Morgunblaðið - 05.01.2008, Side 44

Morgunblaðið - 05.01.2008, Side 44
44 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Til leigu í Skútuvogi 1 lager / skrifstofuhúsnæði - 174 fm Frábær staðsetning Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is tákn um traust Gæti hentað vel fyrir skrifstofu eða léttan lager. Rýmið er opið og býður uppá mikla möguleika. Góðar aðkeyrsludyr. Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍSA, GRETTIR ER ENNÞÁ AFBRÝÐISAMUR ÚT Í ÞIG... OG ÁSTANDIÐ ER ORÐIÐ SLÆMT HANN ER HÆTTUR AÐ BORÐA ÉG DRÍF MIG TIL ÞÍN NÚNA ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ VIKAN ER AÐ VERÐA BÚIN OG ÉG ÞARF AÐ BYRJA AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF VEGAGERÐINNI AFTUR AF HVERJU Á ÉG ENGA VALDAMIKLA VINI? ÞAÐ ER KOMINN FÖSTUDAGUR ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI! ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI! ÉG NÁÐI AÐ SMYRJA NOKKRAR SAMLOKUR EN ÉG HELD AÐ MÖMMU SÉ FARIÐ AÐ GRUNA EITTHVAÐ! VIÐ VERÐUM AÐ DRÍFA OKKUR! HVORT ÆTTI ÉG AÐ TAKA MEÐ MÉR JÓJÓ EÐA SÁPUKÚLUR? HOBBES, DRÍFÐU ÞIG! EF VIÐ BÍÐUM HÉRNA MIKIÐ LENGUR KOMUMST VIÐ EKKI ÚT LIFANDI! MAMMA HLÝTUR AÐ LÍTA ÚT UM GLUGGANN BRÁÐUM OG ÞÁ SÉR HÚN AÐ BÍLLINN ER FASTUR Í SKURÐINUM! EF VIÐ NÁUM EKKI AÐ KOMAST ÚR LANDI FYRIR ÞANN TÍMA ÞÁ ER ÚTI UM OKKUR! HVAR ER VÖRULEST ÞEGAR MAÐUR ÞARF Á HENNI AÐ HALDA HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR? EITTHVAÐ SEM ER NÓGU STERKT TIL AÐ SLÁ MIG Í ROT VARAÐU ÞIG! HANN VAR EINU SINNI ATVINNU BOXARI ÉG HEF ÁHYGGJUR AF ÞESSUM SÖLU- FYRIRLESTRI VIÐ ÞURFUM BARA AÐ VERA ÞARNA Í NÍUTÍU MÍNÚTUR OG SÍÐAN HELDUR FRÍIÐ ÁFRAM MUNDU BARA AÐ SÝNA ALDREI NEINN ÁHUGA... SAMA HVAÐ GERIST ÞETTA ER FRÁBÆRT HLAÐBORÐ! ER HERRANNSVANGUR? ÞÚ NÁÐIR MÉR! NÚNA GETUM VIÐ ANDAÐ RÓLEGA EKKI ENNÞÁ! SJÁÐU! LYFTAN ER AÐ FALLA Í ÁTT TIL JARÐAR... OG Í ÁTTINA AÐ TÖKULIÐINU dagbók|velvakandi Samskiptavandamál á vinnustöðum Samskiptavandamál og einelti á vinnustöðum hefur aukist verulega á síðari árum, en lítið verið gert til að lagfæra vandann. Í Morgunblaðinu 24. desember hvöttu þau Inga Rún Ólafsdóttir og Bragi Skúlason til umræðu um málið, sem var löngu tímabært. En það er ekki sama hvaða forsendur menn gefa sér sem umræðugrund- völl. Hjá fyrirtækjum hefur sama aðferð verið notuð til lausnar á samskiptavandanum og notuð hef- ur verið hjá grunnskólunum og víðar, að skilgreina ekki vandann, heldur vísa þeim frá sem fyrir áreitinu verða. Þetta er svona álíka skynsamlegt og ef þjófur brytist inn, þá væri íbúðareiganda vísað út, vegna þess að brotist var inn hjá honum. Það er ekki nóg að til séu lög og reglur um réttindi starfsmanna, ef þeim er ekki fylgt eftir og réttur þeirra lægra settu er vanvirtur eða jafnvel svívirtur. Rétt er að hafa það í huga að mannréttindi þess lægsta eru þau sömu og þess hæsta. Einnig ætti að hafa í huga þegar starfsmanni er sagt upp, að hann er sviptur framfærslutekjum og jafnvel fjölskyldan. Undir verndarvæng verkalýðs- forustunnar hefur það þróast að starfsfólk sé sett á stall með vinnutækjum og því skipt út með sama hætti og tækjunum eftir þörfum. Það er sífellt verið að birta yf- irlýsingar um tap fyrirtækja ef laun hækka, en aldrei minnst á tap fjölskyldu þegar fyrirvinna missir vinnu vegna uppsagnar. Þetta er áróður sem miðar að því að halda á lofti hagsmunum annars aðilans. Stéttafélögin bera ábyrgð á því, er samskiptavandamál koma upp, ef sök er færð yfir á rangan aðila, eins og mér fannst nokkuð oft ger- ast á þeim tíma sem ég var trún- aðarmaður og einnig formaður starfsmannafélaga, að uppsagnir vegna samskiptavandamála væru teknar gildar, án athugasemda, þó svo að fyrir lægi vafi á réttmæti uppsagnarinnar. Svona vinnubrögð stéttarfélaga eru hneisa. Kjör trúnaðarmanna eru eitt af vandamálunum í þessum sam- skiptum. Trúnaðarmenn þurfa að vera kjörnir, eingöngu af starfs- fólki, án afskipta fyrirtækja. Ef upp koma vandamál yfirmanna við trúnaðarmann eiga yfirmenn að kvarta til stéttarfélags og það á að leysa vandann með trúnaðarmanni eða láta fram fara kjör á nýjum trúnaðarmanni, ekki eins og nú er, að fyrirtæki hafi íhlutun um val á trúnaðarmanni. Verkafólk ætti að gæta þess að hafa ekki í forustu menn sem eru eigendur eða hluthafar í fyrirtæki. Verkalýðsforingi sem situr á miðju samningaborði hlýtur að hallast meira að eigin hagsmunum. Ef endurskoðun fer fram á sam- skiptum manna innan fyrirtækja verður hún að byggja á því að sá eða þeir seku séu gerðir ábyrgir fyrir ástandinu. Guðvarður Jónsson, Valshólum 2 Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SKOTGLEÐI Íslendinga er mikil um áramótin. Það kom í hlut starfsmanna á vegum Orkuveitunnar að hirða tómar tertur og flugelda hjá Perlunni. Morgunblaðið/Valdís Thor Tómar tertur hjá Perlunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.