Morgunblaðið - 05.01.2008, Page 14
14 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!
!!"
" #$%# &'()
$$*+#%# &'()
,-"()
.%# &'()
%/-"-#0$-()
1)-2$-')3/4 /
56/-#%# &'()
&'7-4 $()
.0$- /()
"#&2 	#:
;0()
<2-()
=&#()
!"#
>?()
/)6()
"/"-6-#<
"/"-6@"# /&2@A
-$ $-
/4%# &'()
B# < $
56/-6%# &'()
#/()
C(#;-()
@
#<44-42-9"+9-()
-/&"+9-()
$%!& '
D"&#</&2-&2D
1 %#-()
12'-9;()
(#)* ,#
-9$-'"-
4-
-/0 9E/ $4F
&'/
G H
I I!I>G
!I>?!H>
IGG JI!>
IIGH> GJ
JJ JG!
IIGG?
> H >I
JHI?HGH
HHGG>
I?J>?!J!
IHG!!
HH!
!?!!
GIJI
J!!J?
GIHI H
? I?!!
H>HGIG
JJ!>
?J>>GJ!?J
8
?>?JH
8
8
GH !!!!
8
8
JK?H
K!!
GK>
>K!
I!KH
>>KJ!
I?K
HI!K!!
>>K?!
KG
KH!
JHKH!
KJJ
?KHH
IIK!
JI>K!!
J!K!!
!KHI
?K!!
KH!
!K!
I>KI!
HK!?
8
8
>J!K!!
8
8
JKG!
K!
GK !
>KJ
I!KJ
> KI
I?K?
HIK!!
>>KH
K?
KHG
JJK!
IK!
?KJ
IIHK!
J?!K!!
K!!
!KH>
GK!!
KHG
!IK!
8
HK!
GK!!
8
>IIK!!
!K!!
?K!!
;+/-
*-9$-'"
H
G
IJ
I
G
G
GI
G!
>
G
>
>H
>
>
H
!
H
8
!J
8
8
H
8
8
4"-4
*-9$*#9
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
I!!H
IGII!!G
I!!H
?II!!G
IIHI!!G
I!!H
GII!!G
II!!G
MARKAÐIR í Evrópu, Asíu og
Bandaríkjunum féllu í gær eftir að
nýjar tölur um atvinnuþróun í
Bandaríkjunum voru birtar. Sýna
þær að fjöldi nýrra starfa í desember
var töluvert minni en greiningarað-
ilar höfðu gert ráð fyrir.
Nikkei-hlutabréfavísitalan jap-
anska varð fyrst til að finna fyrir
titringnum á mörkuðum og féll hún
um 4,03%. Ekki var mikið um hreyf-
ingar upp eða niður á helstu mörk-
uðum Evrópu í gærmorgun, þótt
helst hefðu þeir sigið niður á við, þar
til bandarískar kauphallir voru opn-
aðar. Bandarískar vísitölur lækkuðu
hratt strax frá byrjun og fylgdu evr-
ópsku vísitölurnar með og var áber-
andi lækkun á helstu vísitölum á
þeim tímapunkti.
Samnorræna vísitalan lækkaði um
3,33% í gær, sænska OMXS30 um
3,43% og danska OMXC20 um
2,49%. Lækkanir annars staðar í
Evrópu voru ekki jafn afgerandi en
þó töluverðar. Breska FTSE-vísital-
an lækkaði um 2,02%, þýska DAX
um 1,26% og franska CAC40 um
1,79%. Í Bandaríkjunum lækkaði
Dow Jones um 1,96% og Nasdaq um
3,77%.
Mikilvægi einkaneyslu
Í Wall Street Journal er fjallað um
ástæður þess að atvinnutölur valda
svo miklum usla nú. Telja greining-
araðilar að einkaneysla og þar með
hluti hagvaxtar í Bandaríkjunum
muni á næstu mánuðum einkum ráð-
ast af því hve tekjur launafólks
aukast hratt. Sé einkaneysla nógu
sterk, geti hún fleytt hagkerfinu í
gegnum nokkurra mánaða erfið-
leikatímabil.
Tekjur almennings ráðast jú af því
hve viljugir vinnuveitendur eru til að
ráða fólk í vinnu en reynist þeir treg-
ir til, þá hefur það áhrif á atvinnu-
leysi, launaþróun og þar með einka-
neyslu. Því eru viðbrögðin svo
harkaleg á mörkuðum þegar í ljós
kemur að nýsköpun starfa er undir
væntingum.
Bandarískar tölur
valda lækkunum
Í HNOTSKURN
» Fjöldi nýrra starfa í Banda-ríkjunum í desember nam
18.000 en hagfræðingar höfðu
gert ráð fyrir 50-70.000 nýjum
störfum.
» Eru þessar tölur taldarmerki um kólnun á banda-
rískum atvinnumarkaði.
