Morgunblaðið - 05.01.2008, Page 36
36 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengda-
móður, systur, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
JÓNU HALLFRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Árbakka,
Dalvík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Dalbæ.
Kristinn Antonsson, Elínborg Elísdóttir,
Áslaug Sigurjónsdóttir,
Flóra Antonsdóttir,
Felix Antonsson, Monika Sveinsdóttir,
Ingvi Antonsson, Elín Guðjónsdóttir,
Ragnhildur Antonsdóttir, Guðbjartur Björnsson,
Sesselja Antonsdóttir, Bergur Höskuldsson,
Jónas Antonsson, Anna Stella Marinósdóttir,
Guðlaug Kristjánsdóttir,
barnabörn og langömmubörnin.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem veittu okkur
styrk, hlýju og auðsýnda samúð við veikindi, andlát
og útför elskulegs sonar okkar og bróður,
HÖGNA KRISTINSSONAR,
JÖRUNDARHOLTI 33,
AKRANESI.
Sérstakar og innilegar þakkir til starfsfólks krabba-
meinsdeildar 11 E Landspítalans við Hringbraut.
Guð blessi ykkur öll.
Eva Björk Karlsdóttir, Alfreð Örn Lilliendahl,
Sindri Snær Alfreðsson,
Aron Máni Alfreðsson,
Kristinn Richter, Sigríður María Gísladóttir,
Tinna Richter,
Ari Richter.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐBJARGAR EINARS ÞÓRISDÓTTUR
(Lillýjar),
Kringlumýri 29,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Handlæknis- og
Bæklunardeilda Sjúkrahúss Akureyrar.
Tryggvi Gestsson,
Þórir Ó. Tryggvason, Kristín Hallgrímsdóttir,
Lára H. Tryggvadóttir, Ómar Ólafsson,
ömmu- og langömmubarn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinsemd
vegna veikinda og andláts
BJARNE PETTERSEN,
Tromöy,
Noregi.
Linda Antonsdóttir Pettersen,
Dan Pettersen, Lene Pettersen og Atle Pettersen.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegrar systur minnar,
GERÐAR STEFÁNSDÓTTUR
frá Ekru,
Selási 5,
Egilsstöðum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkra-
hússins á Egilsstöðum og öllum þeim sem hafa
reynst henni vel fyrir einstaka umönnun og
umhyggju. Guð blessi ykkur öll.
Jóna S. Stefánsdóttir og aðrir aðstandendur.
✝
Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
RÓSU HJALTADÓTTUR.
Hugi Kristinsson,
Anna Guðrún Hugadóttir, Guðmundur Hallgrímsson,
Hjalti Hugason, Ragnheiður Sverrisdóttir,
Kristinn Hugason, Guðlaug Hreinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæra
SIGÞÓRS SIGURÐSSONAR,
Sólhlíð 19,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar
Vestmannaeyja.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valgerður K. Kristjánsdóttir,
Erla F. Sigþórsdóttir, Yngvi Geir Skarphéðinsson,
Anna K. Sigþórsdóttir, Einar Sigfússon,
Sigurbjörg Sigþórsdóttir,
Sveinn Valþór Sigþórsson, Baldvina Sverrisdóttir,
Einar Sigþórsson,
Eyrún Ingibj. Sigþórsdóttir, Tryggvi Ársælsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Þórunn Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Hvammi við
Fáskrúðsfjörð 4.
júní 1920. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Uppsölum 29.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Þuríð-
ur Elísabet Magn-
úsdóttir, f. 22. jan-
úar 1893, d. 10.
maí 1950, og Sig-
urður Oddsson, f.
16. júlí 1896, d. 4.
janúar 1948 . Þórunn var þriðja
barn foreldra sinna og sú sem
síðust kveður. Systkini hennar
voru Elínbjörg, f. 1917, d. 1949,
Magnús, f. 1918, d. 2004, Oddur,
f. 1922, d. 1991, Þorbjörg, f.
1923, d. 1993, Kristinn, f. 1925,
d. 1997, og Gróa, f. 1929, d.
1998.
Þórunn giftist Jóni Karli Úlf-
arssyni frá Vattarnesi árið 1942
og hófu þau búskap á Vattar-
nesi. Börn þeirra eru Ingigerð-
ur, f. 1945, Sigríður Elísa, f.
