Morgunblaðið - 05.01.2008, Side 35

Morgunblaðið - 05.01.2008, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 35 Gamall sveitungi minn og vinur, Magnús Jónsson frá Kollafjarð- arnesi lést 20. desember sl. í hárri elli á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykja- vík. Við andlát þessa ljúflings og sómamanns er margs að minnast frá liðnum árum. Af átta börnum þeirra merkishjóna, séra Jóns Brandssonar og Guðnýjar Magnúsdóttur, var Magnús fjórði í röðinni. Hann var organisti við Kollafjarðarneskirkju og heyrði ég sagt að hann hafði verið aðeins 12 ára gamall þegar hann byrj- aði að spila í kirkjunni. Vafalaust hefur Ragnheiður, sem var organisti og elst systkinanna, orð- ið vör við sérstakan áhuga drengsins á hljómlist og kennt honum að lesa nótur. En nokkrum árum síðar stundaði hann nám í orgelleik hjá Páli Ísólfssyni í Reykjavík. Það sýnir áhuga Magnúsar á hljóð- færaleik að hann eignaðist bæði fiðlu og píanóharmoniku ungur að árum og þess nutum við sveitungar hans í rík- um mæli og fleiri, bæði á Ströndum og sunnan heiða, því að Magnús spil- aði víða fyrir dansi og stjórnaði söng á skemmtisamkomum. Flutningur á hljóðfærum var oft erfiður á þeim tímum því að fátt var um bæði bifreið- ar og bílvegi þannig að oftast þurfti Magnús að nota hesta til að komast leiðar sinnar með harmonikuna. Stundum var Matthías Jónsson bróð- ir hans í för með honum. Hann var líka afar músíkalskur og mynduðu þeir þá afbragðs hljómsveit með því að Magnús lék á fiðlu en Matthías á harmonikuna. Minnist ég hrífandi samleiks þeirra í Heydalsárskólanum að lokinni kappsláttarskemmtun, sem um þær mundir var árviss við- Magnús Jónsson ✝ Magnús ÓlafurJónsson fæddist á Kollafjarðarnesi í Strandasýslu 24. september 1913. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eiri 20. desember síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Fella- og Hólakirkju 3. janúar. burður. Þegar ég var við nám í Gagnfræða- skólanum á Ísafirði veturinn 1939-40 minn- ist ég þess að Magnús kom vestur og spilaði um skeið á Ísafirði. Og var ég stoltur af að hafa átt þátt í að ráða hann til að leika á harmoniku fyrir nem- endur í Gagnfræða- skólanum. Er þetta nefnt sem dæmi um það hve Magnús fór víða til að skemmta með hljóðfæraleik sínum. Þetta var hans útrás, og eftir henni var tekið því að slíkir atburðir voru fátíðir á Ströndum í þá daga. Á þessum árum starfaði ung- mennafélagið okkar, Hvöt, með mikl- um þrótti í Kirkjubólshreppi. Magnús var þar góður liðsmaður, tók til máls á fundum, stjórnaði söng og lék fyrir dansi. Mikið var sungið af ættjarð- arljóðum og gat Magnús jafnan spilað hvert lag eftir minni án nótnabóka. Oft var slegið upp balli eftir fundina. Og í minningunni finnst mér ég hafa notið meiri háttar forréttinda að hafa verið viðstaddur dansleiki þar sem Magnús þandi harmonikuna en Bene- dikt Grímsson hreppstjóri á Kirkju- bóli stjórnaði marsinum með miklu fjöri og öryggi. Þegar marsinn var hafinn skildist manni vel hvaða merk- ing fólst í orðinu „dansleikur“, því að í marsinum er bæði leikur og dans. Snemma á fjórða áratug síðustu aldar stofnuðu Tungusveitungar fót- boltafélag sem hlaut nafnið Hvatur. Átti Magnús og þeir Kollafjarðarnes- bræður hugmyndina að þeim fé- lagsskap. Ekki leið á löngu þar til pilt- ar í Tungusveit fóru að iðka knattspyrnu sér til ánægju og aukins þroska