast á
stundum jafngilda veru-
leika og framkvæmdum.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Jólapakkapólitík
miðlum, eðlilegra verðlagi, sjálfsagðara
jafnrétti. Það er ekki bara á ábyrgð þess-
arar stofnunar eða hinnar, þessa stjórn-
málaflokks eða hins, að halda uppi lýð-
ræðislegu samfélagi. Það er ábyrgð
hvers og eins okkar að sjá í gegnum um-
búðirnar og krefjast innihalds, það er
okkar að þyrsta í staðreyndir en sættast
ekki á upplýsingastýringu þægilegra
þagna, hvirfilvind slagorða eða viðtekin
hagsmunatengsl. Það er okkar að taka
afstöðu í stað þess að sofa í gegnum
flauminn.
Á þrettándanum flytja álfar og huldu-
fólk búferlum, kýr tala og jólasveinar
skunda heim á leið. Eða svo er sagt, við
brennum út jólin. Megi jólasveinar allir
sem einn komast heim heilu á höldnu
þessa nótt og Grýla taka vel á móti þeim í
fjöllunum.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SAMKOMULAG náðist í gær milli
Reykjavíkurborgar og Eignarhalds-
félagsins Kaupangurs, eiganda
Laugavegar 4-6, um að fresta niður-
rifi húsanna í 14 daga, en þann tíma
hyggst borgin nota til að flytja þau af
lóðinni og gera upp á öðrum stað.
Hljómskálagarðurinn kemur til
greina en einnig aðrir staðir, að sögn
borgarstjóra.
Eigendur hússins hafa fengið öll til-
skilin leyfi til að rífa húsin, raunar fyr-
ir allöngu síðan. Inntur eftir því hvers
vegna gripið hefði verið til þess í gær-
morgun að óska eftir fundi með eig-
endunum og freista þess að semja um
að niðurrifi yrði frestað, sagði Dagur
B. Eggertsson borgarstjóri, að hann
hefði frétt af því í fyrrakvöld (fimmtu-
dagskvöld) að húsafriðunarnefnd ætl-
aði ekki að beita skyndifriðun til að
friða húsin, líkt og Torfusamtökin
höfðu farið fram á að yrði gert. Einnig
að til stæði að hefja niðurrif húsanna
að morgni. Í kjölfarið hefði hann ósk-
að eftir að rætt yrði við eigendur
hússins um frestun. „Sú spurning
sem við stóðum frammi fyrir í gær
[fimmtudag] var í raun sú hvort við
vildum halda í þessi hús og gera þeim
sóma á nýjum stað. Og það varð sem
sagt niðurstaðan, í stað þess að láta
gröfurnar hjóla í þau,“ sagði hann.
Það hefði verið til umræðu í nýjum
meirihluta að flytja húsin og láta gera
þau upp en beðið hefði verið eftir nið-
urstöðu húsafriðunarnefndar.
Samkvæmt upplýsingum frá húsa-
friðunarnefnd liggur formleg ákvörð-
un um að beita ekki skyndifriðun
reyndar ekki fyrir og mun væntan-
lega ekki gera það fyrr en á fundi
hennar á þriðjudag.
Niðurrif húsanna er heimilað í
deiliskipulagi sem var samþykkt árið
2003 og byggingaleyfi og leyfi til nið-
urrifs voru gefin út í sumar og haust,
að sögn Dags. Málið væri úr höndum
borgarinnar.
Aðspurður sagði Dagur að borgin
gæti í sjálfu sér keypt húsin. Það væri
á hinn bóginn alltaf spurning hversu
miklum fjármunum væri verjandi að
yrði varið til slíks. Engin tilboð hafa
þó gengið á milli borgarinnar og eig-
enda húsanna en Dagur sagði að það
blasti við að hugsanlegt kaupverð
myndi hlaupa á hundruðum milljóna.
Jóhannes Sigurðsson hjá Kaup-
angri sagði við Morgunblaðið í gær að
félagið hefði engan áhuga á að selja
lóðina og þar hefðu menn ekkert velt
hugsanlegu söluverði fyrir sér.
Vel yfir 100 milljónir
Að sögn Dags er gert ráð fyrir að
flutningur húsanna kosti 4-5 milljónir
króna og það kosti á annað hundrað
milljónir að gera þau upp. Þá á eftir
að taka lóðarverð inn í reikninginn.
Dagur sagði ljóst að ekki væru allir
húsafriðunarmenn ánægðir með
þessa lausn og margir hefðu viljað að
þau yrðu gerð upp á sínum stað. Hann
hefði á hinn bóginn heyrt úr þeirra
röðum að flutningur væri illskárri
kostur en niðurrif.
