Morgunblaðið - 05.01.2008, Page 17

Morgunblaðið - 05.01.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 17 BAN Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær deiluaðila í Kenía til að semja um friðsamlega lausn. Á fjórða hundrað manns hefur fallið í átökum síðan umdeildar forsetakosningar fóru fram 27. desember. Talsmenn al- þjóðastofnana segja að minnst 180.000 manns hafi flúið heimili sín og hálf milljón manna sé í brýnni þörf fyrir neyðargögn. Stjórnin hafnaði í gær ósk stjórn- arandstæðinga um nýjar kosningar innan þriggja mánaða en hinir síð- arnefndu segja að svikum hafi verið beitt við talninguna. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja einnig að brögð hafi verið í tafli. Átökin milli fylkinga hafa að hluta til snúist í þjóðavíg, einkum í vest- urhéruðunum. Keníamenn skiptast í yfir 40 þjóðflokka og er Mwai Ki- baki, sitjandi forseti, úr röðum þess fjölmennasta, Kikuyu, sem eru um 22% allrar þjóðarinnar. Næstir eru Luhya, um 14% og í þriðja sæti eru Luo. Keppinautur Kibakis, Raila Odinga, er Luo-maður. Um 180 þúsund flýja heimili sín Reuters Óeirðir Maður hleypur með fötu til að ná í vatn sem nota á til að slökkva í brennandi húsi og verslun í fátækrahverfi í höfuðborginni Nairobi. HÓPUR rann- sóknarlögreglu- manna frá bresku lögregl- unni, Scotland Yard, er kominn til Pakistans að ósk þarlendra stjórnvalda til að rannsaka morðið á Benazir Bhutto. Forseti landsins, Pervez Musharraf, segist ekki sáttur við rannsókn innlendra lögreglu- manna. Mistök eins og þau að gatan þar sem tilræðið átti sér stað skyldi vera spúluð áður en búið var að rannsaka hana vandlega hafi verið gerð vegna vankunnáttu lögreglu en ekki haft það að markmiði að hylja merki um aðild ráðamanna að morðinu. Fá aðstoð frá Bretum Benazir Bhutto LÆKNAR í New York segja það einsdæmi að gluggaþvottamað- urinn Alcides Moreno skyldi lifa af nær 150 metra fall í byrjun desem- ber. Hann er kominn til meðvit- undar og talið að hann muni ná sér. Mikil mildi FJÓRÐA stærsta smásölufyrirtæki Breta á sviði orku, Npower, boðar allt að 27% hækkun á raforkuverði í dag auk mikilla hækkana á gas- verði. Ástæðan er að sögn hærra verð framleiðenda orkunnar. Orka hækkar JÓHANN Karl Spánarkonungur verður sjötugur í dag. Í könnunum segjast 69% landa hans álíta að þingbundið konungdæmi sé besta fyrirkomulagið og þorri aðspurðra þakkar honum að lýðræðið sigraði. Reuters Í höfn Jóhann Karl heilsar aðdá- anda eftir siglingakeppni í fyrra. Sátt við kóng HELSTI keppinautur Mikhail Saa- kashvilis, fráfarandi forseta Georgíu, Levan Gachechiladze, segist óttast svindl í kosningunum í dag. Þær verði ekki frjálsar enda hafi fjölmiðlum verið beitt fyrir vagn Saakashvilis og reynt að sverta stjórnarandstöðuna. Hundr- uð erlendra eftirlitsmanna fylgjast með kjörinu, þ. á m. þrír frá Íslandi. Reuters Ósáttur Gachechiladze á fundi. Óttast svindl DAKAR-rallinu, sem átti að hefjast í dag, hefur verið aflýst af öryggis- ástæðum en fjórir franskir ferða- menn voru myrtir í Máritaníu um jólin. Al-Qaeda-menn hafa fordæmt Máritaníu fyrir að leyfa rallið. Ralli aflýst STUTT Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is/nyhreyfing Ný og enn betri námskeið í glæsilegu nýju húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ. Stott Pilates kerfið þjálfar flata og sterka kviðvöðva. Jafnvægi á milli styrk- og teygjuæfinga framkallar langa, granna vöðva og auðveldar hreyfingar. Stöðug áhersla á öndun bætir súrefnisflæði í blóði og bætir blóðflæði til heilans sem eykur einbeitingu og vellíðan. Frábært æfingakerfi sem hefur slegið rækilega í gegn um allan heim. Byrjenda- og framhaldshópar Einnig boðið upp á einkatíma í Reformer Hafðu samband í síma 414-4000 eða með tölvupósti afgreidsla@hreyfing.is Allar nánari upplýsingar á www.hreyfing.is Hefst 14. janúar NÝ HREYFING & ný Stott Pilates námskeið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.