1947, Úlfar Kon-
ráð, f. 1950, Elín-
björg, f. 1951, og
Þóra Jóna, f. 1957.
Barnabörnin eru
13 og langömmu-
börnin eru 20.
Árið 1947 fluttu
þau að Eyri og
bjuggu þar blönd-
uðum búskap og
voru með trilluút-
gerð og fiskverk-
un. Þórunn vann
jöfnum höndum við
búskapinn og út-
gerðina ásamt því að sinna
barnauppeldi og umönnun eldra
fólks sem dvaldi á heimilinu um
lengri eða skemmri tíma. Árið
1984 flutti Þórunn til Horna-
fjarðar og var þar í tæp 20 ár en
hún flutti á hjúkrunarheimilið
Uppsali á Fáskrúðsfirði 13. febr-
úar 2004.
Útför Þórunnar verður gerð
frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Kolfreyju-
staðarkirkjugarði.
Einu sinni hélt ég að ég gæti aldr-
ei orðið almennileg mamma. Ég hélt
að allar mömmur þyrftu að vera eins
og mamma mín.
Mamma, sem var eins og klettur-
inn í hafinu sem haggast ekki á
hverju sem gengur.
Mamma, sem alltaf fann einföld-
ustu lausnina á öllum vandamálum.
Mamma, sem var hrókur alls
fagnaðar þegar þannig stóð á en átti
líka dýpstu samúðina þegar á bját-
aði.
Mamma, sem alltaf var eins, hvort
sem hún setti plástur á meiddan
putta eða sat opinbera móttöku með
æðstu mönnum þjóðarinnar.
Mamma, sem bakaði bestu kök-
urnar, eldaði bestu sunnudagskóte-
letturnar og saumaði fallegustu dúk-
ana og flíkurnar.
Mamma, sem kenndi börnunum
sínum að syngja, dansa gömlu dans-
ana, biðja bænirnar, lesa og skrifa og
gera allt sem gera þurfti. Já, kenndi
okkur allt sem við kunnum nú.
Mamma, sem alltaf var hægt að
leita til og var svo stolt af hópnum
sínum.
Mamma, sem var eins og greni-
tréð, bognaði aldrei, hélt reisn sinni
til hinstu stundar þrátt fyrir allt sem
yfir dundi.
Seinna sá ég að það eru ekki allar
mömmur svona. Sumar eru bara
venjulegar og þurfa ekki að geta allt.
Þær gera bara sitt besta og ég gat
alveg verið svoleiðis mamma.
Mamma mín, takk fyrir samfylgd-
ina. Ég bið Guð og góðu englana að
fylgja þér inn í eilífa lífið og ljósið.
Elísa (Lísa).
Þegar við setjumst niður og látum
hugann reika þá flæða minningarnar
fram um okkar elskulegu mömmu,
sem á okkar heimili var alltaf kölluð
amma Tóta.
Við rifjum upp árin sem við áttum
saman eftir að hún flutti til okkar á
Hvannabrautina fyrir 23 árum.
Það var ómetanlegt að hafa ömmu
á heimilinu sem var alltaf til staðar
fyrir okkur og oftar en ekki var hún
búin að baka lummur eða annað góð-
gæti þegar krakkarnir komu heim úr
skólanum, enda var hún lista kokkur
og bakaði bestu kökur í heimi.
Ömmu sem hafði endalausa þolin-
mæði og ánægju af að spila eða lesa
og var alltaf tilbúin til að passa ef við
foreldrarnir þurftum að vinna eða
skreppa eitthvað út.
Ömmu sem sá alltaf um að þvott-
urinn væri nýstrokinn og ilmandi af
útilykt, í stöflum í skápunum og
sinnti öðrum heimilisstörfum með
ánægju.
Við gerðum ótalmargt skemmti-
legt saman, til dæmis allar ferðirnar í
sumarbústaði á Einarsstöðum og í
Lóninu. Þá vorum við stórfjölskyld-
an oftast saman og blásið til fagnaðar
og ættingjar og vinir ömmu Tótu
flykktust að og það var oft glatt á
hjalla og mikið spilað og spjallað. Við
enduðum oft dagana á að skrifa í
dagbók það sem gerst hafði þann
daginn og seinna skemmtum við okk-
ur við að lesa ferðasögurnar og hlóg-
um heil ósköp að því sem gerst hafði.
