Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 21
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Selfoss | „Fjöl-
brautaskóli Suð-
urlands er frá-
bær skóli þar
sem skemmtilegt
var að vera
námsmaður. Nú
tekur hins vegar
allt annað við hjá
mér, ég legg af
stað í ellefu mán-
aða heimsreisu
11. janúar þar
sem ég ætla að heimsækja allavega
tólf lönd,“ segir Sara Kristín Finn-
bogadóttir á Selfossi sem náði best-
um heildarárangri á stúdentsprófi
við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Árangur Söru Kristínar er einkar
glæsilegur þar sem hún lauk í raun
stúdentsprófinu á fimm önnum eða
tveimur og hálfu ári. „Ég hef ekki
hugmynd um hvað tekur við þegar
ég kem heim, hvort það verður
meira nám eða eitthvað annað, tím-
inn einn verður leiða það allt í ljós.“
Sextíu og sex nemendur voru
brautskráðir frá skólanum nú. Þetta
var jafnframt síðasta brautskráning
skólameistarans, Sigurðar Sig-
ursveinssonar, sem ráðið hefur sig
til starfa í menntamálaráðuneytinu.
Beint í
heimsreisu
Sara Kristín
Finnbogadóttir
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Hveragerði | „Það er mjög áhuga-
vert viðfangsefni að skipuleggja
byggð í þessu landslagi. Við gerum
okkur hins vegar
grein fyrir því að
það tekur tíma
að byggja þetta
upp og fer eftir
markaðnum. Ég
tel að tímaáætl-
unin sé nokkuð
raunhæf,“ segir
Páll Guðjónsson,
framkvæmda-
stjóri byggðaþróunarsviðs hjá
Eykt hf. Auglýst hefur verið deili-
skipulag á landi félagsins, Sólborg-
um, austan Varmár í Hveragerði.
Eykt eignaðist landið með samn-
ingum við Hveragerðisbæ í byrjun
árs 2006 og síðan hefur verið unnið
að þróun þess og skipulagningu.
Ágreiningur var um samninginn í
bæjarstjórn Hveragerðis og fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar á síð-
asta ári. Páll segir að góð sam-
vinna hafi tekist við nýjan meiri-
hluta enda hafi ágreiningurinn
verið innan bæjarstjórnar en ekki
gagnvart Eykt. Hann leggur
áherslu að fyrirtækið hafi eignast
landið tímabundið til að þróa það
og byggja upp og skili síðan meg-
inhluta þess aftur til sveitarfé-
lagsins. Stuðst er við svipaða hug-
myndafræði og við uppbyggingu
Norðlingaholts í Reykjavík sem
Eykt átti hlut að.
Tvöföldun Hveragerðis
PK-arkitektar hafa unnið að
skipulagi Sólborga á grundvelli
verðlaunatillögu í arkitektasam-
keppni. Frágangur deiliskipulags
hefur dregist vegna breytinga sem
gera þurfti á aðalskipulagi en hon-
um er nú lokið og er Páll ánægður
með niðurstöðuna.
Þarna rís liðlega tvö þúsund
manna hverfi og þegar það verður
fullbyggt verða íbúar um það bil
jafnmargir og nú eru í Hveragerði.
„Skipulagið miðast við að end-
urspegla þarfir samfélagsins fyrir
mismunandi húsagerðir og þjón-
ustu,“ segir Páll. Næst Suður-
landsvegi verða lóðir fyrir atvinnu-
húsnæði sem skýla íbúðabyggðinni
fyrir umferðarhávaða. Á sléttlend-
inu þar á bak við verða fjölbýlis-
hús og síðan verða sérbýli meira
áberandi þegar ofar dregur í
byggðinni, sérstaklega einbýlis-
hús. Gert er ráð fyrir að hverfið
verði sjálfstætt skólahverfi. Í
miðju þess er þriggja hektara lóð
fyrir grunnskóla, leikskóla og
íþróttahús og önnur lóð fyrir
verslunar- og þjónustumiðstöð
hverfisins. Samkvæmt samningum
við Hveragerðisbæ mun Eykt
byggja fyrsta áfanga leikskólans.
Valkostur fyrir borgarbúa
„Sérstaða þessa svæðis felst í
landslaginu,“ segir Páll. Suður-
landsvegurinn er í um 20 metra
hæð yfir sjávarmáli en efstu húsin
eru í 80 til 90 metra hæð. Þetta er
nýtt á Suðurlandi þar sem byggðin
er á sléttlendi. „Efsti hluti lands-
ins er lagður inn í stórbrotið
landslag þar sem íbúar munu
njóta einstakrar staðsetningar og
mikils útsýnis. Við skipulagn-
inguna var ákveðið að nýta þetta
umhverfi í stað þess að fletja það
út og hafa arkitektar möguleika á
að hanna húsin inn í landslagið,“
segir Páll.