Um hugsanlega staðsetning
húsanna í Hljómskálagarðinum sagði
Dagur að það væri aðeins einn mögu-
leiki. Ekkert skipulag um byggð í
garðinum lægi fyrir en fyrir nokkru
hefði verið sett í gang skipulagsvinna
og meðal þess sem átti að kanna var
hvort fýsilegt væri að láta reisa þar
kaffihús.
Fengu 14 daga frest til að flytja
Reykjavíkurborg samdi um að niðurrifi
húsanna við Laugaveg 4-6 yrði frestað
Morgunblaðið/Frikki
Gálgafrestur Undirbúningur var hafinn að niðurrifi húsanna, m.a. höfðu
staurar fyrir framan húsið verið teknir niður. Niðurrifi var frestað.
„MINJAGILDI húsanna og verðgildi
þeirra yfirleitt er á þeim stað þar
sem þau standa. Ef þú fjarlægir þau
eyðileggur þú þetta gildi þeirra. Það
er bara algjört rugl að mínu mati.
Ég skil ekki í nokkrum manni að láta
sér detta þetta í hug,“ sagði Hjörleif-
ur Stefánsson arkitekt um þá
ákvörðun Reykjavíkurborgar að
láta flytja húsin við Laugaveg 4 og 6
á nýja lóð. Að ósk borgarminjavarð-
ar skoðaði Hjörleifur húsin í haust
með hliðsjón af þeirri spurningu
hvort unnt væri og fýsilegt að láta
flytja húsin og endurbyggja þau
nærri upprunalegri mynd á öðrum
stað. Í minnisblaði sem hann gerði í
kjölfarið sagðist hann sammála því
mati borgarminjavarðar að húsin
hefðu verulegt minjagildi þrátt fyrir
að þeim hefði verið mikið breytt og
þeim misþyrmt. Gildi þeirra væri þó
fyrst og fremst fólgið í því að þau,
ásamt öðrum húsum, mynduðu elsta
og mikilvægasta hluta Laugavegar.
Þá væri ljóst að byggingarlóðin hlyti
að vera afar dýr, enda yrðu húsin að
standa í miðbænum til að þau væru í
einhverju samhengi við umhverfið.
„Þessum fjármunum væri miklu bet-
ur varið í að kaupa húsin af núver-
andi eigendum og stokka upp í mál-
inu. Sú ráðstöfun myndi gagnast
málstað almennings en ef Reykja-
víkurborg leggur til fjármuni í að
flytja húsin af staðnum er hún að
kosta niðurlægingu Laugavegar til
að auka á gróða núverandi eig-
enda,“ segir í minnisblaði Hjörleifs
Stefánssonar arkitekts.
Misskilningur borgarstjóra
Snorri Freyr Hilmarsson, formað-
ur Torfusamtakanna, sagði að deil-
an um húsin hefði aldrei snúist um
að húsin yrðu flutt, heldur um að ein
elsta göturöð bæjarins yrði ekki
höggvin í tvennt með nýju og stóru
hóteli. „Þannig að ég held að hann
[borgarstjórinn] misskilji alveg út á
hvað málið gengur,“ sagði Snorri.
Borgarstjóri ætti að hafa kjark til að
stíga skrefið til fulls og vinda ofan af
fyrirhuguðum framkvæmdum með
því að kaupa húsin og lóðina. Borgin
gæti t.d. náð í fjármuni úr skipulags-
sjóði en sjóðurinn hefði rifið hús og
látið rýma lóðir með ágætum arði
undanfarin ár. „Það er nýbúið að
selja Fríkirkjuveg 11 fyrir 400 millj-
ónir þannig að það er ekki eins og
gömul hús hafi ekki verið tekjulind
fyrir borgarsjóð,“ sagði hann.
Aðspurður sagði Snorri að það
væri illskárra að flytja húsin en rífa.
„Það er búið að flytja hús í burtu frá
1962. Það er gamla lagið,“ sagði
hann. Gera ætti upp hús á staðnum
og vinna með götumyndina og láta
heildina njóta sín.
Stíll Tillaga Torfusamtakanna. Núverandi hús endurbætt og stækkuð með hliðsjón af upphaflegum stíl
Minjagildi lítils
virði á nýrri lóð
Hótel Gert er ráð fyrir að 2/3 hlutar á götuhæð hótelsins verði verslunarrými. Það verður fjórar hæðir.