» Fjárfestar forðuðust í gærfyrirtæki í geirum sem venju-
lega fara illa út úr krepputímum,
svo sem bifreiðaframleiðendur.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
● SKIPTI hf., móðurfélag Símans,
gerði í gær tilboð í slóvenska fjar-
skiptafélagið Telekom Slovenije. Til
stendur að selja 49,13% hlut í félag-
inu í þessari umferð til kjölfestufjár-
festis, sem mun í kjölfarið þurfa að
gera öðrum hluthöfum í félaginu yf-
irtökutilboð, að undanskildu slóv-
enska ríkinu sem halda mun eftir
25% hlut. Samtals er því um að
ræða allt að 75% hlut í Telekom
Slovenije. Hjá Telekom Slovenije
starfa um 4.400 starfsmenn. Hagn-
aður fyrir skatta fyrstu 9 mánuði árs
2007 nam 9,4 milljörðum króna.
Skipti býður í slóv-
enska símafyrirtækið
● NÝR undirmarkaður hefur verið
opnaður í kauphöll OMX á Íslandi fyr-
ir hlutabréfatengd réttindi (e. equity
rights). Með honum verður mögulegt
að eiga kauphallarviðskipti með ým-
is réttindi sem algengt er að skapist
í tengslum við útgáfu hlutabréfa, s.s.
áskriftarréttindi.
Að sögn Þórðar Friðjónssonar, for-
stjóra kauphallarinnar, mun þessi
undirmarkaður bæta umhverfi hluta-
bréfaviðskipta til muna. Nú sé mögu-
legt að eiga viðskipti sem lúta
reglum kauphallarinnar og selj-
anleiki muni batna verulega, til
hagsbóta fyrir útgefendur og eig-
endur hlutabréfa.
Allir kauphallaraðilar á íslenska
hlutabréfamarkaðnum fá sjálfkrafa
aðgang að undirmarkaðnum, er
nefnist OMX ICE Equity Rights.
Markaður með hluta-
bréfatengd réttindi
● ANNAR af
tveimur fram-
kvæmdastjórum
Kaupþings í Lúx-
emborg, Johnny
W. Brøgger, hefur
látið af störfum
að eigin ósk til að
sinna öðrum viðfangsefnum, segir í
tilkynningu til Kauphallar. Brøgger
hefur undanfarin tíu ár gegnt stöðu
framkvæmdastjóra bankans í Lúx-
emborg, við hlið Magnúsar Guð-
mundssonar. Þá tilkynnti Kaupþing
um áramótin að starfsemin í Fær-
eyjum hefði verið seld til Eik banka.
Greiddi Eik með reiðufé og yfirtók
innlán Kaupþings í Færeyjum, en
ekki var upplýst um kaupverð. Áhrif
sölunnar á efnahag Kaupþings voru
sögð óveruleg.
Breytingar í Lúx-
emborg og Færeyjum
VÖRUSKIPTI í nóvember síðast-
liðnum voru óhagstæð um 2,5 millj-
arða króna, en á sama tíma árið áður
nam vöruskiptahallinn 15,5 milljörð-
um króna. Í nóvember voru fluttar út
vörur fyrir 30,9 milljarða króna og
inn fyrir 33,4 milljarða króna sam-
kvæmt útreikningum Hagstofunnar.
Samkvæmt bráðabirgðatölum var
halli á vöruskiptum í desember 16,1
milljarður króna. Fyrstu ellefu mán-
uði ársins 2007 voru fluttar út vörur
fyrir 269,3 milljarða króna en inn
fyrir 353,4 milljarða króna. Sam-
kvæmt því nam vöruskiptahalli yfir
árið í heild 100,2 milljörðum en árið
2006 var hallinn tæpir 150 milljarð-
ar. Fyrstu ellefu mánuði ársins 2007
jókst verðmæti vöruútflutnings um
50 milljarða króna eða 22,9% á föstu
gengi miðað við sama tíma árið áður.
Útfluttar iðnaðarvörur voru 41% alls
útflutnings og var verðmæti þeirra
35,2% meira en árið áður. Aukningu
útflutnings má einna helst rekja til
aukins álútflutnings og aukinnar
sölu á skipum og flugvélum.
Vöruinnflutningur fyrstu ellefu
mánuði ársins dróst saman um 0,3%
miðað við sama tíma árið áður. Mest-
ur samdráttur varð í innflutningi á
flugvélum og fjárfestingarvöru en á
móti kom aukning í innflutningi á
mat- og drykkjarvöru.
Vöruskiptahallinn
dregst vel saman
ALMENNT millilandaflug um
Keflavíkurflugvöll árið 2007 jókst
um 7,3% frá árinu áður. Farþegum
fjölgaði um 8%, úr 2.019.470 í
2.182.232, en vöruflutningar voru
um 61.500 tonn eins og árið áður.
Flugumferð í heild jókst um 4,2%
en viðkoma herflugvéla hefur dreg-
ist saman um 36% eftir brottför
varnarliðsins, að því er segir í til-
kynningu. Ellefu flugfélög stund-
uðu farþegaflug á Keflavík-
urflugvelli á árinu og þrjú
vöruflutninga. Sem kunnugt er
halda Icelandair, Iceland Express,
SAS og British Airways uppi reglu-
bundnu áætlunarflugi með farþega
en síðastnefnda félagið hefur til-
kynnt að það hætti Íslandsfluginu í
mars næstkomandi. Þrjú félög ann-
ast vöruflutninga um flugvöllinn.