Einu sinni ákváðum við að drífa
okkur í tjald-útilegu og skoða suður-
landið. Okkur þótti það lítið mál, þótt
fjölskyldubíllinn væri lítill Austin
Mini og við værum orðin 4 í fjölskyld-
unni. Ekki kvartaði Amma Tóta und-
an þrengslum í aftursætinu þótt hún
deildi því með Þóreyju og stórum
hluta af farangrinum, enda var hún
ekki þekkt fyrir að kvarta undan
smámunum.
Hún var afskaplega vinamörg
enda mjög félagslynd og skemmtileg
kona og hún fékk sem betur fer tæki-
færi til að gera ýmislegt fleira en að
sinna okkur litlu fjölskyldunni á
Hvannabrautinni. Hún var virk, í fé-
lagi eldriborgara á Höfn og sá meðal
annars um kaffiveitingar fyrir hóp-
inn í hverri viku þegar þau hittust og
spiluðu. Gleðigjafarnir, kórinn
þeirra, voru sko gleðigjafar í orðsins
fyllstu merkingu. Þar eignaðist hún
marga góða vini og með þeim söng
hún bæði hér heima og fór líka með
þeim í söngferðir og þau sungu t.d
einu sinni í Hallgrímskirkju. Þetta
var samheldinn hópur og þau mættu
óvænt í 80 ára afmælið hennar og
sungu henni til heiðurs. Þar voru líka
mættir gömlu góðu vinirnir og fjöldi
ættingja og þetta var ógleymanleg
stund.
Við erum innilega þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til að eyða þess-
um góðu árum saman.
Hún Amma Tóta var svo sterk og
heilsteypt kona með óendanlegt
langlundargeð og æðruleysi. Hún
haggaðist ekki, hvað sem á dundi og
lét ekki utanaðkomandi aðstæður
koma sér úr jafnvægi, eða raska
sinni hugarró.
Þetta eru kostir sem við vildum
svo gjarnan öðlast og reynum að líkj-
ast henni af fremsta megni.
Guð blessi minningu hennar.
Þóra Jóna, Sigfús,
Þórey og Júlíus.
Þegar ég sit hérna og skrifa þessi
fátæklegu minningarorð um mömmu
mína er efst í huga mínum þakklæti.
Ég er innilega þakklát fyrir sam-
fylgdina gegnum árin og allt það sem
hún kenndi okkur systkinunum um
lífið og tilveruna. Henni var það mik-
ið kappsmál að við gætum bjargað
okkur sjálf og alltaf gátum við leitað
til hennar ef við sigldum í strand.
Mamma var líka hrókur alls fagnað-
ar á góðum stundum og lagði niður
störf ef eitthvað var verið að grínast
og tók fullan þátt í gamninu. Mamma
elskaði tónlist og söng í litlu kirkj-
unni okkar þegar ég var ung og
kunni ógrynni af sálmum og ljóðum.
Mamma var alltaf tilbúin að rétta
hjálparhönd og var yndisleg amma
og langamma.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
er þakklæti efst í huga mínum, til
allra þeirra sem önnuðust hana af
umhyggju og kærleika.
Ég bið algóðan guð að varðveita
hana, alla góðu vinina hennar og fjöl-
skylduna.
Elínbjörg.
Okkur langar að kveðja okkar
elskulegu ömmu Tótu sem við eigum
svo margt að þakka. Við eigum í
hjörtum okkar margar yndislegar
minningar sem við munum geyma
með okkur um ókomna tíð. Okkur
leið alltaf vel þegar við komum til
ömmu og var okkur alltaf vel tekið,
svo og börnum okkar þegar þau
bættust í hópinn.
Takk fyrir allt, elsku amma. Minn-
ingin um þig mun ætíð fylgja okkur.
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
Mín sál, því örugg sértu,
og set á Guð þitt traust.
Hann man þig, vís þess vertu,
og verndar efalaust.
Hann mun þig miskunn krýna.
Þú mæðist litla hríð.
Þér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin blíð.
(Björn Halldórsson)
Guð geymi þig, elsku amma Tóta.
Þínar
Fjóla, Hanna, María
og Anna Jóna.
Þórunn Sigurðardóttir