Á næstunni verður boðin út
hönnun á götum og lögnum í öllu
hverfinu. Uppbyggingu þess verð-
ur síðan skipt í áfanga. Páll reikn-
ar með að hægt verði að bjóða út
verklegar framkvæmdir við götur
og lagnir á vordögum og að ef allt
gangi vel verði fyrstu lóðirnar til-
búnar til ráðstöfunar með haust-
inu.
Í samningum Eyktar og Hvera-
gerðisbæjar er gert ráð fyrir að
uppbygging svæðisins taki allt að
tólf árum. Páll telur þann tíma-
ramma raunhæfan miðað við fjölg-
un íbúa á Suðurlandi og möguleika
svæðisins til að laða til sín íbúa.
„Við teljum að markaðurinn sé fyr-
ir hendi. Að bæta við um 60 til 80
íbúðum að meðaltali á ári er vissu-
lega í efri mörkunum miðað við
íbúaþróun á Árborgarsvæðinu en
með bættum samgöngum og tvö-
földun Suðurlandsvegar styrkist
markaðurinn fyrir höfuðborgar-
búa. Ekki þarf mikinn hluta af
markaðnum þar til þess að þetta
gangi allt út á stuttum tíma,“ segir
Páll og bætir við: „Það gerist ekk-
ert sjálfkrafa. Við þurfum að sýna
fram á að við höfum framúrskar-
andi vöru að bjóða.“
„Sérstaðan felst í landslaginu“
Við Kliflæk Húsin í efri hluta Sólborgahverfisins verða í landslagi sem er óvenjulegt fyrir þéttbýli á Suðurlandi.
PK arkitektar skipulögðu svæðið og á teikningunni sést frá Kliflæk og yfir húsin á sléttlendinu við Suðurlandsveg.
Í HNOTSKURN
»Sólborgahverfið verður á77,4 hektara svæði. Deili-
skipulag hefur verið auglýst og
frestur til að gera athugasemdir
rennur út 7. febrúar.
» Í Sólborgum verða 850 til 900íbúðir. Þar af er rúmur helm-
ingur í sérbýli, mest einbýlis-
húsum, og tæpur helmingur í
fjölbýlishúsum. Möguleiki er á að
hafa litlar aukaíbúðir í sumum
einbýlishúsunum.
»Á svæðinu verða tólf athafna-lóðir auk verslunar- og þjón-
ustumiðstöðvar og skólalóðar
miðsvæðis.
Deiliskipulag fyrir
Sólborgahverfið
hefur verið auglýst
Páll Guðjónsson
SUÐURNES
Reykjanesbær | Bæjarráð Reykja-
nesbæjar hefur samþykkt ráðningu
nýs fólks í tvær stöður fram-
kvæmdastjóra hjá bænum, auk þess
að ráða nýjan starfsþróunarstjóra.
Um áramót gengu í gildi skipu-
lagsbreytingar hjá Reykjanesbæ.
Þannig var fjármála- og þjónustu-
sviði skipt í fjármála- og rekstrarsvið
og upplýsingasvið. Auglýst verður á
næstunni eftir framkvæmdastjóra
upplýsingasviðs. Þá hefur menning-
arsvið verið gert sjálfstætt og Val-
gerður Guðmundsdóttir menningar-
fulltrúi er framkvæmdastjóri þess.
Þórey Ingveldur Guðmundsdóttir
hefur verið ráðin framkvæmdastjóri
fjármálasviðs. Hún lauk meistara-
gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla
Íslands árið 2007. Þórey hefur áður
starfað sem fjármálastjóri Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna og for-
stöðumaður fjárhags- og rekstrar-
sviðs Umhverfisstofnunar.
Guðlaugur Sigurjónsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri um-
hverfis- og skipulagssviðs Reykja-
nesbæjar. Guðlaugur lauk BSc-
gráðu í byggingafræði árið 2004 frá
Vitus Bering í Danmörku. Hann hef-
ur undanfarið ár starfað sem verk-
efnastjóri hjá Þróunarfélagi Kefla-
víkurflugvallar og þar áður starfaði
hann hjá Verkfræðistofu Suður-
nesja.
Guðrún Þorsteinsdóttir hefur ver-
ið ráðin starfsþróunarstjóri Reykja-
nesbæjar. Hún hefur starfað sem
rekstrarstjóri Karenar ehf. og
stundar nám í Mannauðsstjórnun við
Endurmenntun Háskóla Íslands.
Stjórnendur
hjá bænum
Vallarheiði | Íþróttavellir í háskóla-
hverfinu á Vallarheiði eru að mark-
aðssetja íþróttahöllina á Keflavík-
urflugvelli. Þar er góð aðstaða í
mörgum sölum og enn sem komið
er er hún lítið notuð af íbúum hverf-
isins. Almenningur á Suðurnesjum
og höfuðborgarsvæðinu getur feng-
ið þar tíma til íþróttaiðkunar á
kristilegum tíma.