og með góðum árangri, sem kom best í ljós á næstu árum þegar þeir tóku þátt í kappleikjum, bæði innan héraðs og utan. Þá voru um eitt skeið 4 bræður frá Kollafjarðarnesi í liðinu. Árið 1942 kvæntist Magnús frænku minni, Ágústu Eiríksdóttur frá Dröngum, mikilli ágætiskonu. Tóku þau við búi á Kollafjarðarnesi og eignuðust fjögur mannvænleg börn. Magnús var áfram organisti kirkjunnar og Ágústa sá jafnan um veitingar fyrir kirkjugesti, sem vöktu athygli fyrir myndarbrag. En búskapur var ekki það starf sem Magnús hafði mestan áhuga á. Hugur hans hneigðist fyrst og fremst að tónlist og hann hafði sterka löngun til að geta helgað sig henni og fengið starf á þeim vettvangi. Árið 1954, þegar hann var orðinn rúmlega fer- tugur, lét hann drauma sína rætast. Hann sagði upp jarðnæðinu, innrit- aðist í Söngskóla Þjóðkirkjunnar og tók söngkennarapróf vorið 1955. Síð- an settist hann að á Akranesi með fjölskyldu sinni og starfaði þar við söngkennslu í ýmsum skólum. Einnig kenndi hann á söngnámskeiðum og stjórnaði kórsöng. Fækkaði þá sam- fundum okkar, en við hjónin áttum þó eftir að hitta Magnús og Ágústu á Akranesi og gista hjá þeim eitt sinn, á leið okkar til Reykjavíkur. Gengu þau þá úr rúmi fyrir okkur og var ekki við annað komandi, sem lýsir vel þeirra fórnfúsu greiðvikni. Árið 1971 fluttu þau Magnús og Ágústa til Reykjavíkur, þar sem Magnús starfaði enn að söngkennslu. Tók hann þá fljótlega að sér að stjórna kór Átthagafélags Stranda- manna í Reykjavík og gegndi því starfi í 12 ár. Af þeim tveim hljóm- plötum sem Átthagafélagið gaf út 1979 og 1983 má glöggt heyra að Magnús hefur náð skínandi góðum árangri með söngstjórn sinni. Magn- ús Jónsson var gæfumaður í einkalífi sínu og það varð honum mikil lífsfyll- ing að geta helgað störf sín tónlistinni síðari hluta ævinnar. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessum sóma- manni og átt hann að vini. Við hjónin sendum Ágústu og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Torfi Guðbrandsson. ✝ Jón ÁstvaldurHall Jónsson fæddist í Otradal í Arnarfirði 8. des- ember 1943. Hann lést á heimili sínu, Brekkustíg 1 í Bíldudal, 21. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Matt- hildur Árnadóttir, f. 8. júní 1924, og Jón Erlendsson, f. 15. apríl 1903, d. 30. maí 1980. Eiginkona Ástvaldar er Þur- íður Sigurmunds- dóttir, f. 18. maí 1945, og eignuðust þau þrjá syni, þeir eru Ómar Hall, f. 28. nóvember 1963, Viðar Örn, f. 26. júlí 1965, og Andri Már, f. 11. desember 1976. Barnabörnin eru tíu. Útför Jóns Ást- valdar fer fram frá Bíldudalskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Sú sorgarfregn barst mér, að frændi minn og vinur, Jón Ástvaldur Hall Jónsson frá Bíldudal, hefði látist 21. desember síðastliðinn. Hann var fæddur í Otradal í Arnarfirði. Móðir hans er hálfsystir mín, Elísabet Árna- dóttir, og faðir Jón Erlendsson. Jón Ástvaldur var í fyrstu á heimili foreldra minna, stuttan tíma í Otradal, en síðan á Bíldudal. Hann var skamm- an tíma í Reykjavík, en fékk þá að fara vestur aftur. Þar ólst hann síðan upp í skjóli foreldra minna þangað til hann stofnaði eigið heimili í þorpinu. Snemma fór að bera á áhuga hans og hæfileikum til tónlistariðkunar. Hann eignaðist snemma harmoniku og þá stofnaði hann ásamt félögum sínum tríó sem síðar urðu svo fleiri. Þá var stofnuð alvöruhljómsveitin Fa- con, sem aflaði sér frægðarorðs á landsvísu, enda spiluðu þeir félagar nokkuð víða um landsbyggðina. Svavar Gests sem rak fyrirtækið S.G.