Morgunblaðið - 05.01.2008, Page 26
26 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
119. þáttur
Orðfræði
Nafnorðið brestur ernotað sem stofnorð íýmsum föstum orða-samböndum. Í Njáls
sögu segir t.d. frá því er Kaupa-
Héðinn (Gunnar Hámundarson)
fór um sveitir og bauð smíði til
kaups. Ef að söluvörunni var
fundið barði hann í brestina
(‘afsakaði ágalla’) og í Orðskvið-
unum segir: kærleikurinn breið-
ir yfir alla bresti. Umsjón-
armaður kannast hins vegar alls
ekki við afbrigðið sópa yfir
brestina en það gat þó nýlega
að líta í dagblaði: það er stjórn-
arliðið sem þarf að vera sam-
stætt og getur ekkert sópað yf-
ir brestina í því að masa
(27.10.07). Trúlega er þetta mis-
ritun eins og reyndar fleira í
sama dæmi. Hvað merkir að
vera samstæður? Og menn
breiða yfir bresti með einhverju
en ekki í einhverju. Stjórn-
málamenn jafnt sem allir aðrir
er rita í blöð verða að vanda
sig.
Fastur/föst eða fast
Stundum ber við að lýsing-
arorðinu fastur/föst og atviks-
orðinu fast sé ruglað saman.
Það krefst reyndar ekki neinnar
málfræðikunnáttu að halda
þeim aðgreindum, málkenndin
nægir auk þess sem merking-
armunur er á lýsingarorðinu
fastur og atviksorðinu fast
(‘fastlega’) og þar við bætist að
ao. vísar til sagnar en lo. til
nafnorðs. Þannig er mikill mun-
ur á dæmunum maðurinn stend-
ur fast við framburð sinn og
naglinn stendur fastur í veggn-
um. Eins og áður sagði getur þó
brugðið út af venjubundinni
málbeitingu, t.d.: [borg-
arfulltrúinn] stendur hins vegar
fastur á að [svo] ábyrgð stjórn-
ar OR (24.10.07); Ráðherrann
..... afnam z með auglýsingu í
september 1974 og stóð fastur á
sínu (8.10. 07) og Á meðan situr
dómsmálaráðherra fastur við
sinn sérstæða keip (4.12.06).
Ofnotkun nafnhátt-
arsambanda
Í þessum þáttum hefur oft
verið vikið að ofnotkun nafn-
háttar, t.d. í dæmum eins og: ég
er ekki að skilja þetta eða liðið
er ekki að leika vel. Í all-
mörgum tilvikum kann að vera
um álitamál að ræða en flestir
hljóta þó að vera sammála um
að eftirfarandi dæmi séu óeðli-
leg: Ég er ekki að reikna með
mikilli úrkomu á morgun
(18.11.07) og ritstjóri Mbl. getur
sofið rólegur því ég er ekki að
rjúka upp og standa fyrir lagn-
ingu á nýjum vegi yfir Kjöl
(16.6.07). — Í síðara dæminu er
vísað til framtíðar og virðist
umsjónarmanni það til vitnis
um að ofnotkun nafnháttar sé
orðin býsna föst í málinu.
Hugarleti eða
tískudaður
Í nýársávarpi sínu sagði Ólaf-
ur Ragnar Grímsson forseti Ís-
lands: ‘Þeir sem efast um að há-
skólar eða fyrirtæki geti áfram
notað íslenskuna í daglegum
önnum og halda því fram að
enskan eða önnur heimsmál eigi
leikinn, ættu að muna hvernig
Jónas [Hallgrímsson] beitti ís-
lenskunni, fangaði þekkingu í
vísindum og tækni með snjöll-
um nýyrðum sem okkur eru nú
svo tungutöm að flestum kemur
á óvart að þau eru í raun gjöf
Jónasar til Íslendinga, áminn-
ing um að íslensk tunga er tæk
á allt, að móðurmálið býr yfir
slíkum krafti til nýsköpunar að
einungis hugarleti eða tískudað-
ur eru afsökun fyrir því að
veita enskunni nú aukinn rétt.’
(1.1.2008). Þetta ætti að vera
okkur öllum þörf áminning, ‘ís-
lensk tunga er tæk á allt.’
Fallstjórn
Fjölmörg sagnorð stýra ým-
ist þolfalli eða þágufalli í ólíkri
merkingu, t.d. ausa bátinn en
ausa vatninu; sópa gólfið en
sópa ruslinu;
moka tröpp-
urnar en moka
snjónum og
ryðja götuna
en ryðja
snjónum burt.