Þegar varnarliðið yfirgaf Kefla-
víkurflugvöll stóðu eftir mikil
íþróttamannvirki. Þróunarfélag
Keflavíkurflugvallar eignaðist
mannvirkin og hefur stofnað félag
með háskólamiðstöðinni Keili og
Reykjanesbæ um reksturinn, undir
heitinu Íþróttavellir. Íþróttahúsið
var opnað undir lok síðasta árs,
einkum í þeim tilgangi að skapa
nemendum Keilis og íbúum aðstöðu
til líkamsræktar, að sögn Tómasar
Tómassonar, sem hefur umsjón með
starfseminni. Sundlaugin hefur ekki
verið opnuð og er óvíst hvenær það
verður en Tómas bendir á að góðar
sundlaugar séu í Reykjanesbæ.
Íþróttahús á Suðurnesjum og
höfuðborgarsvæðinu eru almennt
yfirfull og erfitt fyrir almenning að
fá tíma, nema þá helst seint á kvöld-
in. „Okkar sérstaða felst í því að
geta boðið almenningi tíma þegar
aðrir salir eru yfirleitt uppteknir
vegna kennslu eða æfinga íþrótta-
félaga,“ segir Tómas.
Vel búið íþróttahús
Í íþróttahöllinni á Vellinum er
stór salur sem hægt er að skipta í
tvennt og nota fyrir allar bolta-
íþróttir. Fjórir salir eru fyrir vegg-
tennis, badminton og fleira, salur
fyrir jóga, karate, dans og annað,
vel búinn lyftingasalur og upphit-
unarsalur. Aðstöðunni fylgir sána
og gufuböð og góð búningsaðstaða.
„Ég held að mér sé óhætt að full-
yrða að þetta sé eitt best búna
íþróttahús landsins,“ segir Tómas.
Starfsemin fór rólega af stað en
þó tryggðu nokkrir hópar sér tíma.
Nú er meira líf í húsinu enda hugur
í mörgum að auka hreyfinguna eftir
hátíðirnar. Þá eru Íþróttavellir að
kynna starfsemina fyrir fyrirtækj-
um, og bjóða meðal annars upp á
íþróttadag vinnustaðarins. Þá hefur
verið tekið upp samstarf við Hóp-
bíla um viðkomu þar í óvissuferð-
um.
Bjóða starfsmanna-
hópum góða tíma
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þrek Líf er að færast í íþróttahúsið á Keflavíkurflugvelli, þar sem margir
eru með fögur áform eftir áramótin. Tómas Tómasson er í þreksalnum.
Íþróttavellir kynna
íþróttaaðstöðuna
Selfoss | Ráð-
herra mennta-
mála hefur skip-
að Örlyg Karls-
son í embætti
skólameistara
Fjölbrautaskóla-
Suðurlands til
fimm ára.
Örlygur hefur
starfað við skól-
ann frá árinu 1981 sem kennari og
aðstoðarskólameistari. Sex umsókn-
ir bárust. Skólanefnd Fjölbrauta-
skólans mælti með ráðningu Ör-
lygs.
Skipaður
skólameistari
Örlygur Karlsson
♦♦♦
Grindavík | Alls sóttu 407.620
gestir Bláa lónið heim á liðnu ári.
Er það rúmlega 7% aukning frá
árinu á undan og hafa gestir Bláa
lónsins aldrei verið fleiri á einu
ári.
Umfangsmiklar breytingar og
endurbætur voru gerðar á baðstað
Bláa lónsins á sl. ári. Öll búnings-
og baðaðstaða var endurhönnuð
og Betri stofa þar sem m.a. er
boðið upp á einkaklefa var tekin í
notkun. Lava, nýr veitingastaður
byggður inn í hraunið, hóf einnig
starfsemi á árinu.
7% fjölgun gesta
Bláa lónsins
Vallarheiði | Stefanía Katrín Karls-
dóttir hefur verið ráðin fram-
kvæmdastjóri íþrótta-, heilsu- og
heilbrigðisklasa
Keilis, háskóla-
miðstöðvarinnar
á Keflavíkur-
flugvelli.
Stefanía var
rektor Tæknihá-
skóla Íslands og
hefur verið bæj-
arstjóri í Árborg,
starfað við fyr-
irtækjaráðgjöf
hjá sparisjóðnum Byr og verið sjálf-
stætt starfandi rekstrarráðgjafi.
Undir íþrótta-, heilsu- og heil-
brigðisklasa Keilis fellur Íþrótta-
akademían en auk þess mun Stef-
anía leiða frekari uppbyggingu og
þróun náms og rannsókna innan
klasans í samstarfi við háskóla, fyr-
irtæki og stofnanir á þessu sviði.
Ráðin til Keilis
Stefanía K.
Karlsdóttir