-hljómplötur gaf út plötu með hljómsveitinni og voru lögin mjög vin- sæl í alllangan tíma. Eitt laganna komst inn á lista tíu vinsælustu laga skömmu eftir að platan kom út. Það var hið fræga lag Ég er frjáls eftir Pétur Bjarnason. Jón Ástvaldur hefur samið fjöldann allan af fallegum lögum, sem lítt hafa þó komist út fyrir heimahéraðið, en synd er, að úrvali þeirra skuli ekki vera safnað inn á disk. Við unnum saman við gerð söngleikja árum sam- an og voru þeir sýndir á leikfélags- skemmtunum og víðar. Jón Ástvaldur hefur leikið undir söngvum og gam- anmálum á flestöllum skemmtunum hjá hinum ýmsu félögum á staðnum í áraraðir og sjaldan eða aldrei hafði hann neitað beiðni um aðstoð í þeim efnum. Hann kvæntist Þuríði Guðmundu Sigurmundsdóttur póstafgreiðslu- manni og eignuðust þau þrjá syni, þá Ómar, Viðar og Andra. Tveir þeir síð- arnefndu hafa stofnað heimili á Bíldu- dal, en sá elsti býr í Hafnarfirði. Jón Ástvaldur stundaði ýmis störf um dagana til sjós og lands, eins og gengur í hinum smáu byggðarlögum. Hann var um stundarsakir skipstjóri á rækjubáti og einnig stundaði hann sjómennsku á öðrum skipum. Mest vann hann þó við smíðar, enda var hann bráðlaginn og eftirsóttur á þeim vettvangi. Seinast vann í þeirri at- vinnugrein hjá fyrirtækinu Lás á Bíldudal. Hann var síkátur, jafnlynd- ur og gamansamur og var mjög vin- sæll af vinnufélögum og héraðsfólki. Jón Ástvaldur var gleðimaður tals- verður og hafði gaman af að dreypa á glasi af góðu víni. Hann lék á mörg hljóðfæri og kona hans er einnig söngmanneskja mikil og hefur verið drjúgur kraftur hjá leikfélagi staðar- ins. Synir þeirra eru einnig hæfileika- menn á tónlistarsviðinu. Ég sakna þessa vinar míns og frænda, en minningarnar lifa, einkum þó hvað mig snertir um samvinnu okkar við leikritin og söngvana. Ég dvaldi á heimili þeirra hjóna sl. sumar á þeirri miklu hátíð, sem nefnd er Bíldudals grænar. Ekki hvarflaði að mér er ég kvaddi minn ágæta frænda, að það yrði í síðasta sinn er við sæj- umst. Bíldudalur horfir nú á bak eins síns ástsælasta íbúa. Ég votta fólki hans innilega samúð mína. Hafliði Magnússon, Selfossi. Ljúfþýtt lag lokkandi fagran hljómþýðan óm söngst þú blítt brosandi barnslega mildum róm Ástaróð aðeins sem þú söngst fyrir mig alsæll og ástfanginn örmum ég vafði þig. Ljúft leið þá stund um lognkyrra nótt við ljóðið þitt sefandi rótt. Af því enn unaðsleg birta um huga minn fer Ómar sælt söngur þinn síðan í hjarta mér. (Hafliði Magnússon) Að leiðarlokum vil ég þakka Ást- valdi Jónssyni fyrir lífsgönguna í tón- listinni er við deildum saman í mörg ár. Jón Kr. Ólafsson, söngvari, Bíldudal. Ástvaldur var tónlistarmaður af lífi og sál. Hann var ávallt að sinna tón- listinni hvort heldur sem var heima hjá sér, á ýmsum skemmtunum á Bíldudal eða í hljómsveitum. Þekkt- asta hljómsveitin hans var Facon sem starfaði nánast allan sjöunda áratug- inn og líklega var hann eini meðlim- urinn sem var í hljómsveitinni allan tímann sem hún starfaði. Aðrar hljómsveitir sem nefna má voru Stúkutríóið, HGH tríó, Tríó aukaat- riði, Sem og Hljómsveit Jóns Ástvald- ar Hall Jónssonar. Ég spilaði á bassa í þeirri hljómsveit sem bauð upp á gömlu íslensku dægurlögin. Þetta var á níunda áratugnum og þessi lög