Í fyrra tilvik-
inu vísar þol-
fallið til kyrr-
stöðu (það sem
ausið er hreyf-
ist ekki) en
þágufallið vís-
ar til ‘hreyf-
ingar’ (því/
einhverju/vatni
er ausið).
Merking-
armunur er
jafnan skýr og
málkenndin
bregst sjaldan.
— Eftirfarandi dæmi samræm-
ist ekki umræddum ‘reglum’:
Veislustjóri bragðaði vatnið
sem var orðið vín og vissi ekki
hvaðan það var en þjónarnir,
sem vatnið [þ.e. vatninu] höfðu
ausið, vissu það (Jóh 2, 9
(2007)).
Úr handraðanum
Margir hafa gaman af að
velta fyrir sér merkingu og
myndun orða, t.d. muninum á
lýsingarorðunum blóðstokkinn
og blóðstorkinn. Hið fyrra er
dregið af nafnorðinu blóð og
lýsingarhættinum stokkinn, af
sögninni stökkva einhverju á
einhvern (‘ýra/úða e-u á e-n’),
sbr. blóðstokkið klæði og blóð-
stokkin föt. Hið síðara, blóð-
storkinn, er dregið af nafnorð-
inu blóð og lýsingarhættinum
storkinn (af týndri sterkri
sögn), sbr. sögnina storkna og
enn fremur: stara blóðstorknum
augum á einhvern. Orðmyndin
blóðstokkinn er hér trúlega
upphafleg, enda algeng í fornu
máli, t.d.: vera sveita/svita
stokkinn. Breytingin blóðstokk-
inn > blóðstorkinn er þó býsna
gömul og hefur áunnið sér hefð.
Eftirfarandi dæmi er því gott
og gilt: að ógleymdum rauða,
svitastorkna höfuðklútnum
(22.11.07).
Þeir sem efast
um að háskól-
ar eða fyr-
irtæki geti
áfram notað
íslenskuna í
daglegum
önnum og
halda því fram
að enskan eða
önnur heims-
mál eigi leik-
inn, ættu að
muna hvernig
Jónas [Hall-
grímsson]
beitti íslensk-
unni
jonf@rhi.hi.is
SÁ kann ei gott að þiggja sem
eigi þakkar og er dónaskapur,
hvort sem um er að ræða gjafir
eða veitingar. Forstjóri Fjármála-
eftirlitsins og nokkrir lykilstarfs-
menn þess fengu hver að gjöf tvær
flöskur rauðvíns frá Kaupþingi
banka fyrir jólin. Forstjórinn seg-
ist hafa gefið rauðvínsflöskur sín-
ar til starfsmannasjóðs Fjármála-
eftirlitsins. Ekki hefur verið
upplýst hvaða rauðvíns tegund féll
forstjóranum og lykilstarfsmönn-
unum í skaut. Þeir sem þekkja til
víngjafa Kaupþings banka vita að
forsvarsmenn bankans eru þekkt-
ir af öðru en að gefa ódýr vín.
Forstjóra Fjármálaeftirlitsins
finnst ekkert athugavert við að
þiggja gjafir Kaupþings banka.
Sætir það furðu, þar sem í reglum
um gjafir og fleira, sem taka til
Fjármálaeftirlitsins, er kveðið á
um að stjórnarmönnum, forstjóra
og starfsmönnum sé óheimilt að
taka við gjöfum eða annarri íviln-
un frá eftirlitsskyldum aðilum,
sem ekki eru veittar við-
skiptamönnum almennt og eðli-
legar geta talist.
Kaupþing banki er fjármálafyr-
irtæki og lýtur því eftirliti Fjár-
málaeftirlitsins. Forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins og starfsmenn
þess máttu því ekki taka við rauð-
víni frá Kaupþingi banka, nema
fyrir lægju upplýsingar um að
Kaupþing banki væri að senda
sams konar gjöf til allra almennra
viðskiptavina bankans. Sú var
ekki reyndin.
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins
braut því gegn reglum um gjafir
og fleira þegar hann tók við rauð-
víninu frá Kaupþingi banka; það
breytir engu þótt hann hafi áfram-
gefið vínið til starfsmannasjóðs.
Sama gildir um lykilstarfsmenn-
ina.
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins
og lykilstarfsmenn hans vilja
væntanlega vera þekktir af öðru
en dónaskap og verða því að þakka
Kaupþingi banka gjöfina. Hvernig
gera þeir það?
