Morgunblaðið - 05.01.2008, Side 24

Morgunblaðið - 05.01.2008, Side 24
lifun 24 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er heimarík chihua- hua-tík sem tekur á móti blaðamanni og ljós- myndara í glæsilegu húsi í fúnkis-stíl í Graf- arholtinu. Ekki kannski að furða þar sem fjögurra daga gamlir hvolpar kúra inni í hlýju fataherbergi. Log- andi arineldur í stílhreinni stofu býður gesti velkomna inn á votviðra- sömum janúardegi. Út um glugga sem allir ná niður í gólf blasir svo við náttúran fyrir utan – ómetanlegt listaverk sem tekur stöðugum breyt- ingum og kallast vel á við einfald- leikann inni fyrir. Húsið var byggt af hjónunum Hannesi Frímanni Sigurðssyni og Svandísi Sturludóttur sem þar búa ásamt fjórum börnum sínum og þau höfðu ákveðnar skoðanir á því hvernig heimili þau vildu. „Við lögðum upp með að byggja þægilegt en um leið nútímalegt heimili þar sem okkur liði vel,“ segir Svandís. „Heimili sem væri einfalt í þrifum, en þar sem manni liði samt vel. Heimili sem ekki væri bara upp á punt.“ Heimili fyrir stórfjölskyldu Það er ekki hægt að segja annað en að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt – nútímalegt og einfalt eru orð sem lýsa húsinu vel. Neðri hæðin geymir svefnherbergi, bókastofu og sjónvarpsrými, en efri hæðin er eitt stórt alrými. Þar flæðir stofa yfir í borðstofu sem síðan rennur átaka- laust saman við eldhúsið. Þetta er góður staður fyrir stórfjölskyldur að koma saman á líkt og sextán manna sérsmíðað borðstofuborð staðfestir. „Svandís orðaði þetta mjög skemmtilega þegar hún sagði að við vildum ekki borðstofuborð við vild- um samfélag,“ segir Hannes, en auk fimm barna eiga þau þrjú barnabörn og því mannmargt á heimilinu þegar fjölskyldan er þar öll saman komin. Húsið var hannað sem framtíðar- heimili, heimili þar sem líka myndi fara vel um þau hjónin þegar börnin verða farin að heiman. Áður bjuggu þau í stóru einbýlishúsi á Akranesi með mörgum rúmgóðum her- bergjum sem hentaði vel stórfjöl- skyldu, en síður smærra heimili. Þá bjuggu þau líka í húsi sem þau völdu stærðarinnar vegna, en með flutn- ingnum í Grafarholtið leyfðu þau sér að byggja hús sem félli fyllilega að þeirra smekk. Greiðslumat á einum degi Þau gáfu sér líka góðan tíma til að ákveða hvernig hús þau vildu reisa eftir snögga byrjun. „Það var þannig að við vorum á leið í sumarfrí eftir tvo daga þegar við sáum auglýstar síðustu lóðirnar í Grafarholti í end- urúthlutun. Við höfðum því einn dag til að setja saman umsókn og skila inn fullbúnu greiðslumati,“ segir Hannes. „Svarið beið okkar síðan þegar við komum til baka úr fríinu. Við vorum númer eitt á listanum og gátum því valið úr þeim lóðum sem í boði voru.“ Það tók þau ekki langan tíma að velja lóðina, sem er í útjaðri byggðar með góðri náttúrusýn. Næsta hálfa árið veltu þau því svo vandlega fyrir sér hvernig húsið ætti að vera. „Á þessu tímabili fórum við í marga bíltúra um borgina og þegar við sáum hús sem okkur líkaði þá fengum við teikningarnar hjá bygg- ingafulltrúum og aftur og aftur kom upp nafn arkitektastofunnar Úti – Inni. Við ákváðum því að fá þá til að teikna húsið,“ segir Svandís og kveður hafa verið gaman að vinna með þeim Baldri Ó. Svavarssyni og Jóni Þóri Þorvaldssyni. „Þeir teikn- uðu húsið miðað við staðsetningu. Þess vegna gátu þeir leyft sér að hafa það svona opið – það horfir nefnilega beint upp í brekkuna.“ Og samvinnan gekk vel þó ekki væru allir alltaf sammála. „Við vor- um alveg ákveðin í að allir gluggar næðu niður í gólf nema eldhúsglugg- inn, sem af hagkvæmisástæðum er hafður öðruvísi,“ segir Hannes. „Síðan voru þeir búnir að gera ráð fyrir hefðbundnum hurðum eins og gengur og gerist. Við vorum hins vegar á annarri skoðun og þeim fannst virkilega spennandi að breyta þeim í rennihurðir,“ segir Hannes. Sú skemmtilega leið hefur verið far- in við hönnun hússins að gengt er út á svalir eða verönd úr vel flestum herbergjum sem skapar góða teng- ingu milli úti- og innirýmis. „Við drógum þó mörkin við herbergi stelpnanna enda skemmtilegra að vita hvort þær eru að koma eða fara þegar að þær ná unglingsaldrinum. Annars eru átta útgönguleiðir úr húsinu.“ Gaman að gera hlutina sjálf Frágangur hússins innandyra hefur verið unnin í áföngum og þau tekið sér góðan tíma í að velta skipu- laginu fyrir sér. „Það er okkar reynsla að maður Fjölskyldurýmið Hér safnast fjölskyldan oft saman á kvöldin og horfir á sjónvarpið. Myndir af börnunum gefa rýminu hlýlegt yfirbragð. Útilist Listaverkin í borðstofunni eiga sér skemmtilega sögu. Upphaflega gegndu þau hlutverki hliðs hjá dag- mömmu, síðar urðu þau stofuborð hjá systur Svandísar og nú sóma þau sér vel á vegg í Grafarholtinu. Stílhreint Hreinar línur í fúnkis-stíl gefa húsinu stílhreint yfirbragð. Stórir gluggar og rennihurðir skapa síðan skemmtilega tengingu við garðinn og náttúruna fyrir utan. Samfélag, ekki borðstofuborð Nútímalegt og stílhreint fúnkis-hús í Grafarholt- inu með flæðandi alrými á efrihæð hentar vel stórfjölskyldunni sem þar býr. Anna Sigríður Einarsdóttir brá sér í heimsókn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Síbreytilegt Náttúran blasir við út um stóra glugga og setur mikinn svip á heimilið, sem arininn gerir raunar líka. Um er að ræða bæði úti- og inniarinn sem hentar því vel á öllum árstímum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.