Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Besta sjónvarpsefni sem ég sáá síðasta ári var hiklaustbreska þáttaröðin The
Thick Of It, eða Mæðst í mörgu
eins og hún var skírð svo glæsi-
lega upp á hið ylhýra af þýðendum
Ríkissjónvarpsins en þeir hafa átt
magnaða spretti í þeim fræðunum
í gegnum tíðina (Prúðuleikararnir,
Beðmál í borginni o.s.frv.).
Þættirnir voru sýndir í sumar íRíkissjónvarpinu en þeir eru
runnir undan rifjum BBC og voru
fyrst sýndir þar 2005. Um er að
ræða eitursnjalla pólitíska háðsá-
deilu, setta upp í hinum nýja og
hráslagalega „fluga á vegg“-stíl og
minnir þannig á gamanþættina
The Office enda hefur þáttunum
verið lýst sem blöndu af þeim þátt-
um og Já ráðherra-þáttunum (Yes
minister) sem nutu mikilla vin-
sælda hérlendis um miðjan níunda
áratuginn. Mæðst í mörgu skilur
sig þó frá þessum viðlíkingum með
hárbeittum húmor, sem verður
vart lýst á annan hátt en sem
„hvössum“. Handritið er djúphug-
ult og hreint ótrúlega vel skrifað,
hver einasta setning og áhersla
skiptir máli. Raunveruleikaáhrifin
eru mögnuð upp með handheldri
kvikmyndatöku og engin tónlist né
dósahlátur er til staðar.
Segir af lánlausum ráðherra,Hugh Abbot (Chris Langham),
sem þekkir ekkert annað en inn-
viði stjórnkerfisins og hangir því á
stöðu sinni eins og hundur á roði,
án sjálfsvirðingar og siðlegrar vit-
undar. Út í gegn þarf hann svo að
mæta spunameistara ríkisstjórn-
arinnar, hinnum illvíga og orðljóta
Malcolm Tucker (frábærlega leik-
inn af Peter Capaldi), sem minnir
helst á Svarthöfða sjálfan þegar
best/verst lætur, svo ógnvekjandi
er hann. Tucker ku vera sniðinn
eftir Alistair Campbell, hinum
fræga spunameistara Tonys
Blairs, sem er skoskur líkt og
skáldsagnapersónan en handrits-
höfundurinn, Armando Iannucci,
hefur neitað þessu (hann er og
skoskur).
Við fylgjumst svo með þvíhvernig hvert klúðrið rekur
annað og hvernig Malcolm og Ab-
bot reyna að hylma yfir það með
öllum ráðum. Hugsjónir eru engar,
lygarnar algerar og ruglið og
subbuskapurinn yfirgengilegur.
Ég var hvað dýpst sokkinn í þessa
þætti er REI-málið ótrúlega reið
yfir og þegar það bar hæst, með
öllum þeim trúðslátum, loðnu svör-
um, bakstungum og lygum sem því
fylgdi, sá maður glögglega að skil
á milli skáldskapar og raunveru-
leika virðast stundum sáralítil.
Styrkur Mæðst í mörgu liggur í
þessum realisma, í raun fjalla
þættirnir um nákvæmlega það
sama og var að gerast í REI-
ruglinu, en með grínslæðuna yfir
verða skilaboðin beinskeytt og
stingandi. Er stjórnkerfið og bless-
að lýðræðið, sem við höfum öll svo
óskaplega mikla trú á, rotið inn að
beini? Já, og við værum fífl að
halda annað er mórallinn.
Hún er skrítin tík, þessi pólitík
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
» Segir af lánlausumráðherra, Hugh Ab-
bot (Chris Langham),
sem þekkir ekkert ann-
að en innviði stjórnkerf-
isins og hangir því á
stöðu sinni eins og
hundur á roði, án sjálfs-
virðingar og siðlegrar
vitundar.
Ráðherrann Hugh Abbot (Chris Langham), horfir út í tómið.
arnart@mbl.is