Aukið flug um Keflavíkurflugvöll
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson
ÞETTA HELST ...
● ENN lækkuðu hlutabréf í verði í
Kauphöll Íslands í gær. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 3,27% og er
5.943 stig, en vísitalan hefur ekki
endað undir 6.000 stigum frá því í
ágúst 2006. Hlutabréf Marels hækk-
uðu um 0,99% í gær og Össurar um
0,40%.
Krónan veiktist um 0,21% í gær,
en gengisvísitalan var 119,50 stig
þegar viðskipti hófust en var
119,75 stig þegar viðskiptum lauk.
Velta á millibankamarkaði nam
28,30 milljörðum. Gengi Bandaríkja-
dals er 61,67 krónur, punds 121,85
krónur og evru 91,15 krónur.
Enn lækka hlutabréf
BANDARÍSKI bifreiðaframleiðand-
inn Ford Motor Company féll á síð-
asta ári úr öðru sæti á lista yfir þá
framleiðendur sem selja flesta bíla í
Bandaríkjunum og var það japanski
bílarisinn Toyota sem velti Ford úr
sessi. General Motors trónir þó enn á
toppi sölulistans þrátt fyrir að sala hjá
fyrirtækinu hafi dregist saman um ein
6% á árinu. Seldi General Motors 3,8
milljónir bifreiða á síðasta ári, samanborið við 2,6 millj-
ónir hjá Toyota.
Stærstir í heimi?
Ford hélt sterkri stöðu sinni á pallbílamarkaðnum, en
stór hluti vaxtar Toyota kemur til vegna 69% aukningar á
sölu á tvinnbílnum Prius. Í frétt Financial Times segir að
jafnvel sé búist við því að Toyota taki fram úr GM sem
stærsti bílaframleiðandi heims, en sölutölur fyrir heim-
inn allan verða birtar í lok þessa mánaðar.
Toyota tekur fram úr Ford
GENGIÐ var á
gamlársdag frá
sölu allra hluta-
bréfa Sparisjóðs
Mýrasýslu í
Borgarnes kjöt-
vörum ehf. sem
rekin er við Vall-
arás í Borgar-
nesi. Kaupandi
fyrirtækisins er
fyrirtækið
Sundagarðar hf. í Reykjavík.
Fram kemur á fréttavef Skessu-
horns að samhliða kaupunum verði
ráðist í mikla endurskipulagningu
rekstrar enda hafi fyrirtækið verið
rekið með umtalsverðu tapi síðast-
liðin ár.
Haft er eftir Gunnari Þór Gísla-
syni, framkvæmdastjóra Sunda-
garða og einum af eigendum fyr-
irtækisins, að níu starfsmönnum úr
öllum deildum Borgarnes kjötvara
hafi verið sagt upp störfum frá og
með síðustu mánaðamótum og hafa
þeir frá einum upp í þrjá mánuði í
uppsagnarfrest. Alls starfa 38
manns hjá fyrirtækinu.
Meðal fyrirhugaðra breytinga á
rekstri er að salatgerð verður aukin
sem og slátrun og grófvinnsla á
stórgripum. Sauðfjárslátrun verður
hætt í Borgarnesi og fullvinnsla
ýmissa kjötafurða flutt suður.
Þegar haft var samband við
Gunnar í gær sagðist hann ekki
vilja tjá sig frekar um málið að svo
stöddu.
Kaupa
Borgarnes
kjötvörur
Níu starfsmönnum
sagt upp
Gunnar Þór
Gíslason
FYRRVERANDI starfsmaður í
greiningardeild Goldman Sachs
hefur verið dæmdur í tæplega
fimm ára fangelsi í New York.
Var hann dæmdur fyrir hlutdeild í
innherjaviðskipum, jafnframt því
sem hann lak innherjaupplýs-
ingum í tímarit um hlutabréfa-
markaðinn.
Eugene Plotkin, 28 ára, baðst
afsökunar á framferði sínu áður
en dómari kvað upp úrskurð yfir
honum, fjögurra ára og níu mán-
aða fangelsi. Var honum jafnframt
gert að greiða 10 þúsund dali, 630
þúsund krónur, í sekt og allt að
6,7 milljónir dala í févíti, sömu
upphæð og hagnaðurinn af ólög-
legu viðskiptunum nemur.
Dæmdur fyrir
innherjasvik
♦♦♦
● Á FUNDI yfirtökunefndar í gær var
ákveðið að nefndin tæki sér frest til
fimmtánda þessa mánaðar til að
ákveða hvort mál Baugs Group, Fons
og FL Group yrði tekið til efnislegrar
meðferðar.
Málið snýst um það hvort þau
eignatengsl séu milli Baugs Group
og Fons, stórra eigenda í FL Group,
að myndast hafi yfirtökuskylda í síð-
astnefnda félaginu. Á fundinum var
lagður fram nýr hluthafalisti í FL Gro-
up og ákveðið að skoða málið betur.
Ákvörðun liggi fyrir
eftir rúma viku