Morgunblaðið - 05.01.2008, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 53
Á MEÐAN Tommy Lee ákveður
hverju hann á að pakka fyrir Ís-
landsheimsókn sína síðar í mán-
uðinum leggur fyrrverandi eig-
inkona hans og barnsmóðir, Pamela
Anderson, lokahönd á skilnað sinn
við Rick Solomon. Turtildúfunum
tókst að róta í öskustó ástareldsins í
heila tvo mánuði áður en þau upp-
götvuðu að nú væri mál að linnti en
upphaf sambands þeirra mun hafa
verið herramannsleg uppástunga
Solomons um að fella niður pók-
erskuld Anderson gegn kynlífs-
greiða. Þá ku hin barmmikla kyn-
bomba hafa sagt: „Ég borgaði skuld
mína með kynlífi og féll svo kylliflöt
fyrir honum. Þetta er svooooo róm-
antískt.“
Anderson var á þessum tíma að-
stoðarkona töframannsins Hans
Kloks í Las Vegas og í klukkustund-
arlöngu hléi á milli sýninga giftist
hún Solomon. Solomon þessi hefur
helst unnið sér það til frægðar að
vera einkar lunkinn pókerspilari en
þar fyrir utan hefur honum tekist að
giftast bæði Shannen Doherty og
Elizabeth Daily. Þá „lék“ hann aðal-
hlutverkið í myndbandinu „One
Night in Paris“ sem ekki skal á
nokkurn hátt ruglað við tónlistar-
myndband Antons Corbijns með De-
peche Mode. Þetta hjónaband Pa-
melu er það þriðja sem siglir í strand
en þar áður hefur hún verið gift fyrr-
nefndum Tommy Lee og rokk-
aranum Kid Rock.
Nóg komið Pamela Anderson og Solomon leysa hjónahnútinn á næstunni.
Áhættan borgaði sig ekki
EF maður hefur gaman af púslu-
spilum þá má skemmta sér ágætlega
yfir nýjustu fjársjóðsleitinni með
Nicolas Cage í hlutverki Bens Gates.
Í þetta skipti þarf hann að verja heið-
ur ættarinnar þegar forfaðir hans er
ásakaður um að hafa plottað morðið á
Lincoln. Til að afsanna þetta leggst
hann í Trivial Pursuit-rannsókn á
bandarískri sögu. Hann þarf að leita
fanga víða til að finna sönnunargögn.
Í fantasíuheimi myndarinnar telst
ekki tiltökumál að brjótast inn í
Buckinghamhöll og keyra síðan um
miðborg London skjótandi í allar átt-
ir – allt án afskipta lögreglu! En þetta
er hasarævintýri þar sem allt sem
telst fjölskylduvænt, blóðlaust ofbeldi
er greinilega leyfilegt. Maður yrði
ekki hissa ef Ben Gates fengi Nancy
Drew í lið með sér til að finna fjár-
sjóðinn. Hún passar alveg inn í púslin
með borðin, kóngulóarvefina í göng-
unum og gullborgina.
Vandi National Treasure: Book of
Secrets er að þótt hún eigi góðar sen-
ur inn á milli er heildarmyndin þung-
lamaleg og of löng. Hana vantar
hörku og fjör. Drifkrafturinn er nán-
ast enginn. Það er þá helst Jon Vo-
ight og Helen Mirren í vanþakklátum
hlutverkum foreldra Bens Gates sem
lyfta myndinni aðeins upp. Einnig er
Harvey Keitel skondinn sem FBI-
maðurinn sem eltist við Gates.
Púsl og þjóðargersemi
Blóðlaus hasar „[Þ]etta er hasarævintýri þar sem allt sem telst fjöl-
skylduvænt, blóðlaust ofbeldi er greinilega leyfilegt.“
KVIKMYNDIR
Sambóin Laugarásbíó
Leikstjóri: Jon Turtletaub. Leikarar:
Nicolas Cage, Diane Kruger, Justin
Bartha, Helen Mirren, Jon Voight, Ed
Harris, Harvey Keitel. Bandaríkin. 2007.
National Treasure Book of Secrets
Anna Sveinbjarnardóttir