Sigurður G. Guðjónsson
Sá kann ei gott að
þiggja sem ei þakkar
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
MENNINGAR- og ferðamálaráð
Reykjavíkur vill beita sér fyrir því að
auðvelda aðgengi óháð
efnahag og fjölga gest-
um í menningarstofn-
unum Reykjavík-
urborgar.
Ástæða er því til að
vekja sérstaka athygli
borgarbúa á því að frá
og með 1. janúar 2008
hefur fyrsta skrefið
verið stigið í þá átt með
því að veita gjald-
frjálsan aðgang að öll-
um þremur húsum
Listasafns Reykjavík-
ur: Hafnarhúsi, Kjar-
valsstöðum og Ás-
mundarsafni.
Lengri opnunartími
Ákvörðun um að fella niður að-
gangseyri var tekin með hliðsjón af
reynslu listasafna á Norðurlöndum
og Englandi þar sem aðsókn hefur
aukist stórlega. Á það ekki síst við um
hópa sem menningarstofnunum hef-
ur reynst örðugt að ná til. Um leið og
Listasafn Reykjavíkur fellir niður að-
gangseyri í öllum húsum sínum, í
Hafnarhúsi, Ásmundarsafni og á
Kjarvalsstöðum, er opnunartími
lengdur. Frá og með 10. janúar verður
Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi
opið til 22:00 á fimmtudagskvöldum.
Þess er vænst að frjáls aðgangur og
lengdur opnunartími
leiði til aukinnar aðsókn-
ar og verði til að styðja
við þá stefnu safnsins að
það verði reglulegur við-
verustaður fyrir alla fjöl-
skylduna og sem fjöl-
breyttastan hóp gesta.
Þannig vill Listasafn
Reykjavíkur undirstrika
að safnið er hluti af sam-
eiginlegum lífsgæðum
borgarbúa sem allir eigi
að hafa aðgang að. Við
þessi tímamót vill Lista-
safn Reykjavíkur hvetja
foreldra til að heita sér
og fjölskyldum sínum að fara saman á
listsýningar á árinu.
Fjölbreytt og
áhugaverð dagskrá
Reglulegri viðburðadagskrá verður
komið á sem ætlað er að höfða til
ólíkra markhópa. Allt árið verða
kynningar á efnilegum íslenskum
listamönnum í D-sal í Hafnarhúsi,
fjölskylduvænar fræðslusýningar í
Norðursal Kjarvalsstaða, högg-
myndasýningar í Vestur-forsal Kjar-
valsstaða og viðburðir á löngum
fimmtudögum í Hafnarhúsi.
Stórar og yfirgripsmiklar sýningar
einkenna starfsáætlun Listasafnsins
en stærsta einstaka sýningarverkefni
ársins verður alþjóðleg Listahátíð-
arsýning í Hafnarhúsi. Meðal ann-
arra sýninga má nefna stórar yfirlits-
sýningar á list Braga Ásgeirssonar
og færeyska málarans Mikines, út-
skriftarsýningu Listaháskóla Íslands
og röð smærri sýninga á verkum Al-
freðs Flóka. Aðrar sýningar fjalla
m.a. íslensku öræfin, um tengsl kvik-
mynda og myndlistar og tengsl sam-
tímalistar við tísku.
Það er von menningar- og ferða-
málaráðs og Listasafns Reykjavíkur
að fólk nýti sér óspart ókeypis að-
gang að söfnunum og að það auðgi
enn frekar þá skapandi borg sem
Reykjavík er.
List án aðgangseyris
Margrét K. Sverrisdóttir vekur
athygli á að nú er ókeypis að-
gangur að öllum húsum Lista-
safns Reykjavíkur
»Reglulegri viðburða-dagskrá verður
komið á sem ætlað er að
höfða til ólíkra mark-
hópa.
Margrét K.
Sverrisdóttir
Höfundur er formaður menningar-
og ferðamálaráðs Reykjavíkur.
FYRIR nokkrum ár-
um fékk ég birta grein í
Morgunblaðinu þar
sem ég vakti athygli á
óheppilegri íslenskun á
fræðilegu orði sem þó
er mikið notað í dag-
legu tali. Orðið var
„kolvetni“ sem meðal annars Mjólk-
ursamsalan, með allri sinni ást á ís-
lensku máli, notar yfir kolhydröt eða
sykrur á matvælaumbúðum sínum.
Þar sem olíuleitarumræðan var þeg-
ar hafin hér á landi þegar greinin var
skrifuð sá ég fyrir mér aukna þörf
fyrir orðið „kolvetni“ fyrir enska orð-
ið „hydrocarbons“. Olíuvæntingar,
eins og allar aðrar væntingar land-
ans, hafa aukist stórum á síðustu ár-
um svo ég vona bara að menn fari
ekki að rugla saman „kolvetninu“ í
matvælum og kolvetninu sem dælt er
upp úr jörðinni því ég tel engar líkur
á að Mjólkursamsalan eða aðrir mat-
vælaframleiðendur taki tillit til þess-
arar ábendingar minnar.
Í Morgunblaðinu 2. janúar segir
Þorsteinn Ingi Sigfússon okkur frá
athyglisverðum athugunum Norð-
manna á að virkja himnuflæðiþrýst-
ing sjávarins. Hann notar orðið „os-
mósa“ yfir þetta fyrirbrigði. Þar sem
osmósa eða himnuflæði verður ef-
laust mikið í umræðunni á næstu ár-
um tel ég rétt að reyna að stemma á
að ósi og mælast til þess að menn noti
orðið himnuflæði sem er bæði lýsandi
og miklu fallegra en osmósa.
Úr því ég er farinn að fjalla um
himnuflæði er rétt að skýra fyr-
irbærið á einfaldan hátt. Hugsum
okkur tvö eins ílát A og B. Þau hafa
bæði skilrúm sem þó er gegndræpt
fyrir vatn en upp úr hvorum helmingi
er rör með vatni í sem heldur
ákveðnum þrýstingi í ílátinu. Í A er
hreint vatn báðum megin við skil-
rúmið (himnuna). Vatnssameind-
irnar eru á stöðugri hreyfingu og
flæða í gegnum skilrúmið, eðlilega
með sama hraða í báðar áttir og
vatnsyfirborðið helst jafnhátt í báð-
um rörunum. Hugsum okkur að í B
hafi einhverju aðskotaefni verið bætt
út í vatnið öðrum megin við skilrúm-
ið. Þetta gæti verið stór próteinsam-
eind ef um lífkerfi væri að ræða. Pró-
teinsameindirnar komast ekki í
gegnum himnuna (þess vegna kallast
hún hálfgegndræp) en
þær þvælast fyrir þeg-
ar vatnssameindirnar
reyna að flæða frá pró-
teinlausninni. Flæði-
hraðinn í hina áttina er
hins vegar óbreyttur.
Afleiðingin af þessu er
sú að þrýstingurinn í
próteinhluta ílátsins
eykst og vatnssúlan rís
þeim megin þar til
þrýstingurinn vegna
vatnssúlunnar hefur
skapað jafnvægi í kerf-
inu. Þessi þrýstingur kallast himnu-
flæðiþrýstingur. Ef um stórar pró-
teinsameindir er að ræða gæti
himnan sem um ræðir verið venju-
legt sellófan og þrýstingurinn er al-
mennt talað ekki gífurlega mikill í líf-
kerfum vegna þess að styrkur
þessara sameinda er ekki mjög mik-
ill. Á seinni árum hefur mönnum tek-
ist að búa til örsíur sem hleypa í
gegnum sig vatni en ekki söltum eins
og koma fyrir í sjó. Margir kannast
eflaust við þessar síur vegna þess að
þær eru notaðar til þess að afsalta
sjó, en þá er dæminu snúið við og
þrýstingur settur á sjávarmegin við
síuna og vatninu þrýst út. Þetta kall-
ast reversed osmosis á ensku sem
mætti kalla öfugt eða viðsnúið
himnuflæði á íslensku. Styrkur salts í
sjónum er tiltölulega hár og himnu-
flæðiþrýstingurinn er um 26 loft-
þyngdir (1 loftþyngd = 1,013 bar).
Þetta samsvarar þrýstingi um 270
metra vatnssúlu.
Á skal að ósi stemma
Sigþór Pétursson
veltir fyrir sér orða-
notkun í tilefni hug-
mynda um að virkja
himnuflæðiþrýsting
sjávarins
» Í greininni er mælsttil þess að íslenska
orðið himnuflæði verði
notað í almennri um-
ræðu í stað osmósis.
Himnuflæðifyrirbærið
er einnig skýrt.
Sigþór Pétursson
Höfundur er prófessor í efnafræði við
Háskólann á Akureyri.