Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 9

Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 9 UMHVERFISRÁÐHERRA hefur skipað nefnd sem á að gera tillögu til ráðherra um aðgerðir til að minnka úrgang og auka endur- vinnslu á dagblöðum, tímaritum og öðrum óumbeðnum prentpappír. Nefndin á að kanna mögulegar lausnir, þar á meðal framleiðendaá- byrgð. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. júlí. Fram hefur komið að magn fjöl- pósts hafi aukist um 76% frá árinu 2003 til 2007. Nefndina skipa Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir, deildarstjóri í um- hverfisráðuneytinu, formaður, Gló- ey Finnsdóttir, lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu, Ari Edwald forstjóri, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins, Björn Halldórsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Bryndís Skúladóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins, Guðrún Tryggvadóttir, tilnefnd af félagasamtökum, Gunnlaug Ein- arsdóttir, tilnefnd af Umhverf- isstofnun, Ólafur Kjartansson, til- nefndur af Úrvinnslusjóði, og Sigurður Örn Guðleifsson, til- nefndur af Félagi íslenskra stór- kaupmanna. Nefnd um óumbeðinn prentpappír 20% afsláttur af öllum vörum í dag Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Stórútsala Allar vörur í versluninni á útsölu Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 iðunn tískuverslun Laugavegi, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Laugavegi 25 sími 533 5500 ÚTSALA Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 ÚTSALA ÚTSALA MIKIL VERÐLÆKKUN Dansnámskeið Þjóðdansafélags Reykjavíkur Gömludansanámskeiðin hefjast 7. janúar. Opið hús 9. janúar. Upplýsingar í síma 587 1616 Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a ÚTFÖR Björns Þórhallssonar við- skiptafræðings var gerð frá Lang- holtskirkju í Reykjavík í gær. Séra Jón Helgi Þórarinsson jarðsöng, Bergþór Pálsson söng ásamt fé- lögum úr Karlakórnum Fóst- bræðrum og Jón Stefánsson lék undir á píanó. Líkmenn voru frá vinstri Gunn- ar Þór Þórhallsson, Knútur Björnsson, Sverrir Haraldsson, Sverrir Hermannsson, Davíð Oddsson, Ásmundur Stefánsson, Ingi Kristinsson og Þorbergur Þórhallsson. Morgunblaðið/Golli Útför Björns Þórhallssonar VERÐSKRÁ Símans hækkaði í nokkrum þjónustuflokkum um ára- mótin. Mínútuverð farsímaþjónustu, þegar hringt er í heimasíma, hækk- aði um 1 krónu í öllum áskriftar- flokkum fyrir utan GSM-samband 2, 3 og 4. Upphafsgjaldið hækkaði um 0,25 kr. í öllum áskriftaflokkum. Mánaðarverð fyrir grunnþjónustu í GSM hækkaði um 40 kr., en hækk- unin á þó ekki við um Betri leiðir í GSM. Mánaðarverð fyrir sérþjón- ustu hækkaði um 9 kr. og verð á SMS til útlanda í Frelsi hækkaði um 5 kr. GSM-samband 2 hækkaði um 40 kr. og GSM-samband 3 um 70 kr. Mánaðarverð heimasíma hækkaði um 50 kr. og sérþjónustu um 9 kr. Grunnáskriftarverð fyrir ADSL hækkaði um 10%. Hækkunin á ekki við um Betri leiðir í Interneti eða fjarvinnu- grunna, þar sem verðið helst óbreytt. Mánaðarverð fyrir ATM- þjónustu á fyrirtækjamarkaði hækk- aði um 15%. Mánaðarverð NMT- þjónustu hækkaði um 10% og mán- aðarverð sérþjónustu hækkaði um 9 kr. Verðskrá Símans hækkar Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.