Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 23
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 23
húsgögn
gjafavara
ljós
opið í dag 11–16
sunnudag 13–16
afsláttur
hefst í dag
15–70%
ÚTSALAN
MIRALE
Síðumúla 33
108 Reykjavík
sími: 517 1020
www.mirale.is
Opið
mánud.–föstud. 11–18
laugardag 11–16
sunnudag 13–16
Mikið brim gekk yfir bryggjurnar á
Hólmavík í sjóveðri sem skall á sl.
sunnudag. Skemmdir urðu einkum
á malbiki á bryggjum en vindur var
að sunnan og fór í 33 metra á sek-
úndu í hviðum á Hólmavík. Einnig
urðu skemmdir á frárennslisrörum
og varnargörðum auk þess sem
brim skall á hjólhýsi á gámasvæð-
inu og gjöreyðilagði það. Þá eyði-
lagðist dekk á stórskipabryggjunni
endanlega og þar kom gat í gegn-
um enda bryggjunnar.
Starfsmenn Strandabyggðar hafa
þegar gert við athafnasvæðið til
bráðabirgða og bíða eftir starfs-
manni Siglingastofnunar til að
skoða skemmdirnar. Einar Indr-
iðason, verkstjóri hjá áhaldahúsi
Strandabyggðar, segir ekki ljóst
um hve mikið fjárhagslegt tjón sé
að ræða né heldur hvort tryggingar
bæti það að fullu.
Skíðagöngufólk á Ströndum fylltist
bjartsýni rétt fyrir áramót og hóf
að bera undir skíðin og tókst að
halda örfáar æfingar fyrir yngri
kynslóðina áður en tók að hlána á
ný. Þátttaka í æfingum og stórmót-
um var mikil í fyrravetur og árang-
ur eftir því. Ekki viðraði til skíða-
iðkunar fyrripart vetrar en þeir
allra hörðustu hafa þó farið á Stein-
grímsfjarðarheiði þegar færi hefur
gefist, enda stefna tveir Stranda-
menn á þátttöku í Vasagöngunni í
ár.
Sleðamenn fögnuðu einnig tíma-
bundnum snjóalögum og fjölmenntu
á tækjum sínum út um allar koppa-
grundir. Einn slasaðist lítils háttar
á Þorskafjarðarheiði er hann féll af
sleða sínum. Annar ók á grjót rétt
við Hólmavík og kastaðist af sleð-
anum. Var hann ekki með hjálm
þegar óhappið varð og var óttast að
hann hefði meiðst á hálsi. Maðurinn
var því fluttur með þyrlu til
Reykjavíkur. Reyndist hann þó lítið
slasaður þegar þangað var komið.
Skólaárið er að hefjast að nýju
bæði í grunnskólanum og í
Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Strandamenn settu þátttökumet í
fullorðinsfræðslunni á síðasta ári
samkvæmt bráðabirgðatölum í árs-
skýrslu Fræðslumiðstöðvarinnar.
Um fjögur hundruð Strandamenn
sóttu námskeið, sem er meira en
helmingur af íbúafjölda sýslunnar.
Vefurinn strandir.is hefur unnið sér
sess sem einn vinsælasti veffrétt-
amiðill landsins og fær um 2500
heimsóknir á hverjum degi. Dag-
lega er klikkað á vefinn eða honum
flett 50-60 þúsund sinnum.
Nokkrir sleðakappar úr félags-
skapnum Strandatröllum fóru á
Trékyllisheiði að gá að kindum sem
var vitað um að þar væru frá því í
haust. Þær höfðu sloppið nokkrum
sinnum frá eigendum sínum í Odda
í Bjarnafirði, stokkið ofan í for-
áttumikið gil og drepið undan sér
tvö lömb. Vegna snjóleysis urðu
sleðamenn að snúa við sömu leið til
baka. Hópur fólks úr Bjarnafirði og
af Selströnd fór svo fram í Goðdal á
móti kindunum og gekk það vel
enda voru kindurnar orðnar þreytt-
ar og móðar eftir langa ferð.
Sjógangur Brimið gekk yfir bryggjurnar á Hólmavík og olli talsverðu
tjóni enda fór vindhraði í 33 metra á sekúndu í mestu hviðunum.
HÓLMAVÍK
Kristín Einarsdóttir fréttaritari
Jón Ingvar Jónsson lauk árinu árólegum nótum og orti á
nýársdag í tilefni af umræðum um
Skaupið:
Um það vil ég ekki þrátta,
engra naut ég sjónvarpsþátta.
Í fyrrakvöld ég fór að hátta
– á fætur tvöþúsundogátta.
Skírnir Garðarsson sendi
fyrripart inn á Leirinn, póstlista
hagyrðinga:
Árs og friðar óska ég
öllum leirsins vinum
Kristján Eiríksson botnaði:
og þeir gangi gæfuveg
glaðir ásamt hinum.
Sigmundur Benediktsson slóst í
för með Elís Kjaran um
Hrafnholur, á frægum vegi hans,
og á heimleiðinni undir Skútabjörg.
Á Hrafnabjörgum tók Sigurjón
Jónasson bóndi á móti þeim með
kaffi og kökum. Á bakaleiðinni
„blasti Skegginn við svo brattur og
hrikalegur að þar virtist engum
fært á fótum einum saman“.
Sigmundur orti:
Við Lokinhamra leið að kveldi,
lyfti bergið svimahæð.
Undir Skeggjans ógn og veldi
andinn finnur sína smæð.
Hálfdan Ármann Björnsson orti
að morgni er hann sá fullt tungl í
norðri niður við hafsbrún:
Sitja við hafsbrún sortaský.
Sólhvörf í vændum enn á ný.
Myrk lúrir jörðin mjallarfrí.
Máninn kominn í bað.
Mikill og rauður marar í
miðnætursólarstað.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af Skeggja
og mána