voru þá ekki almennt orðin vinsæl aftur eins og nú er. Ástvaldur kunni öll þessi lög afturábak og áfram og það var mikill skóli að læra þau af honum því mörg þeirra hafa blæbrigðaríkar hljómasetningar og melódisk tónteg- undaskipti. Ég man að það kom á óvart á æf- ingum að Ástvaldur vissi stundum ekki hvað sumir hljómanna sem hann var að kenna mér og félaga mínum hétu, það voru þá gjarnan breyttir hljómar, stækkaðir eða minnkaðir og þvíumlíkt. Hann hafði aldrei lært tón- list í skóla og ég veit ekki til þess að neinn hafi kennt honum, ég held að hann hafi lært þetta allt af sjálfum sér – hlustað og spilað. Það var samt ekki fyrr en nokkrum árum seinna að ég áttaði mig á því að hann bjó yfir náð- argáfu í tónlist. Við vorum þá nokkrir félagar komnir vestur að æfa fyrir dansleik á Bíldudal og Gutti, eins og hann var jafnan kallaður, var með. Prógrammið var rokk og ról og upp komu meiningar í bandinu um að það hentaði ekki að vera með másandi orgel í öllu rokkinu en orgelið var að- alhljóðfæri Gutta. Gutti skrapp þá heim og náði í gítargarm og magnara sem var ekki merkilegur og lét org- elið eiga sig. Ég hafði heyrt sögur af honum frá Facon-tímanum þegar þeir voru að fá einhver ný hljóðfæri í bandið og Gutti þurfti ekki nema dag- inn til að geta spilað á þessi hljóðfæri um kvöldið. Og þarna var hann kom- inn með rafmagnsgítar og hann sló allt út. Gítarinn bókstaflega söng í höndunum á honum. Hann var með hreinan og sterkan tón eins og hann hefði aldrei gert neitt annað en að spila á gítar alla sína ævi. Það er ekki oft sem maður verður vitni að svona einstakri gáfu eins og hann sýndi þetta kvöld í Baldurshaga og það eru ekki margir atvinnutón- listarmenn sem geta látið hljóðfæri sín syngja með þeim undraverða hætti sem hann kunni skil á, hvað þá hljóðfæri sem þeir almennt leika ekki á. Þarna upplifði ég merkilega stund í mínu tónlistarlífi og ég áttaði mig á að hljóðfærið, þótt nauðsynlegt sé, er í raun aukaatriði, það er tónlistin sjálf sem skiptir öllu máli. Af honum lærði ég margt fleira um tónlist og hvernig hægt er að stunda hana og ég er hon- um þakklátur fyrir það. Við Ásta vottum fjölskyldu Ást- valdar samúð okkar á þessari sorg- arstundu. Helgi Hjálmtýsson. Jón Ástvaldur Hall Jónsson ✝ Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, MAGNI INGÓLFSSON, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 31. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 14.00. Inga Birna Magnadóttir, Steinn Bragi Magnason, Steinunn Hlín Þrastardóttir, Elvar Árni Þrastarson, Jón Ingi Þrastarson, Hákon Helgi Óskarsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR JÓHANNESSON frá Víðigerði, Gullengi 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.00. Helga Ingvarsdóttir, Ingvar Halldórsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Edda Halldórsdóttir, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, RAGNHEIÐUR MARÍASDÓTTIR, Skúlagötu 40, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 20. desember verður jarðsungin í Langholtskirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.00. Jóhannes Leifsson, Ingvar Á. Jóhannesson, Friðgeir Þ. Jóhannesson, Ragna Kjartansdóttir, Sigríður M. Jóhannesdóttir, Pétur Hreinsson, Reynir S. Jóhannesson, Margrét G. Kristjánsdóttir, Jökull H. Jóhannesson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.