Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 29
Morgunblaðið/Ómar eymslupláss er lítið á gjörgæsludeildinni við Hringbraut. öllu sem nauðsynlegt er að bæta. T.d. vöktu starfsmenn deildarinnar athygli heilbrigðisráðherra á því að fjölgun leguplássa fylgdi óhjá- kvæmilega fleira starfsfólk en þeg- ar væri deildin undirmönnuð. Benti Helga Kristín Einarsdóttir, sviðs- stjóri hjúkrunar-, svæfinga-, gjör- gæslu- og skurðstofusviðs, á að hverju legurými á gjörgæslu fylgdu rúmlega 4,2 stöðugildi hjúkr- unarfræðinga á sólarhring. Þó telur starfsfólkið að bætt aðstaða geri deildina meira aðlaðandi og bindur því vonir við að auðveldara verði að ráða í lausar stöður. Tækin taka næstu lyftu Fleiri þættir lagast ekki þrátt fyrir viðbyggingu. Lyftur sem sjúklingar eru fluttir í milli t.d. skurðstofa og gjörgæslu eru svo litlar að ekki er pláss fyrir bæði sjúkrarúm og lífs- nauðsynlegar vélar sem sjúkling- unum fylgja. Starfsfólkið deyr þó ekki ráðalaust, setur sjúklinginn í rúminu í eina lyftu, blæs í hann lofti og hleypur svo með öndunarvélina í næstu lyftu og tengir hana við sjúk- linginn þegar á leiðarenda er kom- ið. Þessi aðstaða er auðvitað al- gjörlega óviðunandi og ógnar öryggi sjúklinga. Gamli Landspít- alinn er friðað hús, tekið í notkun 1930, og því erfitt að koma við mikl- um breytingum á lyftunum. Ýmsar hugmyndir hafa þó verið nefndar en líklega mun þetta úrlausnarefni bíða þar til nýr spítali rís. Lyft- urnar í nýja húsinu verða a.m.k. þrisvar sinnum stærri en lyfturnar sem nú eru notaðar. Og það er að- eins einn af mörgum plúsum sem fylgja munu byggingunni. aður að þessi ekki upp“ pítala við Hringbraut í gær  Viðbygging mun gsli og mannekla viðvarandi á deildinni r við starfsfólk gjörgæsludeildar. ð Lyfjaherbergið er um tveir fermetrar að ð en verður sjö í nýju byggingunni. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 29 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Kosningarnar í Kenía í loksíðasta árs hafa dregiðdilk á eftir sér. Ástandiðhefur farið hríðversn- andi í þessu ríki sem verið hefur fyrirmynd margra annarra Afríku- ríkja í efnahagsþróun. Fréttir und- anfarinna daga gefa mynd af ríki sem rambar á barmi hungursneyð- ar og borgarastríðs. Keníamaður- inn Thomas Mboya Agengo fluttist til Íslands fyrir tveimur árum. Hann er 37 ára, fæddur og uppalinn í Naíróbí, höfuðborg Kenía. Þar lærði hann lífeindafræði og starfar eftir komu sína hingað sem lífeinda- fræðingur á rannsóknarstofu blóð- meinafræðideildar Landspítalans í Fossvogi. Aðspurður segist hann hafa komið hingað til lands vegna eiginkonu sinnar, en fjölskylda hennar var hér fyrir. Hann segir að sér líki vel hér og hyggst hann búa hér á landi til langframa, þótt taug- in til heimalandsins sé römm. Thomas fylgist náið með fréttum frá Kenía og hefur reglulega sam- band við systkini sín í Naíróbí en þar á hann tvo bræður og tvær syst- ur. Síðast talaði hann við bróður sinn í fyrradag og ræddi við hann um mótmælafundi stjórnarand- stæðinga og lögregluaðgerðir gegn þeim. Aðspurður segist hann hafa miklar áhyggjur af systkinum sín- um, nú