Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 23 húsgögn gjafavara ljós opið í dag 11–16 sunnudag 13–16 afsláttur hefst í dag 15–70% ÚTSALAN MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 www.mirale.is Opið mánud.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 Mikið brim gekk yfir bryggjurnar á Hólmavík í sjóveðri sem skall á sl. sunnudag. Skemmdir urðu einkum á malbiki á bryggjum en vindur var að sunnan og fór í 33 metra á sek- úndu í hviðum á Hólmavík. Einnig urðu skemmdir á frárennslisrörum og varnargörðum auk þess sem brim skall á hjólhýsi á gámasvæð- inu og gjöreyðilagði það. Þá eyði- lagðist dekk á stórskipabryggjunni endanlega og þar kom gat í gegn- um enda bryggjunnar. Starfsmenn Strandabyggðar hafa þegar gert við athafnasvæðið til bráðabirgða og bíða eftir starfs- manni Siglingastofnunar til að skoða skemmdirnar. Einar Indr- iðason, verkstjóri hjá áhaldahúsi Strandabyggðar, segir ekki ljóst um hve mikið fjárhagslegt tjón sé að ræða né heldur hvort tryggingar bæti það að fullu.    Skíðagöngufólk á Ströndum fylltist bjartsýni rétt fyrir áramót og hóf að bera undir skíðin og tókst að halda örfáar æfingar fyrir yngri kynslóðina áður en tók að hlána á ný. Þátttaka í æfingum og stórmót- um var mikil í fyrravetur og árang- ur eftir því. Ekki viðraði til skíða- iðkunar fyrripart vetrar en þeir allra hörðustu hafa þó farið á Stein- grímsfjarðarheiði þegar færi hefur gefist, enda stefna tveir Stranda- menn á þátttöku í Vasagöngunni í ár.    Sleðamenn fögnuðu einnig tíma- bundnum snjóalögum og fjölmenntu á tækjum sínum út um allar koppa- grundir. Einn slasaðist lítils háttar á Þorskafjarðarheiði er hann féll af sleða sínum. Annar ók á grjót rétt við Hólmavík og kastaðist af sleð- anum. Var hann ekki með hjálm þegar óhappið varð og var óttast að hann hefði meiðst á hálsi. Maðurinn var því fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Reyndist hann þó lítið slasaður þegar þangað var komið.    Skólaárið er að hefjast að nýju bæði í grunnskólanum og í Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Strandamenn settu þátttökumet í fullorðinsfræðslunni á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum í árs- skýrslu Fræðslumiðstöðvarinnar. Um fjögur hundruð Strandamenn sóttu námskeið, sem er meira en helmingur af íbúafjölda sýslunnar.    Vefurinn strandir.is hefur unnið sér sess sem einn vinsælasti veffrétt- amiðill landsins og fær um 2500 heimsóknir á hverjum degi. Dag- lega er klikkað á vefinn eða honum flett 50-60 þúsund sinnum.    Nokkrir sleðakappar úr félags- skapnum Strandatröllum fóru á Trékyllisheiði að gá að kindum sem var vitað um að þar væru frá því í haust. Þær höfðu sloppið nokkrum sinnum frá eigendum sínum í Odda í Bjarnafirði, stokkið ofan í for- áttumikið gil og drepið undan sér tvö lömb. Vegna snjóleysis urðu sleðamenn að snúa við sömu leið til baka. Hópur fólks úr Bjarnafirði og af Selströnd fór svo fram í Goðdal á móti kindunum og gekk það vel enda voru kindurnar orðnar þreytt- ar og móðar eftir langa ferð. Sjógangur Brimið gekk yfir bryggjurnar á Hólmavík og olli talsverðu tjóni enda fór vindhraði í 33 metra á sekúndu í mestu hviðunum. HÓLMAVÍK Kristín Einarsdóttir fréttaritari Jón Ingvar Jónsson lauk árinu árólegum nótum og orti á nýársdag í tilefni af umræðum um Skaupið: Um það vil ég ekki þrátta, engra naut ég sjónvarpsþátta. Í fyrrakvöld ég fór að hátta – á fætur tvöþúsundogátta. Skírnir Garðarsson sendi fyrripart inn á Leirinn, póstlista hagyrðinga: Árs og friðar óska ég öllum leirsins vinum Kristján Eiríksson botnaði: og þeir gangi gæfuveg glaðir ásamt hinum. Sigmundur Benediktsson slóst í för með Elís Kjaran um Hrafnholur, á frægum vegi hans, og á heimleiðinni undir Skútabjörg. Á Hrafnabjörgum tók Sigurjón Jónasson bóndi á móti þeim með kaffi og kökum. Á bakaleiðinni „blasti Skegginn við svo brattur og hrikalegur að þar virtist engum fært á fótum einum saman“. Sigmundur orti: Við Lokinhamra leið að kveldi, lyfti bergið svimahæð. Undir Skeggjans ógn og veldi andinn finnur sína smæð. Hálfdan Ármann Björnsson orti að morgni er hann sá fullt tungl í norðri niður við hafsbrún: Sitja við hafsbrún sortaský. Sólhvörf í vændum enn á ný. Myrk lúrir jörðin mjallarfrí. Máninn kominn í bað. Mikill og rauður marar í miðnætursólarstað. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Skeggja og mána
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.