þegar fréttir berast af því að skotið sé á óbreytta borgara á göt- um úti og fólk brennt inni. Fjöl- skylda hans hefur áður orðið fyrir barðinu á átökum í landinu, en ekki með jafnmiklum hætti og nú. Má ekki verða varanlegt hatur „Kenía er eitt þeirra Afríkuríkja sem fólk bjóst hvað síst við að yrði ófriði að bráð. Þetta er gullfallegt land og mér þykir mjög vænt um það. En nú eiga sér stað fjöldamorð þar og fólk er brennt inni í kirkjum í nafni stjórnmála. Þetta er eitthvað sem hefur verið að byggjast upp inni í fólki í langan tíma og ef þetta heldur svona áfram er mesta hætt- an sú að það leiði af sér varanlegt hatur á milli þjóðarbrota,“ segir Thomas, sem kveður það sorglegt hversu afrískir forsetar séu hallir undir valdbeitingu. Þeir kunni ein- faldlega ekki að vera diplómatískir. „Fyrir mér er það að skjóta ein- hvern spurning um röklega hugsun. Af hverju í ósköpunum skyldi mað- ur skjóta vopnlaust fólk? Lögreglu- og hermenn í Kenía hafa svarið þess eið til að vernda þjóðina. Samt spyr maður sig hvort þeir séu lög- regla Kibakis eða lögregla fólksins. Þegar þeir fá skipun um að drepa fólk þurfa þeir að spyrja sig af hverju þeir ættu að hlýða henni. Við þá langar mann að segja: Leggið frá ykkur byssurnar og reynið að hugsa rökrétt! En ég óttast að þeir séu of tregir til þess að átta sig á þessu,“ bætir hann við. Afleiðingar yfir landamærin Thomas tekur undir að ástandið hafi mjög slæm áhrif á efnahag Kenía en bætir við að ófriður í land- inu hafi slæm áhrif víðar. „Þetta keyrir upp verðbólgu, vinna liggur niðri og margir fá ekki daglegar máltíðir. En athugaðu líka að þegar ófriður er í Kenía, hefur það áhrif út fyrir landamærin. Mombasa er mikilvæg hafnarborg. Vörur, elds- neyti, vélbúnaður og fleira sem er á leið til Súdan, Úganda, Rúanda, Búrúndí og fleiri landa koma með skipum til Mombasa og eiga leið í gegnum Kenía. Einnig flytja þessi lönd landbúnaðarvörur sínar út í gegnum Mombasa. Þannig er Kenía hálfgerð brú á milli þessara ríkja og erlendra markaða. Áhrifin á þau geta því orðið mikil.“ Ekki ættbálkadeila Thomas vill ekki lýsa átökunum í Kenía sem ættbálkadeilu (e. tribal conflict), þótt hún tengist slíkum hópum að rótinni til. Kenía sé stórt land sem geymi 46 þjóðarbrot í átta héruðum. „Þegar Bretar réðu yfir landinu deildu þeir og drottnuðu. Þeir aðgreindu þjóðirnar, settu t.d. Luo-fólkið í Nyanza-hérað og Ka- lenjin-fólkið í Rift-dalinn. Fyrsti forseti Kenía, Jomo Kenyatta, við- hélt þessu kerfi og alveg frá byrjun lýðveldistímans hafði þjóð hans, Kikuyu, forréttindastöðu í stjórn- kerfinu. Þar liggur upphaf spilling- arinnar. Völdin héldu svo áfram að safnast á eitt svæði með mikið efna- hagslegt vægi en lítið land. Það varð á endanum nauðsynlegt fyrir valdhafana að fjárfesta meira í öðr- um héruðum landsins.“ Við þetta segir hann að skipting valda og hagsmuna hafi orðið flóknari en landfræðileg skipting þjóðarbrota segi til um. Thomas lýsir framhald- inu þannig að arftaki Kenyatta, Daniel arap Moi, sem var við völd 1978-2002, hafi beitt svipuðum að- ferðum og hann en skipt Kikuyu- fólki algerlega út fyrir fólk af sínu eigin kyni, Kalenjin. Kibaki, sem er af Kikuyu-fólki kominn, hafi gert það sama eftir valdatöku 2002. Spilling og misskipting auðs Thomas segist hiklaust myndu hafa kosið Raila Odinga í kosning- unum í desember. Hans ósk sé að gengið verði aftur til kosninga og umboðið endurnýjað með löglegum hætti. „Þegar Odinga og Kibaki tóku saman höndum í kosningunum 2002 gerðu þeir með sér samkomu- lag. Samkvæmt því skyldi Odinga styðja Kibaki í forsetaembættið gegn því að Kibaki kæmi í gegn stjórnarskrárbreytingum, tæki á spillingu og drægi úr atvinnuleysi og fátækt. Hann hefur hins vegar aldrei tekið á spillingunni og í raun ekki minnkað fátækt heldur. Hag- vöxtur hefur verið nokkur í hans tíð en bilið á milli ríkra og fátækra hef- ur líka breikkað mikið,“ segir Thomas og bætir við, að þingmenn hafi um 500.000 keníska skildinga í mánaðarlaun (um 450.000 krónur) en stórir hópar fólks lifi á andvirði eins bandaríkjadals á dag. Þá hafi Kibaki ekki hreinsað til í spillingarmálum forvera síns, sem skaut að sögn hundruðum milljarða skildinga undan. Einnig sé það á flestra vitorði að núverandi ráð- herrar stundi sömu iðju. Það geri þeir ekki síst í gegnum opinber út- boð á verkefnum. Stjórnvöld taki tilboðum frá erlendum fyrirtækjum sem svo komi í ljós að séu drauga- fyrirtæki. Ekkert verði úr verk- áætlunum þótt greiðslur hafi borist viðkomandi fyrirtækjum úr opin- berum sjóðum. „Þeir ræna miklum peningum af fólki,“ segir hann. Allt of mikil völd „Vandamálið er að afrískir for- setar eru, út af völdunum sem þeir hafa og þeim glæpum sem þeir fremja, hræddir við að láta af emb- ætti. Kibaki hefur of mikil völd. Hann getur boðið flest embætti, til dæmis embætti ráðherra og dóm- ara. Hann getur útvegað hvaða lít- ilvæga embætti sem er, gegn því að þiggjendurnir ráðfæri sig svo við hann um hin smásmugulegustu at- riði,“ segir Thomas að lokum. Morgunblaðið/Frikki Á rannsóknarstofunni Thomas Mboya Agengo starfar sem lífeindafræðingur á Landspítalanum í Fossvogi. Hann fylgist náið með fréttum frá heimalandi sínu, Kenía, þar sem ófriðarbál logar eftir kosningar. Spillingin hefur lengi magnað upp spennu Í HNOTSKURN »Kenía var bresk nýlendafram til 1964 þegar stofnað var lýðveldi. Fyrsti forseti landsins var Jomo Kenyatta, af Kikuyu-þjóðarbrotinu. Hann hélt völdum til 1978. »Arftaki hans var Danielarap Moi, sem var við völd til 2002, þegar núverandi for- seti, Mwai Kibaki, náði kjöri. Hann er nú sakaður um kosn- ingasvindl og neitar að eftirláta mótframbjóðanda sínum völdin. Keníamaður á Íslandi fylgist með ástandinu í heimalandinu Viðbygging við gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut verður um 80-100 m² en fyrir er deildin 243 m². Með henni mun aðstaðan batna til muna: »Leguplássum fjölgar úr níuí ellefu. »Rými í kringum 5 af legu-plássunum eykst. »Lyfjaherbergi stækkar úr2,4 m² í um 7 m². »Geymsluaðstaða fyrirtækjakost batnar og sömu- leiðis lageraðstaða. »Fundaherbergi og kennslu-aðstaða bætist við. »Aðstaða fyrir starfsfólkstækkar í 24 m². Úrbætur